Morgunblaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2021
✝
Jón Bjarni
Bjarnason
fæddist í Reykja-
vík 25. apríl 1953.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 6. maí 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Ing-
veldur Guðnadótt-
ir, húsfreyja, frá
Stokkseyri, og
Bjarni Jónsson,
verslunarstjóri í versluninni
Geysi, en hann var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur. Jón
Bjarni var næstyngstur fimm
systkina sem öll lifa hann.
Eftirlifandi eiginkona hans
er Unnur Hjartardóttir úr
Kópavogi. Foreldrar hennar
voru hjónin Ósk Ingibjörg Ei-
ríksdóttir og Böðvar Guð-
laugsson, stjúpfaðir hennar.
Börn þeirra
hjóna eru þrjú.
Elstur er Bjarni,
málari, fæddur
1977. Sambýlis-
kona hans er Sig-
rún Svava Valdi-
marsdóttir og eiga
þau tvíburasynina
Jón Marinó og
Benedikt Bjarna. Í
miðið er Eva
Dögg, viðskipta-
0fræðingur, fædd 1983, gift
Friðriki Þorsteinssyni. Börn
þeirra eru Kolfinna, Brynjar
Þór og Arnar Freyr. Yngst er
Ellen Björg, þroskaþjálfi, fædd
1988. Hún býr með Sindra Agli
Ásbjörnssyni og börn þeirra
eru Rakel Eva og Baldur
Snær.
Útför Jóns Bjarna fór fram í
kyrrþey 18. maí 2021.
Hvert gengið spor sem tíminn burtu tek-
ur
fær tilgang þegar lífið skoðað er,
og öll þau blóm sem glaðlegt vorið vek-
ur
þau virkja söng sem ávallt hljómar hér.
Því söngurinn hann fer með tímans takti
um táradal er fögur jurt þar grær
og sérhvert blóm sem vorið áður vakti
í vitund manns um eilífð lifað fær.
En þegar yfir öllu gleðin gnæfir
er gott að hafa bæði kjark og þor
og hverri sál með hjartagæsku hæfir
að hugleiða í þögn hvert gengið spor.
(Kristján Hreinsson.)
Þín
Unnur.
Elsku pabbi.
Þegar ég byrjaði að skrifa
þetta hjá mér þá varstu enn á lífi
og veitti það mér huggun og von
um að við myndum geta skapað
fleiri minningar með þér.
Skapið okkar átti kannski ekki
alltaf saman en þegar ég lít til
baka þá var það bara væntum-
þykja og það sem þú vildir allra
helst var að mér vegnaði vel og
ég yrði hamingjusöm. Við vorum
samt alltaf bestu vinir. Þú hefur
kennt mér svo margt. Þú varst
maður sem kunni allt. Frá því að
laga leikföng og upp í að byggja
upp hús.
Mínar uppáhaldsminningar
eru að þvælast í kringum þig í bíl-
skúrnum. Spyrja þig hvað hitt og
þetta gerir. Fá að tálga meðan þú
brasaðir eitthvað í skúrnum. Ég
var alltaf velkomin að vera í
kring og fá lítil verkefni svo við
gátum átt þessar stundir saman.
Þú vissir allt og hafðir ráð við
öllu sem tengdist hinu og þessu í
viðgerðum og þér þótti það nú
aldrei leiðinlegt að hafa verkefni
fyrir höndum, helst mörg í einu.
Þú vildir allt gera og gerðir það
vel. Fyrir mér varstu klárastur
allra og vildi ég alltaf fá þína
skoðun ef það tengdist bílum eða
íbúðum.
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Og
þakklát fyrir að þrátt fyrir mikil
veikindi þá tókstu ekki annað í
mál en að mála þegar við fluttum.
Þessir tveir dagar sem við áttum
tvö saman meðan þú málaðir
stofuna eru ómetanleg minning
sem mér mun alltaf þykja vænt
um.
Söknuðurinn mun aldrei
hverfa. Sorgin mun aldrei
minnka. Ég mun syrgja þann
tíma sem við hefðum getað átt til
viðbótar. En ég mun varðveita og
gleðjast yfir þeim stundum sem
við áttum saman, elsku besti
pabbi.
