Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hátún 8, Reykjavík, fnr. 201-0310 , þingl. eig. Magnús Guðmundsson, gerðarbeiðandi Hátún 8,húsfélag, mánudaginn 26. apríl nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21 apríl 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Ath. Grímuskylda er á uppboðum Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Klukkurimi 51, Reykjavík, fnr. 203-9711 , þingl. eig. Davíð Steinþór Ólafsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 27. apríl nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 21 apríl 2021 Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Inntökupróf verða haldin "online" í Palaský University í Olomouc Tékkland í tannlækningum og læknisfræði 12 maí. Umsóknarfrestur til 28 apríl. Í dýralæknaháskólanum í Košice, Slóvakiu 6 maí Umsóknarfrestur til 23 apríl. Einnig 3 júní, 1 júli og 13 ágúst. Umsóknarfrestur 14 dögum fyrir próf. Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakiu 5 júní (umsóknar- frestur 11 maí). og 10 júli (umsóknar- frestur 17 júní) Uppl. kaldasel@islandia.is og 8201071 Bílar LAND ROVER Range Rover Sport HSE Dynamic Black Pack. Árgerð 2021, Nýr bíll óekinn. Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur 8 gírar. Tilboðsverð 17.500.000. Kostar nýr tæpar 19 milljónir. Rnr.226261. Umboðsbíll Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Volvo XC90 T8 Hybrid. 1/2018 ekinn 63 þ.km. 7 manna. Svart leður. Glerþak. 20” álfelgur. Xenon ljós. 360°myndavél. O.fl., o.fl. Einn eigandi. Evrópubíll. Verð: 8.490.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Á facebook-síðu Guðrúnar Svein- bjarnardóttur til- kynnti Anna dóttir hennar að hún væri látin. Ég hafði haft fregnir af að hún ætti við heilsubrest að stríða svo fréttin kom ekki á óvart. Við endurnýjuðum kynni okkar á þessum nútímavettvangi, sem Facebook er, en annars höfðum við ekki verið í sambandi frá því við vorum unglingar. En það tímabil sem við vorum vinkonur er ríkt í mínum huga, enda mikil mótunarár. Við Gunna urðum góðar vin- konur þegar við hófum nám í Hagaskóla. Hvorug okkar kom úr skóla í hverfinu og þekktum fáa til að byrja með. Það varð því einfalt að við næðum saman. Mig minnir að hún hafi búið hjá syst- ur sinni á Hjarðarhaga á virkum dögum en fór heim til sín í Garð- inn um helgar. Þegar fram liðu stundir fór ég að fara með henni heim í Kothús til foreldra henn- ar, Sveinbjörns og Önnu. Mæður okkar þekktust úr Hjaltadalnum Guðrún Sveinbjarnardóttir ✝ Guðrún Svein- bjarnardóttir fæddist 13. júní 1951. Hún lést 9. apríl 2021. Útför fór fram 21. apríl 2021. og því þótti öruggt að ég færi í þessar helgarferðir í Garð- inn. Við brölluðum samt ýmislegt og þarna komst ég í eina skiptið á ball í Stapanum. Þótt ég væri borgarbarnið var Gunna að öllu leyti þroskaðri og lífsreyndari krakki en ég og kenndi mér margt. Pabbi Gunnu átti sportbíl af gerðinni Mustang, sem vakti mikla athygli. Í minningunni rúntuðum við um á bílnum en sú minning er ekki á rökum reist því hvorug okkar var komin með bíl- próf. Barnapössun hjá bræðrum Gunnu var vinsæl, því þar var alltaf til sælgæti af Vellinum og Kanasjónvarp en lítið man ég eftir börnum, sem sennilega hafa bara sofið. Það var ævintýri lík- ast að fara í frystihúsið, sem pabbi Gunnu rak í Kothúsum og valsa þar um og skoða og ekki man ég eftir að neinn hafi agnú- ast út í þær rannsóknarferðir okkar. Vinskapur okkar leiddi til þess sumarið 1967 að við vorum send- ar í sumarskóla í Eastbourne, „Ladies College of English LTC“, þar sem við dvöldum í tvo mánuði. Skólinn var á gömlu herrasetri með glæsilegum inn- viðum og risastórum garði. Skólareglur voru fremur strang- ar. Kennsla var á morgnana en mestan hluta síðdegisins áttum við frí og gátum farið á ströndina eða eitthvert annað. Sumarið var einstaklega gott og í minning- unni stöðug sól. Tvær aðrar stúlkur voru frá Íslandi en ann- ars voru stúlkurnar víðs vegar að úr Evrópu og kynntumst við sumum betur en öðrum. Exótís- kasta stúlkan kom frá Persíu en þær flottustu frá Frakklandi og Ítalíu. Það þótti tilheyra að reyna að brjóta aðeins reglur og stundum laumuðumst við út af lóðinni, með tilheyrandi hjart- slætti til að komast á (síðdegis-) diskótek í bænum. Þarna var Gunna meiri bógur en ég og kippti sér ekki upp við það þótt upp um okkur kæmist. Smám saman skildi leiðir eftir að ég fór í annan skóla en í minn- ingum mínum hefur Gunna alltaf átt sinn sess og ég minnist henn- ar með hlýju og þakklæti. Ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Sigtryggsdóttir. Nú hefur góð vinkona mín hvatt okkur og á ég eftir að sakna þess að fá símhringingu frá henni eða ég að hringja í hana, en Covid gerði það að verk- um að við gátum ekki hist sl. ár. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég flutti í Garðinn 1974. Við átt- um börn á svipuðum aldri. Við Guðrún höfðum þau forréttindi að vera bara húsmæður fyrstu árin sem börnin okkar ólust upp. Þá hittumst við konurnar yfir kaffibolla hjá hvor annarri og spjölluðum saman. Síðar unnum við saman í Garðskaga og við unnum líka saman um tíma á Hótel Keflavík. Ég minnist þess þegar við vorum að vinna í að- gerð á laugardegi sem bar upp á 1. apríl, að verkstjórinn sagði Guðrúnu að það væri sinubruni á túninu hjá henni sem var beint ofan við frystihúsið. Nei, Guðrún ætlaði sko ekki að hlaupa apr- ílgabb og hló og hélt áfram að vinna. Svo voru allir farnir að kíkja út og segja Guðrúnu að þetta væri ekki gabb en hún var föst fyrir. Verkstjórinn sagði strákunum að fara með skóflur og kæfa eldinn og þá fór Guðrún loksins að gá og var eldurinn kominn ansi nálægt húsinu henn- ar en sem betur fer fór allt vel. Guðrún las mikið og hún las líka dönsku blöðin og hún hafði gam- an af að spila og spilaði mikið við krakkana sína og barnabörnin. Einnig var spilað í öllum kaffi- tímum í Garðskaga. Vináttan slitnaði aldrei þó að hún hafi flutt til Danmerkur og svo í höfuð- borgina. Við fylgdumst alltaf með hvor annarri í gegnum súrt og sætt og héldum alltaf sam- bandi. Guðrún var dugleg að ferðast, fór bara ein og sagði að það hentaði henni vel. Hún var stolt af börnunum og barnabörn- um sínum og hún var aldeilis glöð þegar hún eignaðist lítinn lang- ömmustrák. Ég kveð þig kæra vinkona með söknuði og votta aðstand- endum innilega samúð. Ragna Sveinbjörnsdóttir. Elsku amma Matta. Hjartað mitt. Ég get ekki ímyndað mér hvern- ig lífið á eftir að vera án nærveru þinnar. Þú varst svo mikilvæg og sjálfsögð manneskja í lífi mínu. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig elsku amma mín. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, bæði þegar við áttum heima í Keflavík og eftir að við fluttum til Svíþjóð- ar. Þú varst alltaf svo lítil og nett en með stærsta hjarta sem nokk- ur manneskja getur fengið. Hjá þér voru allir velkomnir! Alltaf var kíkt í heimsókn til þín; sama hvort það var stutt heimsókn, löng heimsókn, matarboð, kaffi- boð eða gisting þá var alltaf eitt- hvað gott og sætt til heima sem þú settir á borðið fyrir gestina þína. Matarboðin heima hjá þér á Matthildur I. Óskarsdóttir ✝ Matthildur I. Óskarsdóttir fæddist 24. sept- ember 1943. Hún lést 4. apríl 2021. Matthildur var jarðsungin 15. apríl 2021. jóladag þar sem öll stórfjölskyldan hitt- ist er sú hefð sem ég hef saknað mest eft- ir að við fluttum út og það hafa ekki lið- ið ein einustu jól án þess að tár hafi fall- ið af söknuði á jóla- degi. Þú varst alltaf til staðar fyrir barna- börnin þín. Við frændsystkinin eigum það sam- eiginlegt að hafa alist upp með ömmu með gullhjarta og heimili sem alltaf stóð okkur opið, sama hvað. Fyrir mig og Guðnýju Rögnu var Faxabrautin á tímabili eins og annað heimili okkar þar sem við vorum svo oft í pössun hjá þér og Árnýju Hildi. Á Fax- abrautinni var alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir okkur frænd- systkinin að gera; barnatíminn á Stöð 2, fá lánaðar hárrúllurnar þínar og gera hárið fínt, allt dótið sem þú varst með fyrir okkur og svo auðvitað allar flottu græjurn- ar og fínu fötin sem Árný Hildur var með inni hjá sér sem við feng- um stundum