Morgunblaðið - 03.05.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
Í fyrri grein minni
um þetta efni var
fjallað um tekjuþróun
og tekjusamsetningu
þeirra landsmanna
sem orðnir eru 67 ára.
Þar kom m.a. fram að
landsmenn eru nú að
afla sér meiri lífeyr-
isréttinda en þeir sem
eldri eru og að það
mun hafa áhrif á
tekjuþróun til fram-
tíðar. Fram kom að þeim sem ein-
ungis njóta lífeyris úr lífeyr-
issjóðum hefur fjölgað meðan þeim
sem einungis þurfa að treysta á líf-
eyri frá Tryggingastofnun hefur
fækkað. Enn þá er stærsti hóp-
urinn þeir sem fá lífeyri bæði frá
lífeyrissjóði og Tryggingastofnun
en fjöldinn hefur nær staðið í stað
á undanförnum árum.
En hvar standa eldri borgarar á
Íslandi gagnvart öðrum lands-
mönnum í tekjulegu tilliti? Skatt-
urinn birtir tölur um dreifingu ein-
staklinga niður á tekjutíundir.
Tekjur landsmanna eru að sjálf-
sögðu mjög mismunandi, þótt
tekjudreifing Íslendinga sé minni
en í flestum öðrum löndum. Mælt
með Gini-stuðli, sem er einn mest
notaði staki mælikvarði á ójöfnuð
tekna, var Ísland í fjórða sæti
OECD-landa árið 20171. Tekjur eru
mismunandi eftir aldri og gögn
Skattsins ná til allra framteljenda
frá 16 ára aldri. Það hefur áhrif á
tekjudreifinguna að 85% af 16 ára
framteljendum og yfir 8.000 fram-
teljendur 18 ára og yngri eru í
neðstu tekjutíundinni, margir með
litlar sem engar tekjur. Þetta verð-
ur að hafa í huga við mat á þeim
tölum sem hér eru til umræðu.
Væri tekjudreifing landsmanna
jöfn eftir aldri ættu 30% allra ald-
urshópa að vera með tekjur í
neðstu þremur tíundunum, 30% í
þremur efstu og 40% þar á milli.
Skilin á milli eru sýnd með bláum
strikum á mynd 1. Af eldra fólki er
það einungis í hópi 85 ára og eldri
þar sem hlutfall í
neðstu þremur tíund-
unum er hærra en
30%. Aftur á móti er
einungis tíundi hluti
allra eldri en 75 ára í
efstu þremur tíund-
unum. Af þessum töl-
um má sjá að mikill
meirihluti sjötugra og
eldri eru með tekjur
sem raða þeim um
miðbik tekjudreif-
ingar allra lands-
manna.
Ef neðsta tekjutí-
undin er athuguð sérstaklega þá er
mikill meirihluti þeirra sem þar
eru ungir að árum eins og áður er
komið fram. Innan við 2.300 manns
sem eldri eru en 70 ára teljast
vera í neðstu tíund, 7,3% af þeim
sem þar eru og 5,8% af framtelj-
endum sem eru eldri en 70 ára.
Það er einungis í elsta hópnum, 85
ára og eldri, þar sem hlutfall fólks
í neðstu tíund er umtalsvert hærra
en hjá meginþorra landsmanna.
Tæplega 12% 85 ára og eldri telj-
ast í neðstu tíund, sama hlutfall og
gildir um þá sem eru 25-29 ára og
mun lægra en það er hjá þeim sem
eru yngri en það.
Á mynd 2 sést að nokkur munur
er á milli kynjanna þótt heild-
armyndin sé keimlík. Hærra hlut-
fall kvenna en karla í neðstu þrem-
ur tíundunum endurspeglar lægri
tekjur og atvinnuþátttöku kvenna
en karla meðan þær voru á vinnu-
aldri.
Þessar upplýsingar sýna að
tekjudreifing eldri borgara á Ís-
landi er ekki ýkjafrábrugðin því
sem gildir um aðra fullorðna íbúa
landsins ef þeir sem eldri eru en
85 ára eru undanskildir. Hjá þeim
hópi fer saman að söfnun lífeyr-
isréttinda þeirra var ekki sam-
bærileg yfir stærri hluta ávinnslu-
tíma lífeyris en gildir hjá þeim sem
á eftir komu og svo hitt að at-
vinnuþátttaka kvenna var lægri en
hún síðar varð.
Fróðlegt er að bera kjör eldri
borgara hér á landi saman við
jafnaldra þeirra í nágrannalönd-
unum2. Þegar þeir eru skoðaðir sem
eru 75 ára og eldri er sérstaða Ís-
lands augljós. Viðmiðið er 60% af
miðgildi tekna á einstakling að
teknu tilliti til millifærslutekna.
Þeir sem hafa minni tekjur en það
eru taldir vera í áhættu varðandi
fátækt. Hlutfallið var lægst á Ís-
landi, 2,6%. Til samanburðar var
það 12,7% í Noregi, 15,8% í Dan-
mörku, 19,9% í Svíþjóð og 21,4% í
Finnlandi.
