Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 3. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 103. tölublað . 109. árgangur . HEFUR HELGAÐ SIG JAFNRÉTTIS- BARÁTTUNNI ÞÆGILEG FJARA LAUGAVEGUR- INN ER EINSTÖK LEIÐ HÆSTÁNÆGÐIR MEÐ NÝJU PLÖTUNA 29 ÁRBÓK FERÐAFÉLAGSINS 11KRISTÍN SJÖTUG Í DAG 24 „Stundum þegar þessi hegðun kem- ur fram er það merki um að fari að líða að goslokum en við höfum ekki þessa reynslu af hraungosum áður,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur og prófessor emeritus. Um miðnætti aðfaranótt sunnu- dags urðu eðlisbreytingar í gosinu í Geldingadölum að sögn Páls. Eðlis- breytingarnar lýsa sér í því að stutt hlé koma í gosið og þá dettur alveg niður bæði gasstreymi og kvik- ustreymi. Aðspurður segir Páll hléin í gær hafa staðið í allt frá einni mín- útu og upp í nokkrar mínútur. Í kjöl- farið komi síðan hrinur sem standa í allt að 15 mínútur en Páll bendir á að hrinurnar hafi styst með deginum. Þannig lengjast goshléin meðan gos- hrinurnar styttast. Páll segir að ekki sé beint hægt að skýra hvað sé í gangi, það sé margt sem geti leitt til þessa ástands og allt of snemmt sé að segja til um hvað það sé nákvæmlega sem valdi þess- ari eðlisbreytingu. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði einnig í samtali við mbl.is í gær að þessi breytta hegðun gæti verið vísbend- ing um að farið sé að draga úr gos- virkninni en benti á að einnig gæti verið að gosið væri að leita sér að öðrum stað til að koma upp á yfir- borðið. Þá sendu vísindamenn á Veður- stofunni frá sér tillögu í gær um að hættusvæðið við gosstöðvarnar yrði endurmetið vegna breytinga á gosvirkni. Viðbragðsaðilar á gos- svæðinu munu funda klukkan níu í dag vegna þessa. gunnhildursif@mbl.is »4 Gæti verið merki um að líði að goslokum - Eðlisbreytingar í Geldingadölum - Goshlé lengjast og hrinur styttast Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir Eldgos Gosið í Geldingadölum sýndi sínar fallegustu hliðar aðfaranótt sunnudags en gosvirknin breyttist mikið um helgina. Stutt hlé koma í gosið. Elsti sjómaðurinn á Þórshöfn, Óli Þorsteinsson, og yngsti sjómaðurinn, Arnar Aðalbjörnsson, voru spenntir að komast á haf út. Strandveiðar hófust á mið- nætti og má áætla að um 700 manns hefji veiðar fyrri hluta maímánaðar. Róa má fjóra daga vikunnar, alls 12 daga innan hvers mánaðar, frá maí og út ágúst. Spenntir fyrir fyrsta róðri Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Strandveiðar sumarsins 2021 eru hafnar Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Vél Delta Air Lines lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en það var fyrsta áætlunarflug félagsins til Íslands í sumar. Ferðamenn hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands í sumar og hafa bókanir tekið að hrúgast inn. Óvenju- mikil umferð var á Keflavíkur- flugvelli í gær. Níu vélar komu til landsins, frá níu mismunandi löndum. Erling Aspelund, eigandi Ice- land Encounter, segir að spreng- ing hafi orðið í bókunum þegar ríkisstjórnin tilkynnti að landa- mærin yrðu opin fyrir bólusett- um farþegum frá ríkjum utan Schengen. Hann segir áhugann meiri en þau áttu von á í upphafi og hann hafi strax greint annan tón í fólki í Bandaríkjunum. Erling hefur ekki greint mikinn áhuga frá Evrópu og Asíu enn, en býst við því að þeir markaðir muni taka við sér þótt það verði seinna. Bandaríkin eru komin einna lengst á veg í bólusetn- ingum á heimsvísu og virðist það hafa haft jákvæð áhrif á ferða- vilja fólks. Aðspurður hvort eldgosið hafi haft áhrif á á eftirspurnina segir Erling að það sé erfitt að greina það. Eldgosið hafi án efa vakið meiri athygli á landinu en það sé meira eins og viðbót við allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Mér finnst fólk almennt vera ánægt með hversu vel Íslend- ingar hafa staðið sig í Covid. Þær fréttir hafa skilað sér. Þannig að fólk veit að þetta er öruggur áfangastaður og góður staður til að vera á úti í nátt- úrunni,“ segir Erling. Frá og með 20. maí mun Delta fljúga daglega frá Boston og frá og með 27. maí mun fé- lagið fljúga daglega frá Minnea- polis. Sprenging í bókunum frá Bandaríkjunum - Fyrsta áætlunarflug Delta Air Lines kom í gær - Stór hluti bólusettur MEins og skrúfað væri... »4, 14 _ Um þessar mundir eru að- eins um 800 íbúð- ir auglýstar til sölu á höf- uðborgarsvæð- inu og er það um 60% minna en á sama tímabili í fyrra. Halldór Kári Sigurðarson hag- fræðingur segir takmarkað fram- boð, lága vexti, og breytingar á neyslu í kórónuveirufaraldrinum skýra mjög stuttan sölutíma íbúða. Frá því mælingar hófust hefur það aðeins gerst einu sinni að hærra hlutfall fasteigna selst yfir ásettu verði. Halldór spáir að hækkun fast- eignaverðs á ársgrundvelli fari upp í 12-14% en hægi á þróuninni með haustinu. »12 Markaðurinn leikur við seljendur Halldór Kári Sigurðarson _ Um 42 þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika sem Sena Live hefur selt í streymi síðustu mánuði. Það jafnast á við um það bil 30 stapp- fullar Eldborgar-hallir. Alls hafa þessir tónleikar skilað 130 millj- ónum króna í kassann hjá Senu Live. Sala á einstaka dagskrárliði, Pay Per View, hefur til þessa ekki náð flugi á Íslandi en kórónuveiru- faraldurinn og samkomutakmark- anir breyttu landslaginu. „Við veðj- uðum á að það væri svo mikill þorsti hjá fólki í alvöruviðburði að þetta gæti gengið,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. »6 Miðasalan skilaði 130 milljónum Vinsæll Björgvin á streymistónleikum. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri er bjartsýnn gagnvart því að fyrri hluti sumars verði góður. Bókanir séu farnar að taka við sér snemma sumars og það sé merki um bata. Hann segir fullbratt að segja að ferðasumarið sé hafið en maímánuður líti vel út. Það er mun fyrr en flestir gerðu ráð fyrir. „Þetta er alveg klárlega mjög gott og vonandi að þetta hjálpi Icelandair að komast af stað með sitt Ameríkuflug,“ segir Skarphéðinn. Merki um bata VÍSBENDINGAR UM GOTT SUMAR Skarphéðinn Berg Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.