Morgunblaðið - 23.04.2021, Side 26
HANDBOLTINN
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Íslandsmótið í handknattleik hófst
aftur eftir mánaðarhlé með þeim
tveimur leikjum sem átti eftir að
klára úr 14. umferðinni í gær. FH
hafði betur gegn Fram, 34:30, í
hörkuleik í Safamýrinni og KA sótti
tvö stig á Seltjarnarnesið með 37:33-
sigri gegn Gróttu.
Framarar töpuðu sínum fyrsta
heimaleik á tímabilinu í gær þökk sé
öflugum endaspretti FH-inga en
leikurinn var hnífjafn fram á síðustu
mínúturnar. Einar Rafn Eiðsson átti
góðan leik fyrir Hafnfirðinga og
skoraði tíu mörk þrátt fyrir að
klúðra tveimur vítum. Með sigrinum
er FH nú með 23 stig í öðru sæti,
tveimur stigum á eftir nágrönnum
sínum í Haukum sem eiga að vísu
leik til góða. Fram er í 7. sæti með 16
stig.
Þá tókst KA að hífa sig upp um
nokkur sæti með sigrinum á Gróttu.
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 12
mörk úr 13 skotum fyrir norð-
anmenn, þar af eitt úr vítakasti, og
Aki Egilsnes skoraði átta. Sigurinn
dugði KA til að skjótast upp í 5. sæti
deildarinnar en liðið er þar með 17
stig, jafnt Eyja- og Valsmönnum.
Liðin léku sína fyrstu leiki í mánuð
eftir hlé vegna sóttvarnaaðgerða yf-
irvalda en 16. umferðin verður leikin
um helgina, fyrir utan leik Gróttu og
FH sem nú þegar hefur farið fram.
KA heimsækir Hauka á sunnudag-
inn og Framarar fá ÍBV í heimsókn í
Safamýrina en báðir leikir byrja
klukkan 16.
Morgunblaðið/Sigurður Ragnars
Óskeikull Hornamaðurinn Jóhann Geir Sævarsson skoraði fjögur mörk úr
fjórum skotum fyrir KA gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu í leiknum í gær.
FH fyrst til að
vinna í Safamýri
- Norðanmenn stukku upp töfluna
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Mjólkurbikar karla
1. umferð:
Njarðvík – KH .......................................... 3:0
_ Njarðvík mætir Álafossi eða GG.
England
Leicester – WBA...................................... 3:0
Staðan:
Manch. City 33 24 5 4 69:24 77
Manch. United 32 19 9 4 64:35 66
Leicester 32 18 5 9 58:37 59
Chelsea 32 15 10 7 50:31 55
West Ham 32 16 7 9 53:42 55
Tottenham 33 15 8 10 56:38 53
Liverpool 32 15 8 9 54:38 53
Everton 31 14 7 10 43:40 49
Arsenal 32 13 7 12 44:36 46
Leeds United 32 14 4 14 50:50 46
Aston Villa 31 13 5 13 44:35 44
Wolves 32 11 8 13 32:41 41
Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38
Southampton 32 10 6 16 40:58 36
Newcastle 32 9 8 15 35:53 35
Brighton 32 7 13 12 33:38 34
Burnley 32 8 9 15 26:45 33
Fulham 33 5 12 16 25:43 27
WBA 32 5 9 18 28:62 24
Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14
Spánn
Atlético Madrid – Huesca........................ 2:0
Barcelona – Getafe ................................... 5:2
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 32 22 7 3 59:20 73
Real Madrid 32 21 7 4 56:24 70
Barcelona 31 21 5 5 74:28 68
Sevilla 32 21 4 7 47:25 67
Real Sociedad 32 13 11 8 50:34 50
Danmörk
Meistarakeppnin:
Midtjylland – Köbenhavn ....................... 4:1
- Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll-
and á 82. mínútu.
AGF – Randers......................................... 2:0
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 84
mínúturnar með AGF.
_ Midtjylland 53, Bröndby 49, AGF 42, Kö-
benhavn 42, Nordsjælland 36, Randers 33.
Bandaríkin
Deildabikarinn:
Orlando Pride – Washington ................. 1:0
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Orlando Pride.
