Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ 70 ára Helgi er fæddur á Eskifirði og ólst þar upp. Hann er sérkennari að mennt og byrjaði að kenna á Eg- ilsstöðum 1974 og varð síðan skóla- stjóri Egilsstaðaskóla. Á sama tíma var hann í bæjarpólitíkinni, sat í sveitarstjórn aðal- og varamaður í 11 ár, var formaður bæjarráðs og bæjarstjórnar eitt kjörtímabil. Þá var Helgi bæjarstjóri kjörtímabilið 1994-1998. Helgi gerðist skólastjóri Digranesskóla í Kópavogi 2001 og varð síðan skólastjóri Hörðuvalla- skóla, þegar hann var stofnaður og var þar í tíu ár. „Ég er núna að hugsa um fjöl- skylduna og sjálfan mig, fer í rækt- ina og út að hlaupa. Það liggur við að það megi segja að ég hafi hlaupið alla ævi. Alltaf verið að hreyfa mig og finnst það skipta miklu máli“ en Helgi hefur hlaupið hálfmaraþon og vann slíkt hlaup á Egilsstöðum. Eiginkona Helga er Alberta Tul- inius, f. 1952, deildarstjóri í Laug- arnesskóla. Börn þeirra eru Axel Hrafn, f.1973, Þóra Magnea, f. 1981, og Stefán Þór, f. 1989. Barna- börnin eru orðin 6. Foreldrar Helga voru hjónin Halldór Friðriksson, f. 1918, d. 2009, framkvæmdastjóri fé- lagsheimilis á Eskifirði, sýning- arstjóri og fleira, og Þóra Magnea Helgadóttir, f. 1915, d. 1988 hús- móðir. Helgi Halldórsson Fjölskyldan Þóra Magnea, Axel Hrafn, Helgi, Berta og Stefán Þór. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það getur verið hættulegt að ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauð/ur að þeim. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú verður að brjóta odd af oflæti þínu og leita eftir samstöðu annarra við verkefni þitt. Gefðu þér góðan tíma og ras- aðu ekki um ráð fram í fasteignakaupum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Láttu vaða ef þú sérð hagstætt tilboð einhvers staðar. Ekki láta áhyggjur ná tökum á þér, þær breyta engu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Varastu að láta vonbrigði þín bitna á öðrum og reyndu heldur að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Þú getur allt sem þú vilt, en þú þarft fyrst að vita hvað það er. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Vertu vakandi fyrir tækifærum sem kunna að bjóðast í fjármálum. Þú færð upplýsingar sem eiga eftir að hrista upp í fjölskyldunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það freistar verulega að brjóta blað og stefna í nýja átt. Börn læra það sem fyr- ir þeim er haft. Ekki gera allt á hlaupum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Lífið hefur öðlast tilgang núna, þar sem viss manneskja spilar stóra rullu. Vandaðu þig þegar þú tekur ákvarðanir um framtíðina. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Notaðu daginn til hugleiðslu eða jógaiðkunar eða njóttu fegurðar í kyrr- látu umhverfi. Láttu ekki vini þína eða kunninga telja þér trú um eitthvað sem þú veist að er ekki rétt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Til að slá í gegn á einni nóttu þarf margra ára undirbúning, ekki bara nokkrar klukkustundir. Farðu þér hægar og þá gengur dæmið upp. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er margt spjallað í kringum þig og það virðist valda þér einhverjum áhyggjum. Ekki halda að líf annarra sé auð- veldara en þitt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Eitt og annað er að angra þig bæði heima og í vinnunni. Brjóttu heilann um framtíðina, hvert viltu stefna? 19. feb. - 20. mars = Fiskar Að leggja ofuráherslu á vinnuna færir þér engin vinsældaverðlaun. Láttu til skarar skríða í ástamálunum, þú munt ekki sjá eftir því. starfsemi fyrir þurfandi börn lagðist niður þar sem slík þjónusta var veitt í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur undir forystu Sigurjóns Björns- sonar.“ Páll lagði frá upphafi áherslu á að þjónusta hinnar nýju barnageðdeild- ar væri fyrir allt landið. Með í starf- inu voru fjórir læknar, þrír sálfræð- ingar og þrír félagsráðgjafar. Ferðuðust starfsmennirnir um allt landið til að kanna þau börn sem tal- in voru þurfa þess. „Sem dæmi má nefna að ég kom reglulega við á Akureyri til að rannsaka þurfandi ánægjulegan tíma sem þjónaði stórum hluta Jótlands fluttum við til Kaupmannahafnar og tók ég þar ýmsar áhugaverðar stöður og klár- aði að lokum sérfræðinám 1967. En nefna má einnig að nýverið höfðu Svíar stofnað örfáar unglingageð- deildir og fékk ég þar stöðu í Örebro til að bæta frekar kunnáttuna áður en ég flutti til Bandaríkjanna 1968 í Los Angeles. Það byggðist á styrk frá WHO sem dugði í eitt ár, en ann- að ár var styrkt af aðilum í LA. Ég vann á Reiss-Davis Child Study Center þar sem flestir höfðu áður unnið á Hampstead Clinic Önnu Freud, dóttur Sigmund Freud, en þau höfðu flúið Vín 1938. Anna stofnaði klínik fyrir börn, en á þessum tíma höfðu nasistar hertekið Vínarborg og fjöldi frægra sérfræð- inga flutti vestur um haf og tók for- ystu ýmissa sérdeilda auk einka- stofa, sem hlutu verulegar vin- sældir.