Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 13

Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 13
Landskjörstjórn gaf út kjörbréf eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á að meðferð kjör­ gagna og endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hefði verið samkvæmt lögum. Þó að landskjörstjórn úrskurði ekki um gildi kosninga getur hún tekið afstöðu til þess hvort annmarkar hafi verið á fram­ kvæmdinni. Það gerði hún þegar kosningar til stjórnlagaþings voru kærðar til Hæstaréttar 2011. Óvissa Alþingi tekur nú í fyrsta skipti við kjörbréfum með efasemdum landskjörstjórnar um að fram­ kvæmd endurtalningar í einu kjördæmi hafi fullnægt lagaskil­ yrðum í veigamiklum atriðum. Og niðurstaðan hefur skiljanlega verið kærð. Þetta hefur valdið óvissu um hverjir eru réttkjörnir alþingis­ menn. Slík réttaróvissa, sem snýr að sjálfri undirstöðu lýðræðisins, er fordæmalaus. Hvaða frávik eru leyfileg? Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli ÁgalliÓlafur Jóhannesson vék að þeim ágalla í riti sínu Stjórnskipun Íslands, sem út kom 1960, að Alþingi skæri sjálft úr um gildi eigin kjörbréfa. Vandamálið er því löngu þekkt, en breytir ekki hinu að fara verður að gildandi stjórn­ skipunarreglum. Þingið þarf ekki að eyða miklum tíma í rannsóknir. Það á fyrst og fremst að meta lagarök málsaðila, kærenda og dómsmálaráðuneytis, sem er æðsti framkvæmdavalds­ hafinn, sem ber ábyrgð á fram­ kvæmd kosninganna. Verulegir annmarkar á fram­ kvæmd kosninga eru forsenda ógildingar. Helsta fordæmið þar að lútandi er ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórn­ lagaþings. Fordæmi Í því tilviki komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í fimm atriðum hefðu verið annmarkar á framkvæmd kosninganna og þar af verulegir í tveimur. Annar veru­ legu annmarkanna laut að því að umboðsmenn voru ekki kallaðir til. Í Norðvesturkjördæmi varð ein­ mitt misbrestur á viðveru umboðs­ manna. Hæstiréttur ógilti stjórnlaga­ þingskosninguna með tilvísun í öll fimm atriðin. En hann tók ekki beint afstöðu til þess hvort annað, eða bæði atriðin þar sem ann­ markar voru verulegir, hefði dugað til sömu niðurstöðu. Alltént hefur Hæstiréttur sett það skýra fordæmi að misbrestur á viðveru umboðsmanna telst vera verulegur annmarki. Traust Þá vaknar sú spurning hvort brot á lögum um vörslu kjörgagna milli talningar og endurtalningar teljist vera verulegur annmarki. Af fordæmi Hæstaréttar má ráða að ekki þarf að sýna fram á að líkur standi til að átt hafi verið við kjör­ gögnin á þessum tíma. Reglurnar eru settar til þess að skapa traust. Sé ólögmæt meðferð kjörgagna líkleg til að veikja traust ætti annmarkinn að teljast veru­ legur samkvæmt fordæminu. Lagarök Þegar kærur vegna stjórn laga­ þings kosninganna komu til ákvörðunar í Hæstarétti, færðu landskjörstjórn og dómsmála­ ráðuneytið fram lögfræðileg rök fyrir því að kæruefnin ættu ekki að leiða til ógildingar. Hæstiréttur hafnaði hins vegar rökum þeirra. Á sínum tíma kom ýmsum á óvart hversu strangar kröfur Hæstiréttur gerði. Alþingi getur þó ekki horft fram hjá þeim afdráttar­ lausu fordæmum nú. Dómsmálaráðuneytið Landskjörstjórn hefur þegar lýst því yfir að ekki hafi verið sýnt fram á að farið hafi verið að lögum við endurtalninguna. Ósennilegt er því að hún andmæli lagarökum kærenda eins og 2011. Framkvæmd kosninga heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Alþingi verður því að kalla eftir lagarökum þess eins og Hæstirétt­ ur gerði, varðandi gildi kosninga til stjórnlagaþings. Mesta spennan er að sjá hver þau verða. Helsta spurningin er hvaða lærdóm ráðuneytið dregur af því að Hæstiréttur hafnaði lagarökum þess 2011. Þetta er því mikilvægara að ekki er ólíklegt að meirihluti þingmanna halli sér á endanum að lagarökum dómsmálaráðu­ neytisins. Andmæli dómsmálaráðuneytið ekki ógildingarkröfunum er erfitt að sjá að Alþingi eigi annan kost en að fallast á þær. Uppkosning? Komi til uppkosningar hafa kjósendur í Norðvesturkjördæmi vitneskju um úrslit í öðrum kjör­ dæmum. Þetta er mikill ágalli. En hann getur ekki haft áhrif á lög­ fræðilegt mat á því hvort kosning skuli ógilt eða ekki. Lög mæla einfaldlega fyrir um að uppkosning skuli fara fram, ef þeir verulegu annmarkar voru á framkvæmd kosninganna að þeir leiði til ógildingar. Það er svo önnur spurning hvort Alþingi getur takmarkað ógilding­ una við síðari talninguna þannig að sú fyrri gildi. Um það eru ekki eins skýr fordæmi. n Solihull nálgunin byggir á heildrænni aðferðarfræði fyrir foreldra og fagaðila þar sem markmiðið er að auka skilning á tilfinningalegri og andlegri heilsu barna. Námskeiðin nýtast öllum þeim sem koma að uppeldi og umönnun barna. SOLIHULL NÁMSKEIÐ Í BOÐI GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS TVEGGJA DAGA GRUNNNÁMSKEIÐ, VAL UM TVÆR DAGSETNINGAR: a) 12. okt. og 2. nóv., kl. 9-16 b) 16. og 30. nóv., kl. 9-16 Hámark 12 þátttakendur í hvort skipti. Leiðbeinendur: Elísabet Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldu­ fræðingur og Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi AÐ SKILJA ÁFÖLL 1. nóvember, kl. 9-16 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir HEILAÞROSKI 29. nóvember, kl. 9-13 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir TENGSLAMYNDUN 15. nóvember, kl. 9-16 Leiðbeinandi: Anna María Jónsdóttir geðlæknir Námskeiðsgjald Tveggja daga grunnnámskeið: 59.000 kr. Önnur námskeið: 29.000 kr. Tryggðu þér sæti í tíma! Skráning á www.gedvernd.is eða með netpósti á gedvernd@gedvernd.is FIMMTUDAGUR 7. október 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.