Þróun tekna eldri landsmanna
sýnir svo ekki verður um villst
hvernig söfnunarfyrirkomulag og
raunávöxtun lífeyrissparnaðar er að
breyta tekjumynd þeirra sem hætt-
ir eru að afla sér tekna á vinnu-
markaði. Hlutverk Tryggingastofn-
unar sem öryggisnet fyrir þá sem
ekki hafa aflað sér lífeyris þar fer
sífellt minnkandi. Þannig var þetta
fyrirkomulag hugsað. Þrátt fyrir
það er því stundum haldið fram að
mikið óréttlæti sé fólgið í því að
ellilífeyrisgreiðslur frá Trygg-
ingastofnun ríkisins skerðist af öðr-
um tekjum hjá þeim sem hafa náð
þeim aldri að eiga hugsanlega rétt
á þeim.
Þær upplýsingar sem hér hafa
verið settar fram sýna að ef verða
ætti við kröfum um að ellilífeyrir
frá Tryggingastofnun ætti ekki að
skerðast af öðrum lífeyristekjum
mundi það verða til þess að í ein-
hverjum tilvikum færi tilfærsla til
lífeyrisþega frá þeim sem er með
lægri tekjur til þess sem væri með
hærri tekjur fyrir. Það væri glap-
ræði að gera breytingar á því fyr-
irkomulagi um skerðingu ellilífeyris
frá Tryggingastofnun sem nú gild-
ir, nema ef til vill fyrir þá sem nú
eru eldri en 80-85 ára og þá sem
tímabundna ráðstöfun vegna þess
að þeir einstaklingar hafa búið við
lakari uppsöfnun lífeyrisréttinda en
þeir sem á eftir þeim koma.
Séreignarsparnaður hefur farið
vaxandi á undanförnum árum og
hann mun einnig breyta tekjum líf-
eyrisþega framtíðarinnar þótt hann
hafi að hluta verið notaður til að
takast á við tímabundin áföll og til
að færa frjálsan lífeyrissparnað yfir
í eignamyndun í íbúðarhúsnæði. Þá
má ekki gleyma því að starfslok
munu að öllum líkindum verða
sveigjanlegri á næstu árum og þá
þannig að starfsaldurinn lengist,
m.a. vegna bættrar heilsu og lengri
ævilengdar en ekki síst vegna vilja
fólks til að gera gagn lengur en nú-
verandi reglur miðast við.
1 OECD (2021), Income inequality (indica-
tor). doi: 10.1787/459aa7f1-en (Sótt 29.
mars 2021). Einungis Slóvenía, Slóvakía
og Tékkland eru með lægri Gini-stuðul
en Ísland.
2 Heimild: Eurostat, EU-SILC, lífs-
kjarakönnun ESB. Nýjustu tölur um Ís-
land eru fyrir árið 2018.
Kröpp kjör? – Tekjuleg staða
eldri borgara miðað við aðra aldurshópa
Eftir Sigurður
Guðmundsson » Þessar upplýsingar
sýna að tekjudreif-
ing eldri borgara á Ís-
landi er ekki ýkjafrá-
brugðin því sem gildir
um aðra fullorðna íbúa
landsins.
Sigurður
Guðmundsson
Höfundur er skipulagsfræðingur
BES M Phil.
Heimild: Skatturinn
Gunnar stóðst ekki mátið að gera
smá grín í einum kaffitímanum í
vinnunni að áhugamáli Jónu númer
tvö, eins og þau gjarnan spauguðu
með. Strákarnir
hristu bara hausinn.
„Hvað! Er þetta það
sem við eigum von
á?“ Gunnar sagði
þeim: „Já, nema þið
hoppið á vagninn
með Gráa hernum og
styrkið þá í málsókn-
inni um að afnema
allar skerðingar elli-
lífeyris og að dómur
falli þeim í vil.“ Svo
hélt Gunnar áfram:
„Ég var nú búinn að
reikna með að lækka
eitthvað í tekjum
þegar ég hætti að
vinna og sæki um
ellilífeyrinn hjá TR,
svona um áttrætt ef
Guð lofar. Gerði ráð fyrir að hafa
um 80% af núverandi tekjum. Jóna
mín, sem er búin að skoða þetta vel
og er töluglögg, sagði að ég myndi
enda með 60%. Lækka um 40% þeg-
ar ég færi á ellilaun. Þetta er tær
snilld hjá þeim. Fyrir hverjar 100
þúsund krónur sem ég hef í lífeyr-
istekjur lækka þeir ellilífeyrinn til
mín um 45 þúsund krónur. Jóna
segir að hjá mér muni þeir lækka
ellilaunin um 135 þúsund á mánuði,
það er um rúmlega helming.“
Strákarnir hristu hausinn áfram.
„Hvað er í gangi?“
„Ég má reyndar
vinna mér inn 100
þúsund krónur á
mánuði. Í lögunum
er það kallað sér-
stakt frítekjumark
atvinnutekna og er
fyrir þá sem hafa
vinnu, fá eftirlaun
frá fyrirtæki eða
stofnun og fyrir þá
ellilífeyrisþega sem
fá atvinnuleys-
isbætur frá Vinnu-
málastofnun. Jónas
mætti sem sagt
borga mér þessa
upphæð og kalla eft-
irlaun, það er í lagi,
en ég verð utangátta
með lífeyrissjóðstekjurnar.“ Gunnar
leit augnablik til Jónasar, yppti öxl-
um og brosti. Jónas forstjóri, sem
gjarnan sat með þeim í kaffitímum,
er lausnamiðaður maður og tölug-
löggur eins og Jóna. Hann hafði sig
ekki í frammi í umræðunum, var
hugsi, en brosti góðlátlega að tillögu
Gunnars.
Tómas Láruson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Sérstakt frítekjumark
atvinnutekna
Tómas Láruson