Morgunblaðið - 29.04.2021, Side 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2021
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mínar kvikmyndir hafa í öllum
tilvikum fæðst út frá einni mynd
sem kviknað hefur í höfðinu á
mér,“ segir Kristín Jóhannesdóttir
leikstjóri og handritshöfundur
kvikmyndarinnar Ölmu sem frum-
sýnd er í næstu viku og skartar
leikkonunum Snæfríði Ingvars-
dóttur, Emmanuelle Riva og
Kristbjörgu Kjeld í aðalhlut-
verkum. Alma er þriðja kvikmynd-
in í fullri lengd sem Kristín leik-
stýrir, en fyrri myndir hennar eru
Á hjara veraldar sem frumsýnd
var 1983 og Svo á jörðu sem á
himni frá árinu 1992. Auk þess
hefur hún aðlagað handrit og leik-
stýrt tveimur sjónvarpsmyndum.
„Í tilfelli Ölmu sá ég fyrir mér
mynd af ungri konu sem felur
andlit sitt í höndum sér en gægist
milli fingranna, líkt og hún óttist
að horfast í augu við heiminn en
áræðir samt að gera það,“ segir
Kristín og grípur um andlit sitt til
að sýna blaðamanni. „Í framhald-
inu þurfti ég að rekja mig áfram
til að komast að því hvaða mann-
eskja þetta væri sem ég sæi fyrir
mér,“ segir Kristín og rifjar upp
að hún hafi fljótlega áttað sig á
því að manneskjan væri útlend-
ingur hér á landi.
Ákveður að drepa mann fyrst
hún er búin afplána dóminn
„Ég sá fyrir mér að hún hefði
komið hingað ung að árum ásamt
móður sinni eftir að hafa lifað af
stríðshörmungar í fjarlægu landi
sem ollu því að stúlkan varð fyrir
mjög alvarlegu sálrænu áfalli eða
tráma sem mótar allt hennar líf
eftir það,“ segir Kristín og bendir
á að á arameísku þýði alma heim-
ur. „Á ítölsku, spænsku og portú-
gölsku þýðir alma sál. Alma er því
meira en bara nafnið á konu, þetta
er metafóra um um hvað málið
snýst. Þetta snýst um sálarheill
okkar og þar af leiðandi um það
að finna jafnvægi í þessum heimi,“
segir Kristín og tekur fram að sér
finnist það aðkallandi og verðugt
rannsóknarefni að skoða hvað
verði um öll þau börn sem alist
hafa upp á stríðshrjáðum svæðum.
„Þegar myndin hefst verðum við
vitni að þessu skelfilega áfalli
Ölmu í æsku. Tuttugu og fimm
árum síðar er Alma lokuð inni á
réttargeðdeild eftir að hafa verið
fundin sek um að hafa drepið kær-
asta sinn. Alma man hins vegar
ekkert eftir kvöldinu þegar morðið
á að hafa átt sér stað,“ segir
Kristín og bendir á að í ljós kemur
síðan eftir átta ár að kærastinn er
sprelllifandi og „staddur í
Damaskus af öllum stöðum“, segir
Kristín og rifjar upp að þegar hún
skrifaði handritið hafi ekki verið
skollið á stríð í Sýrlandi.
Menn sem ásælast kvótann
„Þegar hún kemst að þessum
svikum kærastans, það er að hann
hafi sviðsett eigin dauða og komið
sökinni á hana, fyllist hún
hefndarhvöt. Hún ákveður að
drepa hann úr því að hún er þegar
búin að afplána dóm fyrir glæp-
inn,“ segir Kristín og bendir á að
tvær innri raddir Ölmu fylgi henni
stöðugt og reyni, líkt og draumar,
að gera hana meðvitaða um ákveð-
inn sannleika sem hún vill ekki
heyra. „Raddirnar reyna að koma
Ölmu í skilning um að hún er ekki
að leita að réttum sökudólgi.
