Fréttablaðið - 07.10.2021, Qupperneq 32
Notuð voru lögmál
dansins til að koma
öllum þáttum sögunn-
ar til skila á táknrænan
en þó sannfærandi
hátt.
DANS
Rómeó og Júlía
Þjóðleikhúsið
Danshöfundar og listrænir
stjórnendur: Erna Ómarsdóttir og
Halla Ólafsdóttir
Tónlist: Sergei Prokofiev, Skúli
Sverrisson – Watching Water
Leikmynd: Chrisander Brun
Leikmunir: Erna Ómarsdóttir,
Ernst Backman, Halla Ólafsdóttir
Búningar: Karen Briem og
Sunneva Ása Weisshappel
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Ljós: Fjölnir Gíslason
Dansarar: Ásgeir H. Magnússon,
Charmene Pang, Emilía B.
Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir,
Félix U. Alejandre, Saga
Sigurðardóttir, Shota Inoue, S.
Andrean Sigurgeirsson, Una B.
Bjarnadóttir, Védís Kjartansdóttir
Sesselja G. Magnúsdóttir
Rómeó og Júlía eftir Shakespeare
hefur verið kölluð ástarsaga allra
tíma. Hryllingssaga úr heimi feðra-
veldisins væri þó kannski frekar
réttnefni því í henni eru barna-
brúðir viðurkennd leið til að við-
halda valdi og drengir eru aldir upp
við að bardagar, hefndir og dauði
séu eðlilegur hluti af samfélaginu.
Í sögunni er Júlía komin á gift-
ingaraldurinn þrettán ára gömul
og vart farin að hafa á klæðum.
Hún er saklaus og nánast barnsleg
enda á hún á að vera óspjölluð fyrir
verðandi eiginmann sinn, mun
eldri mann. Fyrir tíma getnaðar-
varna voru barneignir óhjákvæmi-
legir fylgifiskur kynlífs svo skírlífi
tryggði engin börn. Rómeó, líklega
einhverjum árum eldri en Júlía, á
aftur á móti að kynnast lífi karl-
mannsins. Að geta barist og haldið
heiðri með blóðhefndum er hluti af
því og að kynna sér og æfa sig í kyn-
lífi hjá þar til gerðum konum –barn-
eignir þeirra eru ekki umfjöllunar-
efni í þessari sögu frekar en annars
staðar. Í veruleika og söguheimi
Shakespeares er því ekki pláss fyrir
smáskot unglinga sem eru að upp-
götva eigin líkama eftir breytingar
kynþroskaaldursins og nýjar og
spennandi kenndir. Hvað þá ef
fjölskyldur þeirra berjast á bana-
spjótum um áhrif og völd.
Lögmál dansins
Það er ekki okkar að dæma samfélög
fyrri tíma en algjörlega okkar að
skoða þau á gagnrýninn hátt út frá
okkar siðgæði. Dansverkið Rómeó
og Júlía eftir Ernu Ómarsdóttur
og Höllu Ólafsdóttur, sem frum-
sýnt var af Íslenska dansflokknum
á Stóra sviði Borgarleikhússinn
föstudaginn 1. október, náði á
sterkan hátt að sýna okkur söguna
með gleraugum okkar samtíma og
siðgæðis. Notuð voru lögmál dans-
ins til að koma öllum þáttum sög-
unnar til skila á táknrænan en þó
sannfærandi hátt. Bardagasenur á
milli ættanna birtast í hráu ofbeldi,
spörkum og kýlingum, þar sem
karlar berir að ofan blésu sig út eins
og hanar í slagsmálum. Líkamsbeit-
ing þeirra endurspeglaði neikvæða
karlmennskuímynd þar sem hroki,
yfirgangur og kynferðislegar hreyf-
ingar eins og árásargjarnir mjaðm-
ahnykkir voru áberandi. Óbeisluð
veisluhöld þar sem kynferðislegar
langanir fengu útrás voru sett á
svið. Mitt í þessu öllu birtist ástin
í blíðlegri nærveru að reyna að lifa
af og sakleysið að finna sér farveg í
hörðum heimi.
