Morgunblaðið - 03.05.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Kvöldganga Bjart er orðið langt fram eftir kvöldi og þá er tilvalið að skella sér í gönguferð eftir kvöldmat,
til dæmis eftir Sólarleiðinni sem liggur meðfram Ægisíðu, í gegnum Fossvog og inn Elliðaárdal.
Eggert
Tilefni þessarar
greinar er millifyr-
irsögn í grein Arnórs
Braga Elvarssonar,
„Borgarlína – nægir
léttlína?“ í Morg-
unblaðinu 15. apríl síð-
astliðinn. Þar leggur
hann út frá fullyrðing-
unni „samgöngur eru
þjónusta“ en er það
svo? Stutta svarið er
nei. Samgöngur eru
fólk á ferð.
Hjá hverri þjóð eru framleidd
peningaleg, andleg og félagsleg
verðmæti eða lífsgæði. Hver ein-
staklingur fyrir sig eða í samvinnu
við aðra starfar að þessari fram-
leiðslu og ferðalög milli staða eru
hluti af þeim störfum. Til að þessi
framleiðsla sé möguleg og skilvirk
leggur samfélagið fé til vega og
annarra innviða, þar með almenn-
ingssamgangna, til að virkja þá ein-
staklinga sem ekki hafa tök á að
ferðast nauðsynlegar vegalengdir á
skömmum tíma með öðrum hætti.
Jafnframt leggur þjóðfélagið fé til
reksturs og viðhalds þessara inn-
viða.
Markmið þjóðfélagsins með
þessum fjárveitingum er að tryggja
fólki lágmarksferðatíma og með því
er hámörkuð fram-
leiðni í þjóðfélaginu.
Við val fjárfestinga
gilda hagkvæmnisjón-
armið eins og við hag-
ræðingu hjá fram-
leiðslufyrirtækjum.
Rekstur samgöngu-
kerfis er þjónusta,
kerfið sjálft er innviðir
og að hanna það er
hagræðing þess hluta
framleiðsluferlis sem
fólkið í umferðinni
vinnur að.
Ísland er fámennt smáríki langt
frá öðrum. Ferðakostnaður og
flutningskostnaður milli Íslands og
annarra landa er því hár. Vegna fá-
mennis hefur Ísland afar takmörk-
uð áhrif á markaðsverð þeirra
markaða þar sem þjóðin á viðskipti
og verður því að standa sjálf undir
kostnaðinum við alla flutninga til
og frá öðrum löndum. Þetta skerðir
samkeppnishæfni landsins gagn-
vart öðrum þjóðum. Stuttur ferða-
tími milli heimilis og vinnu er eitt
af því fáa sem veitir okkur sam-
keppnisforskot og því verðum við
að halda við.
Sterk tengsl eru talin vera milli
efnahagslegrar velferðar í sam-
félögum og ferðatíma. Í mörgum
stórborgum Bandaríkjanna er talið
að einungis 6% vinnuafls geti
ferðast milli heimilis og vinnu-
staðar með einkabíl á innan við 45
mínútum. Hins vegar munu um 2/3
geta farið sömu ferð með almenn-
ingssamgöngum á sama tíma. Þetta
þykir nokkuð gott í alþjóðlegum
samanburði. Við þessar aðstæður
getur borgað sig fyrir samfélagið
að bæta almenningssamgöngur
þótt það kosti einhverja töf fyrir þá
fáu sem nota einkabílinn. Hér á
höfuðborgarsvæðinu háttar hins
vegar svo til að um 4/5 vinnuafls
ferðast til vinnu á einkabíl á miklu
styttri tíma en tíðkast erlendis og
einungis um 1/20 fer með almenn-
ingssamgöngum. Þá er tilgangs-
laust að líta til erlendra borga segj-
andi: þeir eru að gera þetta, við
þurfum að gera það líka. Aðstæður
eru aðrar, við þurfum að vinna út
frá því.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu
var tiltölulega greið lengi en kring-
um aldamótin síðustu fór að bera á
umferðartöfum og nú eru þær svo
miklar orðnar, vel yfir 20 milljarða
króna kostnaður á ári og vaxandi,
að það ógnar þjóðarhag. Við svo
búið má ekki standa.
Bílaeign og umferð hefur aukist
hratt hér á landi á undanförnum
áratugum, hraðar en nemur mann-
fjölgun. Bílar í umferð geta hins
vegar ekki orðið fleiri en gild öku-
skírteini og má því búast við
ákveðnum mettunaráhrifum hvað
umferð varðar. Þjóðinni hefur líka
fjölgað hratt og spáð að svo verði
áfram í nokkur ár en hægi síðan á
sér. Frjósemi íslenskra kvenna,
eins og það heitir á máli spámanna,
mun vera komin niður í 1,8 þannig
að fólki af íslenskum uppruna mun
fækka en fjölgun þjóðarinnar ræðst
af innflutningi erlendra. Spáð er að
eftir 2060 verði fjölgun afar hæg og
vegna takmarka á fjölda gildra
ökuskírteina vex umferðin þá varla
hraðar að meðaltali. Þó mun hún
sveiflast áfram með þjóðarfram-
leiðslu, enda er umferð hluti af
framleiðslustörfum þjóðarinnar.
Áhugafólk um samgöngur fyrir
alla (ÁS) hefur lagt fram tillögur
um aðgerðir í gatnakerfi höf-
uðborgarsvæðisins, bæði breikkun
vega og mislæg gatnamót til að
ráða bót á þessum umferðartöfum.
Hluti tillagnanna kemur í stað
stokka sem gert er ráð fyrir í sam-
göngusáttmálanum og bæta lítið úr
töfum en eru svo dýrir að um er að
ræða hreina sóun sem nemur
mörgum milljörðum. Með þessum
framkvæmdum ætti að vera hægt
að halda umferðartöfum vel undir
því marki sem þær eru komnar í nú
fram yfir 2060.