að stelast í. Ein minning sem situr fast í mér er þegar ég einu sinni fiktaði með kveikjarann þinn á Faxabraut- inni og óvart kveikti í gólfteppinu þínu í stofunni. Það var í fyrsta og eina skiptið sem þú skammaðir mig algjörlega. Skömmin eftir á var mjög mikil enda gerðist þetta aldrei aftur. Þrátt fyrir það var heimilið þitt á Faxabrautinni og öll önnur heimilisföng hjá þér í Keflavík sjálfsagður samkomu- staður fyrir okkur öll. Ég er ætíð þakklát fyrir sam- band okkar frændsystkinanna, án þín kærleiks til okkar barna- barnanna værum við frændsystk- inin örugglega ekki eins náin og við erum í dag. Ég er líka þakklát fyrir þig og að hafa fengið þetta fína samband okkar á milli elsku amma mín. Minningarnar eru margar og ég mun varðveita þær í hjarta mínu þangað til við hittumst aft- ur. Hvíldu í friði elsku amma Matta. Ég á eftir að sakna þín! Kveðja, Matthildur Ósk. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Takk fyrir liðnar stundir, elsku Matta mín. Þín systir, Jóhanna H. Óskarsdóttir. „Má ég fá knús frá þér? Þú verður alltaf litla barnið í fjöl- skyldunni.“ Þetta voru síðustu orðin sem þú, Matta mín, sagðir við mig þegar ég kvaddi þig dag- inn áður en þú fékkst hvíldina þína. Söknuðurinn er sár þar sem þú varst mér ætíð svo ofboðslega góð enda með hjarta úr gulli, svo innilega blíðlegt augnaráð og bjartasta brosið. Hvert einasta bein í þér var blítt, þú sást það fallega í öllum. Ég á margar góðar minningar við eldhúsborðið með þér þar sem þú slóst alltaf upp veislu þegar gesti bar að garði og þýddi þá ekkert að segja þér að vera ekki að hafa fyrir manni. Þú lumaðir alltaf á einhverju góðgæti, já og alltaf áttirðu gos í dós handa litlu frænku. Ég er svo þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig, kyssa þig á ennið og segja þér að ég elskaði þig. Ég veit að Árni þinn og Árný Hildur taka vel á móti þér hinum megin. Þín litla frænka, Anna Margrét Káradóttir (Anna Magga). Eftir annars nokkuð mildan vet- ur kólnaði kringum páska. Í síðustu viku snöggkólnaði svo frekar, þegar við misstum hann Georg. Það kom þó ekki alveg á óvart; hann hafði verið sjúkur um alllanga hríð. Hans Georg Bæringsson ✝ Hans Georg Bæringsson fæddist 7. júlí 1946. Hann lést 8. apríl 2021. Útför hans fór fram 16. apríl 2021. Þau Lóa fluttu hér í raðhúsalengj- una okkar efst í Fjallalind nokkrum árum á eftir okkur hinum, og féllu strax inn í hópinn. Hóp sem var frum- byggjar í þessari raðhúsalengju og hefur frá upphafi ræktað sinn garð, hist hjá einhverj- um í kaffi á sumrin, í blíð- viðrum, og þar fyrir utan ekki sjaldnar en í sameiginlegum ár- legum „julefrokost“, – eftir ára- mót, svo öllu sé nú haldið til haga. Hópurinn hefur nú elst nokkuð á þessum árum sam- býlis, frá því að vera miðaldra í að öll erum við komin á „þriðja aldursskeiðið“. Georg var málarinn í hópn- um, hann hélt okkur hinum við efnið um að húsin litu alltaf vel út, garðurinn var þeirra beggja, en ég held að þar hafi Lóa ráðið mestu um skipan mála. Saman stóðu þau að stækkun hreiðursins eftir að þau voru búin að vera hér í nokkur ár. Það þurfti ekki mik- ið að ræða um sameiginleg mál húsfélags í raðhúsi, en alltaf höfum við verið sammála um það sem gera þurfti. Oft hafa þau hjón átt frumkvæði um góð verk sem við höfum unnið, ým- ist öll saman eða hvert í sínu lagi. Þetta er einkenni góðra granna, og það er ekki sjálf- gefið að svo sé. Það er eins og að vinna í happdrætti að vera í svo þægilegu nágrenni og verð- ur aldrei of þakkað. Nú dimmir um hríð, en eftir élin birtir upp og hlýnar með vori. Við munum sakna eins við kaffiborð sumarsins, samræð- unnar, þægilegra skoðana- skipta og vangaveltna um menn og málefni. Kæra Lóa, við grannar send- um þér og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur, með von um að hlýja vors og sumars eigi eftir að gefa okkur áfram margar góðar samveru- stundir. Höldum áfram að rækta garðinn okkar, í minn- ingu þeirra sem gengnir eru. Fyrir hönd íbúa í Fjallalind 76-80 og 104, Ólafur Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.