Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 14

Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ NetrisarnirGoogle ogFacebook hyggjast brátt hætta að styðja við vafrakökur þriðja aðila í sínu auglýs- ingakerfi. Vafrakökurnar hengja sig á notendur þegar þeir koma við á einum stað og gera kleift að rekja ferðir þeirra um netið og ýta að þeim auglýsingum. Þess í stað verður tekin upp tækni þar sem notendur verða dregnir í dilka svo úr verða flokkar eftir áhuga- málum og kenjum. Auglýs- endur geti síðan nálgast þá hópa, sem þeir vilja koma sín- um boðskap á framfæri við, án þess að fá upplýsingar um hvaða fólk er í hópunum. Skortur á friðhelgi ein- staklingsins er nánast alger á netinu. Jafnvel þótt gefa verði notendum kost á því að hafna vafrakökum hefur það lítið að segja því fæstir gefa sér tíma í það umstang, sem því fylgir. Google styður aðgerðina rökum persónuverndar, en hún virðist um leið vera til þess fallin að gera þá sem auglýsa á netinu með ein- hverjum hætti háðari fyrir- tækinu. Það myndi styrkja stöðu netrisans verulega og var hún ekki veik fyrir. Jón Tetzchner, forstjóri vafrans Vivaldi, gagnrýnir Facebook og Google harðlega í Viðskiptamogganum í gær. Hann segir nýju auglýsinga- tæknina ógeðfellda og muni verða til þess að Google og Facebook styrki enn frekar tangarhald sitt á notendum. Fyrirtækin muni halda áfram að safna upplýsingum þó að aðrir geri það ekki og vita sí- fellt meira um hagi fólks. Þessar upplýsingar megi mis- nota á ýmsa vegu. „Þeir eru núna að gera öðr- um aðilum, samkeppnisaðilum sínum, erfiðara fyrir að safna upplýsingum en safna í staðinn sjálfir gögnum í gegnum Chrome- vafrann og deila með hverjum sem er,“ segir Tetzchner. „Það er ekkert sem segir að það sé betra að Google og Facebook safni gögnum en ekki aðrir. Ég er á því að það eigi að banna alla söfnun persónu- upplýsinga á netinu.“ Jón telur þróunina mjög slæma og bendir á að það sé skaðlegra þegar stóru fyrir- tækin safni upplýsingum um einkalíf fólks á netinu heldur en lítil fyrirtæki: „Net- risarnir flokka okkur út frá okkar stjórnmálaskoðunum, áhugamálum og hegðun og byggja prófíl út frá því og vita hvað hefur áhrif á okkur. Þetta ætti ekki að vera hægt. Þarna er verið að stjórna okkur án þess að við vitum það.“ Jón hefur vissulega hags- muna að gæta og safnar ekki upplýsingum um notendur á vafranum Vivaldi, en hann hefur mikið til síns máls. Þó ber að hafa í huga að fyrir- tæki vilja eðlilega upplýs- ingar um sína viðskiptavini og til dæmis vita hvernig þeir nota vöruna, sem þau hafa að bjóða, og því langt gengið að krefjast þess að öll söfnun persónuupplýsinga á netinu verði bönnuð. Netrisarnir hafa hins vegar gert upplýsingar um not- endur sína að söluvöru og mala gull. Umsvif netrisanna og áhrif eru gríðarleg. Þeir hafa sölsað undir sig stóran hluta auglýsingamarkaða heimsins og nýta sér þar með- al annars efni fjölmiðla án endurgjalds. Vegna þessa hefur þrengt verulega að fjöl- miðlum um allan heim og til- verugrundvellinum jafnvel verið kippt undan þeim. Nú virðast þeir enn ætla að treysta stöðu sína og völd. Enn skara net- risarnir eld að sinni köku} Dilkadráttur Björgvin JónBjarnason, framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf., skrifaði ágæta grein um svifryk og ráð við því hér í blaðið í gær. Hann nefndi að misjafnt væri hvernig staðið væri að þrifum borga „í löndum í kringum okkur. Sé litið til borga eins og Óslóar sýna gögn að allar götur hennar eru þrifn- ar a.m.k. á tveggja vikna fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að hægt er að fara hraðar yfir og beita meira aðferðum eins og götuþvotti.