Morgunblaðið - 23.04.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
HLÍÐASMÁRI 19, 2.HÆÐ · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 534 9600
Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin.
Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi.
Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi.
Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn.
NÝ TÆKNI!
NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI
MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM
FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI
Ríkisútvarpið sendi frá sérfréttatilkynningu eftir aðal-
fund félagsins í fyrradag. Þar kom
fram að afkoman hefði verið nei-
kvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 og
að það væri
vegna kór-
ónuveir-
unnar. Tapið
hafi numið
209 millj-
ónum króna
og auglýs-
ingatekjur hafi lækkað um tæplega
200 milljónir.
- - -
Í tilkynningunni var skautað framhjá þeirri staðreynd að tekjur
voru nánast óbreyttar á milli ára.
Þær námu 6.861 milljón og lækk-
uðu aðeins um 12 milljónir, eða um
0,17%. Það er ekki slæmt í miðjum
kórónuveirufaraldri og skýrist
vitaskuld af því að farið var enn
dýpra í vasa almennings en áður.
- - -
Staðreyndin er sú að fréttir af af-komu Ríkisútvarpsins og ann-
arra slíkra stofnana hafa litla þýð-
ingu. Ríkisútvarpið var í raun rekið
með um fimm milljarða króna
halla, en þann halla bera skatt-
greiðendur.
- - -
Þessu til viðbótar bera keppi-nautar Ríkisútvarpsins á aug-
lýsingamarkaði, aðrir fjölmiðlar,
hallann af samkeppninni þar, en
Ríkisútvarpið tekur til sín um tvo
milljarða af þeim markaði. Engin
leið er að fullyrða með vissu hvert
það fé færi að öðrum kosti, en öll-
um má ljóst vera að stór hluti þess
færi til annarra innlendra fjöl-
miðla.
- - -
Því má ekki gleyma að Ríkis-útvarpið fær gríðarlegt fé frá
almenningi, það missti engar tekjur
í kórónuveirufaraldrinum, og að
þar væri hægt að spara mikið, væri
til þess einhver vilji.
Veirufrítt
Ríkisútvarp
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Það þótti við hæfi að heiðlóan skyldi
vera valin „Fugl ársins“ í samkeppni
sem Fuglavernd efndi til því útnefn-
ingin var tilkynnt á sumardaginn
fyrsta. Lóan er gjarnan kölluð vor-
boðinn ljúfi og skipar sérstakan sess
í hugum landsmanna sem tákn vor-
komunnar.
Kosning um fugl ársins er nýjung í
starfi Fuglaverndar og er stefnt að
því að hún verði árlegur viðburður.
Tilgangurinn er að vekja athygli á
fuglum og þeim ógnum sem að þeim
steðja, þar á meðal röskun búsvæða
og loftslagsbreytingar.
Tilnefndir voru tuttugu fuglar og
tók fólk úr röðum fuglaáhugafólks að
sér að vera kosningastjórar fyrir
sína uppáhaldstegund. Stofnaðar
voru fésbókarsíður, gerð myndbönd
til kynningar og jafnvel opnaðar
kosningaskrifstofur í einhverri
mynd.
Sigur heiðlóunnar var afgerandi,
hún fékk flest atkvæði sem fyrsta val
þátttakenda og einnig flest atkvæði í
1.-5. val. Það var helst himbriminn
sem veitti henni keppni. Rjúpan varð
í þriðja sæti, hrafn í fjórða og mar-
íuerla í fimmta sæti.
Staða heiðlóunnar er góð hér á
landi, samkvæmt upplýsingum
Fuglaverndar, og eru um 400 þús-
und pör í stofninum. helgi@mbl.is
Vorboðinn ljúfi kosinn fugl ársins
- Himbriminn veitti heiðlóunni mesta
keppni í atkvæðagreiðslu Fuglaverndar
Morgunblaðið/Ómar
Heiðlóa Mörgum þykir vænt um
lóuna enda tákn vorkomunnar.
Helstu ástæður sem liggja til grund-
vallar greiningu á örorku- og end-
urhæfingarmati eru andleg veikindi.
Undanfarin ár hefur orðið veruleg
fjölgun tilfella á Norðurlandi eystra
um kulnun í starfi.
Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri
rannsókn á örorku á Norðurlandi
eystra sem Rannsóknamiðstöð Há-
skólans á Akureyri (RHA) fram-
kvæmdi. Höfundar skýrslunnar eru
Rannveig Gústafsdóttir og Hjalti Jó-
hannesson en rannsóknin var styrkt
úr Byggðarannsóknasjóði. Frá
þessu er greint á vef Byggðastofn-
unar.
Markmið verkefnisins var að kort-
leggja umfang og þróun örorku á
Norðurlandi eystra og leita eftir
tengslum við aðra samfélagsþætti.
Niðurstöður sýndu það sama og
fyrri rannsóknir, að þegar aukning
verður á atvinnuleysi verður í kjöl-
farið fjölgun á meðal nýskráðra ör-
orku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
Jafnframt er fjölgunin meiri meðal
kvenna heldur en karla.
Helstu niðurstöður eru m.a. að
sveiflur hafa verið í nýskráðum til-
fellum einstaklinga sem metnir eru
til 75% örorku á Norðurlandi eystra
frá aldamótum. Tilfellum hefur al-
mennt farið fækkandi frá 2010.
Flestir sem þiggja þjónustu fag-
aðila og hafa örorku- eða endurhæf-
ingarmat eru konur. Konur eru í
meirihluta yfir nýskráð tilfelli ör-
orku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
Samkvæmt fagaðilum eykst kvíði
og depurð einstaklings því lengur
sem sá hinn sami er atvinnulaus og
tekur endurhæfingin hans lengri
tíma. Einstaklingar sem hafa fengið
75% örorkumat tilheyra helst eldri
aldurshópunum.
Aukin kulnun á
Norðurlandi eystra
- Andleg veikindi
helsta ástæða við
greiningu örorku
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Mat hefur verið lagt á
fjölda öryrkja og bótaþega.