Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
Ársreikningur Sveitarfélagsins
Árborgar var samþykktur á bæj-
arstjórnarfundi 12. maí 2021. Við það
tækifæri færðu bæjarfulltrúar
D-lista starfsfólki Sveitarfélagsins
Árborgar þakkir fyrir vel unnin störf
á árinu 2020 við krefjandi aðstæður í
miðjum heimsfaraldri.
Þrátt fyrir breytt atvinnuástand
vegna heimsfaraldurs hafa tekjur
sveitarfélagsins aukist frá árinu 2019
um 638 millj. kr. Það er því dapurlegt
að upplifa þá stöðu að Sveitarfélagið
Árborg sé rekið með 949,4 millj.kr.
tapi árið 2020, sem gerir 2,6 millj.kr.
tap á dag.
Ársreikningurinn endurspeglar
þann alvarleika sem bæjarfulltrúar
D-lista hafa bent á, sem felst í því að
aðhalds er ekki gætt í rekstri og að
um verulega offjárfestingu er að
ræða, þar sem forgangsröðun er ekki
í samræmi við skyldur sveitar-
félagsins. Aukast því skuldir umtals-
vert á sama tíma og hægt og illa
gengur að byggja
nauðsynlega innviði
fyrir lögbundna starf-
semi.
Árið 2018 voru
skuldir sveitarfélagsins
11.843 millj. kr., en
2020 voru skuldirnar
orðnar 15.137 millj. kr.
Líklega telst það vera
Íslandsmet í skuldsetn-
ingu á einungis tveimur
árum sem núverandi
meirihluti hefur verið
við stjórn. Skulda-
viðmið sveitarfélagsins
fer því hækkandi, þrátt fyrir að
breytingar hafi verið gerðar á út-
reikningi þess og að skuldir
Leigubústaða Árborgar teljist ekki
lengur með í útreikningum.
Frá árinu 2018 þegar núverandi
meirihluti tók við stjórn sveitarfé-
lagsins hafa tekjur A-hluta bæj-
arsjóðs hækkað um 1.667 millj. kr.,
en gjöld hækkað um 2.361 millj. kr.
Tekjur dugðu ekki fyrir rekstri á
árinu 2020 og versnaði afkoma sveit-
arfélagsins um 900
millj. kr. frá árinu 2018.
Yfirlýst markmið nýs
meirihluta var að
„stoppa lekann“, meint-
an útgjaldaleka úr bæj-
arsjóði. Ljóst er að
lekabyttan lekur all-
hressilega.
Sveitarfélagið Ár-
borg getur ekki talist
rekstrarhæft þar sem
það þarf að taka lán
fyrir rekstrinum. Sú
staða er afar dapurleg
þótt ekki meira sé sagt, en þrátt fyrir
það fagnar bæjarstjóri því í grein-
argerð sinni að sveitarfélagið sé á
leið í skuldabréfaútboð, sem veru-
legar líkur eru á að skili hærri vöxt-
um en Lánasjóður sveitarfélaga get-
ur boðið þeim sveitarfélögum sem
uppfylla skilyrði til að vera þar í við-
skiptum. Staðan er alvarleg og er
ekki útlit fyrir að hún batni á yfir-
standandi ári.
Útskýringar bæjarstjóra og meiri-
hluta bæjarstjórnar þar sem Co-
vid-19-faraldrinum er kennt um bága
stöðu standast ekki, en eru til þess
fallnar að rugla íbúa. Til saman-
burðar má skoða nágrannasveitar-
félagið Ölfus, þar sem búa 2.400
manns og fjölgunin nam 7,2% á síð-
asta ári, samanborið við 4% í Árborg.
A-hluti bæjarsjóðs í Ölfusi skilaði 94
millj. kr. afgangi. Afgangurinn í Ölf-
usi er því 40.000 kr. á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Til að árangurinn
væri sá sami í Árborg á þessum
sömu Covid-tímum hefði þar þurft að
vera afgangur upp á 392 millj. kr. en
ekki halli upp á 949 millj. kr. Sveiflan
er því upp á 1.338 millj. kr. Þetta
sýnir að meirihluti bæjarstjórnar í
Árborg ræður ekki við verkefnið sem
honum var treyst fyrir sem vörslu-
mönnum fjármuna sveitarfélagsins,
þ.e. að fara vel með fé og gæta hags-
muna sveitarfélagsins og íbúa þess.
