Morgunblaðið - 03.05.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021
✝
Sigríður
Sveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. nóvember 1946.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 18. apríl 2021.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Þor-
gerður Sveins-
dóttir kennari, f.
6.3. 1907 á Kols-
stöðum, Miðdölum,
Dalasýslu, d. 19.7. 2005, og
Sveinn Rósinkrans Jónsson bif-
reiðastjóri, f. 22.9. 1907 á Hvilft
við Önundarfjörð, d. 14.2. 1992.
Systir Sigríðar er Helga, f. 23.1.
1940. Maður hennar er Valdi-
mar Guðnason, f. 17.8. 1941.
Bróðir Sigríðar er Jón R., f.
14.6. 1942. Kona hans er Guðrún
Óskarsdóttir, f. 7.4. 1944.
Hinn 27. nóvember 1976 gift-
ist Sigríður Guðmundi Helga
Guðmundssyni, rafvirkjameist-
ara og síðar tæknilegum fram-
kvæmdastjóra skipafélagsins
Ness hf., f. 10.6. 1941, d. 25.3.
2001. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Guðmundsson, Þorkels-
sonar hreppstjóra á Syðra-Velli
og í Hrútsstaða-Norðurkoti í
Flóa, f. 7.4. 1893 á Syðra-Velli,
d. 7.8. 1983, og Helga Pálsdóttir
í Vorsabæjarhóli í Flóa, f. 30.5.
1896, d. 11.6. 1941. Dætur Sig-
ríðar og Guðmundar eru Krist-
ín, f. 11.4. 1977, og Gerður, f.
10.6. 1979. Maður Gerðar er Jón
Pétur Jónsson, f. 16.7. 1979.
Dætur þeirra eru Sigríður
Petra, f. 9.8. 2011, og Arngunn-
ur Vala, f. 6.10. 2016.
undanskildu einu ári þegar hún
stundaði nám á Englandi. Sig-
ríður var formaður Félags tón-
listarskólakennara frá 1988 til
99 og var síðan fulltrúi félagsins
til 2002. Hún lauk starfsævi
sinni sem fulltrúi í Kenn-
arasambandi Íslands þar sem
hún hafði umsjón með félagatali
KÍ frá 2002 til 2013.
Sigríður vann ýmiss konar fé-
lagsstörf alla tíð. Hún sat í
fyrstu stjórn Félags píanókenn-
ara 1970-71, í stjórn Félags tón-
listarkennara 1973-76 og í vara-
stjórn Félags tónlistarkennara
1977-81. Sigríður tók sæti í
stjórn nýstofnaðs Félags tónlist-
arskólakennara (FT) og sat í
stjórn 1982-84. Hún sat í ýmsum
nefndum og ráðum á vegum FT,
m.a. nefnd um málefni tónlistar-
skólanna á vegum mennta-
málaráðherra, samstarfsnefnd
tónlistarfræðslunnar og starfs-
kjaranefnd árið 1989; nefndin
starfaði samkvæmt kjarasamn-
ingi frá 1987 milli FT og FÍH
annars vegar og fjármálaráðu-
neytisins og launanefndar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
hins vegar. Sigríður sat í stjórn
Kennarasambands Íslands 1989-
94 og var í Tónlistarráði Íslands
frá 1992 til 1999. Sigríður var
kjörin heiðursfélagi Félags tón-
listarskólakennara árið 2012.
Sigríður var félagi í Soroptim-
istaklúbbi Bakka og Selja frá
árinu 1988 og tók virkan þátt í
starfi hans meðan heilsan leyfði.
Sigríður verður jarðsungin
frá Seljakirkju í dag, 3. maí
2021, klukkan 13 að viðstöddum
nánustu ættingjum og vinum.
Streymt verður frá athöfn-
inni:
http://www.seljakirkja.is/seljasokn/
streymi/.
Einnig má nálgast hlekkinn á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Guðmundur
eignaðist með Jónu
Reimarsdóttur, f.
