Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021
✝
Ólöf Hulda Sig-
fúsdóttir fædd-
ist í Háfi í Rang-
árvallasýslu 11.
desember 1932.
Hún lést á Hrafnistu
við Brúnaveg 4. maí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
fús Ágúst Guðnason
frá Skarði í Land-
sveit, f. 1.8. 1895, d.
9.12. 1965, og Jóna Sigríður
Jónsdóttir frá Þverlæk, Holta-
hreppi, f. 21.8. 1897, d. 4.4. 1998.
Ólöf ólst upp í Háfi til sjö ára
aldurs og síðan í Blönduhlíð í
Reykjavík þar sem foreldrar
hennar ráku bú.
Ólöf var næstyngst systkina
sinna, en þau eru: Guðný, f. 1919,
d. 1998. Hörður, f. 1919, d. 1974.
Gerður, f. 1921, d. 2019. Helgi, f.
1922, d. 2002. Hjalti, f. 1923, d.
2016. Hulda, f. 1925, d. 1932.
Gyða, f. 1926, d. 1927. Guðni, f.
1928. Gyða Sigríður, f. 1929.
Gyða, f. 6.9. 1956. Maki Sigurður
Lárus Stefánsson. Börn þeirra
eru Kristinn Þröstur, f. 1978,
sambýliskona hans er Ingibjörg
Björgvinsdóttir, og Eva, f. 1983,
maki Bjarni Þórisson, börn
þeirra eru Júlían Ernir, Emilía
og Viktoría. 3) Kristinn, f. 24.12.
1963. Maki Birna Andrésdóttir.
Dætur þeirra eru Oddný María,
f. 1993, sambýlismaður Almar
Ögmundsson, og Hjördís, f. 1999.
4) Bryndís Hulda, f. 5.4. 1965.
Maki Snorri Guðmundsson. Börn
þeirra eru Snædís, f. 1988, dætur
hennar eru Ísold Orka og Sóldís
Skjaldmey, Sturla Snær, f. 1994,
og Vordís Sól, f. 1997, unnusti
hennar er Jóhann Vignir.
Ólöf og Kristinn hófu búskap á
Lindargötu 22a í húsi foreldra
Kristins. Árið 1957 fluttu þau á
Laugarnesveg 102 og bjuggu þar
til ársins 1971, þegar þau fluttu í
Vesturberg í Breiðholti. Þau
færðu sig nýlega um set og
keyptu sér íbúð í Hólabergi 84.
Ólöf var húsmóðir mestan
hluta ævi sinnar en vann einnig í
mörg ár verslunarstörf í verslun
Rauða krossins á Landspít-
alanum.
Útför Ólafar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 17.
maí 2021, klukkan 13.00.
Halldór Þráinn, f.
1937.
Eiginmaður Ólaf-
ar er Kristinn Eyj-
ólfsson múrari, f.
28.3. 1932. For-
eldrar hans voru
hjónin Eyjólfur
Guðmundsson, f.
5.4. 1894 í Móakoti í
Ölfusi, og Sigríður
Magnúsdóttir, f. 9.1.
1896 á Lágum í Ölf-
usi.
Börn Ólafar og Kristins eru: 1)
Jóna Sigríður, f. 19.10. 1951.
Maki Ragnar Breiðfjörð. Börn
þeirra eru: Ólöf Hulda, f. 1970,
maki Gunnar Guðbjörnsson. Syn-
ir þeirra eru Ívar Glói, maki Álf-
rún Pálmadóttir og dóttir þeirra
er Míó, Jökull Sindri og Ragnar
Númi. Sigfús Ágúst, f. 1975, maki
Florencia Vetcher, dóttir þeirra
er Anna. Kristín Vala, f. 1983,
maki Bragi Már Matthíasson,
dætur þeirra eru Hekla Himin-
björg og Katla Bergþóra. 2)
Laugardaginn áður en amma
féll frá opnaði ég litla skúffu sem
ég hafði ekki opnað lengi. Við
mér blasti handskrifað bréf frá
ömmu sem byrjaði á orðunum:
Elsku Olla mín! Þetta bréf
kveikti alls konar góðar minn-
ingar um ömmu; við amma að
hjóla til jóla í morgunleikfimi út-
varpsins, við amma í barna-
brekkunni á skíðum, amma að
stússa í almenningnum á Tang-
anum og síðar í Hálsakotinu
þeirra afa. Amma var bara 38
ára þegar ég fæddist og það á
afmælisdeginum hennar. Fyrsta
árið mitt bjuggum við mamma
hjá ömmu og afa og þegar ég
svo flutti með foreldrum mínum
á eigið heimili var það bara í
næsta húsi við heimili ömmu og
afa í Vesturberginu. Ég var því
með annan fótinn hjá ömmu og
afa, fór með þeim í sveitina og á
skíði. Ég var alltaf meira en vel-
komin til þeirra og þegar ég
þurfti frið í lokaprófum í grunn-
skóla bjó amma notalega um mig
á sólbekk í einu horni stofunnar.