“ Í Reykjavík eru götur nánast aldrei þrifnar. Afleiðing- arnar eru of mikið svifryk til óþæg- inda fyrir almenn- ing og ama fyrir bifreiðaeig- endur sem hafa ekki við að þvo bíla sína. Lausn borgaryfir- valda er að hægja verulega á umferð með enn frekari óþæg- indum og kostnaði fyrir borg- arbúa. Væri ekki nær að hér væri farin sama leið og í Ósló? Þurfum við að vera meiri sóðar en frændur okkar? Hvers vegna þrífa borgaryfirvöld í Reykjavík ekki göturnar?} Erum við meiri sóðar? F yrir 50 árum stóð mikill mann- fjöldi á miðbakkanum í Reykja- vík. Sólin skein og eftirvæntingin í loftinu var áþreifanleg. Lúðra- sveit Reykjavíkur lék á als oddi, og tónlistin gladdi hvers manns hjarta enn meir. Skátar og lögregluþjónar stóðu heið- ursvörð og landsmenn í sínu fínasta pússi. Varðskipið Ægir fylgdi danska varðskipinu Vædderen til hafnar. Handritin voru komin! Áhugi þjóðarinnar kom engum á óvart, enda farmurinn í Vædderen ómetanlegur; Flateyj- arbók, fegurst og glæsilegust allra bóka, og Konungsbók Eddukvæða sem er frægust fyrir innihald sitt, frekar en umgjörðina. Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að fornum sögum sem vörðuðu fortíð landanna. Áhugi þeirra var mikill og smám saman komust frændþjóðir okkar yfir fjölda dýrgripa. Erind- rekar þeirra fluttu suma úr landi, en krúnudjásnin – Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða – færði Brynj- ólfur biskup Sveinsson Danakonungi að gjöf í þeirri von að ritsmíðarnar yrðu þýddar og gefnar út. Sú varð ekki raunin fyrr en löngu síðar en það má halda því fram, að gjöfin hafi orðið handritunum til bjargar enda aðstæður til varðveislu ekki góðar á þeim tíma hérlendis. Það var mikill áfangi þegar handritin komu heim, og 21. apríl 1971 er einn af mikilvægustu dögunum í okkar menningarsögu. Í dag stöndum við aftur á tímamótum. Við lögðum hornstein í Hús íslenskunnar og kynntum sameiginlega nefnd Íslands og Danmerkur í gær. Nefndin fær það hlutverk að semja um nánara hand- ritasamstarf Dana og Íslendinga. Markmiðið er að auka veg þessa fjársjóðs sem þjóð- unum tveimur er treyst fyrir, efla rann- sóknir á honum og bæta miðlun menningar- arfsins. Þótt margt hafi breyst frá því eddukvæðin voru rituð á inntakið enn brýnt erindi við okkur. Mikilvægi vináttunnar, heiðarleika og trausts er vandlega rammað inn í Hávamál og Völuspá birtir í skáldlegum leiftursýnum heimsmynd og heimssögu hinnar fornu trú- ar, sem í dag er innblástur listamanna um allan heim – rithöfunda, kvikmyndagerð- armanna og tölvuleikjaframleiðenda. Skilaboð eddukvæðanna eru heimild sem á brýnt erindi við börn og unglinga, upp- spretta hugmynda og ímyndunar – eiginleika sem hafa líklega aldrei verið mikilvægari en nú. Framtíð- arhagkerfi munu ráðast að miklu leyti af þessum þáttum og það er stórkostlegt að menningararfur þjóðarinnar rími eins vel og raun ber vitni við framtíðina. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Við skulum njóta þess að íslenska sumarið er fram undan. Hús íslenskunnar rís og ég er vongóð um að jákvæð niðurstaða komi út úr dansk/íslensku samstarfsnefndinni. Við sjáum fyrir end- ann á baráttunni við faraldurinn, bólusetningar ganga vel og saman klárum við þetta á lokasprettinum. Gleðilegt sumar! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Gleðilegt sumar! Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is R eykingar á æskuárum geta haft langvarandi áhrif, jafnvel þótt fólk hætti að reykja fyrir þrítugt. Það er því rangt að það sé allt í lagi að reykja svo lengi sem maður hættir fyrir þrítugt. Ungt reykingafólk er í meiri hættu á að fá ýmsa langvarandi sjúkdóma þegar á yngri árum. Það borgar sig alltaf að hætta að reykja og því fyrr sem það er gert, því betra. Þetta er niðurstaða fjögurra danskra vísindamanna sem greint er frá á vefsíðunni videnskab.dk. Vísindamennirnir tengjast mið- stöð klínískra rannsókna og forvarna við Bispebjerg-Fredriksberg- sjúkrahúsið. Þeir skrifuðu stöðu- grein sem birtist í vikuriti lækna, Ugeskrift for Læger. Kannaðar voru kerfisbundið niðurstöður fjögurra langtímarann- sókna. Hópi fólks var fylgt eftir um ákveðinn tíma og rannsakað hvaða áhrif reykingar á yngri árum höfðu. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að þótt kona hætti að reykja þegar hún er þrítug þá er hún í nær tvöfalt meiri hættu á að deyja af völdum lungnakrabba en þeir sem aldrei hafa reykt. Þar að auki er lítillega aukin áhætta, 5%, á að deyja innan tólf ára eftir að reyk- ingum var hætt en hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Einn af vísindamönnunum fjór- um er Charlotta Pisinger, prófessor í tóbaksvörnum við Kaupmannahafn- arháskóla, er einn dönsku vísinda- mannana sem skrifuðu greinina. Hún sagði að kveikjan að ritun grein- arinnar hefði verið að fara í gegnum eldri rannsóknir og safna niður- stöðum þeirra í eina grein. Pisinger sagði að tóbak inni- héldi mjög mörg krabbameinsvald- andi og eitruð efni sem valda bráðum skaða strax á æskuárum. Einnig valda þau skemmdum sem líkaminn getur illa lagað. Það ætti einkum við um lungnakrabbamein. Hún bendir á að vísindamennirnir hafi lengi fylgst með hópi fólks frá æskuárum. Í hon- um voru bæði reykingamenn og þeir sem ekki reyktu. Það sé ljóst að reykingar hafi slæm áhrif á virkni lungnanna. Reykingar geta líka haft áhrif á frjósemi kvenna og kyngetu karla. Eins geta reykingar valdið utanlegsfóstrum og skaðað lungun og kransæðar hjartans. Fjórar rannsóknir skoðaðar Fjölmennasta rannsóknin sem Danirnir skoðuðu náði til nærri 1,2 milljóna breskra kvenna. Þeim var fylgt í tólf ár og niðurstöður birtar í The Lancet. Af þeim höfðu 328.000 reykt en voru hættar. Þeim var skipt í hópa eftir því á hvaða aldri þær voru þegar þær hættu. Einnig var athugað hvað margar þeirra létust, af ýmsum ástæðum, m.a. á fertugs- aldri. Niðurstöðurnar sýndu lítillega hærri dánartíðni á meðal kvenna sem hættu að reykja á aldrinum 25- 34 ára samanborið við þær sem aldr- ei höfðu reykt. Meira en 31.000 karlkyns læknar tóku þátt í annarri rannsókn og var þeim fylgt eftir í allt að 50 ár. Hún sýndi að þeir sem hættu að reykja fyrir þrítugt gátu vænst þess að ná sömu ævilengd og þeir sem aldrei höfðu reykt. Um 70.000 körlum og konum var fylgt eftir í japanskri rannsókn sem stóð í 23 ár. Hún sýndi lítinn mun á þeim sem hættu að reykja fyr- ir 35 ára aldur og þeim sem aldrei höfðu reykt. Bandarísk rannsókn sýndi að það að hætta á aldrinum 25-35 ára leiddi til betri heilsu. Ekki sást mun- ur á dánartíðni þeirra sem hættu að reykja og hinna sem aldrei höfðu reykt. Tóbaksreykingar eru alltaf skaðlegar Drepið í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk til að hætta að reykja. „Þetta undir- strikar hvað það er hættulegt að reykja,“ sagði Viðar Jensson, verkefnis- stjóri tób- aksvarna hjá Embætti landlæknis, um niðurstöður dönsku vísindamannanna. Hann kveðst hafa heyrt sagt að það sé í lagi að reykja þegar maður er ungur. Sú staðhæfing sé ekki studd neinum rannsóknum. „Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur sett þema dags án tóbaks, 31. maí. Það er að hvetja fólk til að hætta að reykja. Margir hafa áhyggjur af heilsunni á tímum Covid-19. Ef fólk reykir er það stórt skref til bættrar heilsu og heilsuverndar að hætta reykingum. Þótt menn hafi mögulega skemmt fyrir sér með reykingum þá er aldrei of seint að hætta.“ Hættið að reykja! DAGUR ÁN TÓBAKS 21. MAÍ Viðar Jensson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.