Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 07.10.2021, Síða 16
16 Íþróttir 7. október 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR Hlutirnir gerast hratt á gervi­ hnattaöld. Ári eftir að Ísland var mínútum frá sæti á EM er leikmannahópur karlalands­ liðs Íslands gjörbreyttur. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Óhætt er að segja að það verði breytt landslag þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld. Hér á árum áður var yfirleitt hægt að áætla hvaða fjórtán leikmenn koma við sögu hverju sinni, en staðan er gjörbreytt og kynslóðaskiptin í karlalandsliðinu ör í ljósi aldurs og vandamála leikmanna utan vallar. Ellefu mánuðir eru liðnir síðan Ísland var nokkrum mínútum frá því að komast á sitt þriðja stórmót í röð, en af þeim ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn þann daginn eru tveir í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Armenum og af þeim fimmtán sem komu við sögu í Búdapest eru fjórir í landsliðshóp í dag. Ísland á enn veika von um að komast áfram í umspilið fyrir HM í Katar á næsta ári, en verkefnið snýst frekar um að móta nýtt lið og undir­ búa komandi kynslóðir fyrir næstu undankeppnir. ■ Gamla bandið virðist farið af sviðinu Níu af ellefu leikmönnum sem byrjuðu leikinn í Ungverjalandi og ellefu af fimmtán sem komu við sögu í Búdapest eru ekki lengur í hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Nafnarnir Birkir Már og Birkir eru í hópnum og þremur leikjum frá leikjameti Rúnars Kristinssonar. Pressan eykst á Arnari Þór Viðarssyni sem hefur þurft að taka á ýmsum málum utan vallar. Fjögur stig eftir sex leiki er rýr upp- skera en tveir sigrar á heima- velli gætu lagað stöðuna. Aðeins einn formlega hættur Af þeim níu leikmönnum sem eru fjarverandi í þessu landsleikjahléi frá síðasta ári er aðeins einn þeirra, Hannes Þór Halldórsson, búinn að gefa það út að landsliðsferlinum sé lokið. Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson voru ekki valdir af þjálfarateym- inu í þetta verkefni og Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björg- vin Magnússon eru frá vegna meiðsla. Þá er Gylfi Þór Sigurðsson enn í farbanni á Englandi á meðan lögreglan í Man chester rannsakar meint brot hans og Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í hópinn vegna utanaðkomandi aðstæðna að sögn þjálfarateymisins, sem ráðfærði sig við Vöndu Sigurgeirsdóttur, nýkjörinn formann KSÍ, og fráfarandi stjórn, áður en það ákvað að velja ekki Aron í hópinn vegna ásakana sem ganga á netinu. Þá gáfu Kolbeinn Sigþórsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Sverrir Ingi Ingason ekki kost á sér í leikinn gegn Ungverja- landi, en Ögmundur Kristinsson og Jón Daði Böðvarsson voru ekki valdir í hópinn. Tæplega helmingi fleiri leikir Í aðdraganda leikjanna gegn Rúmeníu og Ungverjalandi voru átta leikmenn í byrjunarliði Íslands sem höfðu verið í stóru hlutverki á báðum stórmótunum. Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnús- son og Rúnar Már Sigurjónsson höfðu allir spilað tuttugu landsleiki eða fleiri. Samanlagður fjöldi lands- leikja leikmanna Íslands þegar flautað var til leiksloka í Búdapest var alls 906. Aðeins þrír leikmenn í núverandi leikjahóp hafa leikið 35 leiki eða fleiri og er hópurinn í heild sinni með 482 leiki. Það eru tæplega 47 prósentum færri leikir en í leikmannahópnum sem mætti Ungverjum fyrir ellefu mánuðum. Af þessum 482 leikjum eiga þrír leikmenn hópsins í kvöld, nafnarnir Birkir Már og Birkir og Ari, 283 leiki. Fjarvera Arons Einars hefur