Morgunblaðið - 03.05.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Snertifletir
sem draga
úr smitum
Kynntu þér nanoSeptic á hreint.is
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Elsa Jónsdóttir og fleiri aðilar sem
standa að baki nýrri sköpunarmið-
stöð í Gufunesi, sem ber nafnið
Fúsk, ætla í sumar að byggja gufu-
bað við ströndina í Gufunesi. Borg-
arráð Reykjavíkur samþykkti í síð-
ustu viku að veita Elsu styrk að
fjárhæð kr. 1.000.000 vegna verk-
efnisins.
„Það er að rísa svolítið skemmti-
leg skapandi byggð þarna í Gufunes-
inu,“ segir Elsa og bætir við að fyrst
um sinn ætli þau að fá fólk á svæðinu
til að hjálpa til við að byggja gufu-
baðið og síðan verði þetta staður
fyrir þá sem standi að þeim fjöl-
mörgu skapandi verkefnum sem eru
á svæðinu til þess að kynnast.
Snertiflötur fyrir
skapandi verkefni
„Þannig að það verði í rauninni
einhver snertiflötur þarna. Því það
eru alveg tugir verkefna þarna núna
og allir eru svolítið hver í sínu horni,
þannig að þarna hefur þetta fólk
tækifæri til að koma saman,“ segir
Elsa og bætir við að þegar sköp-
unarmiðstöðin verður komin vel á
veg þá sé ætlunin að halda þar bæði
viðburði og sýningar. Á sama tíma
verði gufubaðið opið. „Þá hefur fólk
ríkari ástæðu til að koma upp eftir
og þá er í rauninni bara meiri dýpt í
því sem er að gerast.“
Elsa segir að fyrst um sinn verði
byrjað á gufunni en þau séu þó opin
fyrir því að gera síðan meira úr
svæðinu. Elsa bendir á að Bambahús
séu einnig staðsett í Gufunesinu og
þau hafi smíðað heita potta úr bömb-
um en það eru plastker sem er hent
eftir að þau koma til landsins með
varning. Elsa segir það þá hugmynd
að búa til heita potta úr slíkum
bömbum fyrir svæðið til viðbótar við
gufuböðin. gunnhildursif@mbl.is
Gufunesið fær
gufubað í sumar
- Verkefnið fékk milljón króna styrk
Gufunes Á þessum slóðum verður
byggt nýtt gufubað í sumar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Salan á afmælistónleikana var til-
tölulega róleg framan af. Við höfð-
um þó allan tímann þá trú að þetta
myndi koma í lokin og það reynd-
ist rétt. Það var alger sprengja í
sölu síðustu dagana og á tónleika-
daginn sjálfan,“ segir Ísleifur B.
Þórhallsson, tónleikahaldari hjá
Senu.
Sala á 70 ára afmælistónleika
Björgvins Hall-
dórssonar á dög-
unum fór fram
úr björtustu von-
um tónleikahald-
aranna. Tónleik-
arnir voru sendir
út í streymi og
„pay per view“
frá Borgarleik-
húsinu og alls
seldust um 9.500
miðar á þá. Ætla
má að margfalt fleiri hafi horft á
tónleikana þar sem aðeins þurfti að
kaupa einn miða fyrir hvert heim-
ili.
Ótrúleg sala síðustu mánuði
Eftir að kórónuveirufaraldurinn
skall á með tilheyrandi sam-
komutakmörkunum hefur reynst
erfitt að bjóða upp á hefðbundnar
skemmtanir. Einn af þeim glugg-
um sem hafa þó opnast er að selja
á stóra tónleika í beinu streymi og
óhætt er að segja að þar hafi Ís-
leifi og hans fólki tekist vel upp.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
grafi var tónninn gefinn með ótrú-
legri sölu á Jólagesti Björgvins og
síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið.
Alls hefur Sena selt um 42 þúsund
miða á fimm tónleika síðustu mán-
uði. Það jafnast á við um það bil 30
stappfullar Eldborgar-hallir og er
þá ótalið að fjölmargir áhorfendur
geta verið að baki hverjum miða.
Einhverju hefur þetta líka skilað í
kassann. Samkvæmt lauslegum út-
reikningum Morgunblaðsins má
ætla að tónleikarnir fimm hafi skil-
að um 130 milljónum króna í miða-
sölu. Hér er um að ræða beina inn-
spýtingu í tónlistargeirann sem
hefur verið svo til lamaður í eitt ár
og ótal störf sköpuð.
Ísleifur segir í samtali við Morg-
unblaðið að þróunin hafi verið
mögnuð síðustu mánuði. „Það má
segja að allt hafi breyst um versl-
unarmannahelgina á síðasta ári. Þá
voru settar nýjar hömlur á með
engum fyrirvara. Fram að því
höfðum við líklega, eins og aðrir,
verið of bjartsýn, biðum of mikið
eftir að ástandið lagaðist og færð-
um viðburði of stutt fram. Þarna
sáum við að við yrðum að finna
nýjar leiðir til að halda viðburði í
Covid-inu, þrátt fyrir takmarkanir
og við þyrftum í raun að hugsa
eins og þær væru komnar til að
vera, að minnsta kosti um fyrir-
sjáanlega framtíð. Upp úr því
bjuggum við til konsept í kringum
fjarhátíðir og virtual-ráðstefnur.
Úr þessari vinnu fæddist einnig
Live from Reykjavík, streym-
ishátíð sem kom í stað Iceland Air-
waves á síðasta ári og gekk vel. Í
framhaldinu fórum við að skoða að
halda Jólagesti og senda þá út í
streymi.“
Þorsti í alvöruviðburði
Hann segir að vilji hafi strax
staðið til þess að gera hlutina al-
mennilega, nóg hafi verið um að
stórstjörnur væru með útsendingar
úr eldhúsinu heima hjá sér á nær-
buxunum. „Við veðjuðum á að það
væri svo mikill þorsti hjá fólki í al-
vöru viðburði að þetta gæti gengið.
Við veðjuðum líka á að það væri
mikið hungur hjá fyrirtækjum að
gera eitthvað fyrir starfsfólk sitt.
Við vissum auðvitað ekkert hvað
myndi gerast en hvort tveggja
reyndist rétt.“
Óvissan var mikil. Þó mikil
reynsla sé af viðburðahaldi hjá Ís-
leifi og hans fólki bendir hann á að
sala á einstaka dagskrárliði (Pay
Per View) hafi aldrei náð flugi á
Íslandi.
„Tæknin var til staðar en það
vantaði bara rétta viðburðinn eða
rétta efnið. Að einhver væri til í að
veðja á það að fólk væri til í að
borga fyrir alvörutónleika heima í
stofu. Við höfðum trú á því að
Jólagestir væri kjörinn viðburður í
þetta konsept og þá varð viðfangs-
efnið að láta þetta ganga upp fjár-
hagslega og takmarka áhættuna.
Við vildum halda Jólagesti í fullri
stærð en miðinn mátti ekki vera of
dýr. Salan þurfti því að vera þeim
mun meiri en auk þess leituðum
við eftir samstarfsaðilum og buðum
listamönnum og starfsfólki árang-
urstengda samninga, sem allir
stukku á og komu á endanum vel
út fyrir alla. Miðasalan gekk strax
mjög vel, ekki síst hjá fyrirtækjum
sem vildu gleðja starfsmenn sína
eftir erfitt ár. Ég hugsa að hátt í
þriðjungur miðanna hafi verið seld-
ur til fyrirtækja og starfsmanna-
félaga.“
Margir að baki hverjum miða
Ísleifur kveðst telja að það hafi
verið ótrúlegt afrek að selja 15
þúsund miða á Jólagesti og er
mjög þakklátur fyrir viðtökurnar.
Hann er þó sannfærður um að
margfalt fleiri en það hafi horft á
tónleikana. „Það voru tíu manna
samkomuhömlur á þessum tíma en
fjölskyldur söfnuðust saman og
gerðu sér glaðan dag. Ég myndi
áætla að meðalfjöldi áhorfenda að
baki hverjum miða hafi verið 4-6.
Það gæti þýtt að einhvers staðar á
bilinu 60-90 þúsund manns hafi
horft á tónleikana. Það er eitthvað
alveg nýtt á Íslandi. Til að setja
það í samhengi höfum við til þessa
verið ánægð með að selja 6-8 þús-
und miða á Jólagesti Björgvins.“
Streymið komið til að vera
Aðspurður segir Ísleifur að
streymistónleikar séu komnir til að
vera. Jafnvel þegar samkomutak-
mörkunum sleppi verði gott að
geta boðið fólki upp á þann val-
möguleika. „Það er aldrei uppselt í
streymið og þetta verður ný vídd
héðan í frá. Ef við fáum einhverju
ráðið þá verður boðið upp á
streymi auk venjulegrar miðasölu.
Það kann að vera flókið varðandi
réttindamál þegar kemur að tón-
leikum erlendra stórstjarna en við
munum að líkindum aldrei halda
tónleika á borð við Jólagesti og
Dívur aftur án þess að bjóða þá
líka í streymi.“
Sneru taflinu við með streymi
- Um 42 þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika sem Sena Live hefur selt í streymi síðustu mánuði
- Fjölmargir áhorfendur að baki hverjum miða - Fólk þyrsti í viðburði eftir samkomutakmarkanir
ey
Jólagestir Björgvins 15.000
Þorláksmessutónleikar Bubba 11.000
Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar 2.000
Valentínusartónleikar Bubba 4.000
Afmælistónleikar Björgvins 9.500
42.000 miðar seldir sem jafnast ávið 30 uppselda tónleika í
Eldborgarsal Hörpu og hefur miðasalan skilað
um 130.000.000 kr.
í kassann
Miðar hafa selst í 25 löndum
Tónleikahaldarar áætla að
60-90 þúsundmanns
hafi horft á Jólagesti
Björgvins
Ísleifur
Þórhallsson