Ég elska þig og mun alltaf
gera.
Þín litla pabbastelpa,
Ellen Björg.
Elsku afi.
Það var gaman að fara í pottinn
með þér. Það var gaman að borða
með þér. Það var gaman að grilla
með þér. Það var gaman að leika
með þér. Það var gaman að sjá þig
sprella með grímurnar. Það var
gaman að horfa á þig klippa Poco.
Það var alltaf gaman með þér og
það var alltaf gaman að vera í
kringum þig. Ég mun sakna þín,
elsku afi. Þú varst bestur í heimi.
Ég elska þig mjög mikið, ég elsk-
aði þig meira en allt í heimi. Elsku
sprellikarlinn okkar, langbesti
sprellikarlinn okkar. Það var gam-
an að sá þig sprella með okkur.
Þín dótturdóttir,
Rakel Eva.
Það var ósjaldan leitað ráða hjá
Jóni Bjarna bróður enda dreng-
urinn með eindæmum úrræðagóð-
ur og laghentur. Það vafðist ekki
fyrir honum að leysa flókin verk-
efni af öllum toga sem viðkomu
heimilinu. Ef bíllinn bilaði gerði
hann sjálfur við og ef rétta verk-
færið var ekki í verkfærasafninu
þá bættist bara enn eitt við safnið.
Það var hans hugðarefni á sumrin
að fara yfir hús og garð og gera
við það sem aflaga fór yfir vetur-
inn. Ef verkefnið var þess eðlis að
hann taldi sig ekki hafa nægja
þekkingu á því leitaði hann fróð-
leiks og kunnáttu í smiðju ann-
arra. Þannig aflaði hann sér þekk-
ingar á ýmsum sviðum og hans
viskubrunnur óx með hverju því
verkefni sem hann tók sér fyrir
hendur og við hin nutum góðs af.
Jón Bjarni var einstaklega nýt-
inn á alla hluti, það var ekki hlaup-
ið til og keypt nýtt ef til dæmis
eitthvert heimilistæki bilaði. Þá
var einfaldlega farið með tækið í
bílskúrinn þar sem hann kveikti
sér í pípu og gerði við. Ef viðgerð-
in gekk ekki upp geymdi hann
tækið til að nota í varahluti ein-
hvern tíma seinna. Grillið sem
hann keypti fyrir meira en 30 ár-
um gerði hann margoft upp og er
það í fínu standi enn þann dag í
dag, sannkallaður þúsundþjala-
smiður.
Jón Bjarni stundaði íþróttir á
árum áður og þá helst íþróttir þar
sem líkamsburðir hans nutu sín,
hraustur frá náttúrunnar hendi,
þykkur um axlir og handleggi með
stórar kröftugar hendur sem kom
sér vel í júdó og/eða lyftingum
þegar 150 kíló voru komin á stöng-
ina í bekkpressu. Jón Bjarni var
vinmargur, júdófélagar hans voru
í góðu sambandi við hann alla tíð
og æskufélagar hans héldu tryggð
við hann, stóðu við bakið á honum
og fjölskyldu hans í veikindum
hans allt til hinstu stundar. Eiga
þeir sérstakar þakkir skildar.
Jón Bjarni var snyrtimenni,
þótti gaman að klæða sig upp í fal-
leg föt, hafði sérstaklega góðan
smekk fyrir tvíhnepptum jakka-
fötum. Við bræður bárum gæfu til
að bindast sterkum bræðra- og
vinaböndum, áttum margar sam-
verustundir á lífsleiðinni með fjöl-
skyldum okkar á ferðalögum og
við önnur tækifæri, fórum til
margra ára saman í ræktina og
tókum vel á því og þar mættust
stálin stinn, auðvitað vorum við
ekki alltaf á eitt sáttir en alltaf var
stutt í sættir og fyrirgefningu.
Stuttu áður en Jón Bjarni veiktist
unnum við saman að verkefni um
nokkurra mánaða skeið og það er
mér dýrmæt minning.
