Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árla morgunsá þungbún-um fyrsta degi sumars sam- þykkti þingið ný sóttvarnalög sem heimila heilbrigðis- ráðherra, „á tímabilinu 22. apríl til og með 30. júní 2021, með reglugerð, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem fullnægjandi upp- lýsingar liggja ekki fyrir um, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Sóttvarnalækni er heimilt að veita undanþágu frá þessari skyldu sýni ferða- maður með fullnægjandi hætti fram á að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar eða einangr- unar í húsnæði á eigin vegum.“ Enn fremur var samþykkt heim- ild til ráðherra fyrir sama tíma- bil að banna útlendingum frá svæðum sem talin eru óviss eða hættuleg að koma til landsins. Frá þessu eru heimilar und- anþágur, meðal annars vegna „búsetu hér á landi og brýnna erindagjörða“. Með þessu eru heilbrigðis- ráðherra, og í raun sóttvarna- lækni, fengnar afar viðamiklar valdheimildir. Lagasetningin nú var talin nauðsynleg til að tryggja fullnægjandi sóttvarnir og kemur í framhaldi af því að ráðherrann setti reglugerð sem reyndist brot á lögum. Sú reglu- gerðarsetning, sem fól í sér um- talsverða frelsisskerðingu, var illa undirbúin og fór fram þrátt fyrir viðvaranir. Óhætt er að segja að ráðherrann hefur kom- ist furðu vel í gegnum þá um- ræðu sem á eftir fylgdi. Er raun- ar verulegt áhyggjuefni hve létt ýmsir, þar með talið forysta rík- isstjórnarinnar, hafa litið þau mistök. Laga- og reglusetning af þessum toga ætti aldrei að fara fram án eðlilegs undirbúnings og það ætti aldrei að þykja létt- vægt að takmarka frelsi borg- aranna. Af þessum sökum getur vart talist heppilegt að lagasetningin nú sé afgreidd með hraði á næt- urfundi og án mikillar samstöðu, en einungis 28 þingmenn greiddu lögunum atkvæði. Aðrir voru andvígir, sátu hjá eða voru fjarverandi, af ýmsum ástæðum. Þetta er tæpast sú niðurstaða sem heilbrigðisráðherra hefur óskað sér eftir það sem á undan er gengið. Ætla hefði mátt, ekki síst í ljósi þess að lagaheimildin er aðeins tímabundin, að hægt hefði verið að ná meiri samstöðu um hana eða aðra færa leið, en því var ekki að heilsa. Við at- kvæðagreiðslu um málið skýrði heilbrigðisráðherra takmarkaða samstöðu á þingi með því að hluti þingmanna léti málið snú- ast um annað en sóttvarnir. Ekki var sérstök ánægja með þau orð, þó að eflaust sé eitthvað til í þeim, en ráðherra mætti einnig horfa til forsögu málsins og þeirra efasemda sem fyrri fram- ganga óneitanlega vekur. En þrátt fyrir það pólitíska skak sem nú er komið upp í tengslum við sóttvarnamál, þar sem togast er á um hvort of langt eða of skammt er gengið, er ýmislegt að þróast á jákvæð- an hátt þó að vissulega gangi það mun hægar en verið hefði ef við hefðum til að mynda farið sömu leiðir og Ísraelar, Bretar eða Bandaríkjamenn í stað þess að treysta í blindni á Evrópusam- bandið í bólusetningarmálum. Miklu skiptir að nú er búið að bólusetja þann hluta þjóð- arinnar sem var í mestri hættu vegna kórónuveirunnar og að út- lit er fyrir að á næstu vikum geti bólusetningaráætlunin gengið nokkuð hnökralaust og þar með batni ástandið hratt með minnk- andi hættu á alvarlegum veik- indum eða dauðsföllum. Þetta hlýtur vitaskuld að vega þungt og sóttvarnaaðgerðir hljóta að taka mið af þessu. Sumir tala enn um að stefna beri að veiru- lausu landi og í raun að allt ann- að sé óásættanlegt. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt þar sem skilaboð hafa ekki alltaf verið skýr um að hverju sé stefnt, en það getur tæpast talist raunsætt að hér verði til frambúðar veiru- laust samfélag. Til að ná því markmiði þyrfti að fara út í mun harkalegri lokanir en eðlilegt er í ljósi stöðu bólusetninga. Að- stæður hafa að þessu leyti breyst frá því til að mynda í fyrrasumar og ákvarðanir um aðgerðir hljóta að taka mið af þeim árangri sem þó hefur náðst í bólusetningarmálum. Í þessu efni skiptir til að mynda máli að bóluefni hafa reynst afar áhrifarík við að draga úr alvarlegum afleið- ingum