Þegar ég flutti með mínum góða
kærasta til útlanda 17 ára gömul
kom það líklega af sjálfu sér að
við amma skrifuðumst á í hverri
viku. Hún sýndi lífi mínu mikinn
áhuga og leyfði mér í gegnum
handskrifuð bréf sín að fylgjast
með lífinu heima; hvað afi var að
bardúsa í bílskúrnum og hvernig
langamma hefði það en amma
var ekki bara umhyggjusöm
amma heldur líka dóttir. Í hverj-
um mánuði bættist við bréfin
moggapakki en amma safnaði
saman blöðum og sendi okkur
Gunnari til Berlínar og síðar til
London og Wiesbaden. Við
Gunnar elskuðum að fá þessar
sendingar, sátum þá lengi við
lestur. Ég veit ekki hvort amma
vissi nokkurn tímann hvað við
kunnum vel að meta þessa um-
hyggju en í hvert sinn sem
blaðapakkinn barst var hátíð.
Ári áður en við fluttum aftur
heim til Íslands komu amma og
afi í heimsókn til Berlínar og það
er dýrmætt að þau skyldu fá
innsýn inn í líf okkar Gunnars og
langömmustrákanna Glóa, Jök-
uls og Ragnars Núma. Göngu-
ferð í hitabylgju um stöðuvatnið
í hverfinu, að sækja strákana í
skóla, skoða í búðir og borða
saman á arabískum veitingastað
bættust í minningabunkann um
ömmu.
Amma varð langalangamma
þegar Míó dóttir Glóa og Álf-
rúnar fæddist á síðasta ári, litla
fjölskyldan sendir langalanga-
fanum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Takk fyrir allt elsku amma,
þín
Ólöf Hulda (Olla litla).
Þarfabrauð
4 bollar hveiti
2 bollar sykur
150 grömm smjörlíki
2 stk egg
4 tsk ger
Krydd í brúnt:
1 tsk kanill
1 tsk negull
3 msk kakó
Komin heim með sultardropa
í nösunum, búin að ösla snjó sem
náði mér upp í mitti. Var snjór-
inn dýpri á níunda áratug síð-
ustu aldar, eða var ég svona lítil?
Amma var heima í Logafoldinni
að passa okkur Fúsa, og hún var
að baka þarfabrauð. Af hverju
það kallaðist þarfabrauð veit ég
ekki, kannski af því það kom í
góðar þarfir þegar maður kom
heim úr skólanum í snjóblautum
gammósíum.
Amma hnoðaði saman í tvær
sortir af þarfabrauði; eitt hvítt
með skrautsykri, annað brúnt
með venjulegum sykri. Hvíta
þótti mér best, kannski út af
marglitum skrautsykrinum.
Flestar minningar mínar um
ömmu tengjast mat. Skrítið
hvernig það vill oft verða með
ömmur. Ristað brauð með
marmelaði og osti fyrir austan,
sérríterta á jólunum, tyggjókaka
í afmælum. Ávextir úr dós með
rjóma (við Eva rifumst um
kirsuberin, sem voru í alltof litlu
hlutfalli við perubitana) í Vestur-
berginu yfir spólunni með
Nonna og Manna.
Svo þegar ég vann í símaveri
Dominos meðfram menntaskól-
anum heyrðist stundum galað í
miðri megaviku „Kristín! Amma
þín er í símanum!“ Amma vildi
þá ná sambandi við mig, því hún
hafði lært það af pottavinkonu í
sundinu, að hægt væri að panta
pítsu og óska eftir því að hún
yrði tekin út úr ofninum hálfa
leið í gegn. Til að setja í fryst-
inn. Þá gæti hún alltaf boðið afa
upp á pitsu (hennar framburð-
ur), líka þegar það væri ekki
megavika. Ágætis sparnaðarráð
frá eldriborgurum í Breiðholt-
inu!
