Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 03.05.2021, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 Með rannsókninni var leidd fram í dagsljósið áður ókönnuð stoð undir atvinnulíf þjóðar en um leið ítrekað að menning og listir hafa óáþreif- anlegt gildi sem aldrei verður metið til fjár. Það var vitað árið 2011 að atvinnu- greinar menningar höfðu sótt í sig veðrið en það sem kom á óvart var hversu stór hlutur þeirra var í atvinnu- og efnahagslífi Íslend- inga. Á þeim áratug sem er liðinn hefur vegur íslenskra lista- manna og fyrirtækja í skapandi greinum auk- ist, hvort sem við lítum á verðlaunaafhend- ingar sem mælikvarða eða erlendar fjárfest- ingar. Atvinnuvegur í sókn Á þessum tímamót- um vitum við að skapandi greinar eru í sókn og störfum hefur fjölgað jafnt og þétt. Rannsóknir erlendis sýna að skapandi greinar vaxa hrað- ar en aðrar atvinnugreinar, eru sveigjanlegri, m.a. á krepputímum, og skapa virðisauka innan annarra greina. Listir og skapandi greinar leika einnig stórt hlutverk í þeim breytingum sem fjórða iðnbyltingin kallar á. Þær skapa inntak fyrir tækninýjungar. Við vitum að um 15.000 manns starfa í atvinnugreinum menningar og við vitum að aukinn árangur í út- flutningi á afþreyingar- og menning- arefni er að búa til aukna veltu. Rannsóknir eru nauðsynlegar Á Íslandi skortir okkur hins vegar tilfinnanlega rannsóknir á bæði hag- rænum og félagsfræðilegum þáttum og listrænum áhrifum menningar. Fyrir áratug stóðu vonir til þess að krafti yrði hleypt í rannsóknir og kerf- isbundna tölfræðisöfn- un. Það var ákall eftir því að þessi nýskil- greindi atvinnuvegur fengi stuðning við rannsóknarmiðstöð eins og aðrir atvinnu- vegir í landinu. Það hefur enn ekki gengið eftir en jarðvegurinn er til staðar. Afmælisgjöfin Núverandi rík- isstjórn setti sér skýr markmið um að efla listir og skapandi greinar í stjórnarsáttmála sínum. Hún hefur eflt Hagstofu Íslands til að vinna að útgáfu hagvísa atvinnugreina menn- ingar. Útgáfa nýrrar kvikmynda- stefnu 2020 – 2030 var til fyr- irmyndar. Margar fleiri aðgerðir hafa verið ræddar og vonandi verða sem flestar þeirra að veruleika áður en kjörtímabilið er úti. Háskólinn á Bifröst í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands og Samráðsvettvang skapandi greina og Bandalag ís- lenskra listamanna sendu nýverið frá sér tillögur til mennta- og menn- ingarmálaráðherra um að koma á rannsóknar- og þekkingarsetri um skapandi greinar. Það væri verðug gjöf til þjóðar á 10 ára afmæli kort- lagningarinnar sem vísað er til hér í upphafi. Látum ekki annan áratug líða án öflugs rannsóknarumhverfis sem getur hjálpað til við að marka stefnu og taka upplýstar ákvarðanir. Tíu ára afmæli Eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur » Í dag eru 10 ár síðan skýrslan „Kortlagn- ing á hagrænum áhrif- um skapandi greina“ kom út. Anna Hildur Hildibrandsdóttir Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. annah@bifrost.is Ég á það til að dreifa lestri mínum og almennt „upp- og inntöku“ upplýsinga yfir svolítið víðfeðman flóa. Ólíkar sögur, rannsóknir, heimspeki og ljóðræna. Forneskja og jarteikn. Sambland alls kyns mennsku úr ljósi og skugga. Iðu- lega með nokkuð margar bækur við rúmfjölina og eina eða tvær í gangi á lesbrettinu. Svo heimsæki ég flóann reglulega. Nú nýlega hef ég verið með Fjandafælu Jóns Guðmundssonar lærða frá 1611 uppi við, en hana var konan mín svo yndisleg að herja út úr Árnastofnun og koma á prent. Erindi Jóns bera dásam- legt vitni um innra myrkur mið- alda og stöðuga viðleitni „ljós- bera“ til að draga stafi, móta orð og magna kenndir sem settu innri dimmu í samhengi og siguðu henni út. Þrjár aðrar aðeins nýrri er ég að rýna sem gefa mynd af sög- unni. Ævisögu Sigurðar