15.6. 1941, d. 22.1.
1999, dótturina
Helgu, f. 20.7. 1967.
Maður hennar er
Arnþór Sigurðsson,
f. 9.4. 1966. Dætur
Helgu og fyrri
manns hennar,
Hlöðvers Ellerts-
sonar, eru Hrefna,
f. 6.2. 1995, og Þórdís, f. 25.2.
2001.
Sigríður ólst upp í Kringlu-
mýrinni í Reykjavík og gekk í
Breiðagerðisskóla og Rétt-
arholtsskóla. Hún hóf nám í pí-
anóleik hjá Helgu Laxness og
síðan í Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1956 hjá Rögn-
valdi Sigurjónssyni. Sigríður
lauk verzlunarskólaprófi 1965
og píanókennaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík
1969. Kennarar hennar þar voru
Rögnvaldur Sigurjónsson og
Hermína S. Kristjánsson. Hún
stundaði nám í píanóleik hjá
Árna Kristjánssyni í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1969-71
og nám í píanómeðleik hjá pró-
fessor Rex Stephens í London
1971-72.
Sigríður vann skrifstofustörf
á sumrin í Stjórnarráði Íslands
frá 1965. Hún sinnti heima-
kennslu á árunum 1966-79 og
kenndi í Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar á árunum 1967-69 og
1972-73. Hún kenndi lengst af á
píanó við Tónmenntaskólann í
Reykjavík, frá 1969 til 1994 að
Fyrir 20 árum kvöddum við
elsku pabba okkar og í dag kveðj-
um við ástkæru og yndislegu
mömmu okkar. Missir okkar er
mikill því þau voru okkur bæði
svo góð, hjartahlý, traust og
skemmtileg. Við áttum mjög
góða barnæsku og ólumst upp við
öryggi, gleði og væntumþykju.
Ótal minningar streyma fram frá
stundum á æskuheimilinu í
Strýtuseli 7, húsi sem mamma og
pabbi byggðu sjálf, og frá fjöl-
mörgum ferðalögum sem við fjöl-
skyldan fórum saman í. Mamma
og pabbi voru mjög dugleg að
ferðast með okkur um fallega
landið okkar og líka erlendis. Í
bílnum var spiluð tónlist, til
skiptis klassík frá mömmu og eð-
alrokk frá pabba. Það var stopp-
að og nesti borðað úti í móa,
rennt fyrir fisk í vötnum og ám,
ættingjar heimsóttir í Borgar-
firði og víðar og fallegir staðir
skoðaðir. Mömmu var mikið í
mun að við lærðum að þekkja
landið og hvatti okkur til að halda
dagbækur á ferðalögum. Síðar
byggðu mamma og pabbi sér
sumarbústað í Grímsnesi sem
hafði verið draumur mömmu
lengi og við nutum þess að sjá
þau eignast þann sælureit.
Mamma hélt áfram að vera
dugleg að ferðast eftir að pabbi
dó. Þau ferðalög fór hún flest
með okkur systrum og tengda-
syni, Jóni Pétri, og þá var mikið
hlegið og haft gaman. Hvort sem
er í sól eða regni. Við systur rifj-
uðum þessi ferðalög upp með
mömmu síðustu daga hennar á
spítalanum og áttuðum okkur vel
á þeim fjársjóði sem þau eru, við
eigum ótal dýrmætar minningar
sem munu ylja okkur um ókomna
tíð. Mamma eignaðist nýjan
sælureit í Úthlíð fyrir rúmum 10
árum og þar sá hún til þess að vel
færi um okkur öll, nú tveimur
ömmustelpum ríkari sem þurftu
að fá lítið, gult hús til að leika í og
heitan pott að svamla í. Það
gladdi mömmu mjög þegar Gerð-
ur og Jón Pétur eignuðust Sigríði
Petru árið 2011 og hún naut sín í
ömmuhlutverkinu sem varð enn
betra þegar Arngunnur Vala
fæddist árið 2016.
Mamma var mjög framtaks-
söm og óhrædd við breytingar,
dreif í hlutunum og sagði svo: „Þá
er það búið!“ Yfirleitt var hún
ekki lengi að fá hugmyndir að
nýjum verkefnum og hafði nóg
fyrir stafni eftir að hún hætti að
vinna; hún prjónaði peysur á
ömmustelpurnar, fór á sinfóníu-
tónleika með Kristínu og naut
þess að fara í sveitina sína. Hún
grúskaði lengi vel í ættfræði og
var mjög frændrækin. Mamma
hafði mjög góða nærveru og ein-
lægan áhuga á fólkinu í kringum
sig.
Við mæðgur kölluðum okkur
oft skytturnar þrjár eftir að
pabbi fór og Jónsi var D‘Artagn-
an á kantinum. Hún var alltaf til
staðar og tilbúin að hjálpa, hvort
sem var á erfiðum stundum eða
við gleðitilefni. Það var bökuð
kanilterta fyrir Kristínu á afmæl-
inu hennar á hverju ári og hún sá
til þess að við fögnuðum á afmæl-
isdegi Gerðar og pabba, sem varð
pínu ljúfsár í seinni tíð. Tónlistin
var mömmu afar hugleikin og
hún kenndi okkur hvað tónlistin
getur veitt mikla huggun þegar
reynir á. Það var ómetanlegt fyr-
ir okkur að eiga mömmu að í líf-
inu og hún var okkur frábær fyr-
irmynd. Hún studdi okkur
dyggilega í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur og hefur verið
okkar klettur alla tíð og svo við
hennar. Síðustu tvö ár hafa verið
þrautaganga en við höfum líkt
veikindunum við lítinn snjóbolta
sem hélt áfram að rúlla og
stækka þar til hann varð mömmu
um megn. Hún tók veikindunum
af miklu æðruleysi og ró sem við
munum aldrei gleyma og það
hjálpaði okkur öllum mikið. Hún
tapaði heldur aldrei húmornum
sem er svo mikilvægur, enda
mamma þekkt fyrir að vilja kitla,
sprella og hafa gaman eins og
pabbi hennar.
Við systurnar erum afar þakk-
látar öllu því góða fólki sem hefur
sýnt okkur hlýhug og vinsemd á
þessum erfiðu tímum. Minning
mömmu lifir áfram í okkur systr-
um og ömmustelpunum hennar.
Þær sakna ömmu sinnar sárt og
vildu svo gjarnan, eins og við öll,
eiga meiri tíma með henni. En við
hugsum hlýtt til hennar í faðmi
afa Guðmundar í nýjum sælureit.
Kristín og Gerður.
Elsku Sigga tengdamamma,
nú hefurðu kvatt okkur eftir erfið
veikindi og komin aftur í faðm
hans Guðmundar tengdapabba
sem fór langt fyrir aldur fram
fyrir tveimur áratugum. Það er
vissulega margs að minnast en
allt eru þetta góðar og hlýjar
minningar sem ég á, sem eru afar
lýsandi fyrir þá manneskju sem
þú hafðir að geyma. Þau fátæk-
legu orð sem ég set hér á blað eru
fyrst og síðast rituð til að koma á
framfæri þakklæti. Þakklæti fyr-
ir þann hlýhug sem þú ávallt
sýndir mér, stuðning og væntum-
þykju. Sömuleiðis þakklæti fyrir
öll ferðalögin í gegnum tíðina,
kaffispjallið og tónlistina. Það
rann fljótt upp fyrir mér að þú
varst mikill húmoristi og það var
ávallt stutt í brosið og hláturinn
og það er mesta furða hvað þú
hafðir oft gaman af vitleysunni
sem ég lét iðulega út úr mér.
Þakklátastur er ég þó fyrir hana
Gerði þína og dætur okkar tvær,
þær Siggu Petru og Arngunni
Völu. Minning þín lifir svo sann-
arlega í þeim og því ljóst að fram-
tíðin er björt. Takk fyrir allt.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Jón Pétur Jónsson.