Hans er sárt saknað, engin ráð
að fá lengur úr hans viskubrunni,
tómlegt að kíkja í skúrinn á Skrið-
ustekk 8 þar sem verkefnalaus
verkfærin hanga á veggjum raðað
skipulega eftir tegundum, pípan
og tóbaksdósin á vinnuborðinu. Í
hana verður ekki troðið aftur.
Jón Bjarni var heimakær fjöl-
skyldumaður, naut þess að vera
heima, fá börnin og barnabörnin
til sín sem hann unni af heilum
hug, hann var góður eiginmaður,
faðir, afi, vinur og bróðir. Hann
var drengur góður.
Minningin um góðan bróður og
vin mun lifa með mér alla tíð.
Takk fyrir allt og allt.
Elsku Unnur, Bjarni, Eva
Dögg, Ellen Björg og fjölskyldur
ykkar, ég og fjölskylda mín send-
um ykkur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Birgir Bjarnason.
Þá er föðurbróðir minn fallinn
frá eftir erfiða baráttu við krabba-
mein síðustu ár sem hann barðist
við af miklu æðruleysi. Jón var
mér mjög náinn og má segja að
okkar samband hafi verið nær því
að vera bræðrasamband en
frændatengsl. Hann kom oft við
hjá okkur í notalegt kaffispjall á
Kársnesbrautina þar sem farið
var yfir hin ýmsu mál og hann að
tékka á Lárusi, Beagle-hundinum
okkar sem hann hafði mikið gam-
an af. Æskuminningar mínar af
Jóni voru af töffaranum sem hafði
verið úti í Ameríku og keyrt um á
Mustang. Jón var einstaklega ljúf-
ur maður, alltaf óaðfinnanlegur í
tauinu með bíla- og græjudellu og
kraftadellan var þarna líka. Hann
var okkur bræðrum sem bróðir
enda náin tengsl og mikil sam-
skipti þar á milli. Jón var alltaf
tilbúinn að hjálpa hvort sem það
var við flutninga á verkum til Am-
eríku og ef eitthvað bilaði í tækja-
safni heimilisins eða gera þurfti
við eitthvað. Hann var völundur í
höndum á hvað sem var og hafði
gaman af því að stúdera græjur
ýmiss konar, taka í sundur og
laga. Las alltaf manualinn eins og
um væri að ræða reyfara, sem vit-
anlega fæstir okkar gera.
Það var alltaf gaman að því
hvað hann naut þess að sjá fallega
hluti eða gæðaefni hvort um var
að ræða föt, bíla, húsgögn eða
hvað það nú var. Þuklaði hann þá
hlutina, skoðaði gaumgæfilega og
hreifst af, því þarna var mikill fag-
urkeri á ferð. Jón var nautnamað-
ur í mat og drykk og hafði gaman
af að skemmta sér í góðum félags-
skap. Það er mikill söknuður þeg-
ar svo stór partur sem hann var af
lífi manns hverfur frá. Blessuð sé
minning þín, Jón Bjarni minn.
Megi allir góðir andar gefa ykk-
ur fjölskyldunni styrk í gegnum
söknuð og sorg.
Bjarni Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
Við Jón Bjarni erum búnir að
vera vinir alla tíð, en ég er tæplega
ári eldri. Við áttum heima í Sörla-
skjóli, í bakhúsum sem stóðu hlið
við hlið með sund fyrir framan.
Það var líklega fyrsta leiksvæðið
okkar. Það eru margar minningar
frá þessum tíma. Við hjóluðum
mikið um Skjólin og út á Nes og
fórum í allskonar leiki. Ég bar út
Vísi og Jón Bjarni kom oft með og
hjálpaði til. Við seldum aukablöðin
og fórum í Straumnes til Jóns og
Grétars, keyptum kók og prins.
Ég man líka eftir 17. júní, þá
fórum við einir í bæinn og stál-
umst til að vera langt fram á
kvöld. Við söfnuðum líka í brennu
við Faxaskjól. Þá var farinn
Skjólahringurinn með blys og
kveikt í seint á gamlárskvöld og
verið úti langt fram á nótt. Það var
mikið fjör við brennuna og fullt af
fólki samankomið þar.
