Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 57

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 M ikið hefur verið rætt og ritað um fyrstu kvik- mynd ensku leikkon- unnar, handritshöfund- arins og nú leikstjórans Emereld Fennell sem hlaut Óskarsverðlaun á sunnudaginn var fyrir handrit myndarinnar. Bæði er það vegna eftirminnilegrar frammistöðu aðal- leikkonunnar, Carey Mulligan og umhugsunarverðs umfjöllunarefnis sem vonandi vekur karlmenn til vit- undar um hvað má og hvað ekki þegar kemur að nánum sam- skiptum við konur. Því miður hefur bæði stikla fyrir myndina og umfjallanir um hana, þar á meðal gagnrýni, gert að verk- um að byrjunin er fyrirsjáanleg. Þeir sem ekkert vita um hana ættu að fara strax í næstu málsgrein en konan sem vísað er til í titlinum, þessi unga og efnilega, er Cass- andra nokkur, leikin af Mulligan. Í byrjun myndar virðist hún dauða- drukkin á næturklúbbi og ungur maður sér sér þar leik á borði, býð- ur henni heim og hyggst nýta sér varnarleysi hennar og hafa mök við hana. Þegar Cassandra liggur uppi í rúmi og virðist nærri því að missa rænu klæðir maðurinn hana úr nærbuxunum og gerir sig líklegan til að nauðga henni. Þá bráir skyndilega af henni og í ljós kemur að hún er allsgáð. „Hvað ertu að gera?“ spyr hún manninn sem miss- ir málið af undrun og ótta. Í næsta atriði gengur Cassandra heim á leið og ekki ljóst hvernig þetta endaði allt saman. Rauðar slettur á sokkabuxunum hennar gætu verið blóð eða tómatsósa, ekki víst hvort er þar sem hún er að troða í sig skyndibita. Þegar á líður kemur í ljós að Cassandra hefur stundað þessa iðju lengi og heldur bókhald yfir fórn- arlömb sín, ef fórnarlömb skyldi kalla. Strikin sem hún dregur fyrir hvert fórnarlamb eru ýmist svört eða rauð og þau skipta tugum. Á daginn starfar hún áhugalaus við afgreiðslu á kaffihúsi. Dag einn kemur ungur maður þar inn. Hann er læknir og kannast við Cas- söndru. Í ljós kemur að hún var með honum í læknanámi fyrir ein- hverjum árum og að hún var einn allra besti nemandinn. Efnileg, ung kona, sumsé. Hvernig stóð á því að hún hætti? spyr læknirinn. Áhuga- leysi, svarar Cassandra en seinna kemur í ljós að ástæðan er allt önn- ur. Ákveðið atvik varð til þess að hún þurfti að hætta námi og varð heltekin af hefndarþorsta. Líf Cass- öndru virðist nú fyrst og fremst snúast um að refsa körlum sem misnota dauðadrukknar konur. Cassandra og læknirinn fella hugi saman og allt virðist í lukk- unnar velstandi þar til Cassandra fréttir af væntanlegu brúðkaupi annars læknis sem var með þeim í námi. Skiptir kvikmyndin þá um gír eftir að hafa verið um stund í þeim rómantíska og tekur bæði fyr- irsjáanlega og óvænta stefnu. Fortíðin tekur á sig mynd Grunnhugmyndin að þessari sögu Fennell er áhugaverð og út frá henni hefði verið hægt að fara í ólíkar áttir, til dæmis að gera of- beldisfullan hefndartrylli þar sem vondir menn fá það óþvegið. Nóg er nú til af slíkum en Efnileg, ung kona er engan veginn dæmigerður hefndartryllir, sem betur fer, þótt hefnd og reiði séu vissulega drif- kraftar sögunnar. Fennell velur þá leið að segja ekki of mikið til að byrja með þann- ig að fortíðin tekur smám saman á sig mynd eins og púsluspil. Fram að því lætur hún áhorfendur geta í eyðurnar og velta vöngum yfir því hvers vegna Cassandra vilji refsa óþverrakörlum og ofbeldismönnum og um leið velta fyrir sér því hlut- skipti kvenna að þurfa að óttast um öryggi sitt, geri þær þau mistök að verða ofurölvi á krá eða skemmti- stað. Karlmaðurinn er jú hættuleg- asta dýr jarðar og hverjum karli nauðsynlegt að setja sig í spor kvenna og um leið átta sig á því hvar sökin liggur. Hún liggur aldrei hjá fórnarlambinu, eins og aldrei er nógu oft bent á, t.d. með Druslu- göngunni. Kostir myndarinnar eru margir. Leikur Mulligan og frásögnin halda manni föngnum og sum atriðanna eru rafmögnuð. Má sem dæmi nefna eitt á veitingastað þar sem Cassandra gerir upp sakir við gamla skólasystur og annað þar sem hún krefur skólastjóra svara við erfiðum siðferðislegum spurn- ingum. Stundum er Efnileg, ung kona spennandi, stundum spaugileg og stundum svo óþægileg að manni líð- ur nánast illa. En umfram allt er hún alltaf áhuga- og umhugsunar- verð, litrík á köflum (pastel-litir og tyggjókúlur gæti pallettan heitið) og sjónarhorn myndavélarinnar og innrömmunin stundum óvenjuleg. Leikstjórnin er vönduð og sannar- lega frábær byrjun hjá hinni ungu og hæfileikaríku Fennell. Þá er val- ið á leikurum líka áhugavert því þeir sem leika mennina sem ætla að nýta sér ástand Cassöndru eru þekktir að því að leika góða gaura. Og í tengslum við það er spurt hve- nær menn séu góðir gaurar og hve- nær ekki. Hversu fín lína er á milli þess að vera góður gaur og vondur? Gallinn við myndina er hins veg- ar sá að hegðun Cassöndru er ekki beinlínis rökrétt miðað við ástæð- urnar fyrir henni og reiðin virðist fyrst beinast í rétta átt í lokakafl- anum. Hvers vegna fyrst þá? spyr maður sig því þá stefnir í loksins í að réttlætinu verði raunverulega fullnægt, ef hægt er að fullnægja því á annað borð. Verður hefndar- þorsta Cassöndru nokkurn tíma svalað og er hægt að svala honum yfirleitt? Spennan stigmagnast í seinasta hlutanum og þar sem svo margt óvænt hefur gerst fram að því á maður í raun von á hverju sem er, einhverju svakalegu jafnvel. Segi ekki meir. Það verður seint sagt að falleg mynd sé dregin upp af karlmönnum í þessari frumraun Fennell. Hvar eru góðu gaurarnir? kann einhver að spyrja en það væri allt önnur kvikmynd. Karlar og konur munu eflaust upplifa þessa kvikmynd með ólíkum hætti og hún hlýtur að vekja áhorfendur til umhugsunar. Hefndarþorstanum svalað? Amazon Prime Efnileg, ung kona/ Promising Young Woman bbbbn Leikstjórn og handrit: Emerald Fennell. Aðalleikarar: Carey Mulligan, Alison Brie og Bo Burnham. Bandaríkin og Bretland, 2020. 113 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Allsgáð Carey Mulligan í Promising Young Woman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.