Allt frá því að ég man fyrst eft-
ir mér hefur Sigríður móðursyst-
ir mín verið mjög nálæg. Það er
því dálítið óraunverulegt að
skrifa um hana minningarorð nú
þegar við kveðjum hana hinstu
kveðju.
Ég á henni margt að þakka.
Hún kenndi mér að spila á píanó
frá sjö ára aldri og þó að sá náms-
ferill yrði hvorki langur né
merkilegur dugði hann til þess að
ég lærði að meta fallega tónlist
sem hefur fylgt mér æ síðan.
Sigga móðursystir, eins og hún
var gjarnan nefnd af okkur syst-
kinabörnunum, var mjög fé-
lagslynd og naut sín hvergi betur
en þegar við fjölskyldan vorum
öll samankomin. Hún var líka
ræktarsöm við vini sína og ætt-
ingja og var fyrst á vettvang ef
eitthvað bjátaði á. Hún fylgdist
vel með sínu fólki og var ákaflega
trygg og umhyggjusöm mann-
eskja. Hún starfaði lengi sem pí-
anókennari og síðar vann hún öt-
ullega að félagsmálum, bæði
innan KÍ í forystu fyrir tónlistar-
kennara og með Soromptimist-
um. Þar gegndi hún trúnaðar-
störfum og naut sín vel.
Sigga var mjög athafnasöm og
lítið gefin fyrir að sitja auðum
höndum. Hún var gamansöm og
hafði húmor sem birtist oft í góð-
látlegri stríðni og sprelli. Ég held
raunar að henni hafi alla tíð liðið
best í hópi fólks enda voru hún og
Guðmundur Helgi maður hennar
frábærir gestgjafar.
Það urðu kaflaskil í lífi hennar
er hún missti Guðmund skyndi-
lega fyrir tuttugu árum. Hún
bognaði en bugaðist ekki heldur
reyndist dætrum sínum stoð og
stytta enda voru þær mæðgur
ávallt mjög nánar. Hún naut þess
einnig mikið að eignast dóttur-
dætur sem ávallt áttu skjól hjá
ömmu sinni.
Við frænkur nutum þess síð-
ustu tuttugu árin að búa í næsta
húsi hvor við aðra. Ég á eftir að
sakna þess að hún kíki ekki leng-
ur yfir til mín í kaffi, eins og hún
gerði svo oft.
Síðustu tvö ár mörkuðust mik-
ið af versnandi heilsu og færni.
Sigga mætti veikindunum af
æðruleysi og það var fallegt að
sjá hve dætur hennar, Kristín og
Gerður, önnuðust hana vel allt til
loka.
Ég kveð móðursystur mína
með söknuði og þakka henni sam-
fylgdina, alla hlátrana, fallegu
tónlistina sem hún kenndi mér að
meta, umhyggjuna og trygglynd-
ið.
Elsku Sigga. Takk fyrir mig.
Þorgerður Valdimarsdóttir.
Fyrsta minning mín um Siggu
frænku, eins og hún var kölluð í
minni fjölskyldu, er frá æsku-
heimili hennar og þeirra systk-
ina. Mikill samgangur var milli
fjölskyldnanna, þar sem feður
okkar voru náfrændur og miklir
vinir.
Húsið sem foreldrar Siggu
áttu stóð eitt og sér þar sem
norðurhluti Hvassaleitis er í dag,
á einum svokallaðra bletta, sem
voru nokkrir hektarar hver og
voru þá víðs vegar um borgina.
Heimilishaldið þar var svolítið
spennandi og ólíkt því sem maður
átti að venjast að því leyti, að þar
voru ein kýr og hænsn, en svo-
leiðis var á hröðu undanhaldi í
Reykjavík um miðja síðustu öld.
Mestu skipti þó að þar réð hlý-
leikinn ríkjum og óvíða var nota-
legra að koma.
