Morgunblaðið - 22.04.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
Dimisjón Það er ágætur vorboði og staðfesting á því að lífið heldur áfram þrátt fyrir erfiðleika þegar menntaskólanemar dimittera í bænum. Þessir krakkar úr MR voru hressir á Austurvelli.
Eggert
Í lok þessa mánaðar
mun ég staðfesta síð-
ustu samninga ríkisins
við sveitarfélög á
grundvelli samvinnu-
verkefnisins Ísland
ljóstengt, en um það
verkefni hefur ríkt
þverpólitísk samstaða.
Margt má læra af
skipulagi og fram-
kvæmd þessa verk-
efnis sem ég lagði
hornstein að með grein minni „Ljós í
fjós“ árið 2013. Það veganesti þurfum
við að nýta við áframhaldandi upp-
byggingu fjarskiptainnviða á lands-
vísu. Fjarskiptaráð, sem starfar á
vegum samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytisins, fundaði nýverið með
öllum landshlutasamtökum utan höf-
uðborgarsvæðisins um stöðu og
áskoranir í fjarskiptum. Niðurstaða
þessara funda var m.a. sú að áskor-
anir eru ekki alls staðar þær sömu þó
að brýnasta úrlausnarefnið sé hið
sama um allt land, en það er ljósleið-
aravæðing byggðakjarna.
Stóra myndin í ljósleiðaravæðingu
landsins er sú að eftir sitja byggða-
kjarnar vítt og breitt um landið, sem
hafa ekki aðgang að ljósleiðara nema
að takmörkuðu leyti. Það er einfald-
lega ekki boðleg staða á fyrstu árum
fjórðu iðnbyltingarinnar. Skilaboð
sveitarfélaga eru afdráttarlaus og
skýr í þessum efnum – það er for-
gangsmál að ljósleiðaravæða alla
byggðakjarna.
Í nýlegri grein okkar Jóns Björns
Hákonarsonar, formanns fjar-
skiptaráðs, undir yfirskriftinni „Ís-
land fulltengt – ljósleiðari og 5G óháð
búsetu“, er kynnt framtíðarsýn um
almennan aðgang heimila og fyrir-
tækja að ljósleiðara án þess þó að
fjalla um hvernig samfélagið geti náð
henni fram. Tímabært er að taka upp
þann þráð. Eftir því
sem nær dregur verk-
lokum í Ísland ljóstengt
er oftar spurt hvort rík-
ið ætli að láta sig ljós-
leiðaravæðingu
byggðakjarnanna varða
og þá hvernig. Fram til
þessa hef ég talið mik-
ilvægt að draga ekki at-
hygli sveitarfélaga of
snemma frá ljósleið-
aravæðingu dreifbýlis-
ins, sem hefur reynst
töluverð áskorun, eink-
um fyrir minni og dreifbýlli sveit-
arfélög. Vonir stóðu til þess að ljós-
leiðaravæðing byggðakjarna færi
fram samhliða Ísland ljóstengt-
verkefninu á markaðslegum for-
sendum en sú uppbygging hefur því
miður ekki gengið eftir sem skyldi.
Ég hyggst svara ákalli um ljósleið-
aravæðingu byggðakjarna og leggja
grunn að nýju samvinnuverkefni, Ís-
land fulltengt, í samræmi við mark-
mið fjarskiptaáætlunar um að ljúka
ljósleiðaravæðingu landsins alls fyrir
árslok 2025. Fjarskiptaráði og
byggðamálaráði hefur þegar verið
falið að greina stöðuna á landsvísu í
samvinnu við Póst- og fjarskipta-
stofnun, í því skyni að undirbyggja
valkosti og ákvörðunartöku um að-
komu stjórnvalda að einu brýnasta
byggðamáli samtímans.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson
» Stóra myndin í ljós-
leiðaravæðingu
landsins er sú að eftir
sitja byggðakjarnar vítt
og breitt um landið, sem
hafa takmarkaðan að-
gang að ljósleiðara.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Ísland fulltengt –
ljósleiðaravæðing
byggðakjarnaVið lifum á háska-legum tímum. Með því
er ég ekki að vísa sér-
staklega til kór-
ónuveirunnar (C-19)
sem allt hefur snúist
um síðustu misseri,
heldur annars konar
háska sem vegur að
undirstöðum lýð-
frjálsra samfélaga.
Ótti og hjarðhegðun
hafa valdið því að margar grunn-
forsendur daglegs athafnafrelsis
eru í uppnámi og mörgum ekki
jafn ljósar og áður. Í stað þess að
ákvæði stjórnarskrár ákvarði
heimildir til sóttvarna eru sótt-
varnir orðnar ákvarðandi viðmið
fyrir borgaralegt frelsi. Þegar heil-
brigðisráðherra reynist hafa geng-
ið of langt í reglusetningu er at-
hyglinni ekki beint að ábyrgð
ráðherra og ábyrgð dómstóla gagn-
vart stjórnarskrá, heldur að
ábyrgð dómstóla gagnvart sótt-
vörnum. Þetta hefur gerst á aðeins
rúmlega einu ári, en í smáum
skrefum og í beinni útsendingu.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan
C-19 kom fram hefur verið þrengt
svo að gagnrýninni hugsun og tján-
ingarfrelsi að jafnvel stjórnlynd-
ustu menn hljóta að viðurkenna að
frjálslynd lýðræðishefð þoli ekki
slíka þróun til langframa.