Sannleikurinn er hins vegar svo
fjarstæðukenndur að hún er ekki
tilbúin að hlusta. Það mun samt á
endanum koma í ljós hvernig í öllu
liggur,“ segir Kristín leyndar-
dómsfull.
En hvernig tengjast konurnar
tvær, sem Riva og Kristbjörg
leika, Ölmu, sem Snæfríður leikur
í myndinni?
„Konurnar tvær tóku Ölmu að
sér þegar mamma hennar dó
skömmu eftir komu mæðgnanna
til landsins þegar Alma var enn
barn að aldri,“ segir Kristín og
tekur fram að eldri konurnar tvær
séu hluti af sögum sem hún hafi
heyrt úr fásinninu og tengist
erlendum konum sem fluttu til
Íslands eftir seinna stríð í leit að
öruggu lífi. „Ég hafði heyrt sögu
af manni sem fékk til sín tvær
erlendar konur og gekk í þær
báðar. Maðurinn í myndinni er
útgerðarmaður sem er látinn þeg-
ar myndin hefst. Konurnar tvær
hafa erft útgerðina og ætla Ölmu
það að taka við henni eftir þeirra
dag. Þessi útgerð er auðvitað á
hausnum eins og margar útgerðir
hringinn um landið. Það eru hins
vegar menn sem ásælast kvótann,
þannig að þetta eru mjög þekktar
kringumstæður sem ég nota í
þessu tilviki,“ segir Kristín.
Þannig að þú blandar óhikað
saman röddum milli draums og
veruleika annars vegar og eldfim-
um pólitískum efnivið hins vegar?
„Það hef ég gert í öllum mínum
myndum. Ég ákvað það ekkert í
upphafi ferilsins að draga fram
díalektík milli ytra og innra lífs
heldur gerðist þetta ósjálfrátt. En
í þessum átökum andstæðra afla
kviknar oft eitthvað nýtt. Ég held
að það sé tilfellið með sögu Ölmu.“
Hetjuafrek að klára myndina
Í viðtali við Emmanuelle Riva
sem birtist í Morgunblaðinu fyrir
fimm árum þegar tökur myndar-
innar stóðu sem hæst lýsti hún því
að hún hefði eiginlega verið hætt
að ferðast enda orðin 89 ára göm-
ul. Hún hafi hins vegar ekki getað
staðist það að leika í Ölmu þar
sem hún hafi hrifist svo af hand-
ritinu sem þú sendir henni. Getur
þú sagt mér meira?
„Já, hún hafði orð á því hvað
henni fyndist þetta frábær heimur
og spennandi nálgun á persónum.
Ég sendi henni handritið í
franskri þýðingu og talaði í fram-
haldinu lengi við hana í síma. Ég
hef dáðst að þessari konu síðan ég
sá hana í Hiroshima mon amour,
sem hefur verið mikil eftirlætis-
mynd mín í gegnum tíðina enda
stórmerkileg. Það sem mér þykir
mjög kjarkmikið af hennar hálfu
er að hún brölti alla leiðina upp á
Ísland til að leika í þessari mynd
af því að hún trúði á hana og
fannst þetta verkefni stórkostlegt
þótt hún væri hætt að leika af því
hún var þá orðin fárveik,“ segir
Kristín, en Riva glímdi við
krabbamein og lést snemma árs
2017.
„Það leyndi sér ekki hvað hún
var sárkvalin og því var það mikið
hetjuafrek að hún skyldi komast í
gegnum þessa mynd. Þegar slökkt
var á myndavélunum komst hún
varla á milli herbergja, en um leið
og kveikt var á vélunum varð hún
eins og lóan sem skoppar um úti í
móa. Þetta var með algjörum ólík-
indum að verða vitni að því hvern-
ig hún virtist fá einhverja orku við
það að leika og vera þátttakandi í
þessu kvikmyndaævintýri.
Aðstæðurnar þegar teknar eru
upp íslenskar kvikmyndir bjóða
ekki upp á neina lúxusviðveru,
þannig að ég mat það mikils við
hana að hún skyldi leggja þetta á
sig,“ segir Kristín, en Alma er
síðasta myndin sem Riva lék í.