smita, ekki síst dauðs- föllum. Staða þeirra sem fengið hafa bólusetningu er með öðrum orðum gjörbreytt frá því sem áð- ur var. Þá skiptir máli að hingað til hefur enginn þeirra, sem á landamærunum sýndi bólusetn- ingarvottorð, vottorð um fyrra smit eða vottorð sem staðfesti mótefni, reynst hafa virkt smit. Nú er búið að tímasetja aflétt- ingu aðgerða og skiptir það miklu fyrir atvinnulífið og þar með landsmenn alla. Það skiptir líka máli fyrir landsmenn að vita að fram undan er eðlilegra líf eftir rúmt ár af lokunum og öðr- um hömlum. Íslendingar mega ekki sofna á verðinum gagnvart veirunni, en þeir mega ekki heldur draga erfitt ástand á langinn að óþörfu. Þrátt fyrir dumbunginn og óvissuna er bjartara fram undan og við eig- um að nýta það til að gera sum- arið að upphafi jákvæðra um- skipta þar sem athyglin getur beinst að uppbyggilegri og ánægjulegri hlutum en hinni al- ræmdu kórónuveiru. Aðgerðir verða að taka mið af þeim árangri sem þrátt fyrir allt hefur náðst} Bjartara fram undan Í lok janúar voru samþykkt lög um að ríkisstjórnin gæti vísað ferðamönnum í sóttvarnahús ef ferðamaður gæti ekki fylgt lögum og reglum um sóttkví eða einangrun. Allir ættu að vita hvað gerðist í kjölfarið, stjórnvöld reyndu að skikka alla í sóttvarnahús en töpuðu því fyrir dóm- stólum. Hér skiptir mjög miklu máli að allar staðreyndir málsins séu á hreinu því nokkuð hefur verið um misvísandi upplýsingar hvað þetta varðar. Til að byrja með voru lögin sam- þykkt með þeim heimildum sem stjórnvöld báðu um. Stjórnvöld vildu geta sett fólk í sótt- varnahús ef „í ljós kemur að hann hefur ekki fylgt þeim [reglunum], getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli settur í sóttkví eða ein- angrun á sjúkrahúsi eða í sóttvarnahúsi eða gripið til annarra viðeigandi aðgerða“. Það sjá allir sem vilja að þetta var svo ekki það sem stjórnvöld reyndu að gera þegar allt kom til alls og brutu þannig þær heimildir laga sem ríkisstjórnin sjálf bað um. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta voru samþykktar nýj- ar heimildir í lögum þar sem gefin var heimild til þess að skipa fólki í sóttkví í sóttvarnahúsi ef það kæmi frá há- áhættusvæðum. Það eru til málefnaleg rök fyrir hörðum aðgerðum á landamærunum og Píratar eru sammála því að það eigi að vera hægt að grípa til slíkra úrræða þegar aðstæður leyfa. Valið snýst um frjálsar ferðir innanlands á móti frjálsum ferðum milli landa. Þar vegur frelsi til ferða innanlands meira og í því faraldursástandi sem nú ríkir þá er það ekki ómálefnalegt að bæta sótt- varnahúsi við ferðatíma á milli landa. Það ætti meira að segja að vera jákvætt fyrir ferða- menn, sem geta þá notið ferðafrelsis innan- lands líka. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að núverandi ríkisstjórn hefur ekki farið vel með ótakmarkað vald og ítrekað farið fram úr sér í hinum ýmsu málum. Nýlegasta dæmið er augljóslega fyrri tilraun þeirra til þess að senda alla í sóttvarnahús. Við viljum alls ekki lenda í því aftur að dómstólar hafni tilraunum ríkisstjórnarinnar til þess að fara að lögum og virða mannréttindi. Við viljum ná árangri. Það gerist ekki ef ríkisstjórnin klúðrar málum aft- ur og aftur. Ég skil vel, miðað við ástandið, að fólki finn- ist það ekki merkileg mannréttindi að geta ferðast á milli landa og þurft að þola nokkra daga á sótt- varnahóteli. Ekki miðað við fórnarkostnaðinn. Þess vegna segjum við, það er hægt að takmarka þessi réttindi en það þarf að gera það á réttan hátt, vinsamlegast ekki klúðra því. Ég sé hins vegar hvernig stjórnvöld geta klúðrað þessu á marga vegu. Það verður hægt að klúðra þessu máli á undanþágunum sem eru í lögunum eða vegna þess að barnasáttmálinn er ekki virtur. Ég vona að stjórnvöld hlusti á varúðarorðin þó að ég sé ekki bjartsýnn, af gef- inni reynslu. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Hertar aðgerðir á landamærunum Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is B orgarráð samþykkti á fundi nýlega að synja umsókn DíaMats – félags um díalektíska efnis- hyggju um að fá úthlutað lóð í Reykjavík án endurgjalds, þ.e. með niðurfellingu gatnagerðargjalds. Þar með lýkur fjögurra ára baráttu félagsins, án árangurs. Málið hefur komið til umfjöllunar hjá Reykja- víkurborg, sveitarstjórnarráðu- neytinu og umboðsmanni Alþingis. Mál þetta nær allt aftur til árs- ins 2017 þegar lífsskoðunarfélagið DíaMat fór þess á leit við Reykja- víkurborg að fá úthlutað lóð án endurgjalds á grundvelli 5. gr. laga um kristnisjóð nr. 35/1970. Erindi DíaMats, undirritað af Vésteini Valgarðssyni, var fyrst lagt fram á fundi borgarráðs þann 31. maí 2017 sem hluti af embættisafgreiðslum skrifstofu borgarstjórnar. Sam- þykkt var á fundinum að senda málið skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar til meðferðar. Svar skrifstofunnar til DíaMats, dags. 31. ágúst 2017, þar sem umsókninni var hafnað, var sent öllum borgar- fulltrúum. DíaMat mótmælti synj- uninni og benti á að öðrum skráð- um trúfélögum hefði verið úthlutað ókeypis lóðum, þ.e. Rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni, við Mýrargötu, Ásatrúarfélaginu, í Öskjuhlíð, og Félagi múslima, við Suðurlands- braut. Umsókn DíaMats byggðist á jafnræðisreglunni og banni við mis- munun á grundvelli trúarskoðana. Ákvörðun var talin ólögmæt Jafnframt kærði DíaMat ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kvað upp lokaúrskurð sinn þann 24. mars sl. Með úrskurðinum var hin kærða ákvörðun talin ólögmæt þar sem ekki var talið að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hafi haft umboð til þess að taka slíka fulln- aðarafgreiðslu máls. Með vísan til þeirrar niðurstöðu var óskað eftir því að borgarráð synji umsókninni, svo tryggt yrði að settum reglum yrði framfylgt. DíaMat-félagið kærði upphaf- lega synjun Reykjavíkurborgar til ráðuneytisins í júlí 2018. Í apríl 2019 kvað ráðuneytið upp úrskurð í málinu þar sem kröfu kæranda var synjað og ákvörðun Reykjavíkur- borgar staðfest. Í kjölfarið leitaði DíaMat til umboðsmanns Alþingis sem sendi frá sér álit í apríl 2020. Var það niðurstaða umboðsmanns- ins að úrskurður ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við lög og beindi því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar á ný. Það var gert og niðurstaða ráðuneytisins tilkynnt 24. mars sl. Í greinargerð skrifstofu borg- arstjóra og borgarritara, sem lögð var fyrir borgarráð í síðustu viku, kemur fram að umfangsmikil breyting var gerð á lögum um skráð lífsskoðunar- og trúfélög í ársbyrjun 2013 þar sem gildissvið laganna var útvíkkað þannig að mun fleiri félög gætu í kjölfarið fengið skráningu. Reykjavíkurborg hafi ekki úthlutað lóð til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga án end- urgjalds frá lagabreytingunni. Ekki sé óeðlilegt að slík laga- breyting hafi áhrif á stjórn- sýsluframkvæmd og það sjón- armið sé staðfest í úrskurði ráðuneytisins frá 24. mars sl. Fram kemur í grein- argerð skrifstofu borg- arstjóra og borg- arritara að borgin eigi hvort eð er ekki lóð á lausu til úthlutunar. Lífsskoðunarfélag fékk ekki ókeypis lóð DíaMat var stofnað 2015 og fékk viðurkenningu innanríkis- ráðuneytisins sem skráð lífs- skoðunarfélag 2016. Félagar eru rúmlega 150 talsins. Í erindi sem félagið sendi Al- þingi árið 2019 sagði m.a.: „Trúarbrögð ættu ekki að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað, og alls ekki á hvernig mannréttindum er háttað [...] DíaMat skorar því á þingmenn að láta ekki umsagnir sér- trúarsafnaða, hvorki stórra né lítilla, hafa áhrif á störf sín.“ Forstöðumaður félagsins frá upphafi er Vésteinn Valgarðsson. Félagið hugðist reisa 600-750 fermetra skála og ósk- aði eftir „lóð á að- gengilegum stað, ekki afskekktum og sæmilega áberandi“ hjá borginni. Söfnuðir hafi ekki áhrif BOÐSKAPUR DÍAMATS Vésteinn Valgarðsson Tölvumynd/Arkiteo Rétttrúnaðarkirkjan Svona mun kirkjan líta út samkvæmt hugmyndum arkitekts. Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins fékk lóðina endurgjaldslaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.