Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Páll Vilhjálmsson vitnaði í fréttsem var á mbl.is um stjórn- arkreppu í Finnlandi vegna björgunarpakka sem Evrópusam- bandið krefst af Finnum. - - - Eins og fyrridaginn er ESB fjárþurfi og krefst framlaga. RÚV er með sömu frétt en þar er ekki vikið einu aukateknu orði að ástæðu pólitísku kreppunnar í Finnlandi. - - - Í allri fréttinni, sem er ítarleg,er ekki eitt einasta orð um fjárkröfur ESB á hendur Finnum. - - - RÚV segir:Einkum er tekist á um efnahagsaðgerðir næstu ára til að koma landinu út úr Covid- kreppunni og fjármögnun þeirra aðgerða, ekki síst um hversu langt ríkissjóður eigi og megi teygja sig í lántökum í þessu skyni. - - - Eins og nærri má geta eruFinnar sjálfir með á hreinu að fjárkröfur Evrópusambandsins eru ástæða stjórnarkreppunnar. Sendum ESB sterk skilaboð, seg- ir í umfjöllun þarlendra fjölmiðla. - - - RÚV hefur löngum verið mið-stöð ESB-áróðurs á Íslandi. - - - Falsfréttir eru sérgrein þeirraí Efstaleiti.“ - - - Allt er þetta rétt og satt, enviðurkenna má að frétt mbl.is hefði einnig mátt vera ljós- ari um undirliggjandi ástæður en hún var. Páll Vilhjálmsson Falsfréttir RÚV vandamál STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Séra Hildur Björk Hörpudóttir verður næsti sóknarprestur á hinum sögufræga stað Reykholti í Borgar- firði. Hún tekur við af séra Geir Waage, sem lét af prestsskap um síðustu áramót, eftir að hafa þjónað Borgfirð- ingum í 42 ár. Kirkja hefur staðið í Reykholti síðan á 11. öld og er séra Hildur Björk fyrsta kon- an sem gegnir þar prestsþjónustu. Umsóknarfrestur um Reykholts- prestakall, Vesturlandsprófasts- dæmi, rann út 25. febrúar sl. Kjör- nefnd kom saman í vikunni og kaus sr. Hildi Björk til starfans. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, staðfesti ráðningu hennar. Ekki var gefið upp hve margir sóttu um prestsstarfið. Séra Hildur Björk Hörpudóttir fæddist í Reykjavík 1980. Hún starf- ar nú sem sviðsstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu. Sr. Hildur Björk lauk mag. theol.-prófi frá Háskóla Ís- lands 2015, MA-gráðu í praktískri guðfræði frá sama skóla árið 2017. Hún lauk námi 2019 frá Clifford College í „Familiy Ministry“. Jafn- framt er hún með kennsluréttindi og meistarapróf í mannauðsstjórnun. Hún er einnig með próf í sátta- miðlun, áfallafræðum, og hefur rétt- indi sem alþjóðlegur jógakennari. Sr. Hildur Björk hefur margháttaða starfsreynslu á sviði félags-, kirkju- og mannúðarmála, segir í frétt á kirkjan.is. Hún hefur meðal annars verið formaður Jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar, átt sæti í stjórn Fé- lags prestvígðra kvenna, setið í stjórn Skálholtsútgáfunnar og verið aðalmaður í stjórn Verndar, félags um fangahjálp. Hildur Björk var vígð hinn 7. febrúar 2016 til þjónustu í Reyk- hólaprestakalli og var þar sókn- arprestur frá 2016-2019. Hún á fimm börn. Í Reykholtsprestakalli eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn. Prestssetur er í Reykholti og þar með er búsetuskylda þar. Fyrst kvenna til að þjóna í Reykholti Hildur Björk Hörpudóttir - Séra Hildur Björk Hörpudóttir valin Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Tilhugalíf og pörun refa í Hornvík stóð sem hæst þegar leiðangursfólk á vegum Náttúrufræðistofnunar Ís- lands heimsótti svæðið í lok mars. Í heildina sáust 12-13 dýr, öll mórauð, en líklega voru allt að 16 dýr á svæð- inu miðað við ummerki í bjarginu, og sáust refir alla daga í 11 daga leið- angri, að því er fram kemur á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar. Flestir refir fara daglega í fjöruna í ætisleit og til að tryggja sér að- gangsrétt að svæðinu. Í fyrstu fannst lítið ætilegt fyrir refi í fjör- unni en brim skolaði síðan ýmsu á land, þar á meðal þorskhausum sem héngu á hryggjarliðum, mögulega leifar frá landselum sem voru áber- andi í öldurótinu. Einnig fundust ferskar leifar af ritu og fýl en þær tegundir eru í uppáhaldi hjá refum á þessum slóðum og voru í miklum fjölda að setjast upp í björgin. Í fyrri ferðum á svæðið hefur pör- un að jafnaði verið í hámarki 20.-24. mars en nú virtust flest pörin vera seinna á ferðinni. Þannig mökuðust að minnsta kosti þrjú pör 29.-30. mars sem þýðir að yrðlingar þeirra fæðast ekki fyrr en í lok maí. Þar sem mökun fór fram svo seint sem raun bar vitni má ætla að læður muni gjóta seint í vor. Þó bendir allt til þess að öll óðul verði setin en gotstærð verð- ur líklega ekki yfir meðallagi, miðað við fæðuframboðið þann tíma sem dvalið var á Horni, segir á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. aij@mbl.is Fylgdust með tilhugalífi í Hornvík - Seint got en öll óðul refa setin Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir Á Hornströndum Refur með vænan feng úr fjörunni í mars í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.