vakið mikla athygli á sam- skiptamiðlum en Arnar ákvað að skilja Aron eftir utan hóps eftir viðræður við stjórn KSÍ. kristinnpall@frettabladid.is ÍSHOKKÍ Kvennalandsliðið í íshokkí hefur í dag leik á öðru stigi undan­ mótsins fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022 þar sem efsta lið riðils­ ins kemst áfram á lokastig undan­ keppninnar. Takist kvennalands­ liðinu að komast á Ólympíuleikana yrði það í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið til þátttöku á Vetrar­ ólympíuleikunum í íshokkíi. Riðillinn átti upprunalega að fara fram í Gangneung í Suður­Kóreu en vegna samkomutakmarkana í landinu var ákveðið að mótið skyldi haldið í Bretlandi. Bretar verða því á heimavelli í riðlinum og byrjar Ísland á leik gegn heimaliðinu í kvöld. Fyrr um daginn mætast Sló­ venía og Suður­Kórea sem eru með Íslendingum í riðli. Af þessum þjóðum er Ísland neðst á styrkleikalista Alþjóðaíshokkí­ sambandsins, í 31. sæti, en Suður­ Kórea er efst í 17. sæti. ■ Hefja keppni í undankeppni ÓL Frá æfingu kvennalandsliðsins. kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2022 ytra í dag, en fyrir fram er Svíþjóð með sterkasta lið riðilsins. Ísland leikur tvo leiki í þessum landsleikja­ glugga, þann seinni gegn Serbíu um helgina. Síðasta lið riðilsins er tyrk­ neska landsliðið. Hafdís Renötudóttir glímir við smávægileg meiðsli og er Saga Sif Gísladóttir til staðar ef Hafdís verð­ ur ekki leikfær í tæka tíð. Tvö lið fara áfram í lokakeppnina sem fer fram í Norður­Makedóníu, Slóveníu og Svartfjallalandi á næsta ári, en þá verða tíu ár liðin frá því að íslenska kvennalandsliðið komst síðast á stórmót í handbolta. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmað­ ur KA/Þórs, leikur tímamótaleik í dag þegar hún verður tíunda konan sem leikur hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið. ■ Mæta sterkasta liði riðilsins í dag Jóhann Berg Meiddur Alfreð Meiddur Gylfi Þór Ekki í hóp Hörður Björgvin Meiddur Ragnar Ekki í hóp Birkir Í hópnum Rúnar Már Ekki í hóp Kári Hættur Guðlaugur Victor Í hópnum Hannes Þór Hættur Aron Einar Ekki í hóp kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Framk væmdarstjór i Barcelona, Ferran Reverter, skaut föstum skotum á fyrrum stjórn­ endur félagsins í viðtali þar sem han sagði að ef Barcelona hefði verið eðlilegt fyrirtæki hefði það verið tekið til gjaldþrotaskipta í apríl. Reverter sakaði fyrrum stjórn um eyða peningi umfram getu... „Þegar við tókum við í mar s sáum við að félagið var tæknilega gjald­ þrota. Ef þetta hefði verið almennt fyrirtæki hefði Barcelona orðið gjaldþrota og leyst upp,. kom fram í viðtalinu.“ ■ Barcelona var á barmi gjaldþrots Hver tekur við hönskunum? Hannes Þór Halldórsson kveður sviðið eftir að hafa átt stöðuna um margra ára skeið. Hannes er besti mark- vörður í sögu Íslands og skarðið sem hann skilur eftir sig er stórt. Rúnar Alex Rúnarsson hefur setið á hliðar- línunni undanfarin ár og beðið eftir tækifærinu. Ekki er öruggt að Rúnari takist að eigna sér stöðuna nú þegar Hannes er hættur. Ungu mennirnir Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, gera tilkall til þess að fá tækifærið í þessu verkefni. Elías Rafn hefur orðið að stjörnu með danska liðinu Midtjylland á undanförnum vikum. Stór hluti knattspyrnuáhugafólks vill sjá Elías fá tækifæri. Á sama tíma hefur Patrik Sigurður staðið sig vel í Noregi. Rúnar Alex sem er í eigu Arsenal var lánaður til OH Levuven í Belgíu á dögunum en á eftir að spila sinn fyrsta leik.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.