Morgunblaðið - 17.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.05.2021, Qupperneq 32
• Sérferð fyrir eldri borgara og einkaflug til Húsavíkur með Flugfélaginu Ernir • Samgöngusafnið Ystafelli • Mývatn • Sjóböðin • Hvalaskoðun • Dettifoss • Ásbyrgi • Gist á Fosshótel Húsavík 4* morgun- og kvöldverður innifalið • Vönduð fararstjórn og mikil upplifun Sumarferð eldri borgara Húsavík, Mývatn og Þingeyjarsýsla 28.-29. júní • 2 dagar / 1 nótt Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is eða í símum 783-9300/01 Allar nánari upplýsingar á www.ferdaskrifstofaeldriborga.is Verð 89.900 mann í tvíbýli* *aukagjald fyrir einbýlikr. 9.900 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Tyler Sabin reyndist hetja KR þegar liðið heimsótti Val í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Origo-höllina á Hlíðarenda í gær. Sabin tryggði KR-ingum sigur með þriggja stiga körfu þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum en fram- lengja þurfti á Hlíðarenda til þess að skera úr um sigur- vegara. Í hinum leikjum átta liða úrslitanna vann Kefla- vík sigur gegn Tindastóli í Keflavík, Stjarnan lagði Grindavík í Garðabæ og Þór frá Þorlákshöfn lagði nafna sinn Þór frá Akureyri í Þorlákshöfn. »26 Dramatískur sigur KR gegn Val ÍÞRÓTTIR MENNING Bibliotek Nordica nefnist norræn bókverkasýning sem opnuð verður í dag í Þjóðarbókhlöðunni. Þar sýna saman 84 norrænir listamenn bókverk sín í A6-broti og þar af tólf íslenskir listamenn. Sýning þessi hefur verið sett upp í sex löndum á síðustu tveimur árum og er sýning- arstjórn verkefnisins í höndum Codex Polaris, þeirra Imi Maufe, Megan Adie og Bents Kvisgaards. „Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bók- verka sem auðvelt er að nálgast og hægt er að nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans og skapa um leið tengslanet milli Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu og að sýningin muni standa yfir til 22. ágúst. Opið er virka daga frá kl. 9 til 17 og kl. 10-14 á laugardögum. Norræn bókverkasýning opnuð Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta er framúrskarandi verkefni þegar horft er á kennslufræðina, nemendur finna hjá sér nýja hvöt til að sjá heilt hús verða til og finnst mikið til um vinnu sína þegar upp er staðið,“ segir Helgi Valur Harðar- son, brautarstjóri byggingadeildar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemar eru nú að ljúka við smíði á fullbúnu sumarhúsi og er það til sölu. Að auki eru þeir einnig að klára smíði á tveimur 15 fm smáhýsum. Nemar í byggingadeild VMA hafa um árabil spreytt sig á því verkefni að byggja frístundahús. Húsið sem klárast nú í vor er hið 21. í röðinni sem þeir hafa smíðað um árin, en fyrsta húsið var byggt veturinn 1991 til 1992. Þegar það hús seldist á árinu 1993 var gerður samningur við BHM um smíði þriggja sams konar húsa og voru þau öll flutt í Aðaldalshraun. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem nem- arnir hafa tekið sér fyrir hendur fram til þessa, stórt og mikið verk- efni sem krefst stöðugrar eftirfylgni kennara og yfirsýnar, en endar svo á að verða alveg magnað þegar upp er staðið,“ segir Helgi Valur. Hann segir að samstarf sé við hönnuði, byggingafulltrúa og bygg- ingastjóra hjá verktaka úti í bæ sem og við aðrar deildir innan skólans. „Ef vel tekst til kynnast nemendur öllu ferlinu gagnvart hinu opinbera, byggingarkostnaði og efnisvali fyrir heilt frístundahús, þeir eiga að verki loknu að hafa snert á öllum verkþátt- um frá upphafi til enda.“ Helgi Valur segir verkefnið um- hverfisvænt, lítið sé gert af því að kaupa efni til æfingastykkja sem hent er að notkun lokinni. „Okkur tekst yfirleitt að nýta meirihluta efn- is til uppbyggingar hússins og það nýtist svo um ókomna tíð,“ segir hann en nú er verið að stíga fyrstu sporin í því að kynnast umhverfis- vænum byggingarefnum og stendur til að nota þau í ríkari mæli í framtíð- inni. „Verkefnið er mikil áskorun fyrir kennara og nemendur; segja má að kennarar sem taka þátt í því séu vaknir og sofnir yfir því. Það þarf að halda vel á spöðunum til að allt efni sé til staðar og hægt sé að raða vinnunni upp eftir hentisemi veður- guðanna, þannig að allir nemendur nái að spreyta sig á öllum verkþátt- um,“ segir Helgi Valur. Byggingadeildin að vaxa Fram að hruni, eða í kringum ár- ið 2007, naut byggingadeild VMA þess að geta endurnýjað vélakost og búnað fyrir framlegð af sölu húss- ins. Heldur hefur það dalað í seinni tíð að sögn brautarstjórans. „En horfir til betri tíðar með batnandi fjárhag skólans,“ segir hann. Byggingadeildin hefur vaxið að um- fangi hin síðari ár og er að sprengja utan af sér húsnæði og aðstöðu. „Kennurum fer fjölgandi en að- staðan er hin sama og áður, og löngu orðin of lítil,“ segir Helgi Val- ur að endingu. Morgunblaðið/Margrét Þóra Smíði Helgi Valur Harðarson, brautarstjóri byggingadeildar VMA, ásamt nokkrum nemum í deildinni við smíði á frístundahúsi sem þeir hafa verið að smíða á liðnum vetri. Húsið er til sölu, sem og tvö 15 fermetra smáhýsi. Nemendur VMA með sumarhús og smáhýsi - Vel þurfti að halda á spöðunum til að allt gengi upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.