Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Elsku Hafþór minn. Mig langar svo að þakka þér fyrir öll okkar dásamlegu ár sem við unnum saman í Áskirkju. Alla gleðina, virðinguna og væntumþykjuna sem þú gafst af þér, ekki bara til mín heldur allra sem komu. Það var mikil Guðsgjöf að leiðir okkar fengu að renna saman. Það var sama hvað ég tuðaði eða reifst, alltaf tókstu utan um mig og sagðir: „Æ, Lára mín, ekki var þetta nú nógu gott!“ Þá gat ég nú lítið annað en brosað enda dæmdir þú aldrei nokkurn mann. Þið Lilja hafið gefið mikið af ykkur til safnaðar- starfsins innan kirkjunnar og ávallt verið okkur til liðsinnis og gleði. Þær eru ófáar kökurnar og sultukrukkurnar sem þið hafið framreitt til okkar á basarinn góða og fermingarbörn hafa not- ið góðs af ykkar mikla óeigin- gjarna starfi í þeirra þágu. Ég held að ég hafi aldrei sagt þér nógu oft hversu mikið ég elskaði þig! Lilja sagði að ég mætti segja það eins oft og ég vildi, enda værir þú vel að því kominn, og mikið hlegið. Nú er víst komið að kveðjustund, minn kæri vinur. Það sem ég á eftir að sakna þín, enda fáir gimsteinar glitrað jafn fallega í lifandi lífi og þú. Ég veit að vel verður tekið á móti þér í gyllta salnum, blómið mitt. Hafðu ævinlega þökk fyrir allt Þín Lára. Skyndilegt fráfall Hafþórs Jónssonar kom mér og öllum öðrum sem þekktu hann í opna skjöldu. Ég hitti hann og Lilju eiginkonu hans við guðsþjónustu í Áskirkju fyrir fáeinum vikum, þegar opnaðist möguleiki til guðsþjónustuhalds eftir margra vikna covid-hlé, og spurði um heilsufar, sögðust þau bæði vera við hestaheilsu. Þegar ég kom til starfa í sóknarnefnd Áskirkju rétt fyrir aldamótin höfðu þau hjónin þegar unnið lengi að vel- Hafþór Jónsson ✝ Hafþór Jóns- son fæddist 7. apríl 1944. Hann lést 5. apríl 2021. Hafþór var jarð- sunginn 20. apríl 2021. ferð kirkjunnar og tekið þátt í starfi safnaðarfélagsins, en auk þess höfðu þau gefið kirkjunni kyrtlana sem ferm- ingarbörnin klædd- ust og höfðu umsjón með þeim alla tíð síðan og sáu um að halda þeim við. Það æxlaðist þannig að ég tók að mér formennsku í sóknarnefnd- inni en henni fylgdi m.a. sú ábyrgð að ráða í stöður innan kirkjunnar og nokkrum árum síðar, þegar starf kirkjuvarðar losnaði, réðst Hafþór til starfa sem kirkjuvörður. Fullyrða má að Hafþór hafi reynst hin mesta hjálparhella í því starfi, hann bókstaflega sinnti öllum verkum sem til féllu af slíkri kostgæfni, alúð og vandvirkni, að starf mitt sem formaður varð mikið auð- veldara en verið hafði í byrjun. Þegar mikil viðgerð á ytra byrði og þaki kirkjunnar fór fram fyrir allmörgum árum annaðist Haf- þór fyrir mína hönd eftirlit með verkinu og dagleg samskipti við verktakana. Sat hann ásamt mér nánast vikulega fundi með þeim og hygg ég að fyrir vikið hafi framkvæmdin unnist jafn vel og raun bar vitni vegna góðrar sam- vinnu hans við verktakana. En honum var meira til lista lagt en góð verkkunnátta, hann var hagmæltur mjög og kveð- skapur virtist liggja fyrir honum eins og nokkurs konar snilligáfa. Á hverjum jólum sendu hjónin okkur jólakort með einhverjum brag, oftast tengdum jólahátíð- inni. Hann samdi ljóð við allar mögulegar uppákomur eða sér- stakar tækifærisstundir og víst er að þessi ljóð hans munu lifa löngu eftir hans dag. Ég minnist Hafþórs með þakklæti í huga og fyrir einlæga vináttu. Samúð okkar hjóna er með Lilju, eiginkonu hans, og Tómasi syni þeirra og eigin- manni hans og óskum við þeim Guðs blessunar. Birgir Arnar, fyrrv. formaður sóknarnefndar. Þegar æsku- og ævivinur er kvaddur togast á söknuður, þakklæti og ljómi bernskunnar. Daddi í Laufholti var sá ljúfasti í hópnum. Þeir voru jafnaldrar