Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.2021, Blaðsíða 32
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF HEILSUDÝNUM GERIÐ GÆÐA & VERÐSAMANBURÐ NÝ NÁTTÚRULEG HEILSUDÝNA Á KYNNINGARVERÐI MARGAR STÆRÐIR Í BOÐI MIÐGARÐUR KODDA OG LÍN SPREY MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM ILMVÖRUM NÝTT Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Sýningin Fjallamjólk verður opnuð í Listasal Mosfells- bæjar í dag, föstudag. Á henni sýnir Helgi Skj. Frið- jónsson myndir af mjólk- urhvítum fjöllum sem unnar eru út frá blönduðum miðl- um og yfirfærðar á staf- rænt form. Helgi segir fjöll samofin vitund sinni og undirvitund. „Þetta eru allt íslensk fjöll, sum betur þekkt en önnur, sem hafa persónulega merkingu fyrir listamanninn. Verkin eru með sterka vísun í íslenska landslagsmálverkið og auk þess má greina áhrif frá mínimalískri japanskri list,“ segir í tilkynningu. Ekki verður haldin sérstök opnun vegna Covid-19. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Opið er kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laugardögum. Helgi sýnir myndir af mjólkurhvít- um fjöllum í Listasal Mosfellsbæjar FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 113. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslandsmótið í handknattleik hóf göngu sína á ný með tveimur leikjum í Olísdeild karla í gær. Um var að ræða fyrstu leikina í mánuð eftir að langt hlé þurfti að gera á mótinu vegna kórónuveirunnar. KA vann 37:33-sigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu og stökk upp um nokkur sæti. Þá urðu FH-ingar fyrstir gestaliða til að vinna sig- ur í Framhúsinu í Safamýri á tímabilinu er öflugur enda- sprettur dugði þeim til að leggja Fram að velli, 34:30. Þar var Einar Rafn Eiðsson drjúgur í liði FH með 10 mörk jafnvel þótt hann hafi klikkað úr tveimur vítum. Íslandsmótið í handknattleik hófst loks á nýjan leik í gær ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Matur er mannsins megin, segir máltækið, og það veit hópur um átt- ræðra sjömenninga, sem hafa borð- að saman á mismunandi veit- ingastöðum í hádeginu á föstudögum í áratugi. „Við Eggert Briem byrj- uðum á þessu fyrir um 40 árum og síðan hefur fjölgað jafnt og þétt í hópnum,“ segir Ólafur Ragnarsson. Matgæðingarnir voru flestir sam- an í Menntaskólanum í Reykjavík og útskrifuðust 1961. Þeir hafa þrætt veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og lengst farið í Hveragerði til þessa en snæddu hádegisverð á veitinga- staðnum Roki á Frakkastíg í Reykjavík fyrir helgi og á Koli á Skólavörðustíg í vikunni þar á und- an. „Við gerum samanburð á gæðum veitingastaðanna, ræðum kosti og galla, en skráum ekkert niður, höld- um ekki bókhald heldur er þetta pappírslaus starfsemi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að skólagreindar- vísitalan í hópnum hafi verið há og til dæmis hafi þrír félagar verið langt yfir 9 í meðaleinkunn á stúdents- prófi úr stærðfræðideild. „Góður matarsmekkur ræðst samt ekki af greindarvísitölu og ánægjan felst fyrst og fremst í því að rækta vinátt- una. Hún dýpkar með aldrinum, verður betri með hverju árinu sem líður rétt eins og gott rauðvín.“ Gaman í vinnunni Félagarnir eru frekar fastheldnir. Að loknum ánægjulegum málsverði er valinn kaffi- og kökustaður til að ljúka samverustundinni. Þar fær einn það verkefni að velja næsta matar- og kaffistað og fær prik fyrir hitti valið í mark. Eðlilega hafa þeir farið á suma staði oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en Ólafur segir að þeir reyni alltaf að finna nýja staði á hverju ári. „Við erum nýj- ungagjarnir þrátt fyrir aldurinn en ef okkur finnst einhver staður ekki nógu góður förum við ekki þangað aftur.“ María Jóhanna Lárusdóttir, eig- inkona Ólafs, er á Mörk hjúkr- unarheimili á Suðurlandsbraut en hann býr í blokkaríbúð við hliðina og er innangengt á milli þeirra. „Við reynum að vinna úr spilunum eftir bestu getu,“ segir hann og bætir við að enginn hjónaklúbbur sé í hópn- um. Ólafur rak Tívolíið í Hveragerði í fimm ár. „Þaðan á ég góðar minn- ingar þótt ég hafi tapað miklu,“ segir hann. Síðan stofnaði hann Lög- mannsstofu Ólafs Ragnarssonar hrl. – Patice – 1985 og er með fimm manns í vinnu. Hann segir aldurinn ekki breyta því að nokkrir þeirra séu enn í vinnu. Útskýrir að stofa sín sérhæfi sig í að veita þjónustu á sviði hugverkaréttar fyrir atvinnulífið, svo sem að fá lögvernd fyrir tækni- legar uppfinningar, vöru- og þjón- ustumerki og hönnunarverk. Við- skiptavinir séu allir erlendir og þjónustan gjaldeyrisskapandi. „Patice greiddi rúmlega 50 milljónir króna í skráningargjöld til Hug- verkastofunnar á síðasta ári og allur rekstrarkostnaður er greiddur með erlendum gjaldeyri. Ég hef gaman af vinnunni, en er þar samt ekki nema hálfan daginn.“ Kórónuveirufaraldurinn og sam- komutakmarkanir hafa sett strik í reikninginn hjá skólabræðrunum en nú er sú hindrun úr vegi. „Við erum allir komnir með tvöfalda sprautu og megum hittast en að sjálfsögðu höld- um við áfram að fara stíft eftir öllum reglum,“ segir Ólafur. „Við eigum flestir 80 ára afmæli í ár og reynum að halda okkur vel.“ Skólafélagar saman á matstöðum í 40 ár - Matgæðingarnir rækta vináttuna og skrá ekkert niður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fremri röð f.v.: Halldór Ármannsson PhD í efnafræði frá Bretlandi, Eggert Briem stærðfræðipófessor emeritus, lærði í Danmörku, Gunnar Rósinkranz útskrifaðist í verkfræði frá Austur-Þýskalandi og Sveinn Valfells MS (Master of Science) í verkfræði frá Danmörku og MSIA (MS Industrial administration) frá Bandaríkjunum. Efri röð til vinstri: Jakob Yngvason eðlisfræðiprófessor emeritus, lærði í Þýskalandi, Ólafur Ragnarsson lærði lögfræði við Háskóla Íslands og Guðni Sigurðsson dr.rer.nat. eðlisfræðingur frá Þýskalandi. Allir eru fæddir 1941 nema Halldór fæddur 1942 og Jakob fæddur árið 1945. Forsprakkarnir Ólafur og Eggert. Matgæðingarnir saman komnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.