Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
Elsku afi Dalli er
fallinn frá. Ég mun
alltaf geyma minn-
ingarnar um frá-
bæra tíma saman,
til dæmis þegar við Siggi frændi
fórum með afa Dalla og ömmu
Gyðu í sumarbústað í Munaðar-
nesi. Ferðin í bústaðinn er mjög
minnisstæð þar sem afi Dalli var
frægur fyrir að keyra lötur-
hægt, það tók yfirleitt tvöfaldan
tíma að komast eitthvað með
afa. Siggi var orðinn heldur
þreyttur á þessu og tilkynnti afa
að það væri gömul kona með
staf að labba fram úr honum.
Önnur ferð sem er mér of-
arlega í huga er ferðin til Þýska-
lands þegar ég var 14 ára með
foreldrum mínum, afa og ömmu.
Ég hafði verið fótbrotin og
komst úr gifsinu daginn áður en
við fórum. Við löbbuðum mikið
og á hverju kvöldi nuddaði afi á
mér fótinn vegna þess að mér
var svo illt eftir daginn. Ég verð
alltaf þakklát fyrir að afi kom til
mín til Norður-Írlands með fjöl-
skyldunni í 40 ára afmælið mitt
2018, þá 89 ára að aldri. Hann
gisti hjá mér og það voru dýr-
mætir tímar sem ég mun seint
gleyma.
Elsku afi Dalli er nú loksins
hjá Gyðu sinni en verður sárt
saknað af okkur sem eftir erum.
Hjördís Anna Hjartardóttir
Thompson.
Við systkinin kveðjum elsku
afa Dalla með miklum söknuði
en jafnframt með miklu þakk-
læti fyrir öll þau ár sem við átt-
um með honum. Þegar amma
Gyða dó árið 2005 talaði afi um
að hann færi nú fljótt til hennar,
aldrei hefði okkur órað fyrir því
að við myndum fá 16 góð ár með
honum til viðbótar. Afi setti sér
alltaf reglulega markmið, sem
voru að geta verið til staðar á
mikilvægum stundum í lífi okkar
allra, eins og við fermingar og
útskriftir, og í hvert skipti sem
fjölskyldan kom saman hélt
hann ræðu og var hann ein-
staklega laginn við það. Afi Dalli
hefur alltaf verið mikill KR-ing-
Aðalsteinn
Dalmann Októsson
✝
Aðalsteinn Dal-
mann Októsson
fæddist 26. febrúar
1930. Hann lést 18.
mars 2021.
Útförin fór fram
21. apríl 2021.
ur og í fjöldamörg
ár fór afi niður á
KR á hverjum
laugardegi með
Aroni til að taka
þátt í getrauna-
starfi til styrktar
félaginu og gekk
þeim mætavel í því.
Hann mætti á alla
heimaleiki og fylgd-
ist vel rafrænt með
þeim leikjum sem
hann komst ekki á. Það mætti
segja að eitt helsta áhugamál
afa fyrir utan gamla góða KR
hafi verið flugvélar en draumur
hans frá unga aldri var að verða
flugmaður sem gekk því miður
ekki eftir. Hann starfaði sem
verkstjóri í innanlandsfluginu í
rúm 40 ár og fram á hans síð-
asta dag hlustaði hann á kunn-
uglegt hljóð flugvélanna sem
flugu yfir Reykjavík og hann
vissi nákvæmlega hvert ferð vél-
arinnar var heitið miðað við
þann tíma dags. Við rifjum upp
góðar minningar þegar afi Dalli
fór oft með okkur systkinin í
heimsókn á Reykjavíkurflugvöll,
sýndi okkur flugvélarnar og all-
ar flottu græjurnar sem voru
þar. Heimsóknin endaði oftar en
ekki í sjoppuferð að fá okkur
hamborgara bara með lauk og
rauðan kóngabrjóstsykur sem
var uppáhaldið hans afa. Alla tíð
var afi Dalli mjög minnugur,
hann vissi allt um alla sína af-
komendur, hvað allir voru að
læra, starfa við og fylgdist með
sínu fólki af miklum áhuga. Við
þökkum elsku afa fyrir allar
þær góðu stundir og minningar
sem við höfum átt saman en
syrgjum það að stundirnar
verða ekki fleiri. Við munum
halda minningu hans á lofti með
því að segja börnum okkar frá
elsku afa Dalla og hans stór-
kostlega karakter, þolinmæði og
góðmennsku.
Þangað til næst, elsku afi,
Gunnar, Aron Eyrbekk,
Sigurlaug Sara, Að-
alsteinn Dalmann yngri,
makar og börn.
Elsku Dalli minn. Mig langar
til þess að minnast þín í nokkr-
um orðum. Ég var svo heppin að
kynnast þér þegar ég krækti
mér í Steina minn, elsta barna-
barnið þitt. Það var alltaf gaman
hjá okkur í desember þegar ég
kom í Þórðarsveiginn og aðstoð-
aði þig við jólakortaskrifin í
nokkur ár. Á aðfangadag jóla
fórum við Steini með þér í bíltúr
ár hvert að vitja látinna ætt-
ingja, mér fannst svo yndislegt
þegar þú sagðir við mig að ég
rataði á leiðin sem við vitjuðum í
kirkjugarðinum. Ég mun seint
gleyma síðustu aðfangadags-
ferðinni okkar, það var smá
slydda úti og þú ákvaðst að fara
á inniskónum í bíltúrinn og auð-
vitað var stoppað í Skalla og
keypt jóla-lottó. Við höfum
brallað ýmislegt síðan 2005, það
eru ógleymanlegar allar yndis-
legu stundirnar á KR-vellinum
þar sem þú studdir þína menn
til dáða. Árið 2018 var ég svo
heppin að fara með þér í fyrsta
skipti og allri fjölskyldunni þinni
til Belfast til að fagna 40 ára af-
mælinu hennar Hjördísar, þetta
var alveg yndisleg ferð. Það
verður skrítið að fara í veislu
hjá fjölskyldunni þinni og eng-
inn afi Dalli að halda ræðu. Þú
varst svo skemmtilegur ræðu-
maður. Við áttum yndislegt
spjall viku áður en þú kvaddir
okkur, þú sagðir við mig að við
hefðum alltaf verið góðir vinir
og það var já svo sannarlega
satt og mun ég sárt sakna þín
elsku Dalli minn. Takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur.
Guð blessi minninguna um góð-
an vin. Ég kveð þið með uppá-
haldsbæninni okkar.
Vertu guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Ástarkveðjur,
Þín
Margrét Reynisdóttir.
Góður maður er genginn.
Þann 18. mars sl. lést öðling-
urinn Aðalsteinn Dalmann Ok-
tósson 91 árs að aldri.
Dalla, eins og hann var alltaf
kallaður, hef ég þekkt í áratugi.
Ég kynntist honum í gegnum
strákana hans sem ég þjálfaði í
yngri flokkum KR, Ella í 2.
flokki og Gylfa, núverandi for-
mann KR, í 3. flokki.
Báðir voru afbragðsknatt-
spyrnumenn, Elli framherji og
mikill markaskorari og Gylfi
miðjumaður með gott auga fyrir
samleik, lagði upp mikið af
mörkum og skoraði einnig sjálf-
ur. Elsti bróðirinn Hjörtur var
hins vegar Þróttari en fjölskyld-
an bjó í Laugarnesinu áður en
þau fluttu í Vesturbæinn og var
því fyrirgefið það. Allir náðu
þeir bræður að spila með meist-
araflokki sinna félaga við góðan
orðstír.
Þetta var á þeim árum sem
ekki var algengt að foreldrar
fylgdu krökkunum sínum í
knattspyrnuleiki.
Dalli var öðruvísi og mætti á
flesta leiki og studdi við bakið á
strákunum sínum og reyndar
Gyða mamma þeirra einnig.
Minnisstætt er að einhverju
sinni í 2. flokki þurftum við að
mæta Eyjamönnum úti í Eyjum
í úrslitaleik á Íslandsmótinu.
Eins og allir vita eru þeir erfiðir
heim að sækja og Eyjamenn
styðja vel við sína menn og ég
átti ekki von á mörgum stuðn-
ingsmönnum KR. Sú varð og
raunin, en mér til undrunar sá
ég einn með KR-trefil sem var
greinilega okkar maður. Þetta
var auðvitað Dalli og hann sneri
glaður í bæinn því við unnum 1 -
0 og ef minnið svíkur ekki skor-
aði Elli markið.
Á þessum árum urðrum við
góðir vinir og hefur aldrei borið
skugga á það síðan.
Dalli var fastagestur á leikj-
um KR og tók einnig mikinn
þátt í öðru félagslífi, var lyk-
ilmaður í getraunastarfinu þeg-
ar það var og hét og fór með
okkur til útlanda í píluferðir.
Var alltaf léttur og skemmti-
legur félagi, jákvæður og hvers
manns hugljúfi.
Hann var ein af þessum
hvunndagshetjum sem eru
hverju íþróttafélagi nauðsynleg-
ar. Var ekki mikið í sviðsljósinu
og þurfti þess ekki. Honum
nægði að vinna fyrir félagið sitt
í kyrrþey.
Dalli var gæfumaður í einka-
lífinu, lifði langa ævi, lengst af
við góða heilsu, átti góða konu
hana Gyðu sem hann missti 2005
langt fyrir aldur fram, mann-
vænleg börn og fjölda afkom-
enda, sem nú kveðja elskulegan
föður, afa og langafa.
Dalli varð einnig þeirra gæfu
aðnjótandi að kynnast henni Að-
alheiði Bergsteinsdóttur, úrvals-
konu, sem hann hefur búið með
seinustu árin og reyndist honum
afskaplega vel, sérstaklega þeg-
ar heilsan fór að gefa sig.
Þá vann hann allan sinn
starfsferil, u.þ.b. 50 ár, hjá
Flugfélagi Íslands og vildi veg
þess ávallt sem mestan.
Á kveðjustund sem þessari
hrannast minningarnar upp og
þær eru allar góðar og forsjón-
inni þakkað fyrir að hafa fengið
að vera honum samferða um
stund.
KR-ingar senda aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur og
þakka fyrir framlag hans og vel-
vild til félagsins alla tíð.
Blessuð sé minnig Aðalsteins
Dalmanns Októssonar.
Fyrir hönd Knattspyrnu-
félags Reykjavíkur.
Guðmundur Pétursson.
Heiðursmaðurinn og höfðing-
inn Aðalsteinn Dalmann Októs-
son hefur lokið lífsgöngu sinni.
Dalla þekkti ég frá gamalli tíð
sem hressan og skemmtilegan
KR-ing, en síðustu 14 árin var
hann sambýlismaður móður
minnar elskulegrar, Aðalheiðar
Bergsteinsdóttur. Dalli átti
stóra og góða fjölskyldu og með
mömmu fékk hann í fangið alla
87 afkomendur hennar, maka
þeirra og fylgifiska, alls vel á
annað hundrað manns. Dalla
munaði ekki um að vera ætt-
arhöfðingi x 2, enda með stórt
hjarta sem hýst gat allan þenn-
an stóra hóp. Dalli hafði það fyr-
ir sið að kveðja sér hljóðs í öll-
um samkomum fjölskyldunnar,
hvort sem um var að ræða ferm-
ingu, afmæli, útskrift eða annað
og tala til þess eða þeirra sem
verið var að heiðra. Hann gerði
það ávallt af mikilli prýði og
mamma var stolt af sínum
manni. Við systkinin höfðum
gaman af því þegar Dalli í slík-
um tækifærisræðum þakkaði
okkur fyrir þá ræktarsemi sem
við sýndum móður okkar og
hversu góð við værum við hana.
