Morgunblaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
K
olanám á Íslandi er um-
fjöllunarefni nýútkom-
innar bókar eftir dr.
Richard Pokorný, yfir-
mann umhverfisfræðadeildar við
J.E. Purkyne-háskólann í Tékk-
landi, og fleiri. Heiti bókarinnar á
ensku er Mineral Resources in Ice-
land: Coal Mining og útgefandi er
Cambridge
Scholars Publ-
ishing.
Þar er rakin
saga vinnslu surt-
arbrands og und-
irtegunda hans,
viðarbrands og
leirbrands, en
það eru einu kolin
sem finnast á Ís-
landi, að sögn
Pokornýs. Að baki bókinni er tíu ára
rannsóknavinna sem hófst þegar
hann vann við rannsóknir hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands árið 2012. Í
bréfi til Morgunblaðsins kvaðst
hann hafa lesið margar greinar í
gömlum íslenskum dagblöðum á
vefnum timarit.is, þar á meðal úr
Morgunblaðinu, við rannsóknir á
kolanáminu.
Kolanám í heimsstyrjöldum
Í fréttatilkynningunni segir að
Ísland sé þekkt sem „land elda og
ísa“. Þeir sem kynnist landinu vel
komist að því að íbúar þess séu fullir
eldmóðs. Þeir séu hjartanlegir, heið-
arlegir og stoltir af forfeðrum sín-
um. Bókin er tileinkuð Íslending-
unum sem unnu við kolanámið á
Íslandi á árum heimsstyrjaldanna á
síðustu öld. Framlag þessa fólks hafi
hjálpað þjóðinni að komast af á erf-
iðum stríðstímum og þegar við-
skiptabönn voru í gildi.
Höfundarnir, sem eru sérfræð-
ingar í jarðfræði og steingervinga-
fræði undir stjórn dr. Pokornýs,
unnu í nær áratug á vettvangi og við
rannsóknir að undirbúningi og ritun
bókarinnar. Um er að ræða fyrsta
heildstæða yfirlitið um sögu kola-
náms á Íslandi. Einnig geymir bókin
viðamikla inngangskafla um jarð-
fræði landsins og uppruna kolalag-
anna. Einnig er fjallað um sögu
rannsókna, aðferða við námavinnsl-
una og kolanámufélög í bókinni.
Lýsing á kolanámunum er þó kjarni
bókarinnar allt frá stórum námum
niður í litlar námur sem bændur
nýttu sér.
Surtarbrandur – íslensk kol
Dr. Friðgeir Grímsson, plöntu-
steingervingafræðingur og vís-
indamaður við háskólann í Vínar-
borg, er einn höfunda bókarinnar.
„Surtarbrand er helst að finna á
Vestfjörðum, á Vesturlandi, Norður-
landi og á Austfjörðum þar sem berg
er elst á Íslandi,“ sagði Friðgeir.
Hann sagði talið að elsta berg á Ís-
landi, yst á Vestfjörðum, sé um það
bil 15 milljón ára gamalt. Kolaleif-
arnar séu því að hámarki 15 milljón
ára gamlar.
Friðgeir sagði að íslensku kolin
hafi verið rannsökuð. „Úr einu kílói
af kolum frá Íslandi færðu 15-20
megajúl af orku. Kol frá Bretlandi,
Tékklandi, Þýskalandi eða Póllandi
gefa 25-35 milljón joule af orku úr
einu kílói sem samsvarar 7-9 kWh.
Íslensku kolin eru ekki eins góð og
kolin frá meginlandinu,“ sagði Frið-
geir. Hreinleiki kolanna skiptir
miklu en íslensku kolin er „óhreinni“
en t.d. kolin frá meginlandinu. Hátt
hlutfall af rofrænum efnum eins og
elfjallagjósku og ösku í kolunum
rýrir orkugildi þeirra.
Friðgeir sagði að nú sé enginn
grundvöllur fyrir kolavinnslu hér.
Öðru máli gegndi þegar verð á kol-
um rauk upp úr öllu valdi og það lok-
aðist fyrir kolaverslun á styrjald-
artímum. Íslendingar fóru þá að
nýta íslensku kolin til að bæta úr
brýnni þörf. Um leið og heimsstyrj-
öldunum lauk lagðist kolavinnslan
hér af vegna þess að gæði kolanna
voru lítil og vinnslan dýr.
Kolanámur á Íslandi komu
að gagni í heimsstyrjöldum
Ný erlend fræðibók um
surtarbrandstekju á Ís-
landi er komin út. Gripið
var til surtarbrands til að
bæta úr brýnni þörf þegar
sneiddist um erlend kol.
Ljósmynd/Aðsend
Íslensk kolanáma Dr. Richard Pokorný við rannsóknarstörf í surtarbrandsnámunni á Gili í Bolungarvík.
Friðgeir Grímsson
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | kristin@run.is | www.eddaehf.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Gleðilegt
sumar
Laugavegur 53b,
101 Reykjavík,
s. 552 3737.
Áheitum verður safnað nú á laugar-
daginn 1. maí þegar fólk tekur sig til
og stekkur í sjóinn af smábátabryggj-
unni á Akranesi. Fólk af Skaganum
sem fætt er á því herrans ári 1971, og
tilheyrir hinum svonefnda Club 71,
stendur fyrir þessum viðburði,
„Stokkið fyrir Svenna“. Tilgangurinn
er að safna áheitum til kaupa á sér-
stöku rafhjóli fyrir einn úr árgang-
inum, Sveinbjörn Reyr Hjaltason,
sem lenti í alvarlegu slysi í fyrra og er
nú í hjólastól. Hjólið sem kaupa skal
kostar tvær til þrjár milljónir komið
til landsins. Hugmyndin er að fá
minnst 71 stökkvara til að fara í sjó-
inn og er skorað á almenning, hópa
og fulltrúa félagasamtaka sem fyrir-
tækja að sýna samtakamátt og heita
á þá sem stökkva. Óskað er eftir
frjálsum framlögum með því að
leggja inn á bankareikningsnúmerið
552-26-3071, kt. 540710-0150.
Club 71 hefur staðið fyrir ýmsum
góðgerðarmálum og menningar-
viðburðum á Akranesi síðustu árin.
Ber þar hæst þorrablót Skagamanna
sem hópurinn kom í gang og sá um í
10 ár. Sá viðburður hefur gefið af sér
nokkrar milljónir árlega sem runnið
hafa óskiptar til góðgerðar- og
íþróttamála á Akranesi. Einnig mætti
nefna brekkusöng Írskra daga, sem
eru bæjarhátíð Akraness, viðburð
sem þúsundir sækja hverju sinni.
Ýmsir einstakir viðburðir hafa verið
haldnir á vegum félagsskaparins í
gegnum tíðina en hópurinn fékk
Menningarverðlaun Akraneskaup-
staðar árið 2017.
Áheitum safnað á Akranesi
Stökkva öll í
sjóinn á Skaga
fyrir Svenna
Akurnesingur Sveinbjörn Reyr
Hjaltason eygir nú að fá rafhjól.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?