Fréttablaðið - 07.10.2021, Side 36
Tryggðu þér áskrift á stod2.is
Við viljum
vera hjá þér
með körfuboltann
Njósnari hennar hátignar
Elísabetar II., James Bond,
er einu og hálfu ári of seinn
þegar hann snýr loks aftur
í bíó í No Time to Die, sem
er svanasöngur Daniels
Craig í hlutverki Bonds, sem
mætir til leiks án númersins
007 sem hann hefur misst í
hendur konu.
toti@frettabladid.is
James Bond hefur oft látið að
dáendur sína bíða eftir sér en
sennilega hafa þeir aldrei verið jafn
óþreyjufullir þar sem frumsýna átti
25. Bondmyndina, No Time to Die,
í apríl á síðasta ári áður en öfl sem
sjálfur James Bond ræður ekkert við
slepptu Covid19 lausu yfir heims
byggðina.
No Time to Die er fimmta og síð
asta Bondmynd leikarans Daniels
Craig, sem þó virðist hafa ætlað að
kveðja með heilmiklum hvelli og
stæl eftir að hafa lýst því yfir, eftir
fjórar myndir, að hann væri spennt
ari fyrir því að skera sig á púls en
leika Bond enn einu sinni.
Hann dró þessi orð síðar til baka
og fátt bendir til annars en að hann
muni kveðja með heilmiklum
hvelli og stæl. Gagnrýnendur hafa
tekið No Time to Die fagnandi, auk
þess sem ákveðið mynstur í Bond
myndum Craigs bendir eindregið til
þess að þessi mynd eigi að vera góð.
Craig fór feykivel af stað með frá
bærri endurræsingu myndabálks
ins í Casino Royale 2006. Síðan kom
hin ömurlega Quantum of Solace,
sem hlýtur að teljast með allra slök
ustu Bondmyndunum. Þá blandaði
eðalleikstjórinn Sam Mendes sér í
málið með glæsilegri 50 ára afmæl
isveislu myndabálksins í Skyfall, en
missti síðan dampinn í Spectre sem
olli nokkrum vonbrigðum, þannig
að samkvæmt þessu er komið að
góðri Bondmynd.
Það leyndi sér varla að Daniel
Craig hundleiddist í Spectre, sem
benti til þess að hann ætlaði að
kveðja Bond með hangandi hendi.
No Time to Die hefst eiginlega í
beinu framhaldi af bæði Spectre og
afstöðu leikarans að henni lokinni.
Nokkur ár eru síðan Bond kom
erkióvini sínum, Blofeld, undir
manna hendur. Bond er hættur
störfum hjá MI6 og nýtur eftirlaun
anna á Jamaíka og hefur því eðli
lega verið sviptur kennitölunni 007
og leyfinu til að drepa, þegar gamall
félagi, Felix Later frá CIA, fær hann
til þess að taka upp fyrri hætti í
einu endanlegu lokaverkefni.
Að hafa hendur í hári Safin, snar
bilaðs náunga, sem venju sam
kvæmt ætlar að tortíma heiminum.
Rami Malek leikur sótraftinn þann
og er hvergi nærri jafn geðþekkur
og Freddie Mercury, sem Malek
lék með tilþrifum fyrir nokkrum
árum. n
Bond verður ekki
í hel komið
Daniel Craig dregur Bond út úr kófinu og kveður að því loknu. MYND/AÐSEND
Sjöfaldur Moore
Af þeim sex leikurum sem
hafa tekið hlutverk Bonds að
sér birtist Roger Moore í
sjö myndum og heldur
enn metinu, þar sem
Daniel Craig lætur
staðar numið við
fimm. Moore eyddi
4.348 dögum sem 007
en Craig toppar hann í
dagatalinu með 4.348
daga eftir No Time to
Die.
Afkastamikill morðingi
Talnaglöggum telst til að
James Bond hafi drepið um
405 skúrka og fúlmenni í
myndabálkinum frá því
Sean Connery reið á vaðið í
Dr. No 1962. Pierce Brosnan
hefur reynst banvænasti
Bondinn, með 135 dráp í
aðeins fjórum myndum.
George Lazenby náði
fimm manns í sinni einu
mynd, Timothy Dalton 23
í tveimur myndum. Roger
Moore kom 90 manns í
gröfina og sálgaði til dæmis
aðeins einum, manninum
með gylltu byssuna, í sam-
nefndri mynd.
Ungfrú 007
No Time to Die þykir ganga lengst, hingað til, í
viðleitninni til þess að hrista karlrembuslepjuna
af Bond enda almennt talið löngu tímabært
að hann stígi báðum fótum yfir í 21. öldina.
Merkingarbærasta breytingin að þessu sinni er
að flytja einkanúmer Bonds yfir á Nomi, sem
Lashana Lynch leikur, enda ærðust einhverjir
óstöðugir við þetta. Barbara Broccoli, fram-
leiðandi myndanna, segir löngu tímabært að
fólk átti sig á og kyngi því að tímarnir eru breyttir
og bendir á að fyrsta bókin um Bond var skrifuð
1952 og að fyrsta myndin hafi komið út 1962.
Nauðgari hennar hátignar
Cary Fukunaga, leikstjóri No Time to Die, talar
enga tæpitungu þegar hann gerir upp skugga-
lega fortíð Bonds í gömlu mynd-
unum og segir hann í raun hafa
verið nauðgara í elstu mynd-
unum. Þannig að þótt uppruna-
legi Bondinn, Sean Connery, sé
enn sá besti að margra mati,
þola myndir hans nútímavið-
horf illa og Fukunaga nefnir til
dæmis atriði í Thunderball
þar sem ágengur Bond tekur
nei engan veginn sem svar
og fær sitt fram með ýtni
og yfirgangi. „Þetta myndi
ekki ganga í dag.“
Alltaf blindfullur
James Bond er annálaður ofdrykkjumaður og
engin hætta á öðru en að í raunveruleikanum
væri lifrin í honum handónýt, taugakerfið í
henglum og hann sjálfsagt dauður úr drykkju.
Daniel Craig er drykkfelldasti Bondinn hingað
til, eftir að hafa sturtað í sig 85 áfengiseiningum
í fjórum myndum. Hann er til dæmis með
26 drykki í Casino Royale og vitaskuld mest í
brenndum vínum. Einna helst vodka martini,
hristum en ekki hrærðum. Craig tók hins
vegar upp á að sulla í Heineken-bjór í Skyfall og
Spectre sem þótti næstum jafn alvarlegt stílbrot
og að úthluta konu 007. Hristur, hrærður, dauður.
Erkifjandinn
Bond hefur tekist á
við halarófu af mikil-
mennskubrjáluðum
illmennum í gegnum
tíðina og þótt margir
vilji meina að hinn gull-
óði Goldfinger sé besti
Bond-skúrkurinn getur
enginn annar en Ernst Stavro
Blofeld, stofnandi S.P.E.C.T.R.E., talist hinn eini
sanni erkióvinur. Blofeld kemur fyrir í nokkrum
bókum og myndum þar sem hann er eftir-
minnilegastur í You Only Live Twice í meðförum
Donalds Pleasence þar sem hann strauk hvíta
kettinum ofan í óvirkum eldfjallagíg í Japan.
Christoph Waltz tók síðast ágætis snúning á Blo-
feld í Spectre, vitaskuld, og eitthvað mun skína í
rúnum rist smetti hans í No Time to Die.
LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 7. október 2021 FIMMTUDAGUR