Nú þarf ég að fara að baka
þarfabrauð handa stelpunum
mínum sem eignast svo vonandi
sín eigin börn í framtíðinni, sem
fá þá líka þarfabrauð. Takk fyrir
allar góðu stundirnar á Tang-
anum og í Vesturberginu, og
fyrir að fóðra mig svona vel.
Kristín Vala Breiðfjörð.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þessa bæn var amma mín vön
að fara með fyrir mig rétt áður
en ég lognaðist út af þegar ég
gisti í Vesturberginu.
Í Vesturberginu hjá ömmu og
afa var alltaf líf og fjör. Yfirleitt
alltaf fleiri en eitt barnabarn þar
í pössun. Enda amma sérstak-
lega barngóð.
Það skemmtilegasta var að fá
alltaf að fara í sund þegar maður
fékk að gista í Vesturberginu
þar sem amma og afi voru miklir
sundgarpar.
Allar ferðirnar á skíði upp í
Bláfjöll og austur í sumarbústað
sem voru farnar er ljúf minning.
Skíðakunnátta mín er alfarið
ömmu og afa að þakka því þau
voru svo dugleg að bjóða mér
með sér á skíði.
Á leiðinni austur var alltaf
stoppað á Selfossi til að kaupa ís.
Samkvæmt ömmu var ísinn á Ol-
ís sá allra besti í bænum enda
stoppum við alltaf þar.
Svo vaknaði maður upp á
morgnana í sveitinni við góðan
ilm úr eldhúsinu og þegar maður
leit niður af háaloftinu var amma
þar á fullu að útbúa morgunmat.
Ristað brauð með marmelaði og
osti var alltaf í boði í sveitinni
hjá ömmu. Maður kom svo sann-
arlega ekki svangur heim úr
sveitinni, því hún amma var allt-
af með eitthvað gómsætt á boð-
stólum.
Elsku amma, allar minning-
arnar um þig eru mér mjög kær-
ar og munu verða rifjaðar upp
um ókomna daga og ár.
Hvíl í friði elsku amma mín og
takk fyrir allt.
Kveðja,
Eva Sigurðardóttir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þessa bæn var amma mín vön
að fara með fyrir mig rétt áður
en ég lognaðist út af þegar ég
gisti í Vesturberginu.
Í Vesturberginu hjá ömmu og
afa var alltaf líf og fjör. Yfirleitt
alltaf fleiri en eitt barnabarn þar
í pössun. Enda amma sérstak-
lega barngóð.
Það skemmtilegasta var að fá
alltaf að fara í sund þegar maður
fékk að gista í Vesturberginu
þar sem amma og afi voru miklir
sundgarpar.
Allar ferðirnar á skíði upp í
Bláfjöll og austur í sumarbústað
sem voru farnar er ljúf minning.
Skíðakunnátta mín er alfarið
ömmu og afa að þakka því þau
voru svo dugleg að bjóða mér
með sér á skíði.
Á leiðinni austur var alltaf
stoppað á Selfossi til að kaupa ís.
Samkvæmt ömmu var ísinn á Ol-
ís sá allra besti í bænum enda
stoppum við alltaf þar.
Svo vaknaði maður upp á
morgnana í sveitinni við góðan
ilm úr eldhúsinu og þegar maður
leit niður af háaloftinu var amma
þar á fullu að útbúa morgunmat.
Ristað brauð með marmelaði og
osti var alltaf í boði í sveitinni
hjá ömmu. Maður kom svo sann-
arlega ekki svangur heim úr
sveitinni, því hún amma var allt-
af með eitthvað gómsætt á boð-
stólum.
Elsku amma, allar minning-
arnar um þig eru mér mjög kær-
ar og munu verða rifjaðar upp
um ókomna daga og ár.
Hvíl í friði elsku amma mín og
takk fyrir allt.
Kveðja,
Eva Sigurðardóttir.
Ólöf Hulda
Sigfúsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir
og mágkona,
HUGRÚN HÖGNADÓTTIR,
Grænukinn 5, Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
þriðjudaginn 4. maí.
Útförin fer fram þriðjudaginn 18. maí klukkan 13 frá
Hafnarfjarðarkirkju. Útförinni verður streymt á
https://www.youtube.com/watch?v=-zDmyMyn_80
Víkingur A. Erlendsson
Viðar Örn Víkingsson Brynjar Víkingsson
Elfar Högnason Sigurlaug Valdís Jóhannsd.