Frumlegir búningar
Erna og Halla eru trúar sögunni og
nota til þess tónlist Sergei Proko-
viev sem grunn að uppfærslunni.
Fyrir þá sem horft hafa á ballett-
inn við þá tónlist eru senurnar
auðþekkjanlegar og stemmingin í
hverri þeirra kemst vel til skila þó
útfærslan sé gjörólík. Dansinn og
líkamleg tjáning er góður miðill til
að koma öllu því tilfinningagalleríi
sem er í sögunni til skila en krefst
um leið sterkrar danssmíði einhvers
sem höfundarnir kunna að nýta sér
til fulls. Val á hreyfingum, notkun
rýmisins og samspil dansaranna
varð að vera vel útfært til að merk-
ingin kæmist til skila og þar vantaði
ekkert upp á. Í bland við ögrandi og
frumlega búninga og stílhreina og
sterka leikmynd tókst danssköpun-
in einstaklega vel. Flæðið í verkinu
var gott og hvað eftir annað urðu
til töfrandi augnablik sem heill-
uðu áhorfandann. Meira að segja á
meðan myndum var varpað á skjá í
seinni hlutanum, greinilega nýttar
til sviðskiptingar, hélst stemmingin
og heildarflæðið en ljós og reykur
hjálpuðu þar til.
Mikill hraði
Eitt af því sem var áhugavert við
dansinn var að hefðbundin kyn-
hlutverk voru þurrkuð út. Enginn
einn var Júlía eða þá Rómeó heldur
tjáði hópurinn þau og tilveru þeirra
sem heild. Kvendansararnir voru
jafn útbelgdir bardagaseggir og
karldansararnir. Val á hreyfiforða
var áhugavert. Í upphafi verksins
voru sterkar vísanir í ballett, fág-
aðan og ljóðrænan með yfirstéttar-
brag en þegar líða fór á sýninguna
og sagan varð alvarlegri fór lík-
amsbeitingin að verða gróteskari,
dansararnir færðust nær gólfinu og
dýrslegri líkamstjáning kom í ljós.
Allir hlutar verksins voru gífurlega
krefjandi fyrir dansarana. Hraðinn
var mikill og nánast engin pása því
allir voru á sviðinu nær allan tím-
ann. Dansararnir stóðu vel undir
væntingum allir sem einn og unnu
saman sem smurð vél.
Rómeó og Júlía er heils kvölds
ballett með hléi þar sem sagan af
unglingunum sem ekki máttu eigast
vegna valdabrölts fjölskyldna sinna
er sett fram á frumlegan og sterkan
hátt. Í dansverkinu er ekki síður ein-
blínt á það samfélag og menningu
sem sagan fjallar um en ástir ein-
staklinganna. Eitthvað sem talar
að mínu mati mun sterkar til sam-
tímans. ■
NIÐURSTAÐA: Áhrifamikil sýning
þar sem dansformið er nýtt til
að koma stórum tilfinningum
og válegum atburðum til skila á
snilldarlegan hátt. Verkið er bæði
kröftugt og á köflum ofsafengið
en einnig viðkvæmt og fallegt.
Ástar- eða hryllingssaga
Dansararnir stóðu vel undir væntingum allir sem einn og unnu saman sem smurð vél. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Reykjavík barnanna er
stór og vegleg bók sem
tekur sig alvarlega og
stendur fyllilega undir
því.
BÆKUR
Reykjavík barnanna
Margrét Tryggvadóttir og Linda
Ólafsdóttir
Útgefandi: Iðunn
Fjöldi síðna: 97
Brynhildur Björnsdóttir
Margrét Tryggvadóttir og Linda
Ólafsdóttir eiga að baki sérdeilis
farsælt samstarf sem meðal annars
skilaði okkur Íslandsbók barnanna
árið 2016 sem bæði hlaut Barna-
bókaverðlaun Reykjavíkur og
Fjör uverðlaunin
það árið auk þess
að vera tilnefnd
til Íslensku bók-
m e n n t a v e r ð -
launanna í f lokki
barnabóka.
