Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 54

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Meistaradeild karla Undanúrslit, fyrri leikur: París SG – Manchester City.................... 1:2 England Arsenal – West Ham................................ 2:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Grikkland Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Olympiacos – Giannina ........................... 3:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. _ Olympiacos í úrslit, 4:2 samanlagt. Rúmenía Meistarakeppnin: CFR Cluj – Botosani ................................ 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 63 mínúturnar með CFR Cluj og skoraði bæði mörkin. _ CFR Cluj 41, FCSB 39, Universitatea Craiova 34, Sepsi 30, Botosani 28, Academ- ica Clinceni 22. Spánn Athletic Bilbao – Real Valladolid............ 2:2 >;(//24)3;( Grill 66-deild karla Kría – HK.............................................. 22:31 Víkingur – Fjölnir ................................ 25:24 Staða efstu liða: HK 14 12 0 2 416:303 24 Víkingur 14 12 0 2 378:331 24 Valur U 13 8 1 4 390:378 17 Fjölnir 14 6 3 5 388:371 15 Kría 14 6 3 5 377:377 15 Undankeppni EM karla 3. riðill: Úkraína – Tékkland ............................. 26:28 Rússland – Færeyjar ........................... 31:24 _ Rússland 8, Tékkland 5, Úkraína 5, Fær- eyjar 0. 6. riðill: Lettland – Noregur.............................. 23:28 _ Hvíta-Rússland 6, Noregur 6, Ítalía 2, Lettland 2. 7. riðill: Finnland – N-Makedónía .................... 22:27 Sviss – Danmörk................................... 29:30 _ Danmörk 8, Norður-Makedónía 8, Sviss 4, Finnland 0. 8. riðill: Rúmenía – Svíþjóð................................ 23:31 Kósóvó – Svartfjallaland...................... 22:27 _ Svíþjóð 8, Svartfjallaland 4, Kósóvó 3, Rúmenía 3. E(;R&:=/D Dominos-deild kvenna Breiðablik – Keflavík ........................... 73:66 Fjölnir – Haukar .................................. 73:65 Snæfell – KR......................................... 77:61 Valur – Skallagrímur......................... (66:46) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan fyrir leik Vals og Skallagríms: Valur 17 14 3 1310:1051 28 Keflavík 18 13 5 1429:1294 26 Haukar 18 13 5 1332:1206 26 Fjölnir 18 12 6 1369:1299 24 Skallagrímur 17 8 9 1188:1222 16 Breiðablik 18 6 12 1162:1219 12 Snæfell 18 3 15 1286:1448 6 KR 18 2 16 1207:1544 4 Spánn Zaragoza – Andorra ........................... 99:89 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu á 16 mínútum hjá Zaragoza. - Haukur Helgi Pálsson hjá Andorra er frá vegna meiðsla. Litháen Siauliai – Nevezis ................................ 85:73 - Elvar Már Friðriksson skoraði 12 stig fyrir Siauliai, átti átta stoðsendingar og tók tvö fráköst á 23 mínútum. NBA-deildin Boston – Oklahoma City .................. 115:119 Charlotte – Milwaukee..................... 104:114 Indiana – Portland ........................... 112:133 Toronto – Brooklyn .......................... 103:116 Houston – Minnesota ....................... 107:114 Golden State – Dallas....................... 103:133 >73G,&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Tindastóll .............. 18.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Höttur ............... 19.15 MG-höllin: Stjarnan – Njarðvík .......... 19.15 HS Orkuhöll: Grindavík – ÍR .............. 20.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Fram.................. 19.30 ÍSHOKKÍ Þriðji úrslitaleikur karla: Akureyri: SA – Fjölnir......................... 