Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Ísey útflutnings þar sem rætt er við
Ara Edwald forstjóra ummikinn vöxt í umsvifum Ísey útflutnings. Auk þess er rætt við
Dr. Björn S. Gunnarsson vöruþróunarstjóra og Ernu Erlendsdóttur markaðsstjóra um
sögu skyrs og sölu á erlendummörkuðum.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
Stóraukin umsvif í skyrsölu erlendis
Heimsókn til Ísey útflutnings ehf.
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá
Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
• MS stofnaði dótturfélag árið 2018 sem tók til starfa sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á síðasta ári
• Framleiðsla og útflutningur á skyri víðs vegar um heim
• Skyrið er vinsæl vara og hefur náð að skjóta rótum sem vinsæl neysluvara í nágrannalöndum og víðar
• Skyrland opnar á Selfossi í sumar þar sem Skyrsafnið verður til húsa
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, var meðal gesta á samkomu í
tilefni af 100 ára afmæli Þórðar
Tómassonar í Skógum í síðustu viku.
Samkoman í Skógasafni var fámenn
enda þurfti að gæta að sóttvörnum
og passa að ekki kæmu fleiri saman
en tuttugu manns.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson, for-
maður stjórnar Skógasafns, bauð
gesti velkomna og færði Þórði vatns-
litamálað heiðursskjal fyrir ævistarf
hans í þágu safnsins og varðveislu ís-
lenskrar þjóðmenningar. Heið-
ursskjalið var unnið af Þórhildi
Jónsdóttur frá Lambey, ríkulega
myndskreytt af munum safnsins þar
sem áttæringurinn Pétursey er í
öndvegi.
Því næst tók Ágúst Sigurðsson
formaður Oddafélagsins til máls og
flutti Þórði heillaóskir félagsmanna
og sæmdi hann fyrsta gullmerki fé-
lagsins í heiðurs- og þakklætisskyni
fyrir störf sín við söfnun, varðveislu
og miðlun menningarminja. Þá flutti
Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís-
lands Þórði fagrar kveðjur fyrir
störf hans og færði honum þakkir
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Blóm frá forsætisráðherra
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður færði Þórði blómvönd
frá forsætisráðherra og safninu veg-
lega bókagjöf í tilefni af afmælinu og
kveðjur frá starfsfólki Þjóðminja-
safnsins.
Þórður tók að lokum sjálfur til
máls og fjallaði um köllun sína í líf-
inu til að láta á sér kræla við björgun
fornrar menningar frá eyðingu og
ævistarf sitt í þágu íslensku þjóð-
arinnar. Að því loknu afhenti Þórður
forsetanum áritað eintak af nýjustu
bók sinni um Stóruborg undir Eyja-
fjöllum og gestum var boðið að
þiggja kaffiveitingar í Samgöngu-
safninu. Þar tók Þór Magnússon
fyrrum þjóðminjavörður til máls og
sagði frá kynnum sínum af Þórði og
vináttu þeirra í gegnum áratugina.
Tímamót Í ræðu sinni á samkomunni fjallaði Þórður um köllun sína í lífinu
til að láta á sér kræla við björgun fornrar menningar frá eyðingu.
Þakkir Guðni Th. Jóhannesson færði Þórði þakkir frá íslensku þjóðinni.
Þórður afhenti Guðna í kjölfarið áritað eintak af nýjustu bók sinni.
Heiður Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður færði Þórði blómvönd frá
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra auk veglegrar bókagjafar.
Forsetinn færði
Þórði fagra kveðju
- Samkoma í tilefni 100 ára afmælis
Kolbrún Bald-
ursdóttir, borg-
arfulltrúi Flokks
fólksins, leggur
til að borgin
bjóði foreldrum
barna og starfs-
fólks Reykjavík-
urborgar sál-
fræðiaðstoð
vegna Covid-19-
smita í leik-
skólum. Er sálfræðiaðstoðin hugs-
uð fyrir foreldra þeirra barna sem
hafa smitast en einnig er lagt til að
hugað verði sérstaklega að þeim
börnum sem smitast hafa af Co-
vid-19 og þeim sé boðin sálfræðiað-
stoð telji foreldrar þörf á. Í tillög-
unni, sem lögð verður fram í
borgarstjórn á morgun, segir að
foreldrar barna sem hafa greinst
hafi án efa fengið áfall og fundið
fyrir miklum ótta en sama má ætla
að gerist hjá starfsfólki. „Það er
brýnt að foreldrum og starfsfólki
standi til boða sálfræðiaðstoð,“ seg-
ir hún.
Leggur til sálfræði-
aðstoð vegna smita
Kolbrún
Baldursdóttir
Sala nýrra fólksbíla í apríl jókst um
tæp 110% miðað við apríl í fyrra.
Nýir fólksbílar á skrá voru 781 en á
síðasta ári voru 372 bílar skráðir í
sama mánuði.
Í ár hafa 2.870 nýir fólksbílar
selst, samanborið við 2.853 á síð-
asta ári. Sala á fyrstu fjórum mán-
uðum ársins hefur aukist um 0,6%
milli ára. Nýorkubílar eru 65,6%
allra seldra nýrra fólksbíla á árinu
en þetta hlutfall var 61% í fyrra. Í
apríl var mest selda tegundin KIA,
með 149 selda fólksbíla.
Sala bíla jókst
um 110% í apríl