Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 8

Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Páll Vilhjálmsson vitnaði í fréttsem var á mbl.is um stjórn- arkreppu í Finnlandi vegna björgunarpakka sem Evrópusam- bandið krefst af Finnum. - - - Eins og fyrridaginn er ESB fjárþurfi og krefst framlaga. RÚV er með sömu frétt en þar er ekki vikið einu aukateknu orði að ástæðu pólitísku kreppunnar í Finnlandi. - - - Í allri fréttinni, sem er ítarleg,er ekki eitt einasta orð um fjárkröfur ESB á hendur Finnum. - - - RÚV segir:Einkum er tekist á um efnahagsaðgerðir næstu ára til að koma landinu út úr Covid- kreppunni og fjármögnun þeirra aðgerða, ekki síst um hversu langt ríkissjóður eigi og megi teygja sig í lántökum í þessu skyni. - - - Eins og nærri má geta eruFinnar sjálfir með á hreinu að fjárkröfur Evrópusambandsins eru ástæða stjórnarkreppunnar. Sendum ESB sterk skilaboð, seg- ir í umfjöllun þarlendra fjölmiðla. - - - RÚV hefur löngum verið mið-stöð ESB-áróðurs á Íslandi. - - - Falsfréttir eru sérgrein þeirraí Efstaleiti.“ - - - Allt er þetta rétt og satt, enviðurkenna má að frétt mbl.is hefði einnig mátt vera ljós- ari um undirliggjandi ástæður en hún var. Páll Vilhjálmsson Falsfréttir RÚV vandamál STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Séra Hildur Björk Hörpudóttir verður næsti sóknarprestur á hinum sögufræga stað Reykholti í Borgar- firði. Hún tekur við af séra Geir Waage, sem lét af prestsskap um síðustu áramót, eftir að hafa þjónað Borgfirð- ingum í 42 ár. Kirkja hefur staðið í Reykholti síðan á 11. öld og er séra Hildur Björk fyrsta kon- an sem gegnir þar prestsþjónustu. Umsóknarfrestur um Reykholts- prestakall, Vesturlandsprófasts- dæmi, rann út 25. febrúar sl. Kjör- nefnd kom saman í vikunni og kaus sr. Hildi Björk til starfans. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, staðfesti ráðningu hennar. Ekki var gefið upp hve margir sóttu um prestsstarfið. Séra Hildur Björk Hörpudóttir fæddist í Reykjavík 1980. Hún starf- ar nú sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu. Sr. Hildur Björk lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Ís- lands 2015, MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Hún lauk námi 2019 frá Clifford College í „Familiy Ministry“. Jafn- framt er hún með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun. Hún er einnig með próf í sátta- miðlun, áfallafræðum, og hefur rétt- indi sem alþjóðlegur jógakennari. Sr. Hildur Björk hefur margháttaða starfsreynslu á sviði félags-, kirkju- og mannúðarmála, segir í frétt á kirkjan.is. Hún hefur meðal annars verið formaður Jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar, átt sæti í stjórn Fé- lags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðalmaður í stjórn Verndar, félags um fangahjálp. Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar 2016 til þjónustu í Reyk- hólaprestakalli og var þar sókn- arprestur frá 2016-2019. Hún á fimm börn. Í Reykholtsprestakalli eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn. Prestssetur er í Reykholti og þar með er búsetuskylda þar. Fyrst kvenna til að þjóna í Reykholti Hildur Björk Hörpudóttir - Séra Hildur Björk Hörpudóttir valin Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Tilhugalíf og pörun refa í Hornvík stóð sem hæst þegar leiðangursfólk á vegum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands heimsótti svæðið í lok mars. Í heildina sáust 12-13 dýr, öll mórauð, en líklega voru allt að 16 dýr á svæð- inu miðað við ummerki í bjarginu, og sáust refir alla daga í 11 daga leið- angri, að því er fram kemur á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar. Flestir refir fara daglega í fjöruna í ætisleit og til að tryggja sér að- gangsrétt að svæðinu. Í fyrstu fannst lítið ætilegt fyrir refi í fjör- unni en brim skolaði síðan ýmsu á land, þar á meðal þorskhausum sem héngu á hryggjarliðum, mögulega leifar frá landselum sem voru áber- andi í öldurótinu. Einnig fundust ferskar leifar af ritu og fýl en þær tegundir eru í uppáhaldi hjá refum á þessum slóðum og voru í miklum fjölda að setjast upp í björgin. Í fyrri ferðum á svæðið hefur pör- un að jafnaði verið í hámarki 20.-24. mars en nú virtust flest pörin vera seinna á ferðinni. Þannig mökuðust að minnsta kosti þrjú pör 29.-30. mars sem þýðir að yrðlingar þeirra fæðast ekki fyrr en í lok maí. Þar sem mökun fór fram svo seint sem raun bar vitni má ætla að læður muni gjóta seint í vor. Þó bendir allt til þess að öll óðul verði setin en gotstærð verð- ur líklega ekki yfir meðallagi, miðað við fæðuframboðið þann tíma sem dvalið var á Horni, segir á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. aij@mbl.is Fylgdust með tilhugalífi í Hornvík - Seint got en öll óðul refa setin Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir Á Hornströndum Refur með vænan feng úr fjörunni í mars í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.