Morgunblaðið - 23.04.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2021
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Munurinn á því að vera með uppi-
stand einhvers staðar er að þú
færð átta sinnum meira borgað fyr-
ir uppistandið. Það eru allir
spenntir að sjá þig og ég varð samt
ástfanginn af þessu ljóðskálds-
hlutverki. Ég elskaði að keyra með
einhverjar 10 ljóðabækur í fram-
sætinu að fara að lesa í Keflavík til
þess að selja kannski fjórar og
græða ekkert á því. Þetta er
brekka sem er alveg rosalega gam-
an að labba upp,“ segir þúsund-
þjalasmiðurinn Halldór Laxness
Halldórsson, betur þekktur sem
Dóri DNA.
Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók
árið 2014, Hugmyndir að andvirði
100 milljónir, og hefur síðan gefið
út aðra ljóðabók, Órar, martraðir
og hlutir sem ég hugsa um þegar
ég er að keyra, auk skáldsögunnar
Kokkáls. Dóri er gestur í nýjasta
þætti Dagmála, viðtalsþátta fyrir
áskrifendur Morgunblaðsins.
Þar ræðir hann um fjölbreyttan
feril í rappi, uppistandi, leikhúsum
og skrifum.
Dóri segir að þegar hann sendi
Kokkál frá sér hafi honum verið al-
veg sama um það hvað fólki myndi
finnast.
„Ég var ógeðslega ánægður með
að hafa skrifað þetta og stoltur af
þessu. Ég var tilbúinn í allt þannig
að það að hún hafi bæði selst vel og
fengið góða dóma var yndislegt.“
En þótt hann hafi verið tilbúinn í
að taka hvaða dómum sem er bjóst
hann ekki við því að jólabókaflóðið
væri jafn „ruglað“ og raun bar
vitni. Dóri hafði séð fyrir sér að
lesa upp úr bókunum sínum fyrir
fólk við kertaljós en það var alls
ekki raunin. Veruleikinn var sá að
hann hentist úr einum lestri í ann-
an og las jafnvel stundum í sömu
byggingunni fyrir mismunandi
fyrirtæki.
„Suma daga var ég að lesa 10 eða
11 sinnum,“ segir Dóri. „Maður er
alveg búinn eftir þetta.“
Spurður hvort hann langi að
gera þetta aftur segir Dóri:
„Jú, ég verð að gera þetta aftur
og ég er að skrifa bók núna.“
Núna skrifar Dóri, í fyrsta sinn,
um konu. Hann segir það erfitt og
að hann efist um allt sem hann seg-
ir. Sagan fjallar um konu sem á
danskan mann og neyðist til að
flytja til Íslands þar sem hann
missir sjónina. „Hún týnir eða finn-
ur sjálfa sig í þessu ástandi, þar
sem hann sér hana ekki.“
Morgunblaðið/Arnar
Bækur „Maður er alveg búinn eftir þetta,“ segir Dóri um jólabókaflóðið.
Varð ástfanginn af
hlutverki ljóðskáldsins
- Dóri DNA vinnur að nýrri skáldsögu
Yrkja nefnist samstarfsverkefni
Tónverkamiðstöðvar og ýmissa tón-
listarstofnana sem miðar að því að
búa ný tónskáld undir starf í faglegu
umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum
og öðrum listastofnunum. Ung-
Yrkja með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands er nýtt verkefni innan vébanda
Yrkju og í dag, föstudag, verða
haldnir uppskerutónleikar verkefn-
isins í hádeginu kl. 12. Þá verða þrjú
ný tónverk eftir Hjalta Nordal, Ingi-
björgu Elsu Turchi og Katrínu
Helgu Ólafsdóttur (K.Óla) flutt af
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eld-
borg í Hörpu. Bjarni Frímann
Bjarnason stjórnar hljómsveitinni
og mentor verkefnisins er Anna Þor-
valdsdóttir tónskáld, að því er segir í
tilkynningu. Tónskáldin hafa starfað
með hljómsveitinni og Önnu frá því í
fyrravor. Á tónleikunum mun Elísa-
bet Indra Ragnarsdóttir ræða við
tónskáldin um verkin og tónsmíða-
ferlið. Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis en festa verður miða hjá
miðasölu Hörpu á harpa.is.
Tónskáldin þrjú Frá vinstri Hjalti Nordal, Ingibjörg Elsa Turchi og Katrín Helga Ólafsdóttir eða K.Óla.
Uppskerutónleikar í Eldborg
Ný verk er yfirskrift sýningar
myndlistarkonunnar Sigríðar Ás-
geirsdóttur sem stendur nú yfir í
Hallsteinssal í Safnahúsi Borgar-
fjarðar í Borgarnesi. Sigríður sýnir
verk unnin með akríl og vatnslit á
pappír. Hún er Borgfirðingur að
ætt og hefur náttúra Íslands, him-
inn og haf veitt henni innblástur
alla tíð, að því er fram kemur í til-
kynningu.
„Birta hefur ávallt verið mikil-
væg í myndlist hennar og í verk-
unum sem hún sýnir í Hallsteinssal
leitast hún við að vinna með birtuna
á sama hátt og hún gerir í gler-
verkum sínum. Sigríður vinnur
ávallt drög að glerverkunum á
pappír en í verkunum á sýningunni
er líkt og hún yfirfæri áhrif og upp-
lifun af steindu gleri yfir í áferð og
birtu málverkanna,“ segir þar.
Sigríður hefur starfað við glerlist
í áratugi og má finna verk hennar
víða bæði hér á landi og erlendis.
Hún lagði stund á myndlistarnám í
Myndlistaskólanum í Reykjavík
1976-1978, lauk BA-námi frá Edin-
burgh College of Art árið 1983 og
hlaut Post Graduate Diploma frá
sama skóla 1984. Hún hefur haldið
á annan tug einkasýninga og tekið
þátt í fjölda samsýninga hér heima
og erlendis.
Ný verk unnin á pappír með akríl og vatnslit
Sýnir Sigríður Ásgeirsdóttir.