Nú róa þær á
svipuð mið með
bókinni Reykja-
vík barnanna þar
sem saga Reykja-
víkur er sögð í
aðgengilegu máli
og sérstaklega þó
myndum allt frá
því fyrir land-
nám og f ram
á ok kar daga.
Bókin er að sjálfsögðu ekki bara
fyrir börn sem búa í Reykjavík
heldur skemmtileg heimild um líf á
Islandi í fortíðinni, hvernig þéttbýli
myndast og þorp verða til. Á hverri
opnu er nýtt umfjöllunarefni, ýmist
sögulegir viðburðir, yfirlit yfir ein-
staka borgarhluta og kennileiti eða
þjónustu á borð við íþróttafélög
og sundlaugar. Þá eiga bæði skólp-
leiðslur og draugagangur sína kafla,
svo dæmi séu tekin um það á hversu
mörgum sviðum borgarlífs er snert
í bókinni.
Reykjavík barnanna er stór og
vegleg bók sem tekur sig alvarlega
og stendur fyllilega undir því. Það
má samt ekki misskilja þessa fullyrð-
ingu á þann veg að hún sé leiðinleg,
þvert á móti eru umfjöllunarefnin
afskaplega fjölbreytt og ekki síður
fróðleg fyrir full-
orðna lesendur
en börn.
Tex t i Ma r-
grétar Tryggva-
dóttur er vel
skrifaður, fróð-
legur og hæfi-
lega einfaldur
fyrir yngri les-
endur en það eru
my ndir Lindu
Ólafsdóttur sem
gera Reykjavík
barnanna að því
l ist averk i sem
hún er. Á hverri
opnu eru málverk
í takt við textann sem lýsa fjöl-
breyttu mannlífi þar sem sífellt er
hægt að finna nýjar sögur og ævin-
týri og auka þannig við almennan
textann með einstökum sögum.
Reykjavík barnanna er fjársjóður
fyrir litla og stóra grúskara þar sem
þeir geta lifað sig inn í fyrri tíð,
velt fyrir sér skipulagsmálum og
atvinnuvegum, hvernig borg verður
til og hvernig hún þróast og mótast
enda er lesendum bent á það í for-
mála að hafa samband við borgar-
fulltrúa og taka þannig þátt í að
móta borgina til framtíðar. ■
NIÐURSTAÐA: Einstaklega fallegt
og fróðlegt stórvirki um borgarlíf
og sögu fyrir börn og önnur fróð-
leiksfús.
Reykjavík okkar allra
kolbrunb@frettabladid.is
A! Gjörningahátíð hefst í dag,
fimmtudaginn 7. október, klukkan
20 í Listasafninu á Akureyri og
stendur til sunnudags. A! er fjög-
urra daga alþjóðleg gjörningahátíð
sem haldin er árlega og nú í sjöunda
sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Dagskrána má sjá á listak.is.
Sérstök dómnefnd valdi úr inn-
sendum umsóknum listamanna og
eru fjölbreyttir gjörningar og leik-
hústengd verk af öllum toga á dag-
skránni. Þátttakendur eru ungir
og upprennandi listamenn, ásamt
reyndum og vel þekktum gjörn-
ingalistamönnum og leikhúsfólki.
Að þessu sinni fara gjörningarnir
fram í Listasafninu á Akureyri,
Menningarhúsinu Hofi, Deiglunni,
Mjólkurbúðinni, Eyjafjarðarsveit og
á Ketilkaffi.
Listamennirnir sem koma fram í
ár eru: Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir
og Liv Nome, Anna Richardsdóttir,
Egill Logi Jónasson, Sigtryggur Berg
Sigmundsson, Snorri Ásmundsson,
Brák Jónsdóttir, Steinunn Gunn-
laugsdóttir, Hymnodia, Elisabeth
Raymond, Amber Smits og Niklas
Niki Blomberg, Hombre Rural og
Libia Castro, Ólafur Ólafsson og
Töfrateymið. ■
Gjörningar á Akureyri
Árleg gjörningahátíð hefst á Akureyri í dag.
24 Menning 7. október 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR