Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.04.2021, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is K olanám á Íslandi er um- fjöllunarefni nýútkom- innar bókar eftir dr. Richard Pokorný, yfir- mann umhverfisfræðadeildar við J.E. Purkyne-háskólann í Tékk- landi, og fleiri. Heiti bókarinnar á ensku er Mineral Resources in Ice- land: Coal Mining og útgefandi er Cambridge Scholars Publ- ishing. Þar er rakin saga vinnslu surt- arbrands og und- irtegunda hans, viðarbrands og leirbrands, en það eru einu kolin sem finnast á Ís- landi, að sögn Pokornýs. Að baki bókinni er tíu ára rannsóknavinna sem hófst þegar hann vann við rannsóknir hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands árið 2012. Í bréfi til Morgunblaðsins kvaðst hann hafa lesið margar greinar í gömlum íslenskum dagblöðum á vefnum timarit.is, þar á meðal úr Morgunblaðinu, við rannsóknir á kolanáminu. Kolanám í heimsstyrjöldum Í fréttatilkynningunni segir að Ísland sé þekkt sem „land elda og ísa“. Þeir sem kynnist landinu vel komist að því að íbúar þess séu fullir eldmóðs. Þeir séu hjartanlegir, heið- arlegir og stoltir af forfeðrum sín- um. Bókin er tileinkuð Íslending- unum sem unnu við kolanámið á Íslandi á árum heimsstyrjaldanna á síðustu öld. Framlag þessa fólks hafi hjálpað þjóðinni að komast af á erf- iðum stríðstímum og þegar við- skiptabönn voru í gildi. Höfundarnir, sem eru sérfræð- ingar í jarðfræði og steingervinga- fræði undir stjórn dr. Pokornýs, unnu í nær áratug á vettvangi og við rannsóknir að undirbúningi og ritun bókarinnar. Um er að ræða fyrsta heildstæða yfirlitið um sögu kola- náms á Íslandi. Einnig geymir bókin viðamikla inngangskafla um jarð- fræði landsins og uppruna kolalag- anna. Einnig er fjallað um sögu rannsókna, aðferða við námavinnsl- una og kolanámufélög í bókinni. Lýsing á kolanámunum er þó kjarni bókarinnar allt frá stórum námum niður í litlar námur sem bændur nýttu sér. Surtarbrandur – íslensk kol Dr. Friðgeir Grímsson, plöntu- steingervingafræðingur og vís- indamaður við háskólann í Vínar- borg, er einn höfunda bókarinnar. „Surtarbrand er helst að finna á Vestfjörðum, á Vesturlandi, Norður- landi og á Austfjörðum þar sem berg er elst á Íslandi,“ sagði Friðgeir. Hann sagði talið að elsta berg á Ís- landi, yst á Vestfjörðum, sé um það bil 15 milljón ára gamalt. Kolaleif- arnar séu því að hámarki 15 milljón ára gamlar. Friðgeir sagði að íslensku kolin hafi verið rannsökuð. „Úr einu kílói af kolum frá Íslandi færðu 15-20 megajúl af orku. Kol frá Bretlandi, Tékklandi, Þýskalandi eða Póllandi gefa 25-35 milljón joule af orku úr einu kílói sem samsvarar 7-9 kWh. Íslensku kolin eru ekki eins góð og kolin frá meginlandinu,“ sagði Frið- geir. Hreinleiki kolanna skiptir miklu en íslensku kolin er „óhreinni“ en t.d. kolin frá meginlandinu. Hátt hlutfall af rofrænum efnum eins og elfjallagjósku og ösku í kolunum rýrir orkugildi þeirra. Friðgeir sagði að nú sé enginn grundvöllur fyrir kolavinnslu hér. Öðru máli gegndi þegar verð á kol- um rauk upp úr öllu valdi og það lok- aðist fyrir kolaverslun á styrjald- artímum. Íslendingar fóru þá að nýta íslensku kolin til að bæta úr brýnni þörf. Um leið og heimsstyrj- öldunum lauk lagðist kolavinnslan hér af vegna þess að gæði kolanna voru lítil og vinnslan dýr. Kolanámur á Íslandi komu að gagni í heimsstyrjöldum Ný erlend fræðibók um surtarbrandstekju á Ís- landi er komin út. Gripið var til surtarbrands til að bæta úr brýnni þörf þegar sneiddist um erlend kol. Ljósmynd/Aðsend Íslensk kolanáma Dr. Richard Pokorný við rannsóknarstörf í surtarbrandsnámunni á Gili í Bolungarvík. Friðgeir Grímsson arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | kristin@run.is | www.eddaehf.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Gleðilegt sumar Laugavegur 53b, 101 Reykjavík, s. 552 3737. Áheitum verður safnað nú á laugar- daginn 1. maí þegar fólk tekur sig til og stekkur í sjóinn af smábátabryggj- unni á Akranesi. Fólk af Skaganum sem fætt er á því herrans ári 1971, og tilheyrir hinum svonefnda Club 71, stendur fyrir þessum viðburði, „Stokkið fyrir Svenna“. Tilgangurinn er að safna áheitum til kaupa á sér- stöku rafhjóli fyrir einn úr árgang- inum, Sveinbjörn Reyr Hjaltason, sem lenti í alvarlegu slysi í fyrra og er nú í hjólastól. Hjólið sem kaupa skal kostar tvær til þrjár milljónir komið til landsins. Hugmyndin er að fá minnst 71 stökkvara til að fara í sjó- inn og er skorað á almenning, hópa og fulltrúa félagasamtaka sem fyrir- tækja að sýna samtakamátt og heita á þá sem stökkva. Óskað er eftir frjálsum framlögum með því að leggja inn á bankareikningsnúmerið 552-26-3071, kt. 540710-0150. Club 71 hefur staðið fyrir ýmsum góðgerðarmálum og menningar- viðburðum á Akranesi síðustu árin. Ber þar hæst þorrablót Skagamanna sem hópurinn kom í gang og sá um í 10 ár. Sá viðburður hefur gefið af sér nokkrar milljónir árlega sem runnið hafa óskiptar til góðgerðar- og íþróttamála á Akranesi. Einnig mætti nefna brekkusöng Írskra daga, sem eru bæjarhátíð Akraness, viðburð sem þúsundir sækja hverju sinni. Ýmsir einstakir viðburðir hafa verið haldnir á vegum félagsskaparins í gegnum tíðina en hópurinn fékk Menningarverðlaun Akraneskaup- staðar árið 2017. Áheitum safnað á Akranesi Stökkva öll í sjóinn á Skaga fyrir Svenna Akurnesingur Sveinbjörn Reyr Hjaltason eygir nú að fá rafhjól. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.