Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 28
Fjölmargir Íslend- ingar stunda nám á háskólastigi á Norðurlöndunum. Ís- lendingar hafa einnig lengi sótt vinnu til Noregs og fleiri nor- rænna landa. Nærri því öll félagasamtök, stofnanir og sveit- arfélög eiga í nor- rænu samstarfi. Ís- lenskir ráðherrar funda reglulega og vinna með starfssystkinum sínum á Norður- löndum á vettvangi Norrænu ráð- herranefndarinnar. Norrænir þing- menn vinna saman í Norðurlandaráði. Þegar á reynir og þörfin er mest leitum við að- stoðar Norðurlanda. Ekkert al- þjóðlegt samstarf er eins mik- ilvægt og samstarfið við Norðurlönd og ekkert annað sam- starf nýtur eins mikils stuðnings og það norræna. Einn mikilvægasti lykillinn að því að nýta þau tækifæri sem okk- ur bjóðast á Norðurlöndum til vinnu og náms og til að viðhalda öflugu samstarfi er tungumála- kunnátta. Það er áhyggjuefni að kunnáttu Íslendinga í skandinav- ískum málum hefur hrakað mjög á síðustu áratugum. Einn þáttur í því að efla kunnáttu landsmanna í norrænum tungumálum er aðgang- ur að góðu norrænu sjónvarpsefni. Nefna má norsku sjónvarpsþættina Skam, sem nutu mikilla vinsælda hjá íslenskum ungmennum fyrir örfáum árum, en einnig hafa Ís- lendingar haft mikla gleði af dönskum sjónvarpsþáttum sem sýndir hafa verið á RÚV í gegnum tíðina. En það er margt fleira í boði frá Norðurlöndum sem gæti vakið áhuga Íslendinga og eflt kunnáttu þeirra í skandinavískum málum, meðal annars mikið og gott barnaefni, heimildarþættir og fleira. Aðgangur að skandinavísku sjónvarpsefni í skólum landsins skiptir einnig máli. Danskar bíó- myndir og sjónvarps- efni eru mikilvægur þáttur í dönsku- kennslu, jafnvel líka í norsku- og sænsku- kennslu. Það er oft mjög erfitt að útvega efnið, aðeins lítill hluti þess er aðgengi- legur fyrir íslenskar IP-tölur. Miðflokkurinn til- heyrir flokkahópi miðjumanna í Norður- landaráði. Sama gildir um flokk hæstvirts menntamálaráðherra. Þessi flokkahópur lagði árið 2017 fram tillögu í Norðurlandaráði um að afnema lokun höfundarvarins efnis eftir svæðum þannig að Norður- landabúar hefðu betri aðgang að sjónvarpsefni frá nágrannalönd- unum. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samstarfsráðherra, var einn tillöguflytjenda. Tillagan var samþykkt í Norðurlandaráði með nokkrum breytingum og hvatn- ingu beint til Norrænu ráðherra- nefndarinnar um að kanna til hvaða ráða þyrfti að grípa til að afnema þessa lokun . Í kjölfarið létu ráðherrar menntamála á Norðurlöndum taka saman skýrslu um leiðir til að draga úr lokun sjónvarpsefnis frá almannaþjónustufjölmiðlunum, það er að segja RÚV, DR í Dan- mörku, NRK í Noregi og svo framvegis. Skýrslan kom út í maí 2019 og sýndi meðal annars að enn er lokað á aðgang að stórum hluta sjónvarpsefnis milli norrænu landanna. Í skýrslunni voru fimm tillögur til úrbóta. Tillaga 1: Almannaþjónustumiðl- arnir ættu aðeins að loka fyrir höfundarvarið efni eftir svæðum þar sem nauðsyn krefur. Tillaga 2: Hægt er að auka og þróa samstarfið í Nordvision um samframleiðslu og miðlun þátta, þar með talið Nordic 12. Tillaga 3: Áframhaldandi þróun á framboði sjónvarpsdreifing- araðila á sjónvarpsefni frá ná- grannalöndunum. Tillaga 4: Norrænu ríkin geta tryggt ramma um höfundarrétt sem myndar grunn að endurdreif- ingu gegnum streymisþjónustu. Tillaga 5: Norrænu löndin ættu að innleiða væntanlega breytingu á gervihnatta- og kapaltilskipun ESB eins fljótt og hægt er. Nú í febrúar sl. lagði flokkahóp- ur miðjumanna á ný fram tillögu um þetta efni. Ástæðan er sú að lítið virðist hafa gerst síðan skýrslan kom út. Miðflokkahóp- urinn hvetur því til þess að dregið verði úr lokun höfundar- réttarvarins efnis í stafrænum sjónvarpssendingum milli Norðurlandanna, líkt og lagt er til í skýrslunni „Nordisk tv på tværs af grænser“ sem mennta- málaráðherrarnir létu gera. Menntamálaráðherra Íslands hlýt- ur að vera því sammála að mik- ilvægt er að Íslendingar hafi góða kunnáttu í norrænum tungumálum og hún hlýtur að hafa beitt sér fyrir því á fundum með norrænum starfssystkinum sínum og með öðrum hætti að tillögunum úr skýrslunni „Nordisk tv på tværs af grænser“ verði fylgt eftir. Það má að lokum velta því fyrir sér hvernig menntamálaráðherra ætli að beita sér fyrir því að efla kunnáttu Íslendinga í norrænum tungumálum og hvort hún hafi hugmyndir um hvernig snúa megi við þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum áratugum. Kunnátta í norrænum tungu- málum er lykill að samstarfi Eftir Önnu Kol- brúnu Árnadóttur »Menntamálaráð- herra Íslands hlýtur að vera því sammála að mikilvægt er að Íslend- ingar hafi góða kunn- áttu í norrænum tungu- málum Anna Kolbrún Árnadóttir Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi og fulltrúi flokksins í Þekkingar- og menning- arnefnd Norðurlandaráðs. annakol- brun@althingi.is 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021 Segjum börnunum okkar og barnabörn- um og börnum þessa heims frá bæninni. Höfum fyrir þeim að fela okkur Guði á vald. Honum sem skapaði okkur og elskar okkur mest og hét því að sleppa aldrei af okkur tak- inu og yfirgefa okkur aldrei, sama hvað. Því bæn í Jesú nafni er raunverulega friðgefandi, vonarstyrkjandi og kærleiksnær- andi. Í bæninni gerumst við auðmjúk og einlæg. Við gerumst heiðarleg við okkur sjálf og við Guð, alla vega á meðan á henni stendur. Bænin stillir kvíða og losar um streitu. Hún skerpir einbeit- inguna og fær okkur til sam- kenndar, til að setja okkur í spor annarra. Bænin veitir huganum ró og færir frið í hjarta. Með bæninni tökum við að átta okkur betur á okkur sjálfum, raunverulegum þörfum okkar og vilja, samferðafólki okkar, um- hverfinu og Guði. Við tökum að skynja betur hver við erum og hvert við þráum að stefna og það sem skiptir okkur mestu máli í lífinu. Bænin er góð forvörn. Hún minnir okkur á í daglegu lífi hvers við báðum um morguninn eða í hádeginu, við kvöldverð- arborðið eða fyrir svefninn á kvöldin. Bænin minnir okkur einnig á það að við megum og getum beðið til Guðs hvar og hve- nær sem er og lagt allt sem á okkur hvílir á Guðs herðar sam- kvæmt hans boði og vilja í trausti þess að hann muni leiða okkur frá öllu illu, vera okkur vernd og skjól þegar tekur í og gefur á. Munum samt að bænin virkar ekki eins og sjálfsali á efnisleg gæði heldur að fela sig höfundi og fullkomnara lífsins í vanmætti. Honum sem sér í okkur eilífðar- verðmæti sem hann vill ekki að fari til spillis. Með bæninni tökum við nefnilega að sjá og upplifa fegurð lífsins, jafnvel þrátt fyrir allt. Því bænin fær okkur til að opna aug- un. Hún virkjar þakk- lætið. Hún eflir sjálfs- traust og virðingu fyrir náunganum. Takk Guð Og svo er það nátt- úrulega söngurinn og tónlistin sem mýkir hjartað, styrkir and- ann, gleður geðið og nærir sálina. Söng- urinn og bænin eru nefnilega gömul en góð sívirk meðul okkur af Guði gefin ásamt brosinu bjarta, frelsandi fyrirgefningu, hlátrinum og tárunum. Takk Guð fyrir að elska okkur eins og við erum. Takk fyrir lausnina sem bæninni fylgir og takk fyrir þína takmarkalausu fyrirgefningu. Takk fyrir söng fugla og manna, alla tjáningu tón- listarinnar og ritlistarinnar, já og myndlistarinnar. Takk fyrir táknmál táranna sem glóa svo fallega í minning- unni. Tárin eru svo dýrðleg gjöf sem minna á samstöðu þína og miskunn á erfiðum tímum sem og á gleðistundum. Og takk fyrir öll hin ólíku bros mannanna og hlát- urinn sem losar um streitu og spennu og eflir samstöðu og vin- áttu, gerir allt svo miklu betra svo okkur tekur að líða betur og líka í gegnum tregatárin sem hlátrinum getur svo auðveldlega fylgt. Brosum saman inn í sumarið því við eigum lífið framundan. Með samstöðu-, kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin er svo friðgef- andi, vonarstyrkj- andi og kærleiksnær- andi. Bænin stillir kvíða og losar um streitu. Hún veitir huganum ró og færir frið í hjarta. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Syngjum og biðjum, hlæjum og grátum saman Atvinna Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.