Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.10.2021, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 7. október 2021 Þórdís Helgadóttir er hæfileikarík skáldkona með sterka rödd og rómantískan fatastíl. Kjóllinn er úr Maiu og jakkann fann hún á fatamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gæti aldrei verið stílhrein Þórdís Helgadóttir er með tvær bækur í jólabókaflóði þessa árs, annars vegar ljóðabókina Tanntöku, sem hún gefur út á vegum Forlagsins, og skáldsöguna Olíu, sem hún skrifar í samstarfi við fimm aðra höfunda sem skrifa undir nafninu Svikaskáld. 2 Flytjendur, frá vinstri: Þorleifur Gaukur, Tómas, Leifur og Magnús. MYND/AÐSEND starri@frettabladid.is Óskalög hlustenda verða flutt á hádegistónleikum í Borgar- bókasafninu Grófinni í dag, í Gerðubergi í Breiðholti á morgun föstudag og loks í Spönginni í Grafarvogi á laugardag. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Jazz í hádeginu, og nú eru það fastagestir tónleika- raðarinnar sem fá að velja lögin en á síðustu tónleikum gafst þeim kostur á að skrifa niður óskalög. Fjöldi fjölbreyttra og skemmtilegra óskalaga barst skipuleggjendum tónleikanna en bróðurpartinn af þeim má flokka sem íslensk og erlend dægurlög. Tónleikarnir í dag og á morgun hefjast klukkan 12.15 og standa yfir til 13. Tónleik- arnir á laugardag hefjast klukkan 13.15 og standa yfir til 14. Djass í hádeginu Flytjendur eru Þorleifur Gaukur Davíðsson sem spilar á munn- hörpu, Tómas Jónsson spilar á píanó, Magnús Trygvason Eliassen á slagverk og Leifur Gunnarsson spilar á kontrabassa. Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hefur getið sér gott orð undanfarin sjö ár og var meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrr á þessu ári. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Borgarbóka- safnsins. n Óskalög hlustenda leikin á hádegistónleikum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.