Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. ári, en þá voru alls 677 bátar með leyfi sem var aukning um 48 leyfi milli ára. Flestir voru bátarnir 759 sumarið 2012. Heimilt er að veiða á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst á handfæri allt að 10 þúsund tonn af þorski, þús- und tonn af ufsa og 100 tonn af gull- karfa eða samtals 11.100 lestir af ós- lægðum botnfiski. Þá er heimilt að veiða 12 daga inn- an hvers mánaðar, 14 klukkustundir á sólarhring, en óheimilt er að róa á strandveiðum föstudaga, laugardaga og sunnudaga. kemur fram á vorið. Það hefur ekk- ert breyst,“ segir Óli. „Já, það kem- ur alltaf spenna þegar maður er að byrja,“ segir Arnar. Arnar hefur verið í kringum sjó- mennina á bryggjunni frá því hann var polli. Þetta er hans annað ár á strandveiðum en hann gerir út á bátnum Sæúlfi NS 38. Hann hefur einnig verið á grásleppuveiðum og verið á sjó hjá Samskipum. Arnar gerir ráð fyrir að fleiri muni stunda strandveiðar í sumar vegna heimsfaraldursins. Svipað hafi verið uppi á teningnum á síðasta Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Sjómennirnir Óli Þorsteinsson og Arnar Aðalbjörnsson voru að gera allt klárt fyrir strandveiðina þegar fréttaritara Morgunblaðsins, Lín- eyju Sigurðardóttur, bar að bryggju á Þórshöfn í gær. Óli er sá elsti sem gerir út frá Þórshöfn og Arnar sá yngsti. Óli verður áttræður á árinu en Arnar varð 25 ára í mars. Strandveiðar hófust á miðnætti og er gert ráð fyrir að um 700 manns hefji veiðar fyrri hluta maímánaðar. Sex bátar áttu að sigla frá Þórshöfn á miðnætti, en gerðu þeir Óli og Arnar ráð fyrir að fleiri myndu bæt- ast í hópinn þegar líður á mánuðinn. Óli hefur stundað sjóinn frá því hann var fjórtán ára gamall og er því með þó nokkra áratugi undir belt- inu. Hann gerir út á bátnum Loka ÞH 52. Þeim sögum fer af Óla að ef hann finnur ekki fisk, þá sé alls eng- inn fiskur í sjónum. „Í fyrra þegar enginn fékk neitt þá sigldi hann fram hjá mönnum bú- inn að taka skammtinn og á leiðinni heim. Og hann er ekkert að nota tölvur eða neitt. Það er bara tólf míl- ur frá Fonti og einhver svona land- mið,“ segir Arnar. Óli og Arnar voru báðir spenntir fyrir fyrsta róðrinum. „Það er svo- lítil spenna sem hleðst upp þegar Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Upphaf Óli Þorsteinsson og Arnar Aðalbjörnsson voru að gera allt klárt við bryggjuna á Þórshöfn í gær. Sá elsti og sá yngsti láta úr höfn í dag - Strandveiðar hófust á miðnætti - 700 manns til veiða Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Sjómenn á Húsavík voru einnig að gera allt klárt fyrir fyrsta dag strandveiða í gær. Veiðar eru heimilar út ágústmánuð á virkum dögum. Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is „Það skein alveg sérstakur kraft- ur í gegn hjá öllum og á andlitum allra þátttakenda svo þetta var al- veg ógleymanleg stund,“ sagði Auður Kjartansdóttir en hún leiddi í gær hóp 126 kvenna sem gengu til styrktar Lífskrafti á Hvannadalshnúk eða Kvennadals- hnúk eins og konurnar kalla hann af þessu tilefni. Aldrei áður hafa jafn margar konur gengið upp á þennan hæsta tind landsins samtímis, en allar 126 konurnar sem lögðu af stað á tindinn komust alla leið á toppinn og gekk gangan að sögn Auðar mjög vel. Þá mun hafa verið ansi kalt á toppnum en að sama skapi segir Auður að veðrið hafi verið dásamlega bjart og fallegt. Kon- urnar lögðu af stað um 20 mín- útur yfir 11 á laugardagskvöldið og voru komnar á toppinn um sjö- leytið í gærmorgun. Auður hefur mikla reynslu af þessum tindi en í gær fór hún í 79. skiptið upp á tindinn. „Ég veit ekki til þess að önnur kona hafi jafn oft og ég farið á þetta fjall,“ sagði Auður. Tilefni göngunnar var söfnun til styrktar nýrri krabbameins- deild Landspítalans. Soffía Sig- geirsdóttir leiðangursstjóri segir söfnunina hafa gengið vel en það mun koma í ljós í vikunni hversu miklu konurnar söfnuðu. „Við er- um bara að vonast eftir krafta- verki, að við náum að safna góðri fjárhæð þannig að við náum að klára þessa uppbyggingu varð- andi að bæta aðstæðurnar á þess- ari nýju krabbameinsdeild,“ sagði Soffía. Ógleymanleg stund á Kvenna- dalshnúk í gær - 126 konur gengu til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans Ljósmynd/Lífskraftur Kvennadalshnúkur Vaskur hópur kvenna á Hvannadalshnúk í gær. Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Útlit er fyrir að skemmdarverk hafi verið framið á Brautryðjandanum, verki Einars Jónssonar myndhöggv- ara, að sögn Ölmu Dísar Kristinsdótt- ur, safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Lágmyndin sem hefur staðið á Austurvelli síðan 1931 situr á fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðs- syni á Austurvelli og er nú orðin gull- lituð. Líklega er um sprey að ræða en að sögn Ölmu Dísar verður að skoða það betur með aðstoð forvarða. „Hér er að minnsta kosti ekki um eðlilegt viðhald á listaverki að ræða og hvorki Listasafn Einars Jónssonar né um- sjónaraðilar listaverka í borgarlands- lagi hafa stofnað til þessarar ásýndar á verkinu en verið er að vinna í að leysa málið.“ Listasafn Einars Jónssonar hefur ekki umsjón með listaverkinu. „Þessi umsjón með útilistaverkum í borginni virðist stundum lenda á milli skips og bryggju hvað ábyrgð varðar,“ sagði Alma. „Þetta verk er á forræði rík- isins og það skiptir gríðarlega miklu máli að fjármagn sé veitt til þess að sinna eðlilegu viðhaldi á útilistaverk- um yfirleitt og að brugðist sé við á þann hátt að listaverk verði ekki fyrir varanlegum skemmdum.“ „Það væri óskandi að fólk hefði annan stað en útilistaverk til að fá út- rás fyrir sköpunarþörfina – líklega er það sameiginlegt úrlausnarefni ríkis og borgar,“ sagði Alma Dís. Upp- runalegu útgáfuna af Brautryðjand- anum má sjá í Listasafni Einars Jóns- sonar á Skólavörðuholti. Skemmdarverk á Austurvelli - Málað yfir Brautryðjandann - Safnstjóri Listasafns Ein- ars Jónssonar ósáttur og segir að unnið sé að lausn á málinu Morgunblaðið/sisi Brautryðjandinn Lágmyndin var mótuð af Einari á árunum 1902-1911.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.