Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 10

Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þjóðin hefur lært mikið af Covid. Í raun er ég nokkuð viss um að engan hefði órað fyrir öllu því sem við höfum náð að breyta og bæta í heilbrigðisþjónustu við okkar skjólstæðinga,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. „Við sáum hvernig starfsumhverfi og vinnuskipulagi var gjörbylt innan heilbrigðisgeirans, menntakerfinu og á fleiri stöðum. Hindranir viku og lögðust allir, óháð stétt og stöðu, á eitt við að leysa verkefni. Þetta sáum við glöggt í bylgjum faraldursins. Við förum eflaust aldrei að fullu til baka til fyrri lífs- hátta og vonandi getum við tekið lærdóminn með okkur áfram inn í framtíðina og nýtt það besta sem við höfum lært til áframhaldandi uppbyggingar.“ Engum má ofgera með álagi Á miðvikudag í síðustu viku, 12. maí, var alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga, sem svo er kallaður. Það var á nefndum degi sem Florence Nightingale fæddist á því herrans ári 1820. Hún var bresk hjúkrunarkona og tölfræð- ingur, sem sinnti særðum her- mönnum í Krímstríðinu. Gekk milli manna að næturlagi með ljós- ker í hendi og fékk með því nafnið „konan með lampann“. Hún stofn- aði árið 1860 í Lundúnum fyrsta eiginlega hjúkrunarskóla í heimi og kom mörgu því til leiðar í heil- brigðisþjónustu sem enn gildir. „Við hjúkrunarfræðingar nú- tímans þekkjum sögu Nightingale. Í táknrænni merkingu leyfum við ljósinu á lampanum alltaf að loga. Slíkt er í raun eðli starfs okkar,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Hún segir þó mikilvægt að hjúkrunar- fræðingar og aðrir sem starfa í heilbrigðismálum fái svigrúm til að ætla sér af. Engum megi ofgera með vinnuálagi umfram þeirra starfsskyldu á sama tíma og talað sé fyrir aðgreiningu milli vinnu og einkalífs, hvað þá styttingu vinnu- vikunnar. Dæmi séu að utan um að álagið í Covid-19 hafi leitt til meiri veikindatíðni, kulnunar og flótta úr störfum, hjá til dæmis hjúkr- unarfræðingum. Rétt að láta fagfólkið ráða „Íslensk yfirvöld gerðu rétt með því að láta fagfólkið og sér- fræðingana sjá um að stýra við- brögðum við Covid, þótt ábyrgðin verði aldrei tekin af stjórnvöldum sem slík. Einmitt þess vegna hefur okkur Íslendingum, að mínu mati, gengið mun betur í baráttunni við veiruna en til dæmis öðrum Norð- urlandaþjóðum og fleirum, þar sem stjórnmálamenn hafa ráðið för,“ segir Guðbjörg. Hún nefnir einnig að Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hafi tileinkað hjúkrunarfræðingum og ljós- mæðrum árið 2020 og því hafi átt að fagna með ýmsum viðburðum. Vegna heimsfaraldursins hafi allt slíkt farið út um þúfur. Samt hafi úr öllu orðið sannarlega ár hjúkr- unarfræðinga, þótt með öðrum hætti væri en til stóð. „Hjúkrunarfræðingar eru án nokkurs vafa hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Í faraldrinum hefur hlutverk stéttarinnar verið mjög mikilvægt á öllum stigum kerfisins í annars góðu samstarfi við aðrar fagstéttir. Hjúkrunar- fræðingar hafa sinnt sýkinga- vörnum, svarað fyrirspurnum á Heilsuveru og á heilsugæslu- stöðvum og taka ákvarðanir um sýnatöku. Smitrakningarhópur al- mannavarna er að mestu skipaður hjúkrunarfræðingum. Nýjasta verkefnið er bólusetningar.“ Þurfum fleiri hjúkrunarfræðinga Í dag eru hjúkrunarfræðingar á landinu rúmlega 3.600. Alltaf vantar fleiri, að sögn Guðbjargar, til dæmis nú vegna styttingar vinnuvikunnar. Háskólinn á Akur- eyri og Háskóli Íslands veiti menntun í hjúkrunarfræði sem sé mjög góð og víðtæk. Í dag taki skólarnir inn 185 nýja nemendur á hverju ári, sem sé ekki nóg. Slíkt verði að haldast í hendur við fjölg- un námsplássa á heilbrigðisstofn- unum og fleira. „Meðalaldur starfandi hjúkr- unarfræðinga í dag er um 46 ár. Einn af hverjum fimm fer til ann- arra starfa aðeins fimm árum eftir fjölgun eldra fólks sýnir að þörf er á breyttri nálgun í þjónustu við þann hóp og fólk fer sífellt fyrr heim af sjúkrahúsum eftir aðgerð- ir. Tímarnir eru að breytast og starfsumhverfið þar með, sem fel- ur í sér áskoranir. „Menntun