og bekkjarbræður Daddi, Þórður Tyrfings og Gulli bróðir en ég fimm árum yngri. Þegar Gulli fór í sveit gekk Daddi mér í bróðurstað yfir sumarið því sjálfur hafði hann mikilvægum störfum að gegna á mölinni, sjó- mannssonur, stoð og stytta móð- ur sinnar Geirnýjar, eini dreng- urinn, miðjubarnið, en systurnar voru átta. Ég fylgdi honum í flestum verkum, innkaupum fyr- ir helgar, færa Jóni föður hans, sem þá var kominn í land, mat í síldarverksmiðjuna á Kletti og í rannsóknarferðum upp í holt sem þá bar svip óbyggða efst í Kleppsholtinu. Þar var líka bú sem við áttum saman. En þegar sumarönnum lauk og allir komn- ir á sinn stað hver í sínum skóla- bekk voru ævintýri alltaf á næsta leiti í strákaskaranum þar sem allir fengu að vera með óháð aldri en virðingarröð var þó skýr. Stórustrákarnir voru stóru strákarnir og minnisstæð er hæðarmæling Gulla og Dadda sem ég leit svo upp til. Þeir voru að mæla hæð sína og voru báðir einn þrjátíu og fimm. Það var nú þá! Hápunktur samkvæmislífs- ins hjá okkur voru annars Haframélsfundirnir sem voru haldnir reglulega til skiptis á einhverju heimilanna um miðjan dag ef húsmóðirin hafði brugðið sér í bæinn! Í minningunni var setið við langborð, borðað hrátt haframél með mjólk og strau- sykri og sagðar kímnisögur. Mjög sérstakt orðfæri þróaðist í hópnum eins og orðasambandið að vera bendsverður sem hafði nægilega skýra merkingu til þess að allir innvígðir í hópinn á þeim tíma nota þá líkingu enn þann í dag. Ævintýrum æskunnar lauk og hver fór sína leið. Daddi, sjó- mannssonurinn, fór á sjóinn og síðan í Stýrimannaskólann og varð brátt borðalagður stýri- maður hjá Gæslunni en kom á besta aldri í land til að vinna að uppbyggingu Almannavarna sem þá voru settar niður í rammbyggðan kjallara í lög- reglustöðinni Hverfissteini. Þegar ég heimsótti hann þangað var allt mjög framandi og í mín- um huga meira tengt kalda- stríðsógninni en því sem síðar varð og nú er orðið. Nú eru þeir tímar liðnir og víst er að Daddi, sem var maður friðar og sátta, hefur örugglega glaðst yfir vexti og viðgangi síns gamla vinnu- staðar og framlagi Almanna- varna til samfélagsins nú á erf- iðum tímum. Þrátt fyrir þungar raunir í líf- inu, þar sem var barnamissir þeirra Lilju, var Daddi í mínum huga alltaf gæfumaður og bar það með sér í orðum og athöfn- um. Lilja kona hans varð síðar samstarfskona konu minnar og þeirra mæðgna á Hrafnistu og vinaböndin styrktust enn á síð- ustu áratugum. Trúhneigð Dadda og velvild fóru vel saman og það var mikið lán þegar hann eftir starfslok gerðist kirkjuvörður Áskirkju hjá séra Árna Bergi. Listgáfa Dadda fékk líka útrás þegar um hægðist. Hann hafði listagóða rithönd og jólakortin hans voru sannarlega listaverk í bundnu máli með trúarlegu ívafi. Fyrir hönd minnar fjölskyldu, Gulla bróður og systra okkar færi ég Lilju og eftirlifandi systrum Dadda okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Magnús Ingólfsson. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. (Jón frá Ljárskógum) Það húmar að kveldi og dags- ins ys hefur hljóðnað. Vökunni er lokið og falleg friðarlöndin taka við með frið, sælu og ljúfum end- urfundum við þá sem fóru á und- an. Það voru dapurleg tíðindi að heyra af fráfalli Hafþórs, þessa góða drengs sem ég var svo lán- samur að fá að kynnast á minni lífsins göngu. Hafþór reyndist mér frá fyrstu stund líkt og flest- um öðrum ákaflega ljúfur mað- ur, bóngóður, eilítið stríðinn, brosmildur, húmorískur og lífs- glaður. Móðir Teresa sagði að það væri auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra væri svo sannarlega endalaust. Og það er einmitt þessi fallega skilgreining sem hvarflar að mér þegar ég hugsa til baka um hann Hafþór. Ræktarsamur um vel- ferð og hamingju annarra og þrátt fyrir mikinn persónulegan missi á sinni lífsleið, einstakur í því að gefa frá sér bros og kær- leik og einstaka hlýju til þeirra sem nutu hans samfylgdar og nærveru. Og hans orð til mín lifa með mér áfram og hlýja. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells) Hafþór sótti án efa innri styrk og frið í sína trú enda trúin hin sterka stoð í hans lífi. Og Hafþór vissi sem var að trúin er virkur kraftur sem mótar líf hvers manns á hverjum degi. Og von- andi verður trúin hans nú sí- streymandi uppspretta friðar, krafts, hughrekkis og vonar fyrir hina stoðina í lífi Hafþórs, hana Lilju, eftirlifandi eiginkonu hans. Megi þessi sama dásam- lega uppspretta fylla líf ástvina hans og fjölskyldunnar allrar. Guð blessi minningu þessa góða drengs og hafðu þakkir Hafþór minn fyrir okkar kynni. Egill Örn Arnarson Hansen. Fallinn er frá góður drengur sem við Íslendingar eigum meira að þakka en flestir gera sér grein fyrir. Margir starfa undir merkj- um almannavarna í þágu þjóð- arinnar, en almannavarnakerfið eins og það er í dag spratt ekki fram fullmótað, heldur þróaðist í marga áratugi. Hafþór Jónsson átti stóran þátt í þeirri þróun. Hafþór vann hjá Almanna- vörnum ríkisins frá 1972-2003. Ég kynntist honum fyrst sem fé- lagi í Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi og yfirkennari í skyndihjálp og almannavörnum hjá Lands- sambandi Hjálparsveita skáta. Heimsóknir til Hafþórs til að ræða hvernig hjálparsveitir gætu best komið að gagni í al- mannavörnum voru margar. Leið mín lá svo til Bandaríkj- anna, en ég kom heim til að taka við sem framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins. Ýmsir sóttu um og fleiri voru hvattir til að sækja um. Ég var ekki fyrsta val Hafþórs í starfið, en hann lét mig ekki finna fyrir því (en trúði mér fyrir því seinna). Hann tók mér opnum örmum frá fyrsta degi og leyfði mér að njóta vaf- ans. Á árunum sem við unnum saman, 1996-2003, urðum við miklir félagar og samstiga í því hvert almannavarnir ættu að stefna. Þessi ár voru tímabil mikilla breytinga. Margt var endurskoðað, sumu breytt, öðru haldið eða sleppt. Mig langar til að lýsa því hér hversu mikilvæg- ur Hafþór var í allri þessari þró- unarvinnu og án hans hefði sú þróun ekki verið jafn farsæl og raun ber vitni. Að hafa aðgang að Hafþóri, hans reynsluheimi, vitneskju, þekkingu og vísdómi var mikilvægara en orð fá lýst. Ég kom oft inn til hans til að spjalla og spyrja spurninga á borð við „hvers vegna gerum við þetta svona?“, eða „af hverju er þetta svona?“ Stundum gaf hann mér skýringar sem sýndu að vit væri í því sem verið væri að reyna að gera. Þá gerðum við verkferla eða annað til ná fram því sem til var ætlast. Eða hann yppti öxlum og sagði að það hefði bara alltaf verið gert svona. Þá áttuðum við okkur á að þetta væri orðið barn síns tíma og því bæri að leggja það til hliðar. Með leiðbeiningum frá Hafþóri var hægt að tryggja að breytingar voru góðar og í eðlilegu fram- haldi af því sem áður hafði verið gert. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa haft hann mér við hlið þessi ár hjá Almannavörnum ríkisins og fyrir allt það sem hann kenndi mér, sem ég nýti mér í mínum störfum enn þann dag í dag. Að mörgu var að huga. Við gerðum m.a. skipulagsbreyting- ar og bjuggum til 6 formleg svið, en Hafþór passaði upp á að við gleymdum ekki því sjöunda. Hana geymdi Hafþór í skúffu hjá sér og tók fram þegar fólk hafði samband til að láta vita af yf- irvofandi hættu sem það hafði dreymt fyrir eða fann á sér. Allt var samviskusamlega skrifað niður og skoðað. Ég var líka svo heppin að fá að kynnast Lilju. Hún tók mér inni- lega frá því að ég hitti hana fyrst. Hún er, eins og Hafþór, einstakt ljúfmenni. Það er gott að vera í hennar návist. Það var gaman að vera með henni þegar starfsfólk- ið kom saman með mökum. Tóm- as sá ég nokkrum sinnum þegar hann kom að heimsækja pabba sinn á skrifstofuna. Ég sendi Lilju og Tómasi mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sólveig Þorvaldsdóttir. Ein mín mesta gæfa er að við Þórunn Jónína skyldum verða vinkonur. Við kynntumst þegar ég hóf skólagöngu í níu ára bekk í Hlíðaskóla og urðum við smám saman og áreynslulaust perlu- vinkonur. Hún var engin venju- leg stelpa. Þroskuð, ákveðin, óhrædd og sjálfstæð. Vissi ná- kvæmlega hver hún var og hvað hún vildi. Æðrulaus með sína sönnu guðstrú og bæði einstak- lega kát og hlý. Sýndi væntum- þykju óspart, bæði í orðum og verki. Í dag er það augljóst fyrir mér að dóttir Hafþórs og Lilju hefði ekki getað verið neitt öðru- vísi því þetta gæti allt eins verið lýsing á þeim. Með Þórunni eign- aðist ég einstaka vinkonu í allt of stuttan tíma en nánasta fjöl- skyldan mín stækkaði fyrir lífs- tíð með Hafþóri, Lilju, Tomma og Edward, og stórfjölskyldan mín með þeirra skyldfólki. Tengslin mynduðust og styrkt- ust smám saman og jafn áreynslulaust og vinátta okkar Þórunnar á sínum tíma. Hafþór var mörgum kostum gæddur. Skarpgreindur, vel máli farinn og gott skáld eins og ljóð- in hans báru vitni um. Ég tók eft- ir því strax sem barn hversu vandvirkur og skipulagður hann var af því hvernig hann raðaði í skólatöskuna hennar Þórunnar. Fimmtán Mazda-bílar og sjálf- skipuð formennska í Mazdavina- félaginu sem hann stofnaði fyrir sig og aðra Mazdaeigendur sem hann þekkti eru ein birtingar- mynd þess hve trúr hann var sínu, húmorsins og sköpunar- gleðinnar. Natinn og áhugasam- ur, til í galsa, leik og ævintýri eins og börnin okkar hafa notið góðs af. Ég er óendanlega rík að elska og hafa verið elskuð af Hafþóri. Dekrið og stuðningurinn við mig og mína var ómældur og tók á sig margar myndir. Bílrúður sem búið var að skafa á köldum morgnum, mokaðar tröppur á snjóþungum vetrardögum, þvegnir húsgluggar á fallegum vordögum, vel ort ljóð á hátíð- isdögum, heimsendur hádegis- matur á Covid-föstudögum. Besta smurbrauð bæjarins, heimagert af Hafþóri, sent án sérstaks tilefnis. Umbeðin og óumbeðin barnapössun. Spenn- andi sögustundir á ævintýraeyj- unni með Hauki Tuma. Hvatning til Emils og Þróttara á hliðarlín- unni. Fimleikaskutl með Stein- unni Ástu. Öll hlýju knúsin. Og svona mætti lengi telja. Alltaf var svarið hans við okkar þökk- um á sama máta: „Við elskum ykkur, við erum til fyrir hvert annað.“ Við, því Lilja og Hafþór voru sem eitt. Algjörlega einstök í samheldni og kærleika í orði og verki. Missirinn er mikill en þakk- læti fyrir að hafa átt Hafþór að og löngunin til að halda minn- ingu hans og áherslum í lífinu á lofti eru sorginni yfirsterkari. Er hægt að skilja eitthvað betra eft- ir sig að jarðvist lokinni en það að hafa verið öðrum svona ein- stök fyrirmynd? Vilborg Helga Harðardóttir. Kolla mágkona mín er látin. Þótt hún hafi verið veik var þetta samt að vissu leyti svolítið bratt. Ég var svo ung þegar hún og bróðir minn fóru að vera sam- an að ég þekki eiginlega ekki lífið öðruvísi en Kolla sé í því. Ég þekki eiginlega ekki bróður minn í eintölu, það hefur verið Kjartan og Kolla nánast allt mitt líf. Alltaf nefnd bæði í einu. Ein sterkasta bernskuminn- ingin var þegar hún, kornung stúlkan, passaði okkur systkinin þegar mamma fór til Portúgals með Sjöfn systur sinni. Þá var ég í skólanum