Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 26

Morgunblaðið - 17.05.2021, Side 26
FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Víkingar úr Reykjavík tylltu sér á toppinn í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í 4. umferð deildarinnar í gær. Víkingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og Pablo Punyed kom þeim yfir strax á 14. mínútu og eftir það dró af Kópavogsliðinu. „Sjálfstraust Blika virtist hverfa, þeir urðu óöruggir og Víkingar gengu á lagið, urðu grimmari og sóttu af öryggi,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Víkingar eru ósigraðir með 10 stig í efsta sæti deildarinnar en Blikar, sem margir spáðu Íslandsmeistara- titilinum fyrir tímabilið, eru með fjögur stig í sjöunda sætinu og hafa aðeins unnið einn leik í sumar. _ Pablo Punyed skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir að hafa geng- ið til liðs við Víkinga frá KR síðasta haust. Þetta var hans átjánda mark í efstu deild en hann hefur nú skorað fyrir Víkinga, KR, ÍBV, Stjörnuna og Fylki í úrvalsdeildinni. Leiknismenn skoruðu þrjú Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Reykjavík, var í miklu stuði þegar liðið tók á móti Fylki á Domusnovavellinum í Breiðholti. Sævar skoraði tvö mörk fyrir Leiknismenn sem unnu 3:0-sigur en þetta var fyrsti sigur nýliðanna í deildinni í sumar. „Fylkir fann fá færi á vörn Leikn- is í leiknum. Brynjar Hlöðversson og Bjarki Aðalsteinsson héldu sóknarmönnum Fylkis niðri í allt kvöld og varamaðurinn Daði Guð- mundsson fékk eina góða færi Fylk- is í leiknum en hann nýtti það illa,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Leiknismenn eru með fimm stig í fimmta sæti deildarinnar og hafa komið á óvart með spilamennsku sinni í sumar. Fylkir bíður ennþá eftir sínum fyrsta sigri í deildinni og er með tvö stig í tíunda sætinu. Víkingar tylltu sér á toppinn - Fyrsti sigur Leiknis kom gegn Fylki Morgunblaðið/Eggert Gleði Pablo Punyed fagnar fyrsta marki sínu fyrir Víkinga í gær. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild karla Leiknir R. – Fylkir ................................... 3:0 Víkingur R. – Breiðablik.......................... 3:0 Staðan: Víkingur R. 4 3 1 0 8:3 10 FH 3 2 1 0 8:2 7 KA 3 2 1 0 6:1 7 Valur 3 2 1 0 6:3 7 Leiknir R. 4 1 2 1 6:6 5 KR 3 1 1 1 4:4 4 Breiðablik 4 1 1 2 7:8 4 Keflavík 3 1 0 2 2:5 3 HK 3 0 2 1 4:5 2 Fylkir 4 0 2 2 3:8 2 Stjarnan 3 0 1 2 2:5 1 ÍA 3 0 1 2 2:8 1 Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll – ÍBV ....................................... 2:1 Keflavík – Þróttur R ................................ 2:2 Valur – Fylkir ........................................... 1:0 Breiðablik – Þór/KA................................. 3:1 Selfoss – Stjarnan .................................... 3:1 Staðan: Selfoss 3 3 0 0 8:1 9 Valur 3 2 1 0 3:1 7 Breiðablik 3 2 0 1 14:5 6 Tindastóll 2 1 1 0 3:2 4 ÍBV 3 1 0 2 6:6 3 Þróttur R. 3 0 3 0 3:3 3 Þór/KA 3 1 0 2 3:6 3 Keflavík 3 0 2 1 2:5 2 Stjarnan 3 0 1 2 2:5 1 Fylkir 2 0 0 2 0:10 0 Lengjudeild karla Þróttur R. – Vestri ................................... 1:3 2. deild karla Leiknir F. – Haukar................................. 2:5 Magni – Njarðvík ..................................... 2:2 Þróttur V. – Fjarðabyggð........................ 1:1 Völsungur – ÍR ......................................... 1:2 Reynir S. – KF.......................................... 0:2 3. deild karla Einherji – KFG......................................... 0:2 ÍH – Dalvík/Reynir .................................. 3:3 Víðir – KFS ............................................... 3:2 Sindri – Elliði ............................................ 2:3 Mjólkurbikar kvenna 3. umferð: KR – Augnablik ........................................ 3:1 Afturelding – Grótta ................................ 1:1 _ Afturelding áfram eftir vítakeppni. Sindri – Fjarðab/Höttur/Leiknir ............ 0:2 England Everton – Sheffield United .................... 0:1 - Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Everton í hálfleik. Burnley – Leeds....................................... 