“ Eftir að Páll kom heim til Íslands var honum falið að stofna barnageð- deild við Landspítalann, sem hann veitti forystu í aldarfjórðung. „Deildinni var valinn staður við Dal- braut þar sem stóð ónotað húsnæði, sem hafði átt að nota fyrir börn, sem vantaði vistun vegna félagslegra vandræða. Var hluti hússins gerður að nýrri barnageðdeild, sem vitað var að þörf var fyrir eftir að slík P áll Þórir Ásgeirsson fæddist 22. apríl 1931 á Bergstaðastræti 69 í Reykjavík, annar af tveim bræðrum. „Við fluttumst í Tjarnargötu 24, þar sem Álfheiður Briem, amma okkar, bjó, eftir að faðir okkar lést 1935. Hann var málflutningsmaður, yngstur af níu systkinum í Nesi við Seltjörn. Móðir okkar, Friede Ingibjörg Briem, hafði stundað píanókennslu en stofnaði með tímanum fjölrit- unarstofu, hafði áður starfað hjá Eimskip og síðar hjá lögmönnum, m.a. Sveini Björnssyni, síðar forseta Íslands. Stutt var í skóla fyrir mig yfir tjörnina í Miðbæjarskólann, Menntaskólann og Háskólann. Ég aðstoðaði móður mína á skrif- stofunni með röðun pappíra og sendiferðum. Minnisstætt var þegar móðir okkar gerðist póstmeistari fyrir fjölda innilokaðra Íslendinga í Evrópu, Helgi P. Briem, bróðir mömmu, gat tekið á móti bréfum Ís- lendinga meðan hann bjó um tíma í Portúgal. Allir ættingjar gældu við mig í gleði sinni yfir lífsmarki frá ættingjum, sem lítið var vitað um í styrjöldinni.“ Eftir stúdentspróf 1951 fór Páll um tíma í lagadeild en skipti fljót- lega yfir í læknadeild, þar sem allt gekk vel með útskrift 1960. Skylda var þá að taka að sér læknisþjónustu og þjónaði Páll bæði á Eyrarbakka og Blönduósi, en fór síðan í kandi- datsár í Danmörku. Eftir það fór hann til Svíþjóðar, til Luleå við Kir- jálabotn nálægt Finnlandi. „Í Sví- þjóð var mikill læknaskortur sem varð til þess að ég tók að mér fjöl- breyttar skurðlækningar. Ég kynnt- ist fjölda íslenskra lækna á þessum norðlægu slóðum.“ Síðan flutti Páll til Jótlands til starfa á Statshospitalet í Risskov við Árósa, þekktan rannsóknarspítala sem m.a. fann upp notkun geðlyfsins lithium á fullorðinsdeildinni. „En ég fékk stöðu við nýlega barnageðdeild við sama spítala og starfaði þar í tvö ár mér til mikillar ánægju vegna framúrskarandi gæða kolleganna þar. Síðan starfaði ég eitt ár á full- orðinsdeildinni í Risskov. Eftir börn og kanna hvort ástæða væri til vistunar á legudeild. Fljótlega efir stofnun deildarinnar var komið upp legudeild fyrir átta til níu börn frá 7 til 12 ára aldurs. Ári síðar var stofn- uð dagdeild fyrir fimm til sjö börn. Mikil þörf var, ekki síst, fyrir ein- hverfa sjúklinga, sem höfðu beðið eftir þessari þjónustu. Deildirnar fengu þjónustu frá teymum sem í voru læknir, sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi. Við báðar deildirnar störfuðu hjúkrunarfræðingar, fóstr- ur og annað fólk sem reyndist heppi- legt til starfsins. Rétt er að minnast þess að verulegur þáttur í göngu- deildarstarfinu voru hópfundir og einnig voru fundahöld merkur þátt- ur í vistdeildunum. Allt frá stofnun deildarinnar varð æ greinilegra hversu nauðsynlegt væri að koma upp þjónustu fyrir unglinga.“ Unglingadeild var stofnuð 1988 með styrk Kiwanis. Sjö árum síðar, 1995, lauk starfi Páls á barna- og unglingadeildinni og honum var þá falið að vinna með afleiðingar snjó- flóða á Súðavík og Flateyri með góðri aðstoð sérfræðinga geðdeild- arinnar. „Fárviðri gerði björgun á Súðavík ómögulega, en skár gekk á Flateyri þar sem við höfðum lært af reynslunni hvernig hægt var að hjálpa eftir reynsluna frá Súðavík. Eftir þessa reynslu reyndum við Gylfi Ásmundsson, yfirsálfræðingur geðdeildar Landspítalans, að skoða ástandið í Neskaupstað eftir snjó- flóðið 1974 og kom í ljós að aldrei er orðið of seint að aðstoða. Sumir Norðfirðingarnir gátu vel notað sér þátttöku okkar. Sem betur fer hafa ekki orðið viðlíka snjóflóð eftir þetta, enda margt verið gert til að fyr- irbyggja hættulegar aðstæður í landslaginu. Þess má geta, að starfsfólk barna- geðdeildarinnar stóð fyrir margs konar starfsemi sem var skyld starf- semi barnageðlækninga, svo sem fé- lagsskapur barnageðlækna, stuðn- ingsfélög einhverfra og síðast en ekki síst tók til starfa hvers konar stuðningur við bágstödd börn með stofnun alþjóðlegu samtakanna Barnaheilla, sem mér var falið að veita forystu frá upphafi. Öll þessi samtök eru við lýði enn þá.“ Páll Ásgeirsson, fyrrverandi yfirlæknir – 90 ára Stórfjölskyldan Páll, Lára, börn, tengdabörn og barnabörn árið 2019. Frumkvöðull í barnageðlækningum Hjónin Páll og Lára í Þórsmörk. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.