>;(//24)3;(
Dominos-deild karla
Höttur – Valur ...................................... 91:95
Haukar – ÍR........................................ 104:94
Tindastóll – Þór Ak ............................ 117:65
Þór Þ. – KR ........................................... 84:76
Staðan:
Keflavík 16 14 2 1493:1258 28
Þór Þ. 17 12 5 1661:1521 24
Stjarnan 16 11 5 1491:1403 22
KR 17 10 7 1528:1547 20
Valur 17 9 8 1430:1441 18
Tindastóll 17 8 9 1546:1530 16
Þór Ak. 17 8 9 1499:1586 16
Grindavík 16 8 8 1426:1485 16
ÍR 17 7 10 1516:1542 14
Njarðvík 16 5 11 1308:1372 10
Höttur 17 4 13 1489:1589 8
Haukar 17 4 13 1424:1537 8
NBA-deildin
Cleveland – Chicago......................... 121:105
Indiana – Oklahoma City ................ 122:116
Philadelphia – Phoenix .................... 113:116
Washington – Golden State............. 118:114
Toronto – Brooklyn .......................... 114:103
New York – Atlanta................. (frl.) 137:127
Houston – Utah .................................. 89:112
Dallas – Detroit ................................ 127:117
San Antonio – Miami.......................... 87:107
LA Clippers – Memphis................... 117:105
Portland – Denver............................ 105:106
Sacramento – Minnesota ................. 128:125
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
HS Orkuhöll: Grindavík – Njarðvík.... 18.15
Blue-höll: Keflavík – Stjarnan............. 20.15
1. deild karla:
Ísafjörður: Vestri – Skallagrímur....... 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Álftanes .............. 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Breiðablik ........ 19.15
Hveragerði: Hamar – Fjölnir.............. 19.15
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 1. umferð:
Fylkisvöllur: Elliði – ÍR....................... 19.15
Varmá: Hvíti riddarinn – Árborg........ 19.15
Fagrilundur: Smári – Grindavík ......... 19.15
KR-völlur: KV – Þróttur V .................. 19.15
Sauðárkr.: Tindastóll – Völsungur...... 19.15
Domusnova-völlur: KB – Þróttur R ... 19.15
Hertz-völlur: Léttir – Víðir.................. 19.15
Víkingsvöllur: Mídas – Augnablik ........... 20
Fjölnisvöllur: Björninn – KÁ ................... 20
Framvöllur: Úlfarnir – Ísbjörninn .......... 20
Samsung-völlur: KFG – Álftanes ............ 20
SUND
Íslandsmeistaramótið í 50 m laug hefst í
dag og keppt er til úrslita kl. 16.30 til 18.15.
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þórsarar létu ekki sóttvarnahléið slá
sig út af laginu og héldu sínu striki
þegar KR-ingar komu í heimsókn í
Þorlákshöfn í gærkvöldi í Dominos-
deild karla í körfuknattleik. Þórs-
arar eru í toppbaráttunni eftir gott
gengi í vetur og unnu KR-inga 84:76.
Þór er með 22 stig eins og Stjarn-
an í 2. og 3. sæti deildarinnar en KR
er í 4. sæti með 20 stig. Þór setti því
KR aftur fyrir sig með sigrinum.
Forskot Keflvíkinga á toppnum er
ansi gott en liðið er með 28 stig.
Þór tók forystuna strax í fyrsta
leikhluta og var yfir út leikinn. Hall-
dór Garðar Hermannsson skoraði 21
stig fyrir Þór og gaf auk þess 7 stoð-
sendingar en Tyler Sabin var með 24
stig hjá KR. KR-ingar tefldu fram
Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni og
skoraði hann 7 stig og tók 10 fráköst
en á eftir að stilla miðið betur.
Hafa ekki gefist upp
Haukar náðu í tvö afar mikilvæg
stig þegar liðið lagði ÍR að velli á Ás-
völlum 104:94. Haukar eru í bullandi
fallhættu eftir erfiðan vetur og eru
nú með 8 stig eins og Höttur. Eru
liðin tveimur stigum á eftir Njarðvík
sem er í 10. sæti. Sigurinn í gær gæti
því reynst mjög mikilvægur þegar
upp verður staðið.
Sævaldur Bjarnason tók við þjálf-
un Hauka af Israel Martin upp úr
miðjum mars og er þetta fyrsti sig-
urinn undir hans stjórn. Hansel
Atencia skoraði 25 stig fyrir Hauka
en Evan Singletary 23 fyrir ÍR.
Baráttan í neðri hlutanum gæti
orðið mjög áhugaverð þegar félög
með mikla sögu í efstu deild eins og
Njarðvík og Haukar berjast fyrir lífi
sínu í deildinni. ÍR er með 14 stig og
hefur andrými en miðað við úrslitin í
gær gæti liðið sogast niður að falls-
væðinu.
