Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.04.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Við óskum lesendum gleðilegs sumars Með ósk um gott grillveður í allt sumar.. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, sem hóf fyrir margt löngu að kalla sig Dodda litla, gaf út sína fyrstu og síðustu breiðskífu 16. apríl og nefnist sú Last. Doddi hefur áður spreytt sig sem tónlistarmaður og þá kallað sig Love Guru, gefið út mjaðmadillandi og oftar en ekki óþolandi lög. Á Last má finna 12 lög sem Doddi segir að flokka megi sem hljóðgervlapopp í anda níunda ára- tugarins með aðeins ferskari krydd- blöndum, eins og hann orðar það sjálfur. Plötuna segist hann hafa unnið að miklu leyti með 24 ára upp- tökustjóra frá Marokkó, N3dek (bor- ið fram „Nedek“) sem var níu ára þegar Doddi samdi elsta lagið á plöt- unni. N3dek þennan segir Doddi vera harðan EDM-tónlistarmann (skammstöfun fyrir Electronic Dance Music eða rafmagnaða dans- tónlist) og hafa endurhljóðblandað eitt lag með Love Guru. Nokkrir gestir koma við sögu á Last, þau Una Stef, Karitas Harpa, Lísa Einarsdóttir, Aldís, Rachel Wish, Íris Ey, Inger, Weekendson og breski rapparinn Gimson. Allar söngupptökur fóru fram hjá Jóni Þór Helgasyni í Weekendson studios. Æskudraumur rætist Doddi segir að hugmyndin að plöt- unni fæðst þegar hann gerði síðustu plötu Love Guru, Dansaðu fíflið þitt, dansaðu, þar sem hann fékk takt frá Bigga Veiru úr GusGus svo úr varð lagið „Wastelands“, yfir átta mín- útna ópus þar sem Una Stef syngur viðlagið og útvarpsmaðurinn Eiríkur Guðmundsson les upp ljóð. Þótti Dodda þetta svo gott að hann gerði lagið aftur og gaf út sem „Last Dance (Wastelands)“. Níu lög á plöt- unni eru eftir Dodda, eitt eftir eðal- sveitina Depeche Mode, eitt eftir hljómsveitina CTV og enn eitt eftir Gunnar Hilmarsson. Doddi er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að þetta yrði bæði fyrsta og síðasta plata Dodda. „Ég er bara að uppfylla ein- hvern æskudraum, þetta er bara x í boxið. Ég sé alveg að ég kem ekki til með að ná miklum frama sem tónlistarmaður,“ segir Doddi. Metn- aðurinn sé vissulega til staðar en heimsbyggðin ekki að átta sig á snilldinni. Taugaáfall á FM957 Tónlistarmennirnir Love Guru og Doddi eru mjög ólíkir náungar og segir Þórður Helgi að Doddi endur- spegli þá tónlist sem hann hafi gaman af en Love Guru það sem hann hafi ekki gaman af. „Love Guru er búinn að vera, frá því hann fæddist, svona anti-ego ég. Ég var að vinna á FM957 þegar hann varð til og ég fékk örugg- lega taugaáfall af því að þurfa að hlusta á tónlistina þar daginn út og inn og fór bara að framleiða það sem mér fannst vera drasl. Þetta var til að byrja með einn útvarps-sketch í Ding Dong hjá okkur Pétri (Jóhanni Sig- fússyni) og svo sló lagið í gegn og fólk vildi meira. Þá hélt ég bara áfram að gera það sem mér fannst ógeðslega leiðinlegt, gerði heila plötu með leiðinlegri tónlist,“ útskýrir Doddi. „Ég held ég hafi náð sjö lögum inn á topp 20 á íslenska listanum af einni plötu sem mér fannst í heild ógeðs- lega leiðinleg,“ segir Doddi sposkur. –Líklega hafa þá margir ekki fatt- að brandarann? „Það voru rosalega margir sem föttuðu ekki brandarann,“ segir Doddi og hlær. Hann hafi hent gam- an af ýmsum tónlistarstílum, til dæm- is teknói og R&B en á seinni árum gert öllu skárri lög þannig að hann þyrfti ekki að skammast sín fyrir þau. Á sama tíma döluðu vinsældir Love Guru til muna, eins og við var að búast. Þolir ekki 50% Við snúum okkur að því sem Doddi kann að meta, ólíkt Love Guru. „Tónlistin sem kom upp úr 1980: ný- bylgjan, nýrómantíkin, synthapoppið og allt þetta dót er það sem ég fíla og út frá því kemur house og teknó sem ég fíla líka. En það er náttúrlega til skrítið Scooter-teknó sem mér finnst fyndið en ekki skemmtilegt. Mér finnst mörg sánd hjá Scooter frábær en tónlistin vond,“ útskýrir Doddi. Á Last má því finna nokkuð ein- lægan Dodda þó alltaf sé stutt í grín- ið. „Þetta er eins mikið ég og hægt er,“ segir Doddi, „það er smá house og deep house inni í þessu líka en grunnurinn er svolítið early 80’s synthapopp með 2021 kryddi.