Barðist fyrir bættu mannlífi
Annar samstarfsmaður sem
Kristín minnist með hlýhug og
einnig er fallinn frá er László
Rajk yngri sem var yfirmaður
leikmyndadeildar Ölmu, en hann
lést úr bráðakrabbameini 2019.
„Hann átti aldeilis makalaust líf
og var um það bil sá eini sem ég
gat rætt við um merkingu mynd-
arinnar. Hann horfði alltaf eins og
furðu lostinn á mig þegar ég talaði
við hann um bernsku Ölmu og
hvaða afleiðingar áfallið hafði fyrir
hana. „Ég þekki þetta,“ sagði
hann og sú vissa byggðist á hans
eigin reynslu. Það var djúpur
skilningur.
Hann varð sem sagt fyrir álíka
skelfilegu áfalli og Alma í
bernsku. Eftir að stalínistar tóku
föður hans af lífi eftir sýndarrétt-
arhöld og vörpuðu móður hans í
fangelsi var honum komið fyrir á
munaðarleysingjahæli þar sem
hann var fram að fimm ára aldri.
Hann sagði mér að hann ætti ekki
eitt einasta minningarbrot frá
þeim tíma. Allt væri þurrkað út.
Alla ævi var hann að berjast
fyrir bættu mannlífi, starfaði með
mörgum helstu kvikmyndaleik-
stjórum heims, var aktívisti og
þingmaður. Sem arkitekt eru víð-
fræg minnismerki hans um fórnar-
lömb stalínismans. Hann gerðist
sérfræðingur í útrýmingarbúðum
nasista og hannaði Auschwitz-
Birkenau-minningarbúðir gyðinga.
Hann var víðfrægur fyrir verk sín
og fyrirlestra beggja vegna hafs-
ins,“ segir Kristín.
Góð og heillavænleg teikn
Í ljósi þess að rúm fimm ár eru
síðan tökur hófust verð ég að
spyrja hvað hefur tafið eftir-
vinnslu Ölmu.
„Ég get bara sagt að í gegnum
allt þetta ferli við að gera þessa
mynd hefur mér fundist eins og
Alma yrði ekki bara fyrir aur-
skriðum heldur snjóflóðum og
miklum náttúruhamförum. Það var
ekki einleikið hvað hlutirnir lentu
ítrekað í biðstöðu. Í fyrra féll
snjófljóð á Flateyri með þeim
afleiðingum að grafa þurfti ung-
lingsstúlku út úr flóðinu. Þegar ég
heyrði að nafn stúlkunnar væri
Alma fannst mér það vera bæði
gott og heillavænlegt teikn fyrir
verkið.“
Það er auðvitað gömul saga og
ný að það þarf mikið úthald í allri
kvikmyndagerð.
„Þegar ég fékk heiðursverðlaun
Eddunnar árið 2013 var ég nú
eiginlega hætt í kvikmyndabrans-
anum. Ég nennti ekki lengur að
standa í þessu því þetta var orðin
svo ótrúlega langvarandi barátta
fyrir þessum handritum að kvik-
myndum sem ég var með í hand-
raðanum. Ég ætlaði mér til dæmis
alltaf að gera myndabálk um öll
skilningarvitin, sem Japanir segja
að séu sjö,“ segir Kristín og vísar
þar til sjónskynsins, heyrnar-
skyns, lyktarskyns, bragðskyns,
snertiskyns, jafnvægisskyns og
stöðu- og hreyfiskyns, og bendir
síðan á að Japanir til forna hafi
trúað því að sjöunda skilningar-
vitið væri beint samband við
almættið.
Áttu að vera lokaorðin
„En það gekk hvorki né rak.
