Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Zumba
Gold kl.10:30 - Dansfimi með Auði Hörpu kl.13:30 - Kaffi kl.14:45-15:20
Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafn-
framt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að
koma með eigin grímu og passa upp á sóttvarnir - Nánari upplýsingar
í síma 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Stólajóga með Hönnu kl.
10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig
í viðburði eða hópa: 411-2600.
Boðinn Föstudagur: Línudans kl. 15:00, munið sóttvarnir. Gleðilegt
sumar!
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Postulínsnámskeið kl.
12:30-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10.00. Dansleikfimi í
Sjálandsskóla kl. 16.00. Vatnsleikfimi Sjál kl. 15.30 og 16.10 og 16.50.
Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum og virða 2 metra athu-
gið grímuskylda.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa frá kl. 10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Bíósýning ,,Em-
ployee of the Month" kl. 13:00.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum. Hreinsunarda-
gur Korpúlfa í dag, fegrum umhverfið með gleði í hjarta, verkfæri til
staðar í Borgum og pokar, hádegishressing á eftir, margar hendur
vinna létt verk. Gönguhópar kl. 10 í dag, gengið og hreinsað. Pílukast
í Borgum kl 11, hannyrðahópur kl 12:30 í Borgum og tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13:00 í dag. Grímuskylda og sóttvarnir í hávegum.
Seltjarnarnes Kaffikrókurinn á Skólabraut kl. 10.30. Söngstund í sal-
num á Skólabraut kl. 13.00. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffisopi á ef-
tir. Munum að halda sóttvarnir. Gleðilegt sumar og góða helgi.
Þorrasel Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni kl. 13, munið
sóttvarnir. Skrá þarf nafn og kennitölu við komu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Sundbolir st. 10-24
netverslun gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
LAND ROVER Range Rover Sport
HSE Dynamic Black Pack.
Árgerð 2021, Nýr bíll óekinn.
Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur 8 gírar.
Tilboðsverð 17.500.000. Kostar nýr
tæpar 19 milljónir. Rnr.226261.
Umboðsbíll
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Chrysler Pacifica Touring
Hybrid. 12/2018, ekinn aðeins 12
þ. km. 7 manna. Uppgefin drægni 53
km. á rafmagni. Leðursæti. Rafdrifn-
ar hurðir og skott lok. O.fl., o.fll.
Verð: 6.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝
Haukur Otte-
sen íþrótta-
kennari fæddist í
Reykjavík 29. maí
1953. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 8.
apríl 2021.
Foreldrar Hauks
voru Haukur Otte-
sen Jósafatsson, f.
24. október 1922,
d. 16. júní 2016, og
Valgerður Júlíusdóttir, f. 13.
ágúst 1925, d. 2. september
2009. Haukur var yngstur
þriggja systkina en systkini
hans eru Örn Ottesen Hauks-
son, f. 16. júní 1946, giftur Þór-
unni Oddsdóttur og Magnea
Erla Ottesen, f. 5. ágúst 1949,
gift Guðna Kjartanssyni.
Hinn 13. nóvember 1976 gift-
ber 2010, og Leó Ottesen Gísla-
son, f. 14. júlí 2013.
Haukur ólst upp í Vestur-
bænum og var KR-ingur mikill.
Hann lék 418 meistaraflokks-
leiki í handbolta og 129 meist-
araflokksleiki í fótbolta og var
um tíma fyrirliði hjá báðum lið-
um samtímis, auk þess sem
hann þjálfaði ýmis handbolta-
lið. Haukur fór í Verzlunar-
skóla Íslands og þaðan lá leiðin
í Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni þar sem hann út-
skrifaðist sem íþróttakennari
árið 1976. Haukur starfaði í
Keflavík alla sína starfsævi,
sem spannaði 42 ár.
Árum saman starfaði Hauk-
ur erlendis á sumrin sem farar-
stjóri, oftast á Mallorca fyrir
Samvinnuferðir-Landsýn og
síðar Úrval-Útsýn. Fyrir 18 ár-
um eignuðust þau hjónin sum-
arbústað í Öndverðarnesi .
Útför Hauks fer fram í
kyrrþey.
ist Haukur Guð-
laugu Þorgeirs-
dóttur, f. 21. júní
1955. Foreldrar
hennar eru Þor-
geir Sigurðsson, f.
11. september
1934, d. 25. októ-
ber 1971, og Þór-
hildur Sæmunds-
dóttir, f. 4.
september 1935.
Dætur Hauks og
Guðlaugar eru Ester Ottesen, f.
26. febrúar 1976, og Hildur
Ottesen, f. 30. ágúst 1979. Maki
Esterar er Birgir Ólafsson, f.
23. desember 1976, og börn
þeirra: Haukur Ottesen Birgis-
son, f. 30. júní 2003, og Andrea
Ottesen Birgisdóttir, f. 28. maí
2005. Börn Hildar eru Emma
Ottesen Gísladóttir, f. 7. desem-
Það er ljúfsárt að skrifa þessi
minningarorð um þig, elsku
pabbi minn. Sorgin er nístandi
sár en á sama tíma finn ég fyrir
yfirþyrmandi þakklæti. Þakk-
læti fyrir að hafa átt svona ein-
stakan pabba og afa fyrir mig
og börnin mín. Þvílík gæfa.