ÁS telur einnig að stytta þurfi
ferðatíma með almennings-
samgöngum og bæta aðbúnað far-
þega á biðstöðvum. Því hefur ÁS
lagt fram tillögur um annað fyr-
irkomulag borgarlínu; létta borg-
arlínu, sem getur sparað allt að 80
milljörðum króna í fjárfestingar.
Þetta fyrirkomulag er auk þess
mun fljótlegra í framkvæmd og
sveigjanlegra ef óvæntar breyt-
ingar verða á tækni. Framtíðin er
nú orðin allt önnur en hún var vön
að vera og hefur aldrei breyst jafn
hratt. Því er sveigjanleiki nauðsyn.
Með þessu fyrirkomulagi er líka
miklu minni hætta á að hægist á
verkinu eða framkvæmd stöðvist í
miðjum klíðum ef skyndilega kem-
ur upp að leggja þurfi meira fé í t.d.
heilbrigðiskerfið.
Tillögur ÁS eru skynsamlegar og
þær ber að kostnaðar- og ábata-
greina með hliðsjón af þjóðarhag
með sama hætti og þær tillögur
sem hafa legið fyrir og eru nú tald-
ar í samgöngusáttmálanum.
Eftir Elías Elíasson » Sterk tengsl eru tal-
in vera milli efna-
hagslegrar velferðar í
samfélögum og ferða-
tíma.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Eru samgöngur þjónusta?
Ný sókn atvinnulífsins og
endurreisn efnahagskerfisins
er fram undan. Verkefni hag-
stjórnar á næsta kjörtímabili
til ársins 2025 verður að
skapa grundvöll fyrir nægan
hagvöxt til að ná atvinnu-
leysinu niður og auka efna-
hagsleg lífsgæði þjóðarinnar.
Auka þarf gjaldeyristekjur,
verðmætasköpun og fjölga
störfum í einkageiranum.
Farsælasta leiðin er leið vaxt-
ar en ekki leið aukinna opinberra um-
svifa og skattlagningar.
Í greinaskrifum að undanförnu hafa
Samtök iðnaðarins teflt fram þeim
fimm málefnum sem helst hafa áhrif á
framleiðni og samkeppnishæfni hér á
landi; menntun, innviðir, nýsköpun,
starfsumhverfi og orku- og umhverf-
ismál. Í hverju þessara málefna hafa
samtökin lagt fram tillögur að umbót-
um sem ætlað er að efla samkeppn-
ishæfni Íslands. Tillögurnar eru 33 tals-
ins og eru þær til þess fallnar að örva
verðmætasköpun fyrirtækja í landinu
sem leiðir til þess að ný eftirsótt störf
verða til sem og aukin verðmæti.
Nýtt álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
fer saman við álit Samtaka iðnaðarins á
þeim efnahagsvanda sem við okkur
blasir. Nú þarf að nýta tækifærið til að
byggja undir fjölbreyttara og sterkara
atvinnulíf í stað þess að leitast við að
endurreisa hagkerfið eins og það var.
Nú er rétti tíminn til að byggja upp
nýjar greinar og auka þannig fjöl-
breytni í íslensku efnahagslífi. Samtök
iðnaðarins hvetja til þess að tækifærin
verði sótt í orkusæknum iðnaði og hug-
verkaiðnaði með markaðssókn til að
laða að erlenda fjárfestingu.
Á grundvelli þess orkusækna iðnaðar
sem þegar er á Íslandi og hefur byggst
upp á mörgum áratugum er hægt að
sækja fram. Fjölmörg tækifæri eru í
útflutningi á orkuþekkingu og grænum
lausnum. Hugverkaiðnaður hefur vaxið
undanfarin ár og er hann nú orðinn
raunveruleg stoð í gjaldeyrisöflun hag-
kerfisins. Ólíkt öðrum stoðum útflutn-
ings þá byggir hugverkaiðnaður ekki á
nýtingu auðlinda heldur á því að virkja
hugvitið til sköpunar verðmæta og
starfa. Með hliðsjón af því liggja helstu
vaxtarmöguleikarnir í atvinnulífi og í
útflutningi á sviði hugverkaiðnaðar. Ef
rétt er á málum haldið og réttar
ákvarðanir verða teknar þá verður hug-
verkaiðnaður stærsta útflutningsgrein
Íslands í framtíðinni. Að tryggja að svo
geti orðið er stærsta efnahagsmálið.
Það ætti að vera keppikefli þeirra
sem halda munu um stjórnartaumana
að þingkosningum loknum að atvinnu-
lífinu verði gert enn betur kleift að
sækja tækifærin og skapa aukin verð-
mæti þannig að ný og eftirsótt störf
verði til. Hindranir sem hefta vöxt at-
vinnulífsins munu einungis tefja end-
urreisnina.
Með þeim umbótum sem Samtök iðn-
aðarins leggja til að ráðist verði í eflum
við samkeppnishæfni Íslands og verð-
um betur í stakk búin til að endurreisa
hagkerfið. Það er rík ástæða til að
hvetja þá sem nú sækja fram á vett-
vangi stjórnmálanna að horfa til þess-
ara umbótatillagna.
Eftir Árna Sigurjónsson
og Sigurð Hannesson
»Nú þarf að nýta tæki-
færið til að byggja und-
ir fjölbreyttara og sterkara
atvinnulíf í stað þess að
leitast við að endurreisa
hagkerfið eins og það var.
Árni
Sigurjónsson
Árni er formaður Samtaka iðnaðarins og
Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins.
Leið vaxtar er
farsælasta leiðin
í endurreisninni
Sigurður
Hannesson