Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
STUÐ Í ÚTILEGUNNI
MEÐ EXIDE RAFGEYMUM
Áreiðanlegir og sterkbyggðir AGM rafgeymar henta vel fyrir ferðavagna, s.s.
hjólhýsi, fellihýsi o.fl. Hraðari hleðsla, minna viðnám í hleðslu, engin uppgufun
í hleðslu og lengra úthald. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda.
Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari
upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Það er enn þá mjög rólegt yfir þess-
um markaði og við erum mjög langt
frá því sem var fyrir faraldurinn. En
við finnum fyrir áhuga, ekki síst frá
Bandaríkjunum og það virðist tengj-
ast því að bólusetningar ganga nú
vel.“ Þetta segir Stefán Smári Krist-
insson, rekstrarstjóri ACE FBO, sem
sinnir þjónustu við einkaþotur á
Reykjavíkurflugvelli.
Tilefni þess að blaðamaður hafði
samband við Stefán var mynd sem
náðist af glæsilegri og stórri einka-
þotu sem staðið hefur nokkra daga
við einn brautarenda Reykjavíkur-
flugvallar. Þar er á ferðinni nýleg
þota úr smiðju Bombardier sem er af
svokallaðri Global 6000-gerð. Kom
hún til landsins á sunnudag eftir
beint flug frá Ben Gurion-flugvelli í
Tel Aviv í Ísrael. Samkvæmt upplýs-
ingum sem flightaware.com heldur
utan um tók flugið til Íslands 6
klukkustundir og 37 mínútur. Dag-
ana á undan hafði vélin verið í förum
milli Tel Aviv og Paphos-flugvallar á
Kýpur. Líkt og almennt gildir um vél-
ar af þessu tagi er örðugt að fá upp-
lýsingar um hverjir nýta sér þjónustu
þeirra á hverjum tíma.
Stefán Smári ítrekar að vélin sem
hér um ræðir hafi ekki notið þjónustu
ACE FBO. Hins vegar séu vélar sem
þessi nokkuð algengar þegar verið er
að ferja auðugt fólk til og frá landinu.
„Þetta eru stórar vélar og sumar
þeirra eru það stórar að ef þær eru
með fullfermi og fullar af eldsneyti,
ekki síst ef verið er að fljúga héðan til
Asíu, þá duga flugbrautirnar hér í
Reykjavík ekki. Þá verður að ferja
farþegana til Keflavíkur og vélarnar
taka á loft þaðan. Einfaldara er fyrir
þær að lenda hér þegar þær koma til
landsins enda er þá búið að brenna
stórum hluta eldsneytisins.“
Stefán Smári segir að ACE FBO
þjónusti ekki aðeins einkaþotur sem
hingað koma með ferðamenn. Meðal
annars felist verkefni fyrirtækisins í
að þjónusta vélar sem verið er að
ferja milli Evrópu og Bandaríkjanna
en þar er gjarnan um vélar að ræða
sem verið er að selja milli landa.
„Það er eitthvað að gera í þessu en
þetta nær ekki einni vél á dag. Það
lagast vonandi fljótt enda skiptir
þessi starfsemi miklu máli og margir
sem hafa atvinnu af því að hingað
komi ferðamenn, m.a. með einkaþot-
um.“
Áhugi á flugi með einkaþotu að aukast
- Ein og ein vél sem tínist inn - Stór Bombardier Global Express 6000-vél á vellinum síðustu daga
- Sumar vélarnar það stórar að með fullfermi geta þær ekki tekið á loft á Reykjavíkurflugvelli
Morgunblaðið/Eggert
M-ARVA Þotan sem verið hefur á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga kom hingað beint frá Tel Aviv í Ísrael.
Bombardier Global 6000
» Vélin sem verið hefur á
Reykjavíkurflugvelli er Bomb-
ardier Global 6000-vél.
» Smíðuð árið 2017.
» Þykir afar góð í ókyrru lofti.
» Ný kostar vélin 60 milljónir
dollara eða um 7,5 milljarða ís-
lenskra króna.
» Leiga á svona vél kostar frá
10 þúsund dollurum á klukku-
stund eða 1,2 milljónir króna.
Það var ekki dónalegt útsýnið sem
blasti við göngu- og hlaupagörpum
á Esjunni í gærmorgun. Talsverð
umferð var af fólki árla morguns
enda veður gott. Enn mátti þó
greina leifar af mistri sem verið
hefur yfir höfuðborginni og víðar
um landið í vikunni.
Einar Sveinbjörnsson veð-
urfræðingur segir að um sé að
ræða þurramistur sem hvorki
verði rakið til eldgossins í Geld-
ingadölum né til foks frá söndum
hér á landi eða svifryks frá um-
ferð.
„Það er búið að vera hæglátt
veður undanfarið og þetta mistur
hefur sennilega verið á hringsóli í
loftinu í einhverja daga eða vikur,“
segir veðurfræðingurinn.
„Líklega er þetta reykur kominn
mjög langt að og í hægum vindum
háloftanna er þynningin minni en
alla jafna. Mögulega eru þetta fín-
agnir sem haldist hafa á lofti og
sveimað um á hringsóli, þess vegna
í vikur. Uppruninn er hins vegar
mjög sennilega vegna bruna á
jörðu niðri eða iðnaðarmengunar.“
Margir nýttu fallegt veður til morgunferðar á Esjuna í gær
Óútskýrt
mistur yfir
landinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einstakt Margir fengu þá hugmynd að nýta morguninn í gær til ferðar á Esjuna. Útsýnið var einstakt þótt þurramistur væri enn greinilegt.