Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Moonbow, önnur plata tónskálds-
ins Gunnars Andreasar Kristins-
sonar, kemur út í dag á vegum
hinnar virtu bandarísku útgáfu
Sono Luminus. Er það jafnframt
fyrsta platan með verkum Gunnars
sem fyrirtækið gefur út á heims-
vísu en Naxos sér um dreifingu
hennar. Fyrri plata Gunnars, Patt-
erns, kom út fyr-
ir átta árum og
hlaut Kraums-
verðlaunin árið
2013.
Gunnar segir
Moonbow mun
umfangsmeiri í
sniðum og þá bæði hvað varðar
stærð verka og fjölda hljóðfæra-
leikara. Fimm verk eru á plötunni
og flutt af kammerhópunum Caput,
Strokkvartettinum Sigga og Duo
Harpverki.
Íslandstenging
Gunnar er spurður að því hvort
ekki sé eftirsótt hjá tónskáldum að
fá plötu útgefna af Sono Luminus
og telur hann svo vera. „Það hefur
verið einhver Íslandstenging hjá
fyrirtækinu sem hefur spottað
spennandi tónlistarsenu hérna á
Íslandi og komið íslenskum tón-
skáldum og tónlistarhópum á kort-
ið erlendis,“ segir hann. Fyrirtæk-
ið sé lítið en hafi byggst hratt upp
og njóti vaxandi virðingar.
Platan kemur út stafrænt og
einnig á tvöföldum diski, bæði
venjulegum stereódiski og Blue-
ray en þann síðarnefnda er hægt
að spila í fjölóma hátalarakerfi.
Gunnar segir ákveðna upptöku-
tækni einkennismerki Sono Lum-
inus. „Hún snýst um að dreifa vel
úr hljóðfæraleikurum í hring með
marga míkrófóna. Þá hljómar upp-
takan eins og maður sitji sjálfur í
miðjunni,“ útskýrir Gunnar.
Hann segir upptökum fyrir plöt-
una hafa verið nýlokið þegar fyrsta
Covid-19-smitið greindist hér á
landi, í febrúar í fyrra. „Daginn
eftir að upptökurnar kláruðust
kom fyrsta smitið upp á Íslandi,“
segir Gunnar.
Skemmtileg breidd
– Átta ár eru liðin frá því Patt-
erns kom út. Hefur nýja platan að
geyma úrval verka sem þú hefur
samið á þeim tíma?
„Já, flest verkin eru einmitt
samin á síðustu átta árum og ég
valdi þau í samráði við Sono Lum-
inus. Þau gefa góða mynd af því
sem ég hef verið að gera, verkin
eru stærri í sniðum og fleiri hljóð-
færaleikarar, lengri verk,“ svarar
Gunnar.
– Eru þetta innbyrðis ólík verk?
„Það eru kannski einhverjar
tengingar, tvö verk sem hafa teng-
ingar sín á milli í formi og stíl en
svo er til dæmis eitt verk sem á sér
lengri sögu. Frumútgáfan var sam-
in 2004 og svo endurútsetti ég það
og það var flutt aftur 2016. Þannig
að það er í gjörólíkum stíl en býður
upp á skemmtilega breidd,“ svarar
Gunnar.
Heillaður af ýmsum
náttúrufyrirbærum
Titlar verkanna eru athyglis-
verðir, til dæmis heitir eitt „Sisy-
fos“ og er þar sótt í grísku goða-
fræðina, „Patterns IIb“ er byggt á
íslenska þjóðlaginu „Fagurt er í
Fjörðum“ og „Moonbow“ vísar til
tunglboga. Svo virðist sem Gunnar
sæki innblástur víða og þá m.a. í
náttúrufyrirbæri og goðsagnir.
„Innblásturinn er margslunginn, í
rauninni er ég heillaður af náttúru-
fyrirbærum núna,“ segir Gunnar
og nefnir líka grísku goðafræðina
sem fleiri tónskáld hafi byggt verk
sín á. Í henni má finna söguna um
Sísýfos, konunginn sem var
hnepptur af Seifi í þann þrældóm
að rúlla stórum og níðþungum
steini upp hæð en steinninn rúllaði
alltaf niður aftur á byrjunarreit,
eins og frægt er. Táknrænt fyrir
þrautseigju mannsins og strit sem
stundum virðist bæði enda- og til-
gangslaust.
