Fréttablaðið - 07.10.2021, Side 27
HUMAR TEMPURA TACOS
1.
• 300 g hveiti
• 1 ½ tsk lyftiduft
• 1 ½ tsk salt
• 330 ml Pilsner
• 2 stk egg
• 3 msk ólífuolía
Blandið öllum hráefnum saman í skál og pískið
þar til jafningur hefur myndast, geymið í kæli á
meðan annað er undirbúið en að minnsta kosti
í 30 mínútur.
Eftir að humarinn er klár er öllu raðað í veurnar, gott er að bæta við Romain-salati, kóríander,
avókadó og kreista örlítinn límónusafa yfir. Að lokum er sett vel af Hellmann’s Creamy
Chili sósu yfir til að toppa bragðið.
• Um 700 g skelflettur humar (fæst í næsta stórmarkaði)
• Salt, pipar og hvítlauksduft
• Steikingarolía (um 700 ml)
Skolið og þerrið humarinn, kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Setjið humarinn ofan í orly-deigið og veltið um með sleif þar til allir bitar eru hjúpaðir deigi.
Hitið steikingarolíuna vel, lækkið svo niður í meðalháan hita. Steikið um 10 humarbita í senn í
u.þ.b. 2 mínútur, eða þar til þeir verða gylltir.
Notið götóttan spaða til að veiða bitana úr pottinum. Hristið olíuna vel af og leggið bitana á
rakadrjúgan pappír svo umfram olía leki af og bitarnir haldist stökkir.
1. • 200 g rauðkál, niðurskorið (fínt)
• 2 msk kóríander, saxaður
• ½ rauðlaukur, niðurskorinn (fínt)
• 100 g Hellmann’s majónes
• ½ tsk salt
• 1 msk sykur
Blandið öllum hráefnum saman með sleif og
geymið í kæli fram að notkun.
Hrásalat
Humar fyrir orly-deig
Samsetning og annað hráefni
Orly-deig
2.
1.
3.
4.
FINNDU
STREETFOOD
BRAGÐIÐ
NÝTT