0:4 - Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 70. mínútu. Southampton – Fulham ........................... 3:1 Brighton – West Ham.............................. 1:1 Crystal Palace – Aston Villa.................... 3:2 Tottenham – Wolves ................................ 2:0 WBA – Liverpool...................................... 1:2 Staða efstu liða: Manch. City 36 26 5 5 76:29 83 Manch. United 36 20 10 6 70:42 70 Leicester 36 20 6 10 65:44 66 Chelsea 36 18 10 8 55:33 64 Liverpool 36 18 9 9 63:42 63 Tottenham 36 17 8 11 63:41 59 West Ham 36 17 8 11 56:46 59 Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Manchester City – West Ham................. 5:1 - Dagný Brynjarsdóttir lék fyrri hálfleik- inn með West Ham. Rússland Dinamo Moskva – CSKA Moskva .......... 3:2 - Arnór Sigurðsson kom inn á sem vara- maður á 61. mínútu hjá CSKA sem endaði í 6. sæti. Holland AZ Alkmaar – Heracles .......................... 5:0 - Albert Guðmundsson lék fyrstu 63 mín- úturnar með AZ sem endaði í 3. sæti. Rúmenía Universitatea Craiova – CFR Cluj......... 1:3 - Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 66 mínúturnar með CFR Cluj. Pólland Lech Poznan – Górnik Zabrze ............... 1:1 - Aron Jóhannsson lék fyrstu 87 mínút- urnar með Lech sem endaði í 6. sæti. Danmörk AGF – Nordsjælland ............................... 3:1 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 88 mínúturnar með AGF og skoraði eitt marka liðsins. Bandaríkin New York City – Toronto....................... 1:1 - Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 79 mínúturnar með New York City. Svíþjóð Piteå – Örebro.......................................... 0:1 - Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Piteå vegna meiðsla. - Berglind Rós Ágústsdóttir fór af velli í uppbótartíma hjá Örebro. Cecilía Rán Rún- arsdóttir var ónotaður varamaður. B-deild: Brage – Norrby........................................ 1:2 - Bjarni Mark Antonsson lék fyrstu 61 mínútuna með Brage og skoraði. 50$99(/:+0$ _ Viðar Örn Kjartansson skoraði hundraðasta mark sitt í deildakeppni erlendis þegar hann minnkaði muninn í 1:2 fyrir lið sitt Vålerenga gegn Kristi- ansund í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Viðar hóf atvinnumanns- feril sinn með Vålerenga árið 2014 en hann hefur einnig leikið með Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð, Rubin Kazan í Rússlandi, Yeni Malatyaspor í Tyrklandi og loks aftur með Vålerenga frá miðju síðasta tímabili. Hann hefur nú skorað 35 mörk í Noregi, níu í Kína, 21 í Svíþjóð, 32 í Ísrael, eitt í Rúss- landi og tvö í Tyrk- landi. Öll þessi mörk hefur Viðar skorað í efstu deild viðkomandi landa. Áður en Viðar gerðist atvinnumaður skoraði hann 53 deildamörk á Íslandi fyrir Selfoss, ÍBV og Fylki, þar af 25 í úrvalsdeildinni. Deildamörkin hans í heild eru því orðin 153 talsins í 350 leikjum á ferlinum. _ Guðni Valur Guðnason hlaut gull- verðlaun á frjálsíþróttamóti í Zagreb í Króatíu á laugardaginn þegar hann keppti í kringlukasti. Guðni Valur þeytti kringlunni 62,25 metra og nægði það til sigurs á mótinu. Hann átti fimm gild köst sem öll voru yfir 60 metra. Næst á dagskrá hjá Guðna Val er mót í Svíþjóð um næstu helgi. Hann er í keppni um að ná ólympíu- lágmarkinu sem er 66 metrar sléttir. _ Guðlaug Edda Hannesdóttir hafn- aði í 35. sæti á alþjóðlegu þríþrautar- móti í Yokohama í Japan á laugardag- inn. Keppendur á mótinu voru 56 en barist var um stig sem veita keppnis- rétt í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda kom í mark á einni klukkustund, 59,25 mín- útum en hún var í 23. sæti eftir sundið sem er fyrsta greinin af þremur. Hinar eru hjólreið- ar og hlaup. _ Barcelona er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Chelsea í úrslita- leik Meistaradeildar kvenna á Ullevi- leikvanginum í Gautaborg í gær. Leikn- um lauk með 4:0-sigri Barcelona en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Melanie Leupolz varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 1. mínútu og Alexia Putellas tvöfaldaði forystu Barcelona á 14. mínútu. Aitana Bin- mati bætti við þriðja marki Barcelona Eitt ogannað LEIKNIR R. – FYLKIR 3:0 1:0 Sævar Atli Magnússon 45. 