Frá unglingsárunum á ég
sterkt minningarbrot úr laxveiði í
Brennunni með Gunnari bróður,
Siggu og öðlingnum Sveini föður
hennar. Við lentum þarna í fyrri
hluta veiðihelgarinnar miklu sem
svo var lengi kölluð í Borgarfirði,
þegar öll vötn fylltust af laxi á
tveim dögum. Aflabrögð voru eft-
ir því og Sigga dró hvern fiskinn
eftir annan, en mér, ákafa-
drengnum, þótti aðdáunarvert
hversu æsingar- og græðgilaust
hún bar sig að.
Eftir að fullorðinsárunum var
náð hittumst við varla í áratugi,
búandi sitt hvorum megin á land-
inu og sitt í hvoru landinu og við-
fangsefnin ólík. Alltaf var samt
fylgst með úr fjarlægð.
Það var svo þegar ég kynntist
manninum hennar, Guðmundi
Helga, sem varð einstakur vinur
minn og veiðifélagi, að samskipt-
in urðu tíðari og kynnin sterkari.
Og þá rann upp blómatími.
Fátt var okkur Nínu meira til-
hlökkunarefni en að vera með
þeim samrýndu hjónum á ýmsum
mannamótum sem og í veiðiferð-
um sem urðu allnokkrar.
Guðmundur féll frá fyrir tutt-
ugu árum skyndilega og óvænt
og varð það Siggu mikið áfall sem
og dætrunum. Kom þá berlega í
ljós úr hverju hún var gerð.
Í mínum huga er Sigga hold-
gervingur þess sem best má
prýða í fari okkar. Hún var til-
finningarík en sterk, hlý, oftast
brosandi, hæglát með milt yfir-
bragð, en samt föst fyrir og skap-
mikil þegar því var að skipta.
Hún fylgdist vel með öllu sínu
fólki, ættmennum fjær og nær og
vinum og samstarfsfólki og rækt-
aði þau sambönd af einlægni og
tryggð. Henni þótti vænt um fólk.
Hún kom víða við sem píanó-
leikari og kennari og í fé-
lagsstarfi og allir mér kunnugir
sem nutu verka hennar á þeim
sviðum báru til hennar hlýhug og
virðingu.
Það er trú mín að henni verði
vel heilsað skýrum og glöðum
rómi hinum megin.
Við Nína hugsum með þakk-
læti til liðinna stunda með Siggu
frænku. Blessuð veri minning
hennar.
Samúð okkar er nú hjá dætr-
unum og fjölskyldunni allri.
Hilmar Finnsson.
Nú þegar ég kveð frábæra
konu, frú Sigríði Sveinsdóttur,
með nokkrum fátæklegum orðum
koma upp í hugann margar góðar
minningar eftir margra ára sam-
fylgd.
Fyrstu kynni mín af henni
voru þegar uppáhaldsfrændi
minn Helgi (Guðmundur Helgi)
kynnti mig fyrir kærustu sinni,
píanóleikaranum Sigríði. Okkar
kynni þróuðust þannig að hittast
þegar tækifæri gafst og þá yfir
mat, kaffi og auðvitað voru
heimsmálin leyst.
Lífsviðhorf Siggu og líferni var
til eftirbreytni. Heilbrigð, víðsýn
og réttsýn. Allt voru þetta eig-
inleikar í fari Siggu sem smituðu
allt hennar líf og umhverfi.
Byggði hús að Strýtuseli 7, sum-
arhús í Grímsnesi, skoðaði staði,
veiðiferðir með eiginmanni sínum
og dætrum, göngu- og fræðslu-
ferðir. Hún var glaðleg og jákvæð
í fasi og skaraði fram úr sem pí-
anóleikari og kennari.
Líf Siggu var ekki alltaf auð-
velt og á henni dundu áföll og erf-
iðleikar. Að missa eiginmann, öð-
linginn Helga, langt fyrir aldur
fram var mikil þrekraun, hefði
beygt mörg okkar og vissulega
merktum við sárin sem hún bar.
