Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 17.05.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 90 ÁRA Sigurður Guðmundsson fæddist 17. maí 1931 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinunn Sigurðardóttir frá Nýborg í Eyjum og Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Siggi á Háeyri, eins og hann er ávallt kallaður, hefur spilað á trommur í meira en 75 ár, en hann var 14 ára þegar Oddgeir Kristjánsson fékk hann í Lúðrasveit Vestmannaeyja. „Ég hef lifað og hrærst í þessu síðan. Nú hefur ekkert verið spilað í fjórtán mánuði en við erum byrjaðir að æfa aftur í Létt- sveit Harmonikufélags Reykjavíkur og Vitatorgsbandinu, en við spiluðum í hverri viku fyrir Covid.“ Siggi á Háeyri var í nokkrum þekktum hljómsveitum og lék með þeim víða um land. Þar á meðal var sextett Haraldar Guðmundssonar, hljómsveit Guð- jóns Pálssonar og hljómsveit Árna Elvar. Hann starfaði annars sem trésmið- ur og fiskmatsmaður og náði sér í próf sem trommuleikari hjá FÍH. Út er komin hljóðbók með minningum Sigga á Háeyri, sem komu út á prenti árið 2013: Undir hraun – gosið í Heimaey 1973. Hljóðbókin er hljóð- skreytt með ýmsum hljóðum frá gostímanum. FJÖLSKYLDA Kona Sigurðar var Elsa Guðjóna Einarsdóttir, f. 30.1. 1936, d. 26.2. 2009. Börn þeirra eru Elísabet, Einar Hermann, Árni og Jónína. Börn Sigurðar úr fyrri samböndum eru Ásta og Heimir. Sigurður Guðmundsson Morgunblaðið/Ófeigur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú stendur yfir undirbúningstími í lífi þínu. Ástvinir þínir umvefja þig með ást sem aldrei fyrr. 20. apríl - 20. maí + Naut Reyndu ekki að þröngva fram mál- um sem þú hefur í raun engin tök á að fylgja eftir. Haltu þig við það sem þú kannt og er best/ur í. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú átt að horfa fram á veg en ekki alltaf vera að líta um öxl og láta for- tíðina þvælast fyrir þér. Vinir þínir koma þér á óvart. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Slæmt fordæmi getur haft meiri áhrif en gott er. Þú færð undarlegt símtal sem mun gera daginn spennandi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Mundu að þótt allt gangi þér í hag- inn núna þá munu koma dagar þar sem allt virðist ganga á afturfótunum. Haltu samt í gleðina. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú svífur um á bleiku skýi og lang- ar ekkert að koma niður af því. Treystu á innsæið. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ekki er allt sem sýnist og það er þitt verk að komast að hinu sanna. Reyndu að komast að samningi við nágranna, deilur eru ekki þitt uppáhald. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar yfir afrekum þínum er ekki víst að fjölskyldan sé á sömu skoðun. Margar hendur vinna létt verk. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Hlutirnir virðast oft flóknari en þeir eru. Vertu alltaf á varðbergi og leggðu á minnið það sem sagt er um menn og málefni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú ert eitthvað annars hugar í dag og ættir því að fara þér hægt í ákvarðanatöku. Vertu óhrædd/ur við að kanna nýjar leiðir og taka einhverja áhættu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Aukið álag í vinnunni gæti komið niður á þér seinna. Láttu ekkert aftra þér frá því að vera sá gleðigjafi sem þú ert. Gefðu þér tíma til þess að slaka meira á. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Reyndu að sjá það góða í öðrum. Ekki gefast upp þótt á móti blási. Þú færð boð í sumarbrúðkaup. Þau hjónin ferðuðust svolítið seinni árin, bæði til Ameríku og svo til suðrænna landa. „Þær ferðir voru afskaplega skemmtilegar og hreint ævintýri en alltaf kveið ég svolítið fyrir þeim vegna þess að ég hef alltaf verið flughrædd og ég reikna ekki með að það fari af mér úr þessu.“ Covid og skilst mér að ég hafi þá ver- ið elsta manneskja í heimi til þess. Síðar á sama ári var ég útnefnd heið- ursborgari Bolungavíkur og er mér það mikill heiður, en ég hálfskamm- ast mín samt fyrir að vekja svona á mér athygli, bara fyrir það að vera ég.“ H elga Guðmundsdóttir fæddist 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeið- um. Hún ólst upp í stórum systkinahópi við venjuleg sveitastörf og stundaði barnaskólanám eins og þá gerðist á Skeiðum. „Ég hefði svo gjarnan vilj- að fá tækifæri til þess að vera lengur í skóla og læra meira en þá voru tím- arnir aðrir og ekki sömu tækifæri og nú.“ Helga þurfti snemma að fara að vinna fyrir sér. Fyrst fór hún á bæi í nágrenninu og svo lengra í næstu sveitir. Um tíma vann hún suður með sjó og síðar við eitt og annað í Reykjavík. „Það eftirminnilegasta frá þeirri vist er líklega þegar ég tók að mér fanggæslu fyrir skipshöfn um verkfallstíma. Þá kynntist ég honum Gunnari og stuttu síðar flutti ég vestur. Segið svo að ekkert gott hljótist af verkföllum. Þannig atvikaðist að ég fluttist vestur árið 1952. Á næstu árum eignuðumst við börnin okkar þrjú og eftir að þau komust á legg fór ég að vinna á sjúkraskýlinu og vann ég þar þangað til ég var sjálf talin vera orðin gamalmenni.“ Sjálf þurfti Helga að glíma nokkuð við veikindi á lífsleiðinni. „Tvisvar fékk ég berkla og eftir að ég náði mér af þeim veikindum hugsaði ég lífið upp á nýtt og strengdi þess heit að láta mér aldrei leiðast því að það væri ekki til neins. Mér nefnilega leiddist fyrst svo óskaplega hérna fyrir vestan. Fjöllin voru svo brött og svo nálægt mér að mér fannst þau vera að hrynja yfir mig. Svo ólíkt því sem ég þekkti af Skeiðunum. Eftir þetta lærði ég að meta fjöllin upp á nýtt og fannst bara notalegt að finna þau svona nærri mér, næstum eins og þau héldu utan um mig. Lengst af hef ég reynt að forðast athygli. Það hefur mér lengi tekist nokkuð vel. Ég fékk barasta að vera venjuleg kona í venjulegu húsi. Gat ræktað mín blóm og sinnt mínu starfi en svo kemur að því að maður vekur athygli, kannski fyrir það eitt að vera bara venjuleg kona og að lifa lengi. Á síðasta ári komst ég í sviðs- ljósið fyrir að lifa það af að smitast af Fjölskylda Eiginmaður Helgu var Gunnar Hjörtur Halldórsson, f. 30.5. 1924, d. 28.5. 2007, sjómaður. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Þorgeir Jón- asson, f. 22.5. 1877, d. 16.9. 1966, sjó- maður og bóndi í Bolungavík, og Helga Guðmundsdóttir, húsmóðir og fv. starfsmaður í sjúkraskýli – 104 ára Mæðgurnar Helga ásamt dætrum sínum, Ósk Gunnarsdóttur og Kristínu Gunnarsdóttur. Tókst að forðast athygli í 100 ár Mæðginin Helga ásamt syni sínum, Agnari Gunnarssyni. Afmælisbarnið Helga nýbúin að sigrast á Covid í fyrra. Til hamingju með daginn hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.