Morgunblaðið - 03.05.2021, Page 25

Morgunblaðið - 03.05.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2021 Ef þessu sjónarhorni er sleppt vantar mikilvægt púsl í heildarmyndina.“ Kristín var friðargæsluliði Samein- uðu þjóðanna í Kosovó 2000-2001 og stundaði kynjarannsóknir 2002-2007. Síðan var hún framkvæmdastýra Jafnréttisstofu 2007-2017. „Ég var bara búin að vera í eitt ár hjá Jafn- réttisstofu þegar hrunið skall á. Það voru sett ný jafnréttislög 2008, þar sem hlutverk Jafnréttisstofu var auk- ið en á sama tíma var mikill nið- urskurður.“ Ísland var með for- mennskuna í norrænu ráðherra- nefndinni bæði 2009 og 2014 og mikið að gera. „Maður sér á hverjum degi hvernig menntasókn kvenna sem hófst upp úr 1970 er að skila sér út í þjóðfélagið. Einnig vil ég minna á jákvæð áhrif aukins fæðingarorlofs. Hins vegar eru enn stór baráttumál sem þarf að taka á eins og launamisrétti og ekki síst ofbeldi gegn konum, sem búið er að afhjúpa rækilega með metoo- umræðunni. Djúpstæð kvenfyrirlitn- ing birtist í ofbeldi og klámi og svo má minna á samræður þingmann- anna á Klausturbarnum sem var óþægilega lýsandi fyrir viðhorfið.“ Í dag er Kristín sjálfstætt starf- andi fræðikona, en hún hefur skrifað fjölda pólitískra og fræðilegra greina. „Ég reyni að fara út að ganga á hverj- um degi og svo hittumst við gamlar Kvennalistakonur vikulega á Jóm- frúnni og eigum hressilegar samræð- ur. Ég sé ekki eftir neinu í lífinu, en ef það er eitthvað væri það að hafa ekki lært meiri tónlist.“ Fjölskylda Systkini Kristínar eru Gunnlaugur Ástgeirsson, framhaldsskólakennari á Seltjarnarnesi, f. 23.4. 1949, Eyjólf- ur Ástgeirsson, f. 16.5. 1957, d. 20.5. 1984, og Ólafur Ástgeirsson, bygg- ingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 19.9. 1960. Foreldrar Kristínar eru hjónin Friðmey Eyjólfsdóttir, f. 14.11. 1923, d. 20.10. 2016, hjúkrunarfræðingur og Ástgeir Kristinn Ólafsson, f. 27.2. 1914, d. 1.5. 1985, sjómaður, rithöf- undur, bæjarritari o.fl. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Kristín Ástgeirsdóttir Ástgeir Guðmundsson bátasmiður og sjómaður í Vestmannaeyjum Kristín Magnúsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Ólafur Ástgeirsson bátasmiður og sjómaður í Vestmannaeyjum Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Vestmannaeyjum Ástgeir Kristinn Ólafsson sjómaður og rithöfundur í Vestmannaeyjum Jón Guðmundsson vinnumaður í V-Skaft. og járnsmiður í Vm. Sigurlaug Þorleifsdóttir vinnukona í V-Skaft. Kristinn R. Ólafsson rithöfundur í Rvk., fv. fréttaritari í Madrid á Spáni Björn Kaprasíusson bóndi í Kjósinni. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Kjósinni Eyjólfur Björnsson vélstjóri og bóndi í Laxnesi Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Laxnesi, Mosfellssveit Guðmundur Árnason útvegsbóndi á Akranesi Sigurrós Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. í Hrútafirði Úr frændgarði Kristínar Ástgeirsdóttur Friðmey Eyjólfsdóttir húsfreyja og hjúkrunarfræðingur í Vestmannaeyjum og Reykjavík „Í SÍÐASTA STARFI MÍNU VAR ÆTLAST TIL AÐ ÉG YXI Í STARFI EN ÉG FITNAÐI BARA.“ „LÁNAÐU MÉR VÍSAKORTIÐ ÞITT. ÉG ÆTLA AÐ GEFA ÞÉR ÞESSAR Í AFMÆLISGJÖF.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda í minningarnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN…“ „ER ÞAÐ SATT AÐ SVÍN SÉU GÁFAÐRI EN HUNDAR?“ OG ER ÞETTA BEIKONSAMLOKA? JÆJA, EFTIR HVERJU ERUÐ ÞIÐ AÐ BÍÐA? NÝ MÁLAÐ STARFSMANNAHALD NÆRFÖ T Grétar Haraldsson sendi mérþetta ljóðabréf til Þórðar Tómassonar, sem varð 100 ára miðvikudaginn 28. apríl. Er mér bæði ljúft og skylt að birt það hér í Vísnahorni: Í byrjun var þér vafi í sinni en vísdóm fylgdi þrá, að gamlir munir yrðu í minni sem margir vildu sjá. Nú hreinir stroknir munir standa þar streymir fólkið að. Það sér það nýtur hollra handa, og heimur veit um það. Eftir segja einum rómi sem eiga hingað ferð. Safnið þar er þjóðarsómi og Þórðar einstök gerð. Doktor frændi og fræða sjór framsýnn verkamaður, um aldir verk þín verða stór og vinsæll Skógastaður. Lausn á vísnagátunni í síðustu viku lét Helgi R. Einrsson fylgja stökur með þessari athugasemd: „Var að hlusta á fréttirnar og fór svo út í garð að dunda mér, þá varð þetta til.“ Í augsýn Vandamálin virðast hér vera ýmiss konar, miður sín því margur er, milli ótta og vonar. En fuglar syngja dirrindí og dæmalaus er blíðan. Fárið senn mun fyrir bí með fordómana og kvíðann. Friðrik Steingrímsson orti fyrir rúmri viku: Þoka’og él á stöku stað stækkar kuldagjáin, sól og rigning sitt á hvað, svona’er veðurspáin. Þórarinn M. Baldursson tók undir: Okkar lán svo ósköp valt er á þessu skeri. Svona er veðrið út um allt; alltaf vindur, blautt og kalt. Það er annað hljóð í Brodda B. Bjarnasyni: Til að létta mína lund, ljúft er þetta svarið: Göngutúr er gæðastund, glæðir heilsufarið. Helgi R. Einarsson skrifar mér: „Nú er hætt við að berjarunnaf- araldur brjótist út í henni Reykjavík frá Vogabyggðinni og þá gæti komið til „Nafnbreyting““: Af boðum og bönnum rík er borgarpólitík. Við -fjörðinn Skerja finnst brátt „Berja- runnareykjavík“. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur til Þórðar Tómassonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.