Nú er svo komið að erfitt er að
greina mikinn mun á stefnu stjórn-
málaflokkanna. Hægri og vinstri
flokkar hafa þjappað sér saman um
stefnumál þannig að öll nauðsynleg
breidd er horfin. Skýringarnar eru
vafalaust margar: Eitruð umræðu-
menning á samfélagsmiðlum gæti
verið ein skýring. Einsleitar skoð-
anir háskólamanna, fjölmiðla-
manna, menningarvita, embættis-
manna o.fl. gæti verið önnur. En
þegar ofan á slíkt bætast þöggun,
ritskoðunartilburðir, útilokun o.fl.
blasir við óheilbrigt ástand. Sú
slagsíða sem hér um ræðir veldur
hættu á efnahagslegu og pólitísku
tjóni. Með því að nýta ekki tjáning-
arfrelsið eins og kostur er veikja
menn lýðræðið, því
einsleit tjáning fram-
kallar einsleita um-
ræðu, fábreytni í
hugsun og gagnrýn-
isleysi, sem í verstu
mynd þróast út í yf-
irlæti, hroka og vald-
beitingu. Af þessu má
sjá að sumir stjórn-
málamenn virðast
bregðast hlutverki
sínu með því að
stökkva á vinsælda-
vagninn, en slíkt ger-
ist iðulega þegar kosningar eru
fram undan.
Fábreytnin sem hér var lýst hef-
ur mögulega átt verulegan þátt í
því að þegar C-19 kom fram afsöl-
uðu stjórnmálamenn sér stefnu-
mótunarhlutverki sínu í hendur
sóttvarnarsérfræðinga. Í fram-
kvæmd hefur þetta birst í því að
risastórar ákvarðanir hafa verið
teknar án þess að lagt hafi verið
heildrænt mat á afleiðingarnar.
Einn þáttur, þ.e. sóttvarnir, hefur
orðið allsráðandi í samfélagslegri
stefnumótun. Með þessu hafa hefð-
bundin stjórnmál verið tekin úr
sambandi, eins og norski lagapró-
fessorinn Hans Petter Graver
benti nýlega á. Þegar fókusinn er
þrengdur með þessum hætti hverf-
ur allur nauðsynlegur sam-
anburður og víðsýni. Án heild-
arsýnar verður erfitt að finna
nauðsynlegt jafnvægi og feta braut
meðalhófs. Með þessu móti er jarð-
vegurinn plægður fyrir valdboðs-
stefnu, einræði og harðstjórn. Eitt
viðvörunarljósið á þessari háska-
legu braut birtist í því að nú er svo
komið að hvers kyns heilbrigður efi
og sjálfstæð hugsun er uppnefnd
sem „frjálshyggja“ og það hugtak
notað sem skammaryrði. Hefð sem
í rúmlega 200 ár hefur verið kjöl-
festa lýðræðisins og drifkraftur
framfara, þ.e. klassískt frjálslyndi,
er smám saman að verða hornreka.
Þeir sem sýna vilja til að nálgast
viðfangsefni sín í anda Johns Stu-
arts Mills, Johns Lockes, Montes-
quieus o.fl. mega búast við að vera
skrumskældir sem „frjáls-
hyggjumenn“ á samfélagsmiðlum
og kenndir við öfgahugsun sem
ógnar samfélagslegri velferð.
Hér er raunveruleg hætta á
vatnaskilum. Í stað þess að al-
mennir borgarar standi vörð um
frelsi sitt er því afsalað til hins op-
inbera og borgaralegt frelsi gert
háð leyfisveitingum ríkisins. Það
sem áður þótti hversdagslegt og
sjálfsagt, s.s. ferðafrelsi, er gert
tortryggilegt, ekki síst af þeim sem
kenna sig við „frjálslyndi“. Allir
vilja vera frjálslyndir en raunveru-
legt inntak þeirrar stefnu dofnar
eftir því sem fleiri stjórnlyndir ein-
staklingar veifa frjálslyndisfána.
Þeim fækkar a.m.k. óðum sem trúa
sjáanlega á frelsi einstaklingsins
og eru á varðbergi gagnvart op-
inberri valdbeitingu. Hvar eru nú
allir þeir sem hafa leitandi og op-
inn huga; sem vilja umbera og
hlusta á andstæðar skoðanir; sem
hafa trú á hinum almenna borgara,
hugmyndum hans og skynsemi?
Opin og málefnaleg umræða er
smiðja, verkfæri og nauðsynleg
forsenda góðra ákvarðana. Vondar
hugmyndir þola illa slíka deiglu og
dagsljós til samanburðar við góðar
hugmyndir. Vinsældir og almenn
viðurkenning skoðunar jafngilda
því ekki að hún sé rétt.
Þróunin sem ég hef hér lýst er
háskaleg því hægt og bítandi er
stjórnlyndi að þrengja að skapandi
frjálslyndi. Einkennin birtast m.a. í
því að ótti og kvíði víkja allri rök-
hugsun til hliðar. Hljóðlát rödd
samviskunnar er yfirgnæfð í há-
vaða og upphrópunum. Yfirsýn og
heildarmynd er í framkvæmd ýtt
til hliðar vegna taugaveiklunar,
uppnáms, geðshræringar og skorts
á yfirvegun. Áður en yfir lýkur
verður aðeins ein tegund hugsunar
umborin, þ.e. hjarðhugsun.
Eftir Arnar Þór
Jónsson » Vinsældir og almenn
viðurkenning skoð-
unar jafngilda því ekki
að hún sé rétt
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari.
arnar.thor.jonsson@domstolar.is
Leitin að skapandi jafnvægi