“ Doddi er fæddur 1969 og var tíu ára þegar þessi tónlist var að bresta á og drakk hana í sig. Hann segist tals- maður tónlistar frá níunda áratugn- um hér á landi þó hann þoli ekki um 50% af henni. „En það sem ég fíla finnst mér bara best í heimi.“ Óteljandi sendingar milli landa Talið berst að N3dek, marokk- óskum upptökustjóra Dodda. N3dek og Doddi hafa aldrei hist, þrátt fyrir að hafa klárað heila plötu saman og segir hann samstarfið hafa gengið prýðilega þrátt fyrir nær endalausum sendingar á tónlist og skilaboðum milli landa. „Þetta var orðið pínu ves- en þegar við vorum komnir í smá- atriðin,“ segir Doddi kíminn. Hinn útlendingurinn sem tók þátt í plötugerðinni er breskur rappari, Gimson, sem Doddi segist hafa fylgst með á Instagram. Gimson þessi setur daglega inn eitthvert tónlistarefni og segist Doddi hafa sett sig í samband við hann og beðið hann um að semja texta fyrir sig og rappa í lagi á plöt- unni. Gimson lét vaða og samdi fínan texta inn í dramatíska og persónu- lega upplifun Dodda af æskunni, eins og hann orðar það sjálfur. „Hann bara steinnegldi það,“ segir Doddi. Sami textinn í 17 ár Hvað textasmíðina snertir segir Doddi að það hafi verið mikil áskorun fyrir hann að semja venjulega texta. „Ég er búinn að semja djammtexta fyrir Love Guru í 17 ár sem eru allir um það sama, að fara út og dansa, án þess að minnast á áfengi, eiturlyf og kynlíf. Ég er búinn að vera að semja sama textann í 17 ár þannig að þetta var áskorun,“ segir hann. Á plötunni sé einn mjög persónulegur texti og annar mjög listrænn sem hann skilji varla sjálfur. „Það eru tvö lög þarna með pínu Love Guru-texta sem eru bara grín en ég hef aldrei samið al- vöru texta áður,“ útskýrir hann. –Þetta er þá einlægni og húmor í bland? „Þetta er hrein einlægni fyrir utan tvö lög, „Electro Love“ og „Desire“ sem eru bara grínlög. Ef þú sérð myndböndin við þau þá skilurðu það,“ svarar Doddi. „Þetta er ég, ekki ég að leika eitthvað anti-ego.“ Hann sjálfur „Þetta er eins mikið ég og hægt er,“ segir Doddi um tónlistina á sinni fyrstu og síðustu plötu, Last. Æskudraumur uppfylltur - Doddi litli hefur gefið út sína fyrstu og síðustu breiðskífu - Hljóðgervlapopp í anda níunda áratugarins með kryddblöndum - Doddi gerir skemmtilega tónlist en Love Guru leiðinlega Streymisveitan Netflix mun verja 17 milljörðum dollara, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, í gerð efnis fyrir veituna á þessu ári, að því er fram kemur í frétt á vef Variety. Vegna tafa í framleiðslu í fyrra vegna Covid-19 verður kostnaðurinn sérstaklega mikill. Í tilkynningu frá Netflix til hluthafa segir að öllum varúðarráðstöfunum sé fylgt vegna farsóttarinnar og framleitt á öllum stærstu markaðssvæðum veitunnar, að Brasilíu og Indlandi undan- skildum. Miðað við gang mála sé reiknað með að kostnaður við gerð efnis nemi fyrrgreindri upphæð. Í fyrra var kostnaðurinn 11,8 milljarðar dollara og því mun lægri en í ár vegna Covid. Árið 2019 var hann 13,9 milljarðar dollara. Upp- hæðirnar eru vissulega himinháar en áskrifendur veitunnar líka marg- ir, um 203 milljónir talsins. Er þá átt við áskriftir en áhorfendur eru miklu fleiri þar sem margir geta verið um eina áskrift á heimili. Áhorfið endurspeglar þennan fjölda og má sem dæmi nefna að 66 millj- ónir áskrifenda hafa horft á kvik- myndina Outside the Wire, 63 millj- ónir á Yes Day og 56 milljónir á I Care a Lot. Netflix hefur undanfarin misseri aukið umsvif sín í fram- leiðslu efnis í ýmsum löndum og á ólíkum tungumálum, t.d. í Mexíkó, og hafa vinsældir margra þáttaraða og kvikmynda verið miklar. Mexí- kóska þáttaröðin ¿Quién Mató a Sara?, eða Hver myrti Söru?, er ein þeirra og hafa 55 milljónir áskrif- enda horft á hana, svo dæmi sé tek- ið. Er það vinsælasta þáttaröð Net- flix í Bandaríkjunum á öðru tungumáli en ensku frá því veitan hóf starfsemi. Annað dæmi er franska þáttaröðin Lupin, sem 76 milljónir horfðu á fyrsta mánuðinn eftir að hún varð aðgengileg. AFP Risi Netflix sækir í sig veðrið með ári hverju og er nú með 203 milljónir áskrifenda. 17 milljarðar dollara í efni fyrir Netflix

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.