19.30 Í KVÖLD! Markvörðurinn Kristijan Jajalo verður ekki með KA í fyrstu leikj- unum á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu en hann handleggsbrotnaði á æfingu á þriðjudaginn. Þetta kom fram hjá Arnari Grét- arssyni þjálfari KA á Fótbolta. net í gær. Steinþór Már Auðunsson, sem hefur varið mark Magna í 1. deild- inni undanfarin þrjú ár, gekk til liðs við KA í vetur og verður í marki KA í byrjun mótsins. Um leið kom fram að belgíski miðjumað- urinn Sebastiaan Brebels hefði einnig meiðst á æfingu. Markvörðurinn handarbrotnaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brotinn Kristijan Jajalo getur ekki varið mark KA á næstunni. Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði tví- vegis fyrir CFR Cluj í úrslitakeppn- inni um rúmenska meistaratitilinn í gær. CFR Cluj sigraði Botosani 2:0 og skoraði Rúnar mörkin á 25. og 28. mínútu. Rúnar fór af leikvelli á 63. mínútu en CFR komst á toppinn með þessum sigri. Rúnar skoraði einnig um síðustu helgi og varð þá fyrsti Íslending- urinn sem skorar mark í deildarleik í Rúmeníu. Rúnar hefur því skorað þrjú mörk á nokkrum dögum í Rúmeníu. Rúnar Már í aðalhlutverki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Rúnar Már Sigurjónsson er á skotskónum í Rúmeníu. TOPPSLAGUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur, Breiðablik, KR og FH eru þau fjögur félög sem eru líklegust til að slást um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta á komandi keppn- istímabili, samkvæmt spá íþrótta- deildar Morgunblaðsins. Sú niðurstaða kemur væntanlega fáum á óvart enda hafa þessi lið ásamt Stjörnunni, sem spáð er fimmta sæti, meira og minna raðað sér í efstu sætin á undanförnum ár- um. Öll eru þau með öfluga leik- mannahópa og ljóst að Blikar, KR- ingar og FH-ingar horfa til þess að geta velt sigurstranglegum Vals- mönnum úr sessi. Valur vann sann- færandi sigur á síðasta Íslandsmóti en Hlíðarendaliðið var komið með átta stiga forskot á FH og var þrett- án stigum á undan Stjörnunni og Breiðabliki þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þá voru fjórar umferðir eftir. Undanfarna tvo daga höfum við skoðað hin átta liðin í deildinni og nú eru það þessi fjögur líklegustu. Vel fyllt í skörð á Hlíðarenda Valsmenn eru eins og áður með firnasterkan hóp og Heimir Guð- jónsson hefur fyllt í skörðin af vand- virkni. Ætla mætti að það væri áfall fyrir íslenskt lið að missa Eið Aron Sigurbjörnsson og Valgeir Lunddal úr vörninni, Lasse Petry og Einar Karl Ingvarsson af miðjunni og Ar- on Bjarnason af hægri kantinum. Heimir hefur hins vegar í staðinn fengið sænska bakvörðinn Johannes Vall, miðjumennina Almar Orm- arsson, Arnór Smárason og Christi- an Köhler, og kantmanninn Tryggva Hrafn Haraldsson. Tryggvi missir reyndar af fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins vegna fótbrots. Auk þess ætti Andri Adolphsson að vera klár í slaginn en hann missti af síðasta tímabili. Skarð Eiðs Arons í vörninni er vandfyllt en með Rasmus Christian- sen, Orra Sigurð Ómarsson og Seb- astian Hedlund tilbúna í mið- varðastöðurnar tvær eru Valsmenn ekki í sérstökum vandræðum þar. Sem fyrr mun þó talsvert byggj- ast á því að Patrick Pedersen skori reglulega en hann er með leikmenn í kringum sig á köntum og miðju sem allir geta komið boltanum í netið. Miðað við leikmannahóp og frammistöðu síðasta árs er í hæsta máta eðlilegt að Valsmenn komi afar sigurstranglegir til leiks. Tilbúnir í meistaraslaginn? Breiðablik er það lið sem flestir virðast hafa trú á að geti veitt Val mestu keppnina um Íslandsmeist- aratitilinn í ár og það er ekki að ástæðulausu. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kom- inn á annað ár með liðið og takist Blikum að ná að útfæra betur sína leikaðferð, fá á sig færri slysamörk þegar þeir spila út úr vörninni, er engin ástæða til að ætla annað en lið- ið verði við topp deildarinnar. Breiddin hefur aukist, Árni Vil- hjálmsson kemur með meiri slag- kraft í sóknarleikinn, Finnur Orri Margeirsson snýr heim með gríð- arlega reynslu á miðjuna og Davíð Örn Atlason hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar síðustu ár. Þá hefur Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson verið öflugur í sóknarleik Blika í vetur. Hann gæti fyllt skarð Brynjólfs Willumssonar sem fór til Noregs í vetur. Davíð hefur reyndar átt við meiðsli að stríða og reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman missir af fyrstu sjö umferðunum vegna náms erlend- is. Thomas Mikkelsen mun alltaf skora mörk og það er undir Blikum sjálfum komið að ná upp þeim stöð- ugleika sem þarf til að fara alla leið. Þeir hafa burðina til þess. Vörnin spurningarmerki hjá KR KR er spáð þriðja sætinu en Vest- urbæingar gætu þurft að hafa mikið fyrir því að komast í Evrópukeppni á ný. Hópurinn hjá Rúnari Krist- inssyni virðist ekki alveg eins þéttur þegar Finnur Orri Margeirsson, Pablo Punyed og Finnur Tómas Pálmason eru horfnir á braut. Guðjón Baldvinsson eykur mögu- leikana í sóknarleiknum og þar eru KR-ingar afar vel mannaðir, með hann, Kristján Flóka Finnbogason, Atla Sigurjónsson, Óskar Örn Hauksson, Pálma Rafn Pálmason og Ægi Jarl Jónasson til að herja á varnir mótherjanna. Sóknarbakverð- irnir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson eru líka tveir af þeim bestu í sínum stöðum í deildinni. Spurningarmerki er hins vegar hægt að setja við bæði miðju og vörn. Emil Ásmundsson kemur reyndar inn sem nýr miðjumaður eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili og Alex Freyr Hilmarsson gæti verið í stærra hlutverki í ár. Emil verður að vísu ekki tilbúinn í byrjun móts. Grétar Snær Gunnarsson kemur frá Fjölni og honum mun vera ætlað varnarhlutverk enda virðist ljóst að KR vanti miðvörð eftir að hafa misst Finn Tómas til Svíþjóðar. FH með sterkara lið í ár? Minni pressa virðist á FH en oft- ast áður, fáir virðast reikna með Hafnfirðingunum sem meist- araefnum, en það væri hættulegt að vanmeta Loga Ólafsson og hans menn. Hópurinn er þrátt fyrir allt sterk- ari hjá FH en í fyrra þegar grannt er skoðað. Matthías Vilhjálmsson kem- ur heim frá Noregi með gríðarlegan styrk og reynslu og ungu mennirnir sem hafa bæst við með Ágúst Hlyns- son og Vuk Oskar Dimitrijevic fremsta í flokki gætu látið mikið til sín taka. Vuk var efnilegasti leik- maður 1. deildar með Leikni í Reykjavík á síðasta tímabili og Ágúst var í stóru hlutverki hjá Vík- ingum en hann er í láni hjá FH frá Horsens í Danmörku. Atli Guðnason er hættur og Bald- ur Sigurðsson farinn í Fjölni og þar eru vissulega tveir reynsluboltar horfnir á braut. Þá er Daníel Haf- steinsson kominn til KA eftir að hafa verið í láni hjá FH frá Helsingborg á síðasta tímabili. En með óbreytta varnarlínu þar sem Guðmundur Kristjánsson er í lykilhlutverki, Björn Daníel, Eggert Gunnþór og Þóri Jóhann á miðjunni og þá Steven Lennon og Jónatan Inga Jónsson með Matthíasi í sóknarleiknum fer ekki á milli mála að FH-liðið gæti orðið firnasterkt. Geta Blikar, KR eða FH stöðvað öflugt Valslið? - Góð breidd hjá liðunum fjórum sem líklegast er að raði sér í efstu sætin Morgunblaðið/Árni Sæberg Valur Patrick Pedersen er þriðji markahæsti Valsarinn frá upphafi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason KR Atli Sigurjónsson varð efstur í M-gjöf Morgunblaðsins 2020. Morgunblaðið/Eggert Breiðablik Höskuldur Gunn- laugsson er fyrirliði Blika. Morgunblaðið/Eggert FH Steven Lennon skoraði 17 mörk fyrir FH í deildinni í fyrra. Fimmtán íþróttafréttamenn og leiklýsendur Morgunblaðsins, mbl.is og K100 spáðu fyrir um röð liðanna í Pepsi Max-deild karla 2021. 1. sæti: Valur með 163 stig. Besta spá 1. sæti, versta spá 2. sæti. 2. sæti: Breiðablik með 145 stig. Besta spá 1. sæti, versta spá 5. sæti. 3. sæti: KR með 139 stig. Besta spá 1. sæti, versta spá 5. sæti. 4. sæti: FH með 130 stig. Besta spá 2. sæti, versta spá 6. sæti. Önnur lið: Stjarnan 120, Víkingur R. 89, KA 80, Fylkir 69, HK 57, ÍA 48, Keflavík 33, Leiknir R. 19. Spá Morgunblaðsins 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.