hjúkrunarfræðinga á Íslandi er framúrskarandi góð og fjölbreytt. Með slíku eiga hjúkrunarfræðingar auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir Guðbjörg. „Aukin dag- og göngudeildarþjónusta er sívax- andi þáttur í starfi hjúkrunarfræð- inga en með slíku má veita skil- virka og hagkvæma þjónustu. Fjarhjúkrun yfir netið og í síma er orðin mun stærri þáttur en áður. Mjög áhugaverðar niðurstöður þess efnis eru í nýrri rannsókn um reynslu hjúkrunarfræðinga af því að hjúkra covid-sjúklingum í göngudeild. Einnig hafa hjúkr- unarfræðingar verið að rannsaka líðan sjúklinga í kjölfar covid og kulnun á meðal hjúkrunarnema í þeim undarlegu aðstæðum sem við höfum lifað við síðasta árið. Því eru mörg áhugaverð rannsóknar- tækifæri núna á þessum fordæma- lausu tímum sem leiða til nýrrar þekkingar og framþróunar í heil- brigðisþjónustu á Íslandi.“ útskrift úr háskólanum. Þetta er mikið áhyggjuefni þar sem við verðum að halda í hjúkrunarfræð- inga í starfi og fá þá sem þegar hafa hætt störfum inn til vinnu á ný. Um 20% hafa nú þegar rétt á að hefja töku lífeyris og hætta störfum og við höfum ekki tiltækt nýtt fólk sem nemur þeim fjölda.“ Breytingar og áskoranir Nú er göngudeildarþjónusta í heilbrigðiskerfinu í mikilli sókn, Þekking og tækifæri til framþróunar í heilbrigðisþjónustu, segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Menntun hjúkrunarfræðinga á Íslandi er framúrskarandi. Með slíku er auðvelt að aðlagast aðstæðum segir Guðbjörg Pálsdóttir. Ljósið logar - Guðbjörg Pálsdóttir fædd- ist 1966. Ólst upp í Reykjavík og er stúdent frá Versl- unarskóla Íslands. Útskrif- aðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1990 og með meist- aragráðu í bráðahjúkrun frá Maryland-háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum 1997. - Sérfræðingur í bráða- hjúkrun og starfaði lengi á því sviði á Landspítalanum. Hefur auk þess víðtæka kennslu- og stjórnunar- reynslu. Formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga frá 2016, en hefur átt sæti í stjórn félagsins allt frá árinu 2008. Hver er hún? Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Hjúkrunarfræðingar hafa gert margt í covid; annast smit- rakningu og ákvarðað sóttkví og einangrun. Það nýjasta er bólusetningar. Víkingaklúbburinn tryggði sér Ís- landsmeistaratitil skákfélaga þrátt fyrir að hafa tapað gegn Skákfélag- inu Hugin í níundu umferð mótsins, sem kláraðist seinnipartinn í gær. Víkingaklúbburinn endaði með 53 vinninga en í öðru sæti hafnaði Skák- félag Selfoss og nágrennis (SSON) með 48 vinninga. Huginn er í þriðja sæti með 46 og hálfan vinning. Mótið gekk ekki tíðindalaust fyrir sig fyrir vonarstjörnur skákarinnar hér á landi en Vignir Vatnar Stef- ánsson vann Jóhann H. Ragnarsson í gær og tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil þegar hann náði þriðja og síðasta áfanganum. Þá skreið Hjörvar Steinn Grétarsson yfir 2.600 stiga múrinn og hefur þar með stimplað sig inn í hóp svokallaðra ofurstórmeistara. Þá urðu nokkuð óvænt úrslit í áttundu umferð í við- ureign Jóhanns Hjartarsonar stór- meistara og Guðlaugar Þorsteins- dóttur, sem gerðu jafntefli. KR sigraði í 2. deild Skákfélag SSON, sem hafnaði í öðru sæti, státar af þremur stiga- hæstu skákmönnum mótsins, þeim Alexander Donchenko (2.660), Mikhail Al. Antipov (2.609) og Anton DemChenko (2.599). Því má segja að sigur Víkingaklúbbsins hafi komið á óvart. Skákdeild KR bar sigur úr býtum í 2. deild Íslandsmótsins eftir 3-3- jafntefli gegn Taflfélagi Vest- mannaeyja. Skákdeild KR endaði með 30 vinninga en Taflfélag Vest- mannaeyja með 28 og hálfan vinning. B-sveit Skákfélags Akureyrar hafn- aði í þriðja sæti með 27 og hálfan vinning, eftir 4-2-sigur gegn Hrókum alls fagnaðar. Þriðju og fjórðu deild Íslandsmóts skákfélaga var aflýst vegna farald- ursins. Víkingaklúbbur- inn sigraði í gær - Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Hugin - SSON hafnaði í öðru sæti Ljósmynd/Aðsend Sigurvegarar Víkingaklúbburinn fór með sigur af hólmi á mótinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.