Helena Högnadóttir Ólafur Árni Torfason
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og sonur,
A. RÚNAR GUNNARSSON,
Spjóti,
vélstjóri,
lést í faðmi fjölskyldunnar á SAk
fimmtudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
föstudaginn 21. maí klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á
facebooksíðu kirkjunnar. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Rúnars er bent á
Umhyggju, félag langveikra barna.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls
Rúnars.
Dana Ruth H. Aðalsteinsd. Andri Rúnarsson
Karen Ruth H. Aðalsteinsd. Ragnar Már Heinesen
Telma Eir Aðalsteinsdóttir Eyþór Mar Halldórsson
Lena Phillips Aðalsteinsd.
Snorri Phillips
Júlía, Bjarki, Valur, Rannveig og Elmar
Gunnar Valdemarsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SVALA VALDEMARSDÓTTIR,
Arkarholti 14, Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 15. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Gunnar Rafn Jóhannesson
Helga Gunnarsdóttir Sigurður H. Ásgeirsson
Sigurður Rafn Gunnarsson Nicola Winterson
Thelma Gunnarsdóttir Georg Vilhjálmsson
Vala Gunnarsdóttir Gísli Finnsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BALDUR KRISTJÁNSSON
sálfræðingur,
Valshlíð 4, Reykjavík,
lést sunnudaginn 9. maí í faðmi
fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu á Sléttuvegi.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13.
Í ljósi aðstæðna verður athöfnin með nánustu aðstandendum og
vinum, en þeim sem vilja koma er bent á að senda tölvupóst á
netfangið sib30@hi.is. Athöfninni verður einnig streymt á
mbl.is/andlat.
Svala Björgvinsdóttir
Björgvin R. Baldursson Erla Þórisdóttir
Sigríður Baldursdóttir Abblay Sanneh
Sif Baldursdóttir Guðmundur Björnsson
barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir
og amma,
MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR,
Bjarnhólastíg 18,
lést á kvennadeild Landspítalans
föstudaginn 14. maí.
Aðstandendur vilja koma fram þökkum til starfsfólks
kvennadeildar Landspítala, sem annaðist hana af einstakri alúð.
Útför fer fram föstudaginn 21. maí kl. 13 í Digraneskirkju.
Einar Arason
Arnar Ingi Einarsson Signý Stefánsdóttir
Björn Garðarsson
systkini og barnabörn
Elsku amma! Ég
verð alltaf jafn
stolt þegar fólk
bendir á hvað við
erum líkar, þótt það hafi
kannski mest með beinskeytn-
ina og frekjuna í okkur báðum
Jóna Kjartansdóttir
✝
Jóna Kjart-
ansdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
júní 1935. Hún lést
á Vífilsstöðum 25.
apríl 2021. Útförin
var gerð 10. maí
2021.
að gera! En elsku
amma, þú varst
með hjarta úr gulli
og við komumst
upp með margt, öll
börnin þín! Ég og
Stella frænka að
leika með alla rán-
dýru augnskugg-
ana þína og varalit-
ina, eða að við
fengum að klæða
okkur upp í á hæl-
ana þína og fínu kápurnar. En
það var helst þegar við fengum
að klæða okkur upp á í randa-
flugupeysuna að okkur fannst
við vera alveg eins og amma.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa komið heim fyrr frá Kan-
ada, að hafa getað verið hjá þér
eftir að afi dó, að við gátum
passað hvor aðra! Við höfum
alltaf verið svoddan samlokur
þú og ég, frá því ég gat labbað
niður Langholtsveginn í plast-
hælunum mínum, ég var komin
hálfa leið þegar mamma hætti
að heyra klikk-klakk í skónum
og þú byrjaðir að heyra það.
Það erfiðasta í öllu þessu er
að seinustu árin hef ég búið í
Noregi og ekki getað skroppið í
ömmuspjall þegar mig vantar!
Þegar ég sagði þér frá að ég
væri ólétt að Lúkasi og ætlaði að
gera þetta ein varstu ekki lengi
að segja mér að ef einhver gæti
gert það þá væri það ég, sterka
drottningin þín! Þú hafðir alltaf
trú á okkur öllum og studdir
okkur öll í flestum af okkar hug-
dettum og uppátækjum.
Nú er komið að því að segja
bless, elsku amma mín, ég mun
alltaf sakna þín en ég veit að þú
lifir áfram.
Þú lifir áfram í Lúkasi, því
hann er jafn mikill grallari,
þrjóskur, fyndinn, duglegur og
hjartahlýr og þú.
Ég elska þig, amma mín!
Sofðu rótt í alla nótt og megi
guðs englar vaka yfir þér.
Þín
Nína.