2:0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 87. 3:0 Sævar Atli Magnússon 90.(v) MM Brynjar Hlöðversson (Leikni) M Bjarki Aðalsteinsson (Leikni) Sævar Atli Magnússon (Leikni) Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leikni) Emil Berger (Leikni) Dagur Dan Þórhallsson (Fylki) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7. Áhorfendur: Á að giska 300. VÍKINGUR – BREIÐABLIK 3:0 1:0 Pablo Punyed 14. 2:0 Júlíus Magnússon 86. 3:0 Kwame Quee 90. M Kári Árnason (Víkingi) Þórður Ingason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Nikolaj Hansen (Víkingi) Halldór J.S. Þórðarson (Víkingi) Pablo Punyed (Víkingi) Alexander H. Sigurðarson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Thomas Mikkelsen (Breiðabliki) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinss. – 8. Áhorfendur: 444. KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Tyler Sabin reyndist hetja KR þeg- ar liðið heimsótti Val í fyrsta leik lið- anna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Origo- höllinni á Hlíðarenda í gær. Sabin tryggði KR-ingum sigur með þriggja stiga körfu þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum en framlengja þurfti á Hlíðarenda til þess að skera úr um sigurvegara. Jón Arnór Stefánsson fékk tvö tækifæri til þess að tryggja Vals- mönnum sigur í venjulegum leiktíma en boltinn vildi ekki í körfuna. Pavel Ermolinskij fékk svo annað tækifæri til þess að tryggja Vals- mönnum sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af framlengingunni en honum brást bogalistin fyrir utan þriggja stiga línuna og KR-ingar fögnuðu sigri. „Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og að stærstu leyti frábærlega spilaður,“ skrifaði Krist- ján Jónsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. KR-ingar leiða 1:0 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik á miðviku- daginn í DHL-höllinni í Vesturbæ. _ Larry Thomas var stigahæstur Þórsara frá Þorlákshöfn þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslit- um Íslandsmóts karla í körfuknatt- leik í Icelandic Glacial-höllinni í Þor- lákshöfn í gær. Leiknum lauk með 95:76-sigri Þórsara en Thomas skoraði 21 stig í leiknum og tók sex fráköst. Þórsarar frá Þorlákshöfn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með þrettán stigum í hálfleik, 47:34. Þeir juku forskot sitt hægt og rólega í þriðja leikhluta og var mun- urinn á liðunum átján stig fyrir fjórða leikhluta, 71:53. Emil Karel Einarsson skoraði 15 stig fyrir Þór frá Þorlákshöfn en Ivan Aurrecoechea var stigahæstur Akureyringa með 17 stig og fimm fráköst. Þór frá Þorlákshöfn leiðir 1:0 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik á Akureyri á miðvikudaginn kemur. _ Dominykas Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík þegar liðið fékk Tindastól í heimsókn í Blue- höllina í Keflavík á laugardaginn. Leiknum lauk með 79:71-sigri Keflavíkur en Milka skoraði 33 stig, ásamt því að taka átta fráköst. „Tindastólsmenn sýndu að þeir geta með fínu móti átt við Keflvík- inga en hins vegar mega þeir ekki gleyma sér eitt augnablik því deild- armeistararnir eru fljótir að refsa,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Liðin mætast í öðrum leik átta liða úrslitanna á Sauðárkróki á morgun en Keflavík leiðir 1:0 í einvíginu. _ Ægir Þór Steinarsson átti góð- an leik fyrir Stjörnuna þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn í Mathús Garðabæjar-höllina í Garðabæ á laugardaginn. Ægir Þór skoraði 15 stig og gaf ellefu stoðsendingar en leiknum lauk með átján stiga sigri Stjörnunnar, 90:72. Sigur Garðbæinga var aldrei í hættu en þeir tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum í hálfleik, 44:38. Stjarnan leiðir því 1:0 í einvíginu en liðin mætast á nýjan leik í Grindavík á morgun. Dramatík í Reykjavíkurslag Morgunblaðið/Eggert Hetja Tyler Sabin skoraði 28 stig fyrir KR-inga á Hlíðarenda í gær. - Keflavík í vandræðum gegn Tindastól

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.