Emma spurði mig í síðustu
viku hvað hún ætti að gera án
afa og hver gæti veitt henni
svona mikinn stuðning eins og
þú hefur alltaf gert. Þá rann það
upp fyrir mér að ég er með heilt
vopnabúr af góðum ráðum, heil-
brigðum lífsgildum, jákvæðni,
húmor, lífsgleði og stríðni frá
þér sem ég get ekki einungis
miðlað áfram til barnanna
minna heldur einnig minnt sjálfa
mig á það sem eftir er. Það
verður aldrei hugsað „hvað hefði
pabbi sagt eða gert?“ því ég veit
nákvæmlega hvað þú hefðir sagt
og gert. Við erum líka svolítið
lík, eigum það til að vera kassa-
laga, búum til lista yfir allt, vilj-
um hafa röð og reglu og með
mikið keppnisskap. Þannig
skildir þú líka við okkur, búinn
að koma öllu vel fyrir og búinn
að tékka við allt á listanum og
gast kvatt okkur sáttur við lífs-
verkið. En það er erfitt að sætta
sig við að hafa þig ekki lengur
hjá okkur, við vildum öll lengri
tíma og þú líka en það var ekki
við það ráðið. Síðustu mánuðir
hafa verið erfiðir en á sama tíma
fengum við ómetanlegan tíma til
að kveðjast, rifja upp og gleðjast
yfir lífinu sem við höfum öll not-
ið svo vel saman.
Við höfum alltaf verið svo ná-
in fjölskylda og eytt miklum
tíma saman og gert mikið í
gegnum tíðina. Um hugann
reika öll ferðalögin, fararstjórn-
in, skíðin, sumarbústaðarferðin-
ar, tónleikarnir, daglegu sam-
tölin og símtölin, íþróttirnar,
afastundirnar, leiðinlegu stund-
irnar, „æj pabbi“-stundirnar og
ófá hlátursköstin. Ég á enda-
laust mikið af skemmtilegum
minningum til að rifja upp og
ylja okkur, Emmu og Leó, það
sem eftir er. Þú verður alltaf
hjá okkur og með okkur.
Takk fyrir allt og allt elsku
pabbi.
Þín
Hildur.
Fyrir stuttu síðan heyrði ég
brot úr ljóði eftir Stefán í
Hvítadal, „Nú líður óðum á
lokaþáttinn“, og þessi orð birt-
ust í huga mér nú þegar ég
skrifa til þín, elsku pabbi minn.
Ég vildi óska að þetta væri einn
af þessum lokaþáttum þar sem
kæmi önnur sería. Þú varst svo
einstakur pabbi, tengdapabbi og
afi. Á milli þín og Bigga var svo
mikil gagnkvæm virðing og vin-
átta, það var ómetanlegt fyrir
Bigga Eyjapeyja þar sem fjöl-
skyldan hans býr á eyjunni
fögru. Þegar við áttum eitt af
mörgum okkar samtölum fyrir
stuttu um lífið og tilveruna
sagði ég þér að ég væri enn þá
að læra af þér orðin 45 ára.
Æðruleysið, seiglan og járnvilj-
inn sem þú tókst upp á hærra
plan, stóíska róin sem hjálpaði
okkur hinum í þessari stuttu og
erfiðu þrautagöngu og alltaf
sagðir þú áfram gakk, einn dag-
ur í einu og hálfur ef þess
þurfti. Í þínum huga voru aldrei
til vandamál heldur bara lausnir
og þú hefur alla tíð kennt mér
að gefast aldrei upp, alltaf að
gera sitt besta og muna að hafa
gaman. Þú skilur eftir þig
heimsins stærsta ráðabanka
gegnsýrðan af húmor eins og
þér var einum lagið, það er dýr-
mætasta gjöfin að eiga þau í
orði frekar en á borði. Þú varst
ekki bara harðasti KR-ingur
sem ég þekki heldur líka harð-
asti stuðningsmaður Hauks
„junior“ og Andreu okkar. Um
leið og sorgin er ólýsandi þá er
ég svo þakklát fyrir allar ótelj-
andi stundirnar okkar því við
vorum svo einstaklega náin fjöl-
skylda að sögur fara af. Að
finna svona sterkt fyrir nær-
veru þinni núna yljar á þessum
erfiðu tímum, þú verður alltaf
með okkur því minningarnar
eru óteljandi. Nú veit ég hvað
þú hefðir sagt, „oh ætlar hún að
byrja núna með væmnina?“ og
eins og venjulega hefði ég svar-
að „já pabbi ég elska lífið,“ en
nú hefur þú bætt við „og áfram
gakk“.
Takk fyrir allt og allt elsku
pabbi minn.
Þín
Ester.
Það er ákveðið skref að flytja
frá sínum heimabæ og fjær
sinni nánustu fjölskyldu. En
þegar ég mætti fyrst í Sævó
fann ég að ég var velkominn og
strax hluti af Sævófjölskyld-
unni. Mig langar að minnast
tengdaföður míns í nokkrum
orðum.
