Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 22.04.2021, Síða 27
_ Willum Þór Willumsson var í lykil- hlutverki hjá BATE Borisov í gær þegar liðið fór langt með að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleik Hvíta-Rússlands í knattspyrnu. Willum skoraði fyrsta mark BATE þegar liðið vann heima- sigur á Torpedo Zhodino, 4:1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppn- innar, strax á 3. mínútu, og hann lagði upp fjórða markið fyrir Maxim Ska- vysh á 77. mínútu. Willum lék allan leikinn. Seinni leikur liðanna fer fram í Zhodino 5. maí og sigurliðið saman- lagt kemst í bikarúrslitaleikinn. _ Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfuknattleik, átti enn einn stórleikinn með Siauliai í gær þegar lið hans vann góðan sigur á Pieno Zvaigzdes í lithá- ísku A-deildinni, 103:90. Elvar skoraði hvorki fleiri né færri en 33 stig í leiknum og var með tvö- falda tvennu og átti jafnframt 12 stoðsendingar. Auk þess stal hann boltanum sex sinnum af andstæðingunum. Þá fékk hann framlagstöluna 51 sem er afar sjaldséð í körfuboltanum. Elvar lék í 31 mínútu af 40 í leiknum í gær. Lið hans er í sjöunda sæti eftir fimm sig- urleiki á skömmum tíma en það sat á botni tíu liða deildarinnar í nær allan vetur. _ Nanna Guðmundsdóttir náði besta árangri íslensku keppend- anna í kvennaflokki á Evr- ópumótinu í áhaldafimleikum en undanúrslit mótsins fóru fram í gær í Basel í Sviss. Nanna hafnaði í 56. sæti af 107 keppendum og fékk 47,032 stig. Guðrún Harðardóttir varð í 61. sæti með 46,631 stig, Hildur Maja Guðmundsdóttir varð í 69. sæti með 45,398 stig og Mar- grét Lea Kristinsdóttir hafnaði í 70. sæti með 45,364 stig. Þetta var besti árangur þeirra allra á þessu ári. Íslensku stúlkurnar hafa allar lokið keppni en undanúrslitin í karla- flokki fara fram í dag og þar verða einnig fjórir íslenskir keppendur. _ Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er Svíþjóðarmeistari í blaki 2021 en lið hennar Hylte/ Halmstad hafði betur gegn Engel- holm í öðrum leik liðanna í úrslita- einvígi um sænska meistaratitilinn í Halmstad í gærkvöld, 3:2. Engelholm komst í 1:0 en Hylte/Halmstad tókst að snúa leiknum sér í vil og komst 2:1-yfir. Engelholm vann fjórðu hrinu 25:15 en í oddahrinunni reyndist Hylte/ Halmstad sterkara og vann 15:9- sigur. Jóna Guðlaug var næst- stigahæst í sínu liði með 16 stig. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Mér sýnist að það hafi bara verið ansi líflegt í knatt- spyrnuheiminum undanfarna daga. Erlendu fréttaskeytin benda til þess svo notast sé við gamalt orðalag. „Ensku“ félögin sex sem ætl- uðu að taka þátt í stofnun nýrr- ar deildar hafa lýst því yfir að þau muni hætta við þau áform. Eigendur félaganna þoldu ekki langa ágjöf vegna málsins þótt þeir væru nýbúnir að skuldbinda sig með undirritun tæplega 200 blaðsíðna samninga. Ég efast um að viðbrögð stuðn- ingsmanna „ensku“ liðanna hafi komið eigendum mjög á óvart. Viðræður, óformlegar og form- legar, um stofnun nýrrar deildar hafa staðið yfir í mörg ár. Der Spiegel ljóstraði upp um samn- ingaviðræðurnar árið 2018. Ekki lá hins vegar alveg fyrir hvaða félög væri um að ræða fyrir ut- an Real Madríd og Barcelona. Ekki hefur endilega verið búist við að þar væru félög sem aldrei hafa unnið Evrópukeppni meist- araliða/Meistaradeildina. Ég held að eigendum „ensku“ liðanna sem koma héðan og þaðan hafi verið gerð grein fyrir því að stuðningsmennirnir yrðu brjálaðir. Mögulega hefur það ekki skipt þá máli. Eigendurnir eru hvort sem er með hugann við sjónvarpsáhorfendur rétt eins og þegar þeir nálgast ensku úrvalsdeildina og Meist- aradeildina. Það sem hefur hins vegar að öllum líkindum komið eigend- unum í opna skjöldu eru harka- leg viðbrögð Boris Johnson, for- sætisráðherra. Eigendurnir hafa varla séð fyrir sér að stjórn- málamenn færu að skipta sér af sparkinu og hóta „ensku“ félög- unum alls kyns vegatálmum sem myndu hafa áhrif á starfs- semina. Hvort sem slík afskipti teljast nú góð pólitík eða ekki. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Kvennalandsliðið í handknattleik er úr leik í undankeppni HM eftir tvo umspilsleiki gegn Slóveníu en liðið gerði mun betur í seinni leiknum í gær heldur en í þeim fyrri. Ljóst var að möguleikinn að komast í lokakeppni HM í desember var svo gott sem úr sögunni eftir fyrri leik- inn í Ljubljana síðasta laugardag. Slóvenía vann fyrri leikinn 24:14 og forskot Slóvenía var því mikið. Í gær gerðu liðin jafntefli 21:21 en lið- in gerðu einnig jafntefli í undan- keppni EM fyrir rúmum þremur ár- um. Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út og einungis vítið eftir. Vörn Íslands var geysilega sterk framan af og Slóvenía skoraði ekki nema tvö mörk fyrsta korterið og fjórða mark Slóvena kom eftir tutt- ugu og tvær mínútur. Var það í raun stórmerkilegt því leikmennirnir fyrir utan hjá Slóvenum voru allar í 8-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar með Bucuresti og Metz. Fyrir aftan góða vörn stóð Elín Jóna Þorsteinsdóttir sig vel en hún er að verða mjög öflugur landsliðs- markvörður. Mest þriggja marka forskot Í ljósi þess hve liðið fékk á sig fá mörk á þessum kafla var svekkjandi að ekki skyldi takast að saxa meira á forskotið sem Slóvenar komu með til landsins. Ísland var oft tveimur mörkum yfir og náði þriggja marka forskoti 7:4 eftir tvö mörk í röð frá Ragnheiði. Lið Slóveníu spilaði hins vegar einnig mjög góða vörn. Íslandi gekk mjög erfiðlega að opna vörnina í fyrri leiknum. Það gekk ekki of vel í fyrri hálfleik en þó betur en í Lju- bljana. Lovísa Thompson og Rut Jónsdóttir eru báðir virkilega öflug- ar í stöðunni maður á móti manni en slóvensku varnarmönnunum tókst oft í upphafi leiks að fara út í þær og stöðva án þess að fá brottvísanir. Er það meira en að segja það. Jafntefli eru fín úrslit gegn liði sem hefur verið á stórmótunum síð- ustu árin. Frammistaðan var einnig á margan hátt góð. Íslensku leikmenn- irnir virtust njóta þess að spila á móti öflugum andstæðingi og leikgleðin var fyrir hendi. Tilhugsunin um HM var smám saman úr sögunni og spennan hætt að trufla leikmenn. Vörnin og markvarslan í leikj- unum lofar góðu fyrir næsta verk- efni. Í gær var reyndar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í miðri vörninni en ósennilegt er að framhald verði á því enda skilst manni að hún hafi hlaupið í skarðið vegna forfalla. Anna lék virkilega vel og magnað að sjá leik- mann sem var hættur eiga fullt er- indi gegn toppleikmönnum. Mun betra en í Slóveníu - Ísland er úr leik í undankeppni HM eftir jafntefli á Ásvöllum - Forskot Slóvena var of mikið - Þó skapaðist smuga að hleypa spennu í rimmuna Morgunblaðið/Eggert Ógnandi Lovísa ógnar marki Slóvena á Ásvöllum í gær. Hún skoraði 4 mörk og 9 mörk í leikjunum tveimur. Ásvellir, umspil HM, seinni leikur, miðvikudag 21. apríl 2021. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 3:2, 5:3, 6:4, 7:5, 8:6, 8:9, 10:9, 12:10, 13:11, 14:12, 15:13, 15:17, 17:17, 18:18, 19:20, 20:20, 20:21, 21:21. Mörk Íslands: Ragnheiður Júlíus- dóttir 5/2, Sigríður Hauksdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1. Varin skot: Elín Jóna Þorsteinsd. 8. ÍSLAND – SLÓVENÍA 21:21 Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Slóveníu: Tjasa Stanko 8/2, Tija Gomilar Zickero 4, Aneja Beg- anovic 3, Barbara Lazovic 1, Eliza- beth Omoregie 1, Ana Abina 1, Maja Svetik 1, Ema Abina 1, Natasa Lje- poja 1. Varin skot: Amra Pandzic 13/1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Andrej Smailagic og Sandro Smailagic, Svíþjóð. Áhorfendur: Ekki leyfðir. _ Slóvenía vann 45:35 samanlagt og leikur á HM 2021 á Spáni. Englandsmeistaraefnin í Manchest- er City styrktu stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu þegar liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park í Birmingham í gær. Phil Foden og Rodri voru á skotskónum fyrir City sem fagnaði 2:1-sigri eftir að hafa lent undir. City er því komið aftur á beinu brautina í deildinni eftir óvænt tap gegn Leeds á dögunum en liðið er með 77 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur ellefu stiga forskot á ná- granna sína í Manchester United en United á leik til góða á City. Þá reyndist Son Heung-Min hetja Tottenham þegar liðið lagði South- ampton að velli 2:1 á Tottenham Hotspur-vellinum í London en þetta var fyrsti sigur Tottenham í deild- inni síðan 21. mars þegar liðið vann 2:0-útisigur gegn Aston Villa. Tott- enham er komið í sjötta sæti deild- arinnar. Ryan Mason stýrði liðinu í fyrsta sinn en hann tók við af José Mourinho til bráðabirgða. AFP Óstöðvandi Það virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur City á Englandi. Meistaraefnin styrktu stöðu sína á toppnum KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MVA-höllin: Höttur – Valur ................ 18.15 Ásvellir: Haukar – ÍR........................... 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Ak .... 19.15 IG-höllin: Þór Þ. – KR.......................... 20.15 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir b – Ármann ................ 20.45 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – KA......................... 16 Framhús: Fram – FH .......................... 19.30 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 1. umferð: Reykjaneshöll: Njarðvík – KH ................ 14 ÍSHOKKÍ Annar úrslitaleikur kvenna: Egilshöll: Fjölnir – SA (0:1)...................... 19 Í DAG! Dominos-deild kvenna Breiðablik – Fjölnir.............................. 69:79 Snæfell – Haukar.................................. 72:92 Skallagrímur – Keflavík ...................... 76:64 Valur – KR .......................................... 106:52 Staðan: Valur 16 13 3 1236:987 26 Keflavík 16 12 4 1272:1154 24 Haukar 16 12 4 1193:1065 24 Fjölnir 16 11 5 1232:1160 22 Skallagrímur 16 7 9 1100:1142 14 Breiðablik 16 5 11 1021:1079 10 Snæfell 16 2 14 1142:1296 4 KR 16 2 14 1066:1379 4 Spánn San Pablo Burgos – Zaragoza ........... 95:98 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza og tók 4 fráköst en hann spilaði í 8 mínútur. 57+36!)49,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.