Fréttablaðið - 07.10.2021, Side 12

Fréttablaðið - 07.10.2021, Side 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hversu oft hefur ekki verið marg- tuggið ofan í okkur að við þurfum að lifa með Covid? Ævintýra- legar upp- hæðir hafa streymt í alls konar stafræn til- raunaverk- efni til að borgin geti verið stærst og mest á heims- mæli- kvarða. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Ekki er eðlilegt að boð komi að ofan um það hversu margir einstaklingar megi koma saman við ákveðnar athafnir og hversu margir megi vera í búðum og á veitingastöðum. Þetta eru dæmi um þau höft og bönn sem einstakl- ingar hafa búið við á Covid-tímum og ætlast er til að þeir taki hátíðlega án þess að spyrja krefjandi spurninga. Covid-tíminn hefur sýnt okkur fram á margt, meðal annars það hversu auðvelt er að hræða fólk og gera það svo auð- sveipt að það fer jafnvel að líta á óeðlilegt ástand sem venjulegt. Höft og bönn eru ekki við lýði í sama mæli og áður en fyrirfinnast þó enn, jafnvel þótt þjóðin komist nálægt því að eiga heimsmet í bólusetningum. Er til dæmis sjálfsagt að loka móður og níu ára dóttur hennar inni í litlu herbergi, svalalausu, á sóttvarnahóteli í tíu daga? Stúlkan er með Covid en móðirin ekki og smitast ekki af dóttur sinni. Dóttirin er með afar góða skapgerð og tryllist ekki við innilokunina heldur reynir að sætta sig við frelsissviptingu, þótt hún bresti vitanlega í grát í fangi móður sinnar. Þetta er stúlka sem hefur unun af íþróttum og nýtur þess að hreyfa sig. Hún skal læst inni dögum saman. Það hlýtur að vera rétt að spyrja hvort svona grimmileg aðgerð sé virkilega nauðsynleg. Nei, er svarið. Hversu oft hefur ekki verið margtuggið ofan í okkur að við þurfum að lifa með Covid? Samt er eins og aðgerðir miðist að því að uppræta veiruna með hörðum aðgerðum sem nær ómögulegt er að réttlæta. Alvarleg veikindi eru ekki grasserandi í landinu vegna Covid og fólk er ekki að deyja úr sjúkdómnum. Það er ekki réttlætanlegt að halda svo rígfast í íþyngjandi aðgerðir. n Tilboðið Píratar buðust til þess á dögunum að styðja minnihlutastjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta gerði vitanlega mikla lukku hjá Samfylkingunni. Á flestum öðrum bæjum er litið á tilboðið sem brandara. Píratar eru þekktir fyrir að stunda upphrópunarstjórnmál og við blasir að stuðningur þeirra myndi aldrei halda, nema í einhverja mánuði. Þetta vita formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem og megin- þorri þjóðarinnar. Sum tilboð eru einfaldlega ekki svara verð. n Nei er svarið FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS benediktboas@frettabladid.is Alma hundsuð Í byrjun árs vakti Alma Möller landlæknir athygli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á umfangi offitu barna. Eins og þjóðin veit er gott að hlusta á ráð Ölmu. Í þætti Kveiks kom fram að offita hrjáir nær tíunda hvert grunnskólabarn utan höfuð- borgarsvæðisins. Æ fleiri börn leita á Landspítala með alvarlega fylgikvilla, svo sem fitulifur, kæfi- svefn og undanfara sykursýki. Alma var ekki með neinar lausnir en nokkrar hugmyndir og vildi setja saman hóp til að gera tillögur að aðgerðum. Pólitískur vilji er þó ekki meiri en svo að ráðherra hefur ekki skipað í starfshópinn. Þáttur Kveiks kannski flýtir þeirri skipan. Tilefnið er jú ærið. Matartími Í minnisblaði Ölmu kemur fram að mataræði barna er skelfilegt og byggt á snakki, sælgæti, ís, kexi og kökum. Það sé reyndar byggt á rannsókn sem gerð var fyrir áratug eða svo og nauðsynlegt sé að gera nýja. En einnig er farið í skólamötu neytin og mælt með að börn fái nægan tíma til að matast. Ekkert barn, hvar sem það býr, hefur komið heim eftir skóla og sagt að það hafi fengið nægan tíma til að matast í skólanum. Sum fá varla tíma til að matast því þau þurfa að vera mætt í sundkennslu eða leikfimi – eins gáfulegt og það er. n Fulltrúi Flokks fólksins rakti helstu vanefndir þessa meirihluta á fundi borgarstjórnar 5. október síðastlið- inn með því að fara í gegnum meirihlutasáttmála hans. Íbúðaskortur og biðlistar eru kjarninn í vanefndum þessa meirihluta, sem er þvert á það sem stendur í meirihlutasáttmálanum, þar sem segir að byggja eigi sem aldrei fyrr. Samt hafa aldrei verið færri íbúðir á markaði í Reykjavík frá 2017. Ástæðan er skortur á lóða- framboði. Lóðaskorturinn kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu á þéttingarreitum. Margir sérfræðingar hafa stigið fram og bent á þetta, til dæmis Samtök iðnaðarins og seðlabankastjóri sem nefndi að brjóta þyrfti land í Reykjavík undir byggð. Nú eru ein- göngu um 3.400 íbúðir í byggingu en byggja þarf árlega 3.000-3.500 nýjar íbúðir ef vel ætti að vera. Aðrar vanefndir Langur biðlisti er eftir félagslegri leiguíbúð og sértæku húsnæði fyrir fatlaða. Fátækt er vandamál í Reykjavík. Lágtekjufólk á ekki mikið eftir milli handanna þegar búið er að borga leiguna. Hópurinn sem leitar til hjálparstofnana hefur stækkað. Á þremur árum hefur biðlisti eftir fagfólki í skólaþjónustu þrefaldast og nú bíða 1.448 börn á listan- um. Á sama tíma sýna kannanir að andleg líðan barna fer versnandi. Ekki voru efnd loforð um sveigjanleg starfslok eldra fólks. Atvinnutækifæri fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu eru sárafá. Grænum áherslum hefur verið hampað á meðan metan er brennt á báli í stórum stíl. Ævintýralegar upphæðir hafa streymt í alls konar staf- ræn tilraunaverkefni til að borgin geti verið stærst og mest á heimsmælikvarða. Fátt er um afurðir, hvar er t.d. „Hlaðan“ og Gagnsjáin, nýtt skjala- og upplýsingakerfi sem átti að koma í notkun fyrir tveimur árum? Ekki skal undra ef einhverjir eru farnir að telja niður þetta kjörtímabil í þeirri von að nýr meirihluti breyti forgangsröðun verkefna í þágu þjónustu við fólk, börn, öryrkja og eldri borgara. n Brjóta þyrfti land í Reykjavík undir byggð Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgar- stjórn Reykjavíkur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.