Haukur byrjaði mjög fljót-
lega að fara yfir málin varðandi
„Stórveldið“ KR og ég mikill
aðdáandi ÍBV sem leiddi oft til
þess að umræðan varð oft ansi
fjörug. Ég er nú fastur fyrir en
einhvern veginn þá endaði ég á
pílukvöldi og Kúttmaga með
Hauki sem voru skemmtilegar
stundir. Ég asnaðist til að vinna
einhver verðlaun í pílunni í eitt
skiptið og Haukur var fljótur að
nýta sér það og minna mig á að
ég væri nú eiginlega búinn að
stimpla mig inn í klúbbinn. Við
eigum nokkuð marga golfhringi
saman og þar var alltaf eitthvað
undir. Ég hélt stundum að ég
væri að sigla sigrinum heim
þegar nokkrar holur voru eftir,
en oftar en ekki þá náði hann á
lokasprettinum að loka leikn-
um. Það var þessi seigla og
ákveðni að gefast ekki upp og
halda áfram, eins og hann sagði
svo oft „áfram gakk“. Þetta er
það sem ég hef tekið með mér í
gegnum þessi ár að gefast ekki
upp, halda áfram og standa
með sjálfum sér og sínum.
Í dag er ég ekki bara að
kveðja tengdaföður heldur góð-
an vin til tuttugu ára. Við áttum
frábærar stundir í Sævó, bú-
staðnum, öll ferðalögin, allir
golfhringirnir, golfferðirnar,
síðast en ekki síst vil ég þakka
fyrir öll þau góðu ráð í gegnum
lífið sem ég tek með mér áfram.
Takk Haukur og áfram gakk.
Birgir Ólafsson (Biggi).
Elsku afi.
Takk fyrir að koma mér í
sund og skólann þegar ég átti
erfitt með það, takk fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig.
Elska þig svo mikið og það er
gott að þú sért kominn á góðan
stað núna þar sem þú finnur
ekki til.
Þín
Andrea.
Okkar ástkæri vinur Haukur
Ottesen er fallinn frá og þykir
okkur afar sárt að þurfa að
kveðja hann allt of snemma. Við
eigum ótal dýrmætar minning-
ar frá samveru með þeim hjón-
um, Hauki og Gullu, sem við
kynntumst í Öndverðarnesi.
Mynduðust strax sterk vina-
tengsl milli okkar og höfum við
brallað margt saman, fílfast og
hlegið, bæði hér heima og í út-
löndum.
Haukur var einstaklega góð-
hjartaður maður. Undir rólynd-
islegu, ákveðnu og yfirveguðu
fasi hans leyndist frábær kímni-
gáfa. Hann sagði skemmtilegar
sögur og kom með skondin til-
svör, sem fékk marga til að
skella upp úr svo um munaði
enda var Haukur einstaklega
orðheppinn.
Okkur er minnisstætt þegar
sagt var við Herra Ottesen,
eins og hann var oft kallaður
úti á golfvelli: „Nú verður erfitt
að ná parinu“ þegar hann var
kominn í vandræði. Þá svaraði
okkar maður að bragði: „Engar
áhyggjur, nú tek ég 3-tréð og
punginn á þér,“ og parið var
það!
Okkar kæri vinur er farinn í ferð
sem vinur varstu af dýrustu gerð.
Þín næstu högg verða fallega slegin
svo spilaðu vel, þarna hinum megin.
Þinn andi og húmor hér svífa yfir
elsku Haukur þín minning lifir.
(Höf. ók.)
Elsku Gulla, Ester, Hildur
og fjölskylda, vottum ykkur
innilega samúð.
Með söknuði,
Bergþór og Ágústa,
Jón Ólafur og Guðný.
Haukur Ottesen
- Fleiri minningargreinar
um Hauk Ottesen bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Okkar ástkæri
VILHJÁLMUR INGIMARSSON
rafvirki
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju
föstudaginn 30. apríl klukkan 13. Vegna
fjöldatakmarkana verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir.
Útförinni verður streymt á facebooksíðu Glerárkirkju. Blóm og
kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á styrktarreikning fyrir börnin hans;
reikningsnúmer 370-22-034997, kennitala 230480-3469.
Erla Ösp Ingvarsdóttir
Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir
Alexander Örn Vilhjálmsson
og aðrir ástvinir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMAR BJÖRGVINSSON
stýrimaður,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
laugardaginn 3. apríl. Útför hans fór fram
16. apríl í Þorlákskirkju.
Sigrún G. Guðmundsdóttir
Pálmar Ægir Pálmarsson Ingibjörg Jónsdóttir
Sigrún Huld Pálmarsdóttir Guðmundur Hjartarson
Jón Magnússon Kristín Anna Jónsdóttir
Ingvar Oddgeir Magnússon
afabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ELÍSABETH ÓSK ELLERUP,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans
þriðjudaginn 20. apríl. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Jóhann Óskar Borgþórsson Arnfríður Arnardóttir
Stefán Þór Borgþórsson Gunnhildur I. Georgsdóttir
og barnabörn