Gunnar er spurður að því hvern-
ig tónverk hann hafi samið út frá
sögunni. „Form verksins er svolítið
þannig að það byrjar á einhverjum
lágpunkti, síðan magnast upp
spenna og svo kemur maður aftur á
núllpunktinn,“ svarar Gunnar og
bendir á tengingu milli sögunnar af
Sísýfosi og kófsins. „Ég var að
hugsa til baka um daginn, um þetta
skrítna ár sem er eiginlega búið að
vera eins og refsing. Ég hef verið
að undirbúa einhver verk og gera
fullt af skissum og svo bara fellur
allt niður eða því er frestað,“ segir
Gunnar og hlær að baslinu.
Opnar vonandi leiðir
– Heldurðu að útgáfa Sono Lum-
inus á plötunni þinni muni leiða til
þess að þú fáir fleiri verkefni sem
tónskáld?
„Maður vonar það náttúrulega
að þetta opni einhverjar leiðir,
núna verður þessi tónlist aðgengi-
leg um allan heim og maður rennir
alveg blint í sjóinn með viðbrögðin.
Það verða einhver viðbrögð og það
er bara rosa gaman,“ svarar Gunn-
ar. Hvað útgáfutónleika varðar
segist hann sjá fyrir sér að halda
eina slíka eða útgáfufögnuð í haust,
þegar allt verður vonandi orðið
eðlilegt aftur hvað varðar fjölda-
takmarkanir og sóttvarnir.
Náttúra Tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson sækir innblástur víða og þá meðal annars í náttúrufyrirbæri.
„Innblásturinn er margslunginn“
- Sono Luminus gefur út plötu með fimm verkum eftir tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson
- Naxos dreifir á heimsvísu - Upptökur kláruðust degi áður en fyrsta Covid-smitið greindist
Ljósmynd/Heimir Freyr Hlöðversson
Sýning Jóns Sigurðar Thoroddsen,
„Nokkur verk“, verður opnuð í
Lýðræðisbúllunni að Bergstaða-
stræti 25b í dag, föstudag. Opnunin
verður frá kl. 15 til 19 og stendur
sýningin til 9. maí.
Í tilkynningu segir að frá unga
aldri hafi Jón Sigurður teiknað og
málað. Myndlist, tónlist og bók-
menntir hafa verið hans ær og kýr.
Á þrítugsaldri veiktist Jón og hef-
ur það litað ævi hans. Segja má að
myndir Jóns séu andardráttur
hans, þær eru eins og slóð hans og
ekki allar málaðar í varanlegt efni
en flestar þó. Margt hefur farið
forgörðum á ýmsum tímum en
miklu hefur þó verið bjargað.“
Á sýningunni má sjá sýnishorn
af verkum Jóns frá yngri árum.
Þau sýna að hann er vel heima í
myndlistasögunni og sér þess
merki hvort sem er í vísunum eða
stílbrigðum. Ef myndirnar eru
skoðaðar í heild sjást greinileg af-
mörkuð skeið og ör þróun í mynd-
heimi hans. „Jón hefur alltaf pælt í
valdinu,“ segir í tilkynningunni.
„Eldri myndir hans eru pólitískar,
en hann óx frá beinni pólitík og tók
að mála goðsöguleg minni í margs
konar samhengi, snéri sér líka að
kynlífsgrunni menningarinnar og
þannig mætti lengi telja. Vísanir í
bókmenntir og tónlist lita öll skeið-
in. Nýtt innihald kallar yfirleitt á
nýjan stíl. En hvað sem innihaldi
líður, má alltaf treysta á hans leik-
andi línu, næma litaskyn og öruggu
myndbyggingu.“
Um myndirnar segir Jón sjálfur:
„Ég mála það sem mér finnst fal-
legt handa mér. Ef verk mitt er
röng spurning, þá það. Ég hlýt að
spyrja. Ef spurning mín er rétt vinn
ég verk fyrir alla, ef hún er röng
vinn ég líka fyrir alla. Hvort sem
spurningin er rétt eða röng, fæst
rétt svar.“
Samhliða sýningunni kemur út
bók með myndum Jóns Sigurðar og
ber hún heitið Jón Sigurður Thor-
oddsen - 105 verk.
Pælingar Eitt af verkum Jóns Sig-
urðar á sýningunni í Lýðræðisbúllunni.
Sýning á verkum eftir Jón Sigurð
Thoroddsen í Lýðræðisbúllunni