Þegar ég hélt þessa ágætu þakk-
arræðu undir yfirskriftinni: „Hvað
á þetta að þýða?“ ætlaðist ég til
þess að þetta yrðu mín lokaorð í
bransanum sem væru jafnframt
hvatning til karla um að opna
dyrnar fyrir konum,“ segir Kristín
og rifjar upp að á leiðinni út úr
salnum hafi hún fengið fyrirspurn
frá framleiðendum um það hvort
hún ætti ekki handrit sem hún
gæti hugsað sér að kvikmynda.
„Ég vissi að ég ætti fjölmörg
handrit, en hugsaði málið og lagði
til að Alma yrði fyrir valinu. Í
framhaldinu tók ég til við að
endurskrifa handritið og opnaði
farveg fyrir forn skilningarvit,
eins og innsæi og tengsl við
kosmísk öfl. Það er auðvitað kven-
lægt fyrirbrigði að endurnýta í
anda hinnar hagsýnu húsmóður,“
segir Kristín og bendir á að hand-
rit sé eitt höfundarverk og kvik-
mynda- eða sviðsverk annað.
Efnið er skrýtinn húsbóndi
„Handrit getur tekið ótrúlegum
merkingarbreytingum þegar það
kemur í efnið. Efnið er skrýtinn
húsbóndi, sem getur opnað og
eftir atvikum reyndar líka lokað
möguleikum. Í kvikmyndum erum
við stöðugt að berjast við það að
efnið kostar. Fjármagnið takmark-
ar efnið, en einhvern veginn kemst
maður samt alltaf í gegnum þetta.
Aðalatriðið er að hafa ætíð með-
ferðis lyklakippu með þúsund lykl-
um sem opnað geta fyrir manni
möguleika og hjálpað til við að
finna lausnir,“ segir Kristín og
bendir sem dæmi á að það hafi
ekki verið heiglum hent að komast
til Djúpavíkur að vetrarlagi þar
sem taka átti lykilsenur.
„Ég var löngu búin að finna
tökustaðinn á Djúpavík og vildi
absólút mynda þar, því þetta var í
mínum huga þorpið hennar Ölmu.
Senurnar áttu að fara fram að
vetrarlagi og því urðum við að
bíða færis nokkuð lengi til að
komast þangað, því Vegagerðin
sinnir veginum ekki að vetrarlagi.
Sem betur fer rættist úr seint og
um síðir. Ég uppskar ríkulega fyr-
ir að þreyja þorrann, því staðurinn
er dásamlegur og síldarbræðslan
smellpassaði fyrir myndina í sam-
spili við umhverfið. Það var mjög
mikilvægt fyrir mig að umhverfið
væri í niðurníðslu og allt á hverf-
anda hveli. Staðurinn svaraði
algjörlega þeirri ósk minni að allt
umhverfið sýndi hrun samfélags á
„Þetta snýst um sálarheill okkar“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Draumur „Í allri auðmýkt hefði ég gjarnan viljað gefa fólki meira. Það var
að minnsta kosti minn draumur. En ég vissi það líka fyrir fram þegar ég
byrjaði í kvikmyndum að ég myndi ekki fá að gera óteljandi myndir,“ segir
Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri kvikmyndarinnar Ölmu.
- Kristín Jóhannesdóttir frumsýnir nýjustu kvikmynd sína sem nefnist Alma - „Í átökum and-
stæðra afla kviknar oft eitthvað nýtt,“ segir Kristín sem teflir saman andstæðum innra og ytra lífs
Minning László Rajk yngri, aðeins
sjö ára, árið 1956 ásamt móður
sinni, Juliönnu Foldi, við minningar-
athöfn um föður hans og nafna sem
tekinn var af lífi 1949. Fleiri þúsund
manns mættu á athöfnina og þá
varð til hreyfingin sem síðan leiddi
til uppreisnarinnar í Ungverjalandi.
Skilningur Ungverjinn László Rajk
yngri (1949-2019) var yfirmaður leik-
myndadeildar myndarinnar Ölmu.
Upphafið Myndin í huga leikstjór-
ans sem var kveikjan að Ölmu.