Tíminn líður og ég er kominn
með bílpróf, búinn að kaupa
Chevrolet 55 og þá var mikið rúnt-
að. Við fórum í Húsafell um versl-
unarmannahelgi og skemmtum
okkur vel. Þurftum reyndar að
fara tvær ferðir, eina áður en
gæslan byrjaði til að koma réttum
veitingum á staðinn og fela vel.
Á unglingsárunum fer ég í sveit
á sumrin og í skóla úti á landi á
veturna. Eftir Verslunarskólann
fer Jón Bjarni til Elsu systur sinn-
ar í Ameríku og ekur þá um á
Ford Mustang. Hann var alltaf
flottur á því. En þrátt fyrir þetta
var alltaf þegar við töluðum sam-
an eins og við hefðum hist í gær.
Hann var tryggur vinur.
Við eldumst, giftumst. Jón
Bjarni giftist Unni og ég Ingu
Dóru. Fyrstu íbúðirnar eru keypt-
ar í Hólahverfinu þannig að það
var ekki langt á milli okkar. Börn-
in koma í heiminn og samgang-
urinn var mikill. Við fórum í sum-
arbústað að Reynivöllum í
Suðursveit með fyrstu börnin ung.
Síðan bætast við fleiri ferðir,
tjaldútilegur og ýmislegt annað.
Fjölskyldurnar stækkuðu og auk-
in verkefni samfara því en aldrei
slitnaði þráðurinn.
Jón Bjarni og Unnur flytja í
Snælandið og við Inga Dóra í
Lækjarselið í rúmlega fokhelda
íbúð. Þá kom sér vel að hafa Jón
Bjarna til að hjálpa. Hann var
mjög vandvirkur við alla vinnu,
hvort sem var að múra, mála,
flísaleggja eða gera við bíla. Hann
gat allt og var mjög fljótur að
mæta til að hjálpa til.
Fleiri börn bætast við. Jón
Bjarni og Unnur flytja í Skriðu-
stekkinn og við Inga Dóra í Jaka-
selið þannig að áfram reyndi á
samvinnuna í húsaviðgerðum. Og
enn mætti Jón Bjarni. Hann lagði
með mér parket og flísalagði. Nú
síðast orðinn sárlasinn flísalagði
hann með mér eldhúsið, hann var
alltaf fljótur til og vildi aðstoða.
Nú er allt breytt og ég verð sjálfur
að laga það sem þarf án hans
hjálpar.
Jón Bjarni vildi fylgjast með
hvað væri í gangi hjá fjölskyldunni
og sýndi börnum okkar og því sem
þau voru að gera einstakan áhuga.
Hann var mikill fjölskyldumaður.
Við höfum báðir verið það heppnir
að sjö barnabörn voru komin í
heiminn og eitt til hjá mér, og er
það búið að veita okkur mikla
gleði og ánægju. Jón Bjarni var
svo mikill og góður afi.
Mikill er missir fjölskyldunnar.
Unnur, Bjarni, Eva Dögg, Ellen
Björg, tengdabörn og barnabörn
við vottum ykkur okkar innileg-
ustu samúð.
Valur Valtýsson.
Árið er nítjánhundruðsextíuog-
þrjú. Þegar við Jón Bjarni hitt-
umst í fyrsta sinn í innkeyrslunni
að Sörlaskjóli 30, tíu ára strákur
og tæplega tvítug stelpa. Vissum
ekki þá að kynni okkar myndu
vara allt til endadægurs Jóns
Bjarna 58 árum síðar. Myndin af
þessum tíu ára strák er ljóslifandi
í minningunni, snaggaralegur
strákur alltaf eitthvað að brasa og
sjaldan kyrr enda nóg að gera fyr-
ir stráka í Skjólunum.
Jón Bjarni stendur í dyrunum í
Sörlaskjólinu óvanalega hljóðlátur
og það er eitthvað að hendinni,
hafði verið að stökkva yfir girð-
inguna baka til, að stytta sér leið
eins og ungir menn gerðu í þá
daga, sem í það skiptið kostaði
handleggsbrot, mamma og pabbi
hvorugt heima, bara mágkonan
með ungbarn í fanginu. Ég gleymi
aldrei þessum duglega strák, sem
beit á jaxlinn á meