Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 21
tók okkur öllum sem sínum og
við lærðum fljótt að virða hann
og elska.
Dalli var einstakur maður,
hlýr og skemmtilegur, vel les-
inn, þú komst aldrei að tómum
kofunum hjá honum nánast
sama hvað var verið að tala um.
Hann gerði allar veislur betri,
var ræðumaður fjölskyldunnar.
Hann var trúaður og starfaði
mikið í Guðríðarkirkju, hann
bað fyrir sínum þegar bjátaði á.
Hann var mikill KR-ingur.
Mörg okkar eiga mjög sér-
stakar og góðar minningar um
Dalla. Í mínu tilfelli minnist ég
þess hve Steini minn og Dalli
náðu vel saman, það vel, að Dalli
var svaramaður Steina þegar við
giftum okkur fyrir tæpum 8 ár-
um. Hann sýndi hundaræktinni
okkar mikinn áhuga og ef hann
hitti fólk með siberian husky-
hunda þá þekkti hann oft
hundana frá okkur og sagði allt-
af að þeir væru langfallegastir.
Mamma og Dalli komu mjög oft
austur í heimsókn þegar við vor-
um með hvolpa.
Síðan Steini minn dó höfum
við talað saman nánast á hverj-
um degi. Hann hafði áhyggjur af
kerlingunni mér í vondum veðr-
um og vildi helst að ég hætti að
búa ein á Gunnlaugsstöðum. En
samt sagðist hann skilja þessa
ákvörðun mína.
Dalli hefur reynst mínum af-
komendum afar vel, eins og
besti afi, langafi og langalangafi
og ég veit að hann á stóran sess
í hjörtum þeirra.
Ég var svo heppin að hitta á
góðan dag hjá honum, þegar ég
heimsótti hann á sjúkrahúsið,
viku áður en hann dó. Enn þá
var hann með áhyggjur af mér,
það spáði vondu veðri og ég átti
flug seinni partinn og hann sár-
veikur hringdi í sína menn hjá
Flugfélaginu til að athuga hvort
það yrði ekki örugglega allt í
lagi með flugið.
Ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir Dalla.
Elsku mamma mín, mikill er
missir þinn.
Ég sendi börnum Dalla og
fjölskyldum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hjördís Hilmarsdóttir.
Elsku Dalli.
Þvílíkur happafengur sem þú
varst fyrir Öllu ömmu og alla
hennar fjölskyldu.
Takk fyrir að fylla alla daga
ömmu okkar gleði, nærveru og
hlýleika. Að auka lífsgæði henn-
ar og okkar afkomenda hennar
og tengdafólks með því einu að
vera hennar förunautur um all-
nokkurt skeið. Það var einstak-
lega hollt fyrir okkur að fá KR-
ing í fjölskylduna sem allir urðu
að sætta sig við að væri einstakt
valmenni og ekki hægt að mis-
líka við.
Mikið var nú gaman að upp-
lifa sífellda lífsgleði þína og
áhuga fyrir okkur, öllum afkom-
endum Öllu ömmu.
Takk fyrir ráðgjöfina þegar
að flugmálum kom, hvort sem
það var ferðalag eða framtíð-
arplön.
Við vottum elsku Öllu ömmu,
börnum, tengdabörnum og af-
komendum Dalla samúð okkar.
En eins og lagið Mississippi
sannaði, þá mun Dalli lifa með
okkur um ókomna tíð.
Hilmar Gunnlaugsson, Stef-
anía Valdimarsdóttir, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Við fráfall Dalla frænda okk-
ar rifjast upp góðar minningar
um hann og hans fjölskyldu.
Aðalsteinn Dalmann Októsson
eða Dalli eins og hann var kall-
aður og móðir okkar Ingibjörg
Ingólfsdóttir voru hálfsystkini
sammæðra, hún níu árum eldri,
alin upp í sveit hjá föður sínum
en Dalli ólst upp á Akranesi til
átta ára aldurs hjá móður sinni
Ástrós Þorsteinsdóttur ásamt
bróður sínum Guðmundi og eldri
hálfsysturinni Þorbjörgu en
pabba sinn höfðu þeir bræður
misst ungir. Þau mamma hittust
fyrst þegar hann var 7-8 ára
þegar hún kom að heimsækja
mömmu sína og systkini, svona
voru tímarnir í þá daga, sam-
göngur ekki auðveldar, ekki
voru bílar almennt á heimilum
og mest ferðast á hestum í sveit-
inni. Árið 1938 flytur Dalli með
móður sinni og systkinum til
Reykjavíkur.
Alla tíð voru miklir hlýleikar
á milli þeirra Dalla og mömmu
og þegar bæði höfðu stofnað
heimili í Reykjavík varð mikill
samgangur á milli æskuheimilis
okkar og Dalla, Gyðu og fjöl-
skyldu. Alltaf var svo skemmti-
legt og gott að koma til þeirra
því það var svo vel tekið á móti
okkur. Eigum við margar góðar
minningar frá þeim árum. Alltaf
var hann aufúsugestur og þegar
við systur fórum að búa var
hann sjálfsagður gestur í öllum
stærri viðburðum hjá okkur
hvort sem það voru brúðkaup,
fermingar eða afmæli. Oft hélt
hann tölu af þeim tilefnum og
glöddust viðkomandi yfir hlýjum
orðum hans í þeirra garð. Hann
var ljúfur mannvinur.
Og ættrækinn var hann með
afbrigðum, fylgdist alltaf með
okkur og afkomendum okkar al-
veg fram undir það síðasta.
Hann hringdi reglulega að
spyrja frétta ef honum fannst
líða langt á milli samtala.
Svo sagði hann fréttir af sínu
fólki sem hann var ákaflega
stoltur af, bæði börnum, tengda-
börnum og barnabörnum. Vissi
alltaf hvað þau voru að læra eða
sýsla. Við þekkjum frændsystk-
inin betur fyrir vikið.
Ef Dalli hefði ráðið hefði
hann viljað halda fleiri ættar-
mót, en hann stóð að minnsta
kosti fyrir tveimur. En áhugi
hjá yngra fólki er ekki sá sami
og var hér áður fyrr.
Það var söknuður þegar Gyða
frænka eins og við kölluðum
hana lést á besta aldri, en okkur
fannst Dalli heppinn að kynnast
henni Öllu sinni og eyða ævi-
kvöldinu með henni.
Elsku frændi, við þökkum allt
það sem þú varst okkur.
Blessuð sé minning þín.
Við sendum börnum, barna-
börnum, tengdabörnum hans,
Aðalheiði og fjölskyldum inni-
legar samúðarkveðjur.
Ásta, Ólöf og Gróa
Eyjólfsdætur.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju góðan og kæran félaga,
Aðalstein Dalmann Októsson,
fyrrverandi verkstjóra í hlað-
deild Flugfélags Íslands.
Aðalsteinn eða „Dalli“ eins og
vinir og félagar kölluðu hann
var virkur félagi í Verkstjór-
afélagi Reykjavíkur, nú Brú fé-
lagi stjórnenda, í áratugi. Dalli
varð afar virkur í félagsstörfum
á seinni árum er annasömu
starfi var að linna. Hann hafði
ekki áhuga á stjórnarstörfum,
en tók að sér fjölda nefnda og
ráða, var aðalfundarstjóri í
mörg ár. Hann var nútímalegri í
hugsun en margir þeir sem
yngri voru og var hvatamaður
að þróun félagsins. M.a. er
„Brú“, nafn félagsins, hugarsmíð
Aðalsteins. Hann var heiðurs-
félagi félagsins.
Það var lærdómsríkt að vinna
með Dalla í félagsstörfum. Þeg-
ar hópur gamalreyndra verk-
stjóra settist að fundi var eins
og sjálfsagt að skilja sætið við
borðsendann eftir handa Dalla.
Þar tók hann yfirlætislaust við
fundarstjórn og svipmikið and-
litið lýsti af hlýju, góðvild og
kímni en þó festu. Fundurinn
hafði svo sinn gang, oftast stutt-
an, því Dalli var búinn að und-
irbúa sig vel. Oft lauk fundinum
með því að Dalli sagði: „Þú skil-
ar þessu þá á morgun Tommi
minn?“ og hann var ekki að
spyrja.
Við Dalli vorum vinir. Ég
kynntist honum þegar ég hóf að
vinna sextán ára gamall hjá
ESSO á Reykjavíkurflugvelli og
laðaðist að þessum glaðlynda og
skemmtilega manni sem að auki
deildi með mér áhuga á flugi og
fleiru. Næstu áratugina hittumst
við furðu oft á götu. Alltaf voru
það fagnaðarfundir sem maður
gekk frá með hlýju í hjarta – því
Dalli var þannig maður.
Fyrir hönd stjórnar Brúar,
félags stjórnenda,
Tómas Waage.
Nýr Þjóðkirkjusöfnuður fyrir
íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal
var stofnaður haustið 2003.
Grafarholtið var þá sem óðum
að byggjast og í framhaldi af því
Úlfarsárdalurinn. Mál þróuðust
þannig að fljótlega varð ég, und-
irritaður, formaður hinnar nýju
sóknar og hef gegnt því starfi
síðan að fjórum árum undan-
skildum. Er því nokkuð dómbær
á velunnara kirkjunnar og þar
var Aðalsteinn Dalmann sem
hér er kvaddur, fremstur meðal
jafningja.
Það var margt sem hin nýja
sóknarnefnd þurfti að glíma við
enda söfnuðurinn og safnaðar-
starfið allt í mótun. Fyrst og
fremst brann á okkur að finna
söfnuðinum samastað þar sem
hægt væri að messa og halda
aðrar kirkjulegar athafnir,
ásamt því að velja okkur sókn-
arprest. Hvort tveggja réðst far-
sællega. Fyrsti sóknarprestur-
inn, dr. Sigríður Guðmarsdóttir,
var valin og skipuð i embætti
innan fárra mánaða og húsnæði
fékk söfnuðurinn í samkomusal í
nýbyggðu fjölbýlishúsi við Þórð-
arsveig í hjarta hverfisins. Að-
alsteinn Dalmann og kona hans
Gyða Erlingsdóttir voru í hópi
þeirra íbúa hússins sem ákveðið
höfðu að fá sér nýja íbúð á frið-
sælum stað og njóta þar efri ár-
anna. Óhikað segi ég að stór
hluti þessara íbúa mynduðu
kirkju, þ.e. samfélag trúaðs
fólks sem hefur kosið að gera
Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns
og þessi hópur varð fljótt kjarn-
inn í kirkjustarfinu sem unnið
var við fátæklegar aðstæður.
Enginn var kórinn en það mál
leystist fljótt – góðir hljóðfæra-
leikarar komu og spiluðu og
þessi litli söfnuður – fólkið sjálft,
söng af fullum krafti, ekki síst
gömlu góðu sálmana sem allir
kunna. Það gerðist af sjálfu sér
að Aðalsteinn varð leiðtoginn í
þessum kjarna sóknarbarnanna
sem myndaði bænahóp og í for-
föllum sóknarprestsins leiddi
Aðalsteinn hópinn. Við vígslu
Guðríðarkirkju gaf bænahópur-
inn kirkjunni fagurlega útskorna
gestabók. Öll framkoma Aðal-
steins bar með sér mikinn per-
sónuleika. Greindur, íhugull og
úrræðagóður og ekki spillti
snyrtimennska og fáguð fram-
koma; reffilegur maður sem allir
hlutu að virða. Þannig hófst nú
ævintýrið hjá hinum nýja söfn-
uði.
Þegar var farið að huga að
kirkjubyggingu og Guðríðar-
kirkja reis fullbúin á 17 mán-
uðum. Áhugi Aðalsteins á þeirri
framkvæmd leyndi sér ekki.
Fljótlega hófst starf aldraðra og
þar var Aðalsteinn mættur
fyrstur manna og sömuleiðis tók
hann að sér meðhjálparastarfið;
bauð kirkjugesti velkomna og
vísaði til sætis, las bænir, ritn-
ingargreinar og tók þátt í flutn-
ingi Passíusálmanna með öðrum
sem varð fljótt föst venja kirkju-
starfsins. Þá var hann aðalmað-
ur í valnefnd safnaðarins. Að-
alsteinn var heill í öllum sínum
verkum og mannbætandi að
kynnast honum og eiga að vini.
Aðalsteinn missti Gyðu Erlings-
dóttur eiginkonu sína 2005 og til
minningar um hana gaf hann
Guðríðarkirkju afar fallegan há-
tíðarhökul og blómavasa. Sam-
býliskona Aðalsteins síðari árin
er Aðalheiður Bergsteinsdóttir
sem sér nú á eftir kærum vini.
Sóknarnefnd og starfsfólk
Guðríðarkirkju sendir öllum ást-
vinum Aðalsteins einlægar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi hann og
varðveiti.
Níels Árni Lund, formaður
sóknarnefndar Grafarholts
og Úlfarsárdals.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021
Við systurnar,
Níní sem var elst,
Erna og ég, ólumst
upp hjá foreldrum
okkar í Vesturbæ
Reykjavíkur og áttum góð æsku-
ár.
Föðuramma okkar, Ingibjörg
Jónsdóttir, bjó á heimilinu á vet-
urna en á vorin fór hún til ætt-
ingja á Snæfellsnesi og dvaldi þar
sumarlangt. Níní fékk oft að fara
vestur með ömmu og hlakkaði
alltaf til. Sumrin á Snæfellsnesi
hafa eflaust orðið til þess að hún
varð mikill dýravinur og undi sér
ætíð vel í sveitinni. Enda réð hún
sig síðar sem kaupakona í sveit,
Stefanía
Sveinbjörnsdóttir
✝
Stefanía Svein-
björnsdóttir
fæddist 30. apríl
1932. Hún lést 31.
mars 2021. Útförin
fór fram 20. apríl
2021.
það var í Hlíð í
Gnúpverjahreppi og
myndaðist þar sterk
og góð vinátta sem
síðar tengdist fjöl-
skylduböndum.
Níní var kraft-
mikill dugnaðar-
forkur, hún var ein-
staklega hjálpsöm
og vílaði ekki fyrir
sér að rétta hjápar-
hönd við ýmsar að-
stæður. Hún lét sér annt um sam-
ferðafólk sitt og gjafmild var hún.
Kom færandi hendi með heima-
gerða sultu og bakkelsi. Oft færði
hún mér smákökur fyrir jólin og
voru þær svo sannarlega vel
þegnar.
Þótt árin færðust yfir vantaði
ekki kraftinn. Lengi átti hún
hest, stundaði gönguferðir, jóga
og sund, en best undi hún sér í
sveitinni hjá dóttur sinni og fjöl-
skyldu hennar í Hlíð. Hún var
alltaf að en þrátt fyrir vinnusem-
ina gaf hún sér tíma til að lesa.
Hún var fróðleiksfús og það var
mjög gaman að heyra hana segja
frá ýmsu sem hún hafði lesið.
Ekki er hægt að sleppa að nefna
handavinnuna hennar Níníar.
Hún sló ekki slöku við við út-
saum, prjónaskap og alls konar
handverk og þar kom vandvirkni
hennar vel í ljós. Hún var mynd-
arleg í öllu sem hún gerði.
Síðustu árin voru erfið, elli
kerling sótti fast að en hún naut
endalaust góðrar umhyggju
barna sinna og góðs atlætis
starfsfólks á Grund.
Nú hefur þessi góða, duglega
systir mín kvatt þessa jarðvist.
Ég og börnin mín, Sveinbjörn og
Fríða María, þökkum fyrir sam-
fylgdina og ljúfar minningar um
góða konu.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Guð blessi minningu Stefaníu
Sveinbjörnsdóttur.
Karólína B.
Sveinbjörnsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR FREYSTEINSDÓTTUR,
Byggðarenda 12.
Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk
fyrir góða umönnun í veikindum hennar.
Garðar Ingi Jónsson
Ólöf Garðarsdóttir
Sigríður Garðarsdóttir Romain Gales
Ingunn Garðarsdóttir
Rúna Björg Garðarsdóttir Sæmundur Oddsson
Steinunn Garðarsdóttir Ari Rafn Sigurðsson
Katla og Gulli, Guðrún Heiður og Sveinn Steinar
Jón Pol og Joëlle
Pia María, Kári Rafn, Styrkár og Dýrfinna
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJARNI HÓLM BJARNASON,
fyrrverandi lögreglumaður,
lést laugardaginn 10. apríl.
Útför hans verður gerð frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 26. apríl klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni
http://streyma.is/streymi/.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Kristín H. Bjarnadóttir Jónmundur Kjartansson
Arnþór Heimir Bjarnason Lovísa Guðmundsdóttir
Anna Hlín Bjarnadóttir
Berglind H. Bjarnadóttir Þórarinn Gestsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GÍSLA MAGNÚSAR INDRIÐASONAR
frá Þernuvík í Ísafjarðardjúpi,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
þriðjudaginn 6. apríl. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Eyrar
á Ísafirði fyrir einstaka alúð og umhyggju í hans garð.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Indriði K. Gíslason Grazyna Kawa
Ásgerður Þ. Gísladóttir Eyþór K. Einarsson
Guðmundur S. Gíslason
Sigurmar D. Gíslason Eva M. Nunez
Jón H. Kocinski Gíslason Katarzyna M. Kocinska
Gilla K. Smoter Gísladóttir Leszek W. Smoter
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR LÚÐVÍK BJÖRNSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
í Fossvogi laugardaginn 17. apríl.
Útför fer fram í Lindakirkju
mánudaginn 26. apríl klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir.
Ragnheiður Ármey Gunnarsdóttir
Hildur Birna Gunnarsdóttir
Gunnar Lúðvík Gunnarsson
Rebekka Ingadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, bróðir, afi og langafi,
ÞORLEIFUR JÓHANNESSON,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað sunnudaginn 18. apríl, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 28. apríl klukkan 13.
Aðeins nánasta fjöldskylda og vinir verða viðstödd. Hlekk á
streymi verður hægt að nálgast á mbl.is/andlat.
Una Berglind Þorleifsdóttir
Arnar Þór Þorleifsson
systkini hins látna
afabörn og langafabörn