Ótrúleg úrslit á Króknum
Þór frá Akureyri er með 16 stig og
í ágætum málum en í gær var eitt-
hvað mikið að hjá liðinu. Tindastóll
rótburstaði Þór 117:65 þegar Ak-
ureyringar renndu á Krókinn.
Merkilega mikill munur á liðunum
miðað við að þau eru með jafn mörg
stig í deildinni. Hvort um stórkost-
lega frammistöðu Skagfirðinga hafi
verið að ræða eða sérstaklega slæm-
an dag hjá Akureyringum er ekki
gott að segja en líklega er það sitt
lítið af hvoru. Lið Tindastóls hefur
ekki safnað jafn mörgum stigum og
búist var við fyrir fram en mögulega
gæti stórsigur sem þessi gefið leik-
mönnum liðsins meðbyr.
Pétur Rúnar Birgisson átti stór-
leik hjá Tindastóli og skoraði 25 stig
en gaf auk þess 11 stoðsendingar.
Dedrick Basile skoraði 15 stig fyrir
Þór.
Valur sneri taflinu við
Valur náði í tvö stig á Egilsstöðum
þegar liðið vann Hött 95:91 en Hött-
ur hafði níu stiga forskot 47:38 að
loknum fyrri hálfleik.
Valur var tveimur stigum yfir
þegar Jordan Roland fór á vítalín-
una og um tíu sekúndur voru eftir.
Skoraði hann úr fyrra vítinu en ekki
því síðara. Þar hefði getað myndast
möguleiki fyrir Hött að jafna. En þá
hefðu þeir þurft að ná frákastinu.
Svo fór ekki því Pavel Ermolinskij
fyrirliði Vals kom til skjalanna og
náði sóknarfrákastinu. Skoraði úr
tveimur vítum í framhaldinu og
tryggði sigurinn. Pavel hafði ekki
hitt úr skoti í leiknum en hefur til-
hneigingu til að gera vel þegar mikið
er undir.
Michael Mallory og Bryan Alberts
skoruðu 19 stig. Jordan Roland var
stigahæstur hjá Val með 35 stig. Jón
Arnór Stefánsson skoraði 16 stig en
skotnýtingin var afar góð því hann
hitti úr þremur af fimm fyrir utan
þriggja stiga línuna og öllum þrem-
ur inni í teig.
Valur er í 5. sæti með 18 stig.
Baráttan
harðnar eftir
sigur Hauka
- Ekkert gefið eftir í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stigahæstur Halldór Garðar Hermannsson skoraði 21 stig gegn KR.
Leikstjórnandinn Gunnar Steinn
Jónsson mun ganga til liðs við
handknattleikslið Stjörnunnar að
loknu yfirstandandi tímabili. Geng-
ur hann til liðs við félagið frá þýska
1. deildarliðinu Göppingen og verð-
ur spilandi aðstoðarþjálfari Pat-
reks Jóhannessonar. Ljóst er að um
mikinn liðstyrk er að ræða enda
Gunnar Steinn með 12 ára reynslu
úr atvinnumennsku og á auk þess
42 A-landsleiki að baki.
Gunnar verður 34 ára í maí og
var fyrst í Fjölni en sló í gegn með
HK áður en hann hélt utan.
Gunnar Steinn í
Stjörnuna
Ljósmynd/Stjarnan
Garðabærinn Gunnar Steinn leikur
með Stjörnunni næsta vetur.
Körfuknattleiksmaðurinn Þórir
Guðmundur Þorbjarnarson er
genginn í raðir uppeldisfélagsins
KR að nýju. Spilar hann með liðinu
út þetta keppnistímabil.
Þórir, sem er 22 ára gamall, hef-
ur undanfarin fjögur ár spilað með
Nebraska Cornhuskers, liði Ne-
braska-Lincoln-háskólans, við góð-
an orðstír í 1. deild NCAA-
háskóladeildarinnar í Bandaríkj-
unum og er nú útskrifaður frá
háskólanum. Ekki þarf að hafa fé-
lagaskipti yfir í háskólalið og Þórir
er því félagsbundinn KR.
Góður liðsstyrkur
til KR-inga
Morgunblaðið/Eggert
Öflugur Þórir Guðmundur Þor-
bjarnarson klæðist búningi KR á ný.