Okkur fannst það sætt af Dalla
en ekki endilega ástæða til að
nefna sérstaklega það sem sjálf-
sagt er. Að leiðarlokum vil ég
þakka elsku Dalla fyrir einstaka
umhyggjusemi gagnvart móður
minni og vinsemd og ræktar-
semi gagnvart mér og mínum og
allri stórfjölskyldu mömmu.
Börnum Dalla, tengdabörnum,
barnabörnum og fjölskyldu allri
sem og móður minni og stóru
fjölskyldunni hennar sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur í
fullvissu um að minningin um
einstakan mann mun lifa með
okkur öllum á meðan við drög-
um andann.
Hörður Hilmarsson.
Það er ekki oft sem fólk finn-
ur ástina á áttræðisaldri, en það
gerðist einmitt þegar mamma
og Dalli kynntust fyrir rúmum
14 árum. Það hefur verið ynd-
islegt að fylgjast með þeim þessi
ár. Þau hafa bæði þann góða
eiginleika að láta afkomendur
sína hvert og eitt finnast að þau
skipti miklu máli og hafa tekið
þátt í lífi þeirra eins mikið og
þau hafa getað.
Við duttum heldur betur í
lukkupottinn Óðinsgötusystkinin
og afkomendur okkar þegar
mamma kynntist Dalla. Hann
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HANNA SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR,
Laugarvegi 46, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
þriðjudaginn 20. apríl.
Guðný Þórhildur Sölvadóttir Sverrir Jónsson
Guðrún Ásgerður Sölvadóttir
Ásgeir Ingvar Sölvason Erla Gunnlaugsdóttir
Guðni Margeir Sölvason Júlía Birna Birgisdóttir
Sölvi Sölvason Sigríður Karlsdóttir
Okkar elsku besti, eiginmaður, faðir
og stjúpfaðir,
KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON,
lést á Landspítalanum mánudaginn
19. apríl.
Valgerður Bjarnadóttir
Daði, Ágústa, Gísli Kort, Gunnar Tómas
Guðrún og Baldur Hrafn
Móðir okkar og systir mín,
ELÍN SIGMARSDÓTTIR,
Asparholti 5, Álftanesi,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 30. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Gísli S. Jensson
Halldór B. Jensson
Kristín Sigmarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN K. JÓNSDÓTTIR,
Svarthömrum 68, Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn
18. apríl. Útförin verður auglýst síðar.
Jóna G. Ragnarsdóttir Ísak J. Ólafsson
Álfhildur S. Jóhannsdóttir Þórarinn Gunnarsson
Gunnar Þ. Jóhannsson Þóra Egilsdóttir
Guðmundur I. Jóhannsson Kristjana Ó. Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
IÐUNN VIGFÚSDÓTTIR,
lést mánudaginn 19. apríl á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Útförin verður auglýst síðar.
Ari Bergmann Einarsson Ólöf Erla Óladóttir
Helga Kristín Einarsdóttir Kjartan Þórðarson
Dóra Einarsdóttir
Baldvin Einarsson Inga Birna Úlfarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN AUÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Melaheiði 21, Kópavogi,
lést á LSH, Vífilsstöðum föstudaginn
16. apríl. Útförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 26. apríl klukkan 15.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á 2. hæð á Vífilsstöðum fyrir
frábæra umönnun. Vegna samkomutakmarkana eru vinir
Sigrúnar beðnir að hafa samband við aðstandendur.
Sigurður Rúnar Jónsson Sigurbjörg Ingvarsdóttir
Bergur Mekkinó Jónsson Birna Kristín Baldursdóttir
Oddný Mekkin Jónsdóttir Guðmundur Skúlason
Þórarinn Helgi Jónsson Harpa Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn