Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varnargarðar geta hamlað hraun- straumi eins og reynslan úr eldgos- inu í Heimaey 1973 sýndi, að sögn Ármanns Höskuldssonar, eldfjalla- fræðings og rannsóknaprófessors við HÍ. Hann hefur ásamt fleirum unnið að samantekt um virkni varn- argarða gegn hraunstraumi. Sú vinna hófst nokkru áður en fór að gjósa í Geldingadölum. Sérfræðinga- hópurinn hugaði m.a. að aðgerðum gegn hraunrennsli á Reykjanes- skaga. Eyjamenn gerðu fyrsta garðinn meðfram ströndinni til að verja inn- siglinguna. Ármann segir að enn marki fyrir garðinum í hrauninu. Hraunkæling virkaði líka vel og var mest kælt þar sem hraunkanturinn lá utan í varnargarðinum. Fleiri görðum var mokað upp og héldu þeir á móti hrauninu um tíma. „Slysið varð þegar gígur Eldfells hrundi. Þá opnaðist geil í átt að bæn- um sem hraun fór að renna um. Það var ekkert hægt að stoppa það,“ sagði Ármann. Nýir Reykjaneseldar hafnir „Nýir Reykjaneseldar eru byrjað- ir. Nú er í gangi lítið og þægilegt eld- gos. En þegar fer að gjósa úti í sprungusveimunum og nær innvið- um og þorpunum er ekki um annað að ræða en að reyna að stjórna hraunflæðinu. Það er þess virði að reyna það,“ sagði Ármann. Nú hefur verið ýtt upp varnargörðum í Nafn- lausa dal ofan við Nátthaga. „Við vildum fá að setja upp alls konar varnargarða í Meradölum með mismunandi hornum og fláum og gera tilraunir með að stýra hraunrennslinu. En við fengum ekki leyfi til þess hjá yfirvöldum. Hins vegar fékkst leyfi til að gera þessa þvergarða í Nafnlausa dal,“ sagði Ármann. „Þegar við erum með til- tölulega meðfærilegt eldgos eins og þetta er grátlegt að tækifærið sé ekki notað til að prófa mismunandi gerðir af varnargörðum. Ef fer að gjósa nálægt einhverju sem skiptir máli að verja þá er hætt við að gerð verði mistök í ringulreiðinni sem skapast. Í staðinn hefðum við getað prófað þetta allt saman í næði og vit- að nákvæmlega hvernig garð við vilj- um setja á hverjum stað. Þá geta menn gengið fumlaust til verka. Ef gosið heldur áfram þá fer það í aust- ari Meradalinn og þá gefst tækifæri til að gera svona tilraun.“ Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, sagðist vilja setja garð þvert yfir Meradal til að sjá hvað hann heldur lengi á móti hrauninu. Mikilvægt sé að vita það ef fer að gjósa þar sem eina ráðið er að stoppa hraunið. „Við vonum að hraunið haldi áfram að renna niður í Meradali. Hraunpytturinn þar sem hraunið kemur frá gígnum í gegnum skarðið inn í Nafnlausa dal rís nú hátt yfir landið. Pytturinn gæti verið 30-35 metra djúpur. Hraun gusast úr hon- um inn dalinn og eins niður í Mera- dali,“ sagði Ármann. Þorvaldur benti á að hraunið í pyttinum þyrfti að fara yfir hraunið úr Nafnlausa dal til að ná fram á brún Nátthaga. Haldi eldgosið áfram verði endirinn líklega sá að dalurinn fyllist og hraun renni í Nátthaga. „Þetta tekur allt sinn tíma og það verða engar stórkostlegar hamfarir,“ sagði Þorvaldur. Ármann segir að það sé allt í lagi að byrja að hemja hraunið þarna á brúninni. Framkvæmdin sé tiltölu- lega lítil. Dragi úr gosinu eða hraun- rennslið beinist alfarið í Meradali fari það ekkert lengra þarna. Ef það hins vegar skríður yfir varnar- garðana og niður í Nátthaga þá verði hægt að tefja fyrir hrauninu niðri í dalnum. „Þá höfum við líka meiri tíma og verðum reynslunni ríkari,“ sagði Þorvaldur. Mjög merkilegt eldgos Hann sagði að kvikuframleiðslan hefði verið nokkuð stöðug í þessu merkilega gosi. „Við erum að horfa upp á eldgos sem hefur búið til allar tegundir af basalthraunum sem þekkjast á jörð- inni. Bæði seig apalhraun, mjög þunnfljótandi helluhraun og allt þar á milli. Svo sjáum við alla þessa fjöl- breytni í gosvirkninni. Á tímabili var stöðug kvikustrókavirkni, svo púlsa- virkni og allt gerist þetta án þess að það verði veruleg breyting á fram- leiðslu hrauns. Það segir okkur að framleiðni er einn þáttur sem hefur áhrif á hvernig gos hagar sér en er greinilega ekki meginþátturinn. Það gengur gegn flestum kenningum í eldfjallafræði. Við eigum margt eftir ólært. Hitabúskapurinn í flutnings- rásunum virðist alveg ráða því hvaða hraungerð myndast. Sé hitatapið mikið færðu apalhraun en sé það lítið færðu þunnfljótandi helluhraun.“ Mikilvægt að prófa varnargarða - Leyfi fyrir tilraunagörðum í Meradölum fékkst ekki - Eina hraunvörnin fari að gjósa nærri byggð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nafnlausi dalur Hraun er farið að þrýsta á varnargarða ofan við Nátthaga. Opnað hefur verið fyrir greiðslu bílastæðagjalds á bílastæði við upphaf gönguleiðarinnar við Suðurstrandarveg. Greitt er í gegnum Parka-smáforritið (Parka app) og kostar 1.000 krónur að leggja. Ekki er farið að fylgja því eftir að fólk borgi fyrir að leggja. Það er næsta skref, að sögn Sig- urðar Gíslasonar, formanns Land- eigendafélags Hrauns sf. Stór hluti af gjaldinu fer í að byggja upp aðstöðu. Vilji er til að gera veg inn í Nátthagakrika, þar sem fremsti hluti gönguleiðanna liggur. Þar á að gera bílastæði, þjónustuhús og salernisaðstöðu fáist leyfi skipulagsyfirvalda. Búið er að stika leið fyrir breytta bíla upp á Fagradalsfjall og í átt að gosinu. Sigurður sagði eft- ir að útfæra það nákvæmlega. Þær hugmyndir verða lagðar fyrir þar til bær yfirvöld, Grindavíkurbæ og Umhverfisstofnun, til samþykktar. „Við viljum fá þetta í gegn sem fyrst,“ sagði Sigurður. „Hug- myndin er ekki að leggja veg held- ur vegslóða sem sérbúnir bílar geta keyrt. Við höfum skilað frum- drögum til Grindavíkurbæjar og það er verið að útfæra þau. EFLA verkfræðistofa er að vinna þetta með okkur. Hugmyndin er að það verði aðgangsstýring með sérleyf- isgjaldi. Um leið og þetta verður samþykkt getum við samið við ein- hverja sem gera út breytta ferða- þjónustubíla um sérleyfi.“ Sigurður segir að Landeigenda- félag Hrauns haldi áfram að vinna að þessu verkefni eins og landið verði ekki selt. Ýmsir hafa lýst áhuga á að kaupa landið og gert tilboð sem landeigendum hafa ekki þótt nógu spennandi til þessa. „Ef kemur tilboð sem land- eigendur taka getur nýr landeig- andi haldið verkinu áfram,“ sagði Sigurður. Vilja gera nýtt bílastæði og salerni fyrir gosgesti LANDEIGENDUR HRAUNS HYGGJA Á FRAMKVÆMDIR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bílastæði Gjaldið fer í að byggja upp betri aðstöðu á svæðinu. Dregið var í happatöluleik Morgunblaðsins á K100 í gær, en í þetta skipti var vinningurinn glæsilegt heilsurúm. Sigríður Jóna Friðriksdóttir hafði heppnina með sér og hreppti þennan fyrsta vinn- ing af fimm, en dregið verður í leiknum á hverjum föstudegi til 18. júní. „Mér fannst það dásamlegt, þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu,“ segir Sigríður, eða Sidda eins og hún er alla jafna kölluð, við blaðamann. „Þetta er rosalega flott rúm, maður bara gapir. Ég er eig- inlega ekki búin að ná mér niður enn þá.“ Sidda, sem er 67 ára gömul, gerðist áskrifandi að Morgun- blaðinu 18 ára og hefur því lesið blaðið í að verða fimm áratugi. „Ég er búin að vera áskrifandi alla æv- ina, alveg frá því ég byrjaði að búa.“ Hún segist taka afar sjaldan þátt í leikjum af þessu tagi, og hafi í raun skráð sig í pottinn á síðustu stundu. „Ég hafði séð auglýsinguna um leikinn fyrir viku og gleymt honum. En svo mundi ég skyndi- lega eftir honum í gær og sendi töl- una inn snemma um morguninn.“ Það hefði ekki mátt síðar vera, en vinningshafi var tilkynntur í þættinum Ísland vaknar á K100 í gærmorgun. Happatöluleikurinn snýst um að finna happatölu sem falin verður í hverju fimmtudagsblaði Morgun- blaðsins næstu vikurnar. Að happa- tölu fundinni er hægt að skrá sig í pottinn mbl.is/happatala. jonn@mbl.is Áskrifandi til 50 ára hreppti fyrsta vinning - Vann heilsurúm í happatöluleik Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Sátt Sidda hjá nýja rúminu sem hún vann í happatöluleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.