eftir hádegi og fékk súrmjólk í hádegismat á meðan ég skrifaði skrifstafi sem ég hat- aði og Kolla var að reyna að segja mér af sinni einstöku blíðu að þetta væri ekki rétta hugarfarið. Kolla var svo yndisleg, ljúfari Kolbrún Garðarsdóttir ✝ Kolbrún Garð- arsdóttir fædd- ist 26. júní 1958. Hún lést 3. apríl 2021. Útför Kol- brúnar fór fram 16. apríl 2021. manneskja var vandfundin, þolin- mæðin uppmáluð, ráðagóð og reddaði einhvern veginn öllu. Þegar öllu er á botninn hvolft mun hún lifa lengst okkar allra því hún er sú sem gaf okkur svo mikið og hugsaði aldrei um sjálfa sig, alltaf um aðra. Hún skildi svo mikið eftir sig og mun því búa í hjarta okkar ávallt og ævinlega. Ég er þess fullviss að nú sitja hún og pabbi á rökstólum við eld- húsborð hlaðið mat og kræsing- um einhvers staðar í Nangijala, himnaríki, buskanum eða hvar það er sem við endum að loknu þessu jarðvistarlífi að planleggja kartöflurækt og annað skemmti- legt. Matur mun svo sannarlega koma við sögu þar og ekki mun hann verða af skornum skammti né vanta að hann kitli bragðlauk- ana. Ég er þakklát fyrir tímann sem við fengum með Kollu og öll þau miklu, góðu, fallegu og blíðu áhrif sem hún hafði á líf okkar allra. Takk fyrir allt Kolla mín, allt sem þú færðir inn í líf okkar sem eftir sitjum döpur og hnuggin. Elsku Kjartan, Garðar, Sig- rún, Elvar Steinn, Leonie, Edda María, Birkir Þór og fallegu barnabörnin, ykkar missir er svo mikill og nístandi. Minning um góða manneskju lifir að eilífu í hjarta okkar. Sofðu rótt Kolla mín. Þín mágkona, Arndís (Dísa). Fallin er frá elskuleg og kær vinkona okkar, Kolbrún Garðars- dóttir. Vinskapur okkar teygir sig langt aftur á síðustu öld þegar við fimm vinkonur í MH ákváðum að stofna saumaklúbb. Síðan bætt- ust í hópinn Kolla og Klara. Milli okkar var ætíð trygg vinátta og hittingur óreglulegur nokkrum sinnum á ári. Landfræðilega var langt á milli okkar eftir að skóla- göngu lauk og við héldum hver til sinna starfa og ein flutti utan. Við höfum því gengið í gegnum full- orðinsár okkar saman, fylgst með gleði- og sorgarstundum hver annarrar. Saumaklúbburinn okk- ar var lengi bara „saumó“ en er við höfðum allar fengið það fal- lega hlutverk að verða ömmur vorum við fljótar að gefa klúbbn- um okkar nafnið „ömmurnar“. Kolla var yngst í okkar hópi en gömul sál eins og sagt er. Hjá henni voru engin vandamál held- ur verkefni sem þurfti að leysa, lausnamiðuð mjög. Þau Kjartan byggðu sér fallegt og notalegt heimili í Skógarásnum. Þar var indælt að koma í saumó og ekki skemmdu veisluföngin fyrir. Kolla var snillingur í eldhúsinu. Ekki var síðra hjá þeim í fallega sumarbústaðnum þeirra sem þau voru dugleg að nostra við. Kolla okkar var mikil mamma og amma og stolt af sínum börnum og barnabörnin voru henni mjög hugleikin enda öll einstaklega vel af guði gerð. Það lýsir Kollu vel að þegar hún veiktist fyrst fyrir sjö árum, veikindi sem ágerðust síðan með árunum, þá gerði hún alltaf lítið úr sínum veikindum þegar við hittumst. Okkur fannst ótrúlegt að miðað við það hvað hún var að ganga í gegnum þá tal- aði hún um veikindin eins og þau væru ekkert mál, alltaf jafn já- kvæð. Þvílíkt æðruleysi. Klúbb- urinn hjá Dóru þann 18. mars sl. verður okkur ætíð minnisstæður en þá var elsku Kolla með okkur í síðasta sinn þótt ekki höfum við vitað það á þeirri stundu. Kollu verður sárt saknað í okkar hópi en minningin um yndislega konu mun lifa með okkur. Við sendum Kjartani, börnum og barnabörn- um, sem og allri hennar stórfjöl- skyldu, innilegar samúðarkveðj- ur. Dóra, Guðrún Soffía, Guðrún Erna, Klara, Ebba og Hanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.