Eftir Gunnar Egilsson
» Það er dapurlegt
að upplifa þá
stöðu að Sveitarfélagið
Árborg sé rekið með
949,4 millj. kr. tapi
árið 2020, sem gerir
2,6 millj. kr. tap á dag.
Gunnar Egilsson
Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti
sjálfstæðismanna í Árborg.
gunni@icecool.is
Óráð í Árborg
Á Þorláksmessu fyrir
um það bil 70 árum
labbaði ég með pabba
frá Hlemmi niður
Laugaveginn að kaupa
jólagjafir. Þá voru þar
allar gerðir sérversl-
ana. Á heimleiðinni
sagði pabbi: „Á Lauga-
veginum er hægt að
versla með hvað sem er,
það ganga svo margir
framhjá allt árið og ekki bara á Þor-
láksmessu.“ Löngu seinna, fyrir opn-
un Kringlunnar með allar sérversl-
anir undir einu þaki, óttuðust margir
að nú væri Laugavegurinn búinn að
vera en hann stóð það allt af sér.
Það er kaldhæðnislegt að núna sé
Laugavegurinn í andarslitrunum eft-
ir að honum var lokað og breytt í
göngugötu. Íslendingar koma ekki
eða komast ekki á Laugaveginn.
Hann er aðallega fyrir túrista sem
búa í hótelum við hann eða í mið-
bænum. Svo er líka kominn nýr mið-
bær með verslunum á stað sem kall-
ast Hafnartorg þótt ekkert sé þar
torgið.
Eftir lokunina hefur sérverslunum
við Laugaveginn fækkað ár frá ári.
Fjöldi svokallaðra lundabúða er kom-
inn að selja alls konar túristaglingur,
sem Íslendingar kaupa ekki. Í mörg
ár hefur verið erfitt að komast í þær
fáu verslanir sem á þrjóskunni hafa
haldið út duttlunga og ofríki borg-
arskipulagsins, eins og t.d. Brynju og
Verslun Guðsteins. Báðar hafa verið
við Laugaveginn í 100 ár.
Staðan í dag er þannig að borgar-
skipulagið vill að Laugavegurinn sé
göngugata og hefur í
þeim tilgangi gert ýms-
ar tilraunir án samráðs
við kaupmenn. Ákvörð-
un um afgreiðslutíma að
vetri er fyrirvaralaust
breytt í lokun allt árið.
Nú seinast var opnaður
smábútur með breyttri
akstursstefnu upp
Laugaveginn. Kannski í
þeim tilgangi að þá nýt-
ist bílastæðin ekki eins
vel. Svo virðist sem
borgarskipulagið skipti
engu máli, að rekstrargrundvelli sé
kippt undan þeim sem eru með versl-
anir við Laugaveginn. Það er óskilj-
anlegt. Kaupmenn vilja opna Lauga-
veginn og fá fólk til að koma til sín að
versla. Það er skiljanlegt.
Þannig mætast stálin stinn og ekk-
ert rætt saman um mögulegar lausn-
ir. Deilurnar hafa stigmagnast og
maður hefur spáð í hugsanlega lausn.
Eitt er víst: Laugavegurinn verður
ekki sú göngugata sem hann var finn-
ist ekki lausn sem báðir aðilar geta
verið sáttir við.
Hugsanleg lausn gæti verið litlir
rafknúnir vagnar sem færu frá
Hlemmi niður Laugaveginn. Annar
hver vagn myndi beygja til vinstri
upp Skólavörðustíg að Hallgríms-
kirkju og þaðan niður Frakkastíg á
Njálsgötu og af Njálsgötu eftir Rauð-
arárstíg á Hlemm. Hinn vagninn
myndi beygja til hægri við Lækjar-
torg í átt að Hörpu og síðan upp Ing-
ólfsstræti og eftir Hverfisgötu á
Hlemm.
Þetta eru álíka langir hringir og
því helmingi styttra á milli vagna nið-
ur Laugaveginn þar sem álagið er
mest. Ekki verða neinar fastar
stoppistöðvar. Vagn stoppar einfald-
lega rétti einhver fótgangandi út
höndina. Á sama hátt stoppar hann
og hleypir út farþega sem ýtir á
bjölluhnapp. Í vagninum verða örfá
sæti fyrir aldraða, en allflestir standa.
Svona vagna hefi ég oft séð á vöru-
sýningum í Þýskalandi þar sem sýn-
ingarskálum er dreift um stórt svæði.
Vagnarnir fara fastan rúnt á útisvæð-
inu, þar sem er mikill mannfjöldi.
Leiðina mætti kalla miðborgarlínu.
Auðvelt er að komast með strætó á
hana við Hlemm og Lækjartorg og
víðar, t.d. á Skólavörðuholti, þar sem
eru mörg bílastæði. Umferð niður
Laugaveg yrði að sjálfsögðu leyfð.
Rafbílavæðingin mun á örfáum árum
útrýma mengun frá bílum. Einnig
væri hægt að opna fyrst eingöngu
fyrir rafbílum. Bílageymslur eru efst
á Laugavegi, þar sem Stjörnubíó var,
og á Hverfisgötu á móts við Þjóðleik-
húsið. Svo er stór bílageymsla í
Hörpu.
Hugmyndin er sett svona fram fyr-
ir borgarskipulag með vilja til að
blása lífi í Laugaveginn.
Endurlífgun Laugavegarins
Eftir Sigurð
Oddsson » Það er kaldhæðn-
islegt að núna sé
Laugavegurinn í and-
arslitrunum eftir að
honum var lokað og
breytt í göngugötu.
Íslendingar komast
ekki á Laugaveginn.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur
og eldri borgari.
Fyrir nokkrum ár-
um hlotnaðist und-
irrituðum sá einstaki
heiður og mikla
ánægja að vera valinn
af listvinafélagi Hall-
grímskirkju til að leið-
segja, taka á móti og
vera innan handar
hinum heimsfræga
kór King’s Choir og
stjórnanda hans, sir
Stephen Cleobury. Afsprengi úr
kórnum eru svo sönggaldrakarl-
arnir The King’s Singers.
Daginn eftir hingaðkomu til
landsins var svo hádegisverður í
Skálholti og eftir máltíðina sungu
þeir sína menn í kirkjunni; John
Dowland og Thomas Tallis. Á nótna-
borði orgelsins var svo Himnasmið-
urinn eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Þeir fóru í gegnum þá tónsmíð án
þess að hafa séð þann magnaða
sálm áður. Cleobury sagði: „Þetta er
stórkostlegt, algjörlega stórkost-
legt, og ég mun setja þetta á efnis-
skrá okkar.“ Og við það stóð hann.
Strákarnir í kórnum sögðu mér
að hann réði og stjórnaði jóla-
dagskrá breska ríkisútvarpsins,
BBC. Með öðrum orð-
um: Heimsdreifing á
öldum ljósvakans.
Næstu dagar voru að
mestu í Hallgríms-
kirkju undir skipulagn-
ingu og stjórn þeirra
frábæru tónlistarhjóna
Ingu Rósar Ingtólfs-
dóttur og Harðar Ás-
kelssonar. Cleobury og
hans menn, sem
ferðast hafa um hálfan
hnöttinn, voru berg-
numdir af söng Mótettukórsins og
Schola Cantorum. Skipulagning
Ingu Rósar og kórstjórn Harðar
hafa í gegnum tíðina verið með slík-
um ágætum að þau hafa gert Ísland
stærra.
Af kærleik
og tónlist
Eftir Börk
Karlsson
Börkur Karlsson
»Cleobury sagði:
„Þetta er stórkost-
legt, algjörlega stórkost-
legt, og ég mun setja
þetta á efnisskrá okkar.“
Og við það stóð hann.
Höfundur er kennari
og leiðsögumaður.
Allt um sjávarútveg