Ingj- aldssonar frá Balaskarði, Ævisögu Þor- leifs í Hólum og svo bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili um Íslenska þjóðhætti. Allt prýðisuppskriftir að sigi í fuglabjörg fortíðar. Svo er ég í bókaklúbbi sem nú les Dyrnar eft- ir Mögdu Szabó – magnaða frá- sögn um sam- skipti og sam- band tveggja kvenna. Dásamleg frá- sögn og frá- bær þýðing Guðrúnar Hann- esdóttur. Aðra kláraði ég þar nýlega sem var bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslækur. Er aðdáandi Bergsveins sökum efn- istaka hans og stílbrigða. Tvær bækur hafa verið mér ofarlega í huga síðustu mán- uði sem tengj- ast geðheil- brigðismálum. Annars vegar bók dr. James Davies „Cracked – Why Psychiatry Is Doing More Harm Than Good“ og hins vegar bók blaðamannsins Michael Poll- an „How to Change Your Mind“. Bók Davies er gagnrýnin á hina rúmlega 100 ára nálgun geðlækn- isfræðinnnar og byggir á viðtölum við ritstjóra síð- ustu grein- ingakerfa – ákaflega vel skrifuð og nánast eins og spennusaga aflestrar. Bók Poll- ans hefur notið mikilla vinsælda en í matarboði í Beverly Hills heyrir Pollan á tal tveggja sál- fræðinga um endurkomu og áhrifamátt vitundarvíkkandi efna. Hann verður áhugasamur og ákveður að rekja mörg þús- und ára sögu notkunar á efn- unum, allt frá sakramentum ætt- bálka í Suður-Ameríku, gegnum tilraunir blómabarnanna sem Nixon lokaði á til okkar daga þegar endurkoma þeirra sem lyfja er yfirvofandi. Pollan prófar áhrifin og ólíkar leiðir sjálfur og óhætt er að segja að frásögnin sé áhugaverð og e.t.v. fyrirboði um veröld sem verður. Að end- ingu er ég að lesa ljóðabók Bjargar Björns- dóttur, Ár- hringur. Þar sem mýkt og mennska finnur sér rými í rútínu sól- argangs og snúningi jarðar – árinu. Rangur texti birtist undir nafni Héðins í Sunnudagsblaðinu í gær. Hér er rétti textinn. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Höfundur er stefnumót- unarséfrfæð- ingur í forsæt- isráðuneytinu og formaður Geðhjálpar. HÉÐINN UNNSTEINSSON Orð úr ólíkum áttum Þegar ég kom aust- ur fyrir sanda í hópi kvenna sem ætla að ganga á Hvannadals- hnjúk til að bæta að- búnað fólks með krabbamein rakst ég á leiðara í föstudags- mogga um tillögur Viðreisnar um aukið evrópskt samstarf. Þær eru sem kunnugt er settar fram til að styrkja stjórn peningamála, auka stöðugleika fyrir almenning og auðvelda atvinnulífinu að hlaupa hraðar. Við lesturinn kom mér helst í hug að ritstjórarnir hefðu ekki séð til sólar í langan tíma. Ekkert var fjallað um kjarnaefni tillagnanna heldur voru rangtúlkanir og afbak- anir endurteknar sem virðast orðn- ar að hugmyndafræði blaðsins og Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Tillögur Viðreisnar eru tvær og fela í sér nýja nálgun í ljósi nýrra aðstæðna. Við þurfum að skapa meiri verðmæti í þjóð- arbúinu og endurreisa fjárhag ríkissjóðs. Í því langtímaverkefni þarf að nýta betur evr- ópskt samstarf. Stöðugleiki Fyrri tillagan er meira aðkallandi. Í henni felst að fara af fullum þunga í viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Á síð- asta ári jukust skuldir ríkissjóðs um 45 milljarða vegna gengisbreytinga. Þá hefur ríkissjóður þegar tekið er- lend lán upp á tugi milljarða með tilheyrandi gengisáhættu. Hugmyndin er að nota krónuna enn um sinn en leita eftir svipuðu stöðugleikasamstarfi og Danir hafa gert. Þeir eru ekki aðilar að evr- ópska myntbandalaginu. Prófessorarnir Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stef- ánsson settu fyrst fram hugmynd af þessu tagi fyrir tveimur áratugum. Fyrir þrettán árum benti Björn Bjarnason á þann möguleika að Ís- land myndi sækja um aðild að myntbandalaginu og færði skýr lagaleg rök fyrir því. Við í Viðreisn teljum rétt að taka varfærnara skref í byrjun. Tvær leiðir Við teljum brýnt að gera þetta núna vegna þess að það eru tvær leiðir til að taka á þeim vanda sem blasir við. Önnur leiðin er sú sem við leggj- um til. Með henni tryggjum við langþráðan stöðugleika og lægri vexti líkt og helstu nágrannaþjóðir okkar njóta svo fólk á Íslandi hætti að margborga íbúðirnar sínar. Stöðugur gjaldmiðill er forsenda þess að unnt sé að beita ríkissjóði eins og ríkisstjórnin hefur gert án þess að stórhækka skatta og opna á heimildir til fjármagnshafta. Hin leiðin er sú sem ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun sinni. Þar er gert ráð fyrir um fimmtíu milljarða skattahækkun á næsta kjörtímabili. Kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins er sem sagt fimmtíu milljarða skattahækkun. Meg- inástæðan er óstöðug króna og of lítill hagvöxtur. Þessi tala mun hækka verulega ef fram heldur sem horfir; að verðbólga aukist og vextir hækki. Hvað skýrir þögn Morgunblaðsins? Til viðbótar þessum boðuðu skattahækkunum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn lagt fram frumvarp til að treysta krónuna. Lausnin er að gefa Seðlabankanum ótakmarkað vald til þess að setja á viðamikil gjaldeyrishöft án lýðræðislegrar umræðu. Allir vita af skaðsemi hafta fyrir atvinnulífið. Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lagt fram frumvarp um skerð- ingu á lífeyrisréttindum sem knýr niður ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða. Lífeyrisþegar borga brúsann. Skattahækkanir, höft og skerðing lífeyrisréttinda. Morgunblaðið hefur ekki vikið einu orði að þessum efna- hagsráðstöfunum Sjálfstæðisflokks- ins því blaðið veit að þær ganga ekki upp. Ritstjórarnir ræða ekki kjarnann í tillögum Viðreisnar. Ástæðan er einföld. Geri þeir það verða þeir að bera saman leið Viðreisnar og rík- isstjórnarinnar. Frekar vilja þeir hafa asklok fyrir himin. Þjóðin ráði en ekki Moggi og fylgitungl hans Seinni tillaga Viðreisnar snýst um að þjóðin fái að ákveða næsta skref. Hvort það eigi að byrja við- ræður um fulla aðild að ESB. Það kallar á vandaðan undirbúning sem tekur tíma. Rannsókn fræðimanna við Há- skóla Íslands sýnir að þorri fólks telur sig ekki hafa næga vitneskju til að taka upplýsta ákvörðun um aðild Íslands að ESB. Það þarf að taka alvarlega. Því leggjum við til að hefja ferlið með því að kalla til sérfræðinga sem meta þýðingu fjöl- þjóðasamvinnu fyrir Ísland í fram- tíðinni. Hvernig við getum örvað við- skipti, bætt efnahag og tryggt bet- ur framgang markmiða Íslands í loftslagsmálum, en ekki síður styrkt fullveldi landsins eins og við gerð- um með fullri aðild að Atlantshafs- bandalaginu, EFTA, Sameinuðu þjóðunum og Norðurlanda- samstarfi. Við höfum ekki tekið ný skref í alþjóðasamvinnu í þrjátíu ár en heimurinn hefur breyst. Grundvall- aratriðið er að þjóðin ráði för. Ég hefði talið að harðir andstæð- ingar Evrópusamvinnunnar myndu fagna því að fá tækifæri til að fá þjóðina í lið með sér. Viðreisn hvorki ætlar né getur ráðið mála- lyktum. Við erum aftur á móti reiðubúin til að vera í forystu fyrir málefnalegri umræðu. Ritstjórar Morgunblaðsins eru á móti eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Það má ekki ræða áskoranir nýs tíma og það má alls ekki færa vald- ið í svo veigamiklu máli til fólksins í landinu. Þar ráða aðrir hagsmunir för. Framtíðin liggur ekki í ákvörð- unum sem teknar eru í lokuðum bakherbergjum á grundvelli sleggjudóma og fyrirmæla ritstjóra Morgunblaðsins. Lýðræðið er ein- faldlega sterkara en svo. Þegar Mogginn sér ekki til sólar Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Við höfum ekki tekið ný skref í alþjóða- samvinnu í þrjátíu ár en heimurinn hefur breyst. Grundvallaratriðið er að þjóðin ráði för. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.