Mig langar að þakka Sigríði
fyrir góða samfylgd. Þakka fyrir
minninguna sem mun lifa með
mér alla tíð. Megi hún hvíla í friði.
Dætrunum Kristínu, Gerði,
stjúpdóttur Helgu, tengdasyni og
barnabörnum sendum við Andr-
ea, Daníel og fjölskylda, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rifinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
(Bólu-Hjámar)
Páll Ragnarsson.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
(Úlfur Ragnarsson)
Þessi orð koma í hugann þegar
við nú kveðjum kæra vinkonu,
Sigríði Sveinsdóttur. Hún var fé-
lagi okkar í húsinu og mætti með
okkur í morgungönguna, falleg
með sitt rauða hár, hlý og tillits-
söm og lét sér annt um okkur all-
ar. Hún var mikil fjölskyldukona
og mikil amma. Hún gat enda-
laust sagt okkur frá yndislegri
fjölskyldu sinni, dætrunum sem
voru henni svo óendanlega mikils
virði og ekki síður litlu ömmu-
stelpunum sem veittu henni
mikla gleði. Dýrmætur var sum-
arbústaðurinn og notalegur
hvíldarstaður í dagsins önn.
Sigga var ákaflega listræn og fyr-
ir utan píanóið var hún líka lagin
við að skapa önnur listaverk í
höndunum. Sigga var Soroptim-
isti og sem slík var hún tilbúin til
góðgerðaverka. Ýmis verkefni
voru unnin af klúbbnum hennar
sem hún tók þátt í af áhuga og
gleði.
Gönguhópurinn í Espigerði 4
hefur nú gengið alla virka daga í
átta ár og í byrjun mátti bóka að
Sigga mætti og við gátum spjall-
að og fylgst með því sem var efst
á baugi innan húss og utan. En
undanfarið hefur sigið á ógæfu-
hliðina og kraftarnir voru á þrot-
um. Við minnumst allra nota-
legra samverustunda með
þessari vinkonu okkar og sendum
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigrún Klara og og aðrar
vinkonur Sigríðar úr
Gönguhópnum Espigerði 4.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast kærrar vinkonu
sem ég átti samleið með í lífi og
list en hefur nú kvatt okkar lit-
ríku jarðvist of snemma. Sigríður
Sveinsdóttir, sem var af mjög
listrænu fólki komin, átti farsæl-
an feril sem píanóleikari og þó
fyrst og fremst sem natinn og
ljúfur kennari ungra nemenda
um listina að leika á það stóra
hljóðfæri sem píanóið er. Leiðir
okkar Siggu lágu fyrst saman í
Tónlistarskólanum í Reykjavík
uppi í Skipholti. Við vorum sam-
an í útskriftarhópnum vorið 1969,
dásamlegum hópi tónlistarfólks,
sem nú hafa verið höggvin nokk-
ur skörð í. Á námsárunum treysti
okkar mæti skólastjóri Jón Nor-
dal okkur Siggu fyrir því að fara í
margra vikna tónleikaferð á
miðju skólaári til Svíþjóðar á veg-
um hinnar merku stofnunar
Rikskonserter ásamt samnem-
anda okkar, Erni Ármannssyni
gítarleikara, sem þá lagði stund á
sellónám í skólanum. Einar
Sigríður
Sveinsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamamma og amma,
ESTHER UNNUR JÚLÍUSDÓTTIR
frá Hrísey,
Goðabraut 12a,
Dalvík,
lést fimmtudaginn 22. apríl á sjúkrahúsinu á
Akureyri. Útförin fer fram í Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 4. mai klukkan 13.
Jarðsett verður í Hríseyjarkirkjugarði.
Streymt verður frá útförinni á facebooksíðu Akureyrarkirkju.
Tryggvi Ingimarsson
Alda Lovísa Tryggvadóttir Gunnar Austmann
Ingimar Tryggvason Eydís Arnórsdóttir
Linda Júlía Tryggvadóttir Birkir Bragason
og barnabörn