Morgunblaðið - 23.04.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.04.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt 50 ára Heiðbjört er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá HA og er með MS-gráðu í stjórnun og stefnu- mótun frá HÍ. Heið- björt er verkefnastjóri hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands. Maki: Magni Hagalín Sveinsson, f. 1966, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Börn: Nanna Amelía, f. 1996, Magnea Steinunn, f. 2006, og Sveinbjartur Ófeigur, f. 2009. Stjúpsonur er Viktor, f. 1996. Foreldrar: Steinunn Sigvaldadóttir, f. 1944, vann hjá Símanum, og Ófeigur Jóhannesson, f. 1940, rafvirki. Þau eru búsett á Akureyri. Heiðbjört Ófeigsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú sýnir snilldartakta í dag og þá sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Opn- aðu augun, einhver stendur ekki undir væntingum þínum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú færð hugsanlega tækifæri til að koma þér á framfæri. Vinur í klípu leitar til þín. Þú ert stolt/ur yfir því hverju þú hefur komið á legg. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér kann að ganga erfiðlega að ná eyrum þeirra sem þú helst vilt kynna hugmyndir þínar. Fréttir af ættingja koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er mikilvægt að einfalda hlut- ina og taka til í skápum og geymslum. Fyrr eða síðar kemur þinn tími, þolinmæði er dyggð. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er gott að þekkja sín takmörk. Sníddu þér stakk eftir vexti. Ekki taka ákvarðanir í trássi við fjölskylduna. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Samband fer í gegnum hreins- unareld. Nágrannarnir eru eitthvað að pirra þig en láttu það ekki hafa áhrif á næt- ursvefninn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Undanfarið hefurðu sett velferð ein- hvers annars ofar þinni eigin. Hvert viltu stefna? Kannski ertu í þann mund að átta þig á samhengi allra hluta. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ástarsamband er komið á leiðarenda. Stattu vörð um þínar tilfinn- ingar. Þú kemst fljótt í gegnum mestu örð- ugleikana og sólin mun skína á þig aftur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nú er tími til þess að endur- skoða nokkuð sem þér þótti einu sinni fyndið. Sumt stenst tímans tönn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli, hæðirnar og lægðirnar eru farnar að verða dálítið fyrirsjáanlegar. Lífið er ekki bara dans á rósum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. Einhver talar undir rós við þig. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á bjartar hliðar tilverunnar. Ekki reyna að skella skuldinni á aðra þegar eitthvað fer úrskeiðis. 101 Reykjavík, Hafinu, Djúpinu, Harry og Heimi og Síðustu veiði- ferðinni. Þröstur Leó leikstýrði Við borg- um ekki, við borgum ekki, sem sýnt Eins og skepnan deyr. Hann lék m.a. Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa, einnig í Kaldri slóð, Brúðgumanum, Sveita- brúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam, Þ röstur Leó Gunnarsson er fæddur 23. apríl 1961 á Bíldudal og ólst þar upp. „Pabbi var sýning- arstjóri í Bíóhúsinu og ég var mikið í bíóherberginu hjá honum og gat horft á myndirnar út um göt sem voru þar.“ Þröstur gekk í Grunnskólann á Bíldudal og lauk síðasta grunnskóla- árinu á Selfossi þar sem bróðir hans var kennari. Hann fór svo heim á Bíldudal en var seinna hálfan vetur í Iðnskólanum að læra bifvélavirkjun. Hann fór síðan í Leiklistarskóla Ís- lands að áeggjan móður sinnar og lauk námi árið 1985. Þröstur var ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur við útskrift. Hann sló í gegn þegar hann fór með sitt fyrsta aðalhlutverk í Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson 1987, en yfir 100 sýningar voru á því verki í Iðnó. Þröstur lék síðan fjölda aðal- hlutverka meðal annars í Kjöti, Þrúgum reiðinnar, Dökku fiðrild- unum, Íslensku mafíunni, Hinu ljósa mani og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék á síð- ari árum í Svari við bréfi Helgu, Góa og baunagrasinu, Eldfærunum, Fólkinu í kjallaranum, Nei ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Fló á skinni og Ofviðrinu. Þröstur Leó hefur einnig leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Ivanov, Þetta er allt að koma, Ástin er diskó, Kodda- manninum, Fiðlaranum á þakinu, Grandavegi 7, Solveigu, Brúðuheim- ilinu, Önnu Kareninu, Viktoríu og Georg, Allir á svið og Dýrunum í Hálsaskógi. Meðal nýlegra sýninga hans í Þjóðleikhúsinu eru Fjarska- land, Faðirinn, Hafið, Einræðisherr- ann, Shakespeare verður ástfang- inn, Meistarinn og Margaríta, Útsending og núna Kafbátur. „Við frumsýndum Kafbát áður en leik- húsunum var lokað og hefjast sýn- ingar á verkinu aftur á morgun.“ Þröstur lék einleikinn Bless, fress í Loftkastalanum, lék í Ökutímum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Killer Joe á vegum Skámána. Þröstur hefur leikið í mörgum kvikmyndum. Hans fyrsta mynd var var í Borgarleikhúsinu og Gísla á Uppsölum hjá Kómedíuleikhúsinu. Þröstur hefur tekið sér frí frá leik- listinni öðru hverju og farið á sjóinn. „Ég var búinn að leika í fimm ár þegar ég hætti og fór á sjóinn í eitt ár. Svo hef ég gert þetta þrisvar, fjórum sinnum til að fá smá hvíld. Ég var líka á sjónum á sumrin þegar ég var í Leiklistarskólanum.“ Það er nóg að gera hjá Þresti um þessar mundir. „Það hefur líklega aldrei verið jafn mikið að gera hjá mér núna í Covid, bæði í sjónvarpi og bíói. Ég hef verið að hafna verk- efnum hægri vinstri. Ég er að fara að leika í framhaldi af myndinni Síð- asta veiðiferðin núna í sumar. Ég var í tökum síðasta sumar á mynd- inni Svar við bréfi Helgu, einnig í sjónvarpsþáttunum Vegferð sem er verið að sýna á Stöð 2, og ég var í tökum á þáttunum Verbúð í allan vetur og vorum að klára fyrir hálfum mánuði.“ Þröstur hefur hlotið ýmis verð- laun fyrir leik sinn. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum og Kodda- manninum. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Föðurnum, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverð- launin fyrir kvikmyndirnar Nóa albínóa og Brúðgumann. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2009. Þröstur bjargaðist ásamt tveimur öðrum þegar fiskibáturinn Jón Há- kon sökk árið 2015. Einn lést. Þröst- ur komst upp á kjöl bátsins og bjarg- aði hinum tveimur. „Ég hef ekkert farið að vinna á sjó síðan þá, það er komið nóg af því, þótt ég hafi samt farið út á fjörð að leika mér.“ Helsta áhugamál Þrastar er sil- ungsveiði og hann hefur gaman af því að keyra um á mótorhjóli. Fjölskylda Eiginkona Þrastar er Helga Sveindís Helgadóttir, f. 13.5. 1968, rithöfundur. Þau búa í Vestur- bænum í Reykjavík. Foreldrar Helgu voru hjónin Helgi Gunnars- son, f. 2.12. 1921, d. 28.2. 2011, for- stöðumaður fangelsisins á Litla- Þröstur Leó Gunnarsson leikari – 60 ára Leikarinn Þröstur hefur verið önnum kafinn í kófinu og í sumar hefjast tökur á framhaldi á myndinni Síðasta veiðiferðin. Aldrei verið jafn mikið að gera Á sviði Þröstur og Gunnar Hansson í leikritinu Svar við bréfi Helgu, en verkið hefur verið sett í kvikmyndabúning og fóru tökur fram síðasta sumar. 40 ára Fannar er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hann er með BS-gráðu í iðn- aðartæknifræði frá HR og MS-gráðu í stjórn- un og forystu frá Há- skólanum á Bifröst. Fannar er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Securitas. Fannar var at- vinnumaður í handbolta í Danmörku. Maki: Árný Björg Ísberg, f. 1981, ráðgjafi hjá Þekkingu. Börn: Dagur Leó, f. 200, Kristrún Lilja, f. 2010, og Þorbjörg Helga, f. 2014. Foreldrar: Þorbjörn Jensson, f. 1953, fv. handboltakappi og forstöðumaður Fjöl- smiðjunnar, og Guðrún Ósk Kristins- dóttir, f. 1954, fv. starfsmaður Fjölsmiðj- unnar. Þau eru búsett í Kópavogi. Fannar Örn Þorbjörnsson Til hamingju með daginn Vestmannaeyjar Alexander Aron Wanecki er fæddur 13. apríl 2020 kl. 02.51 í Reykjavík. Hann vó 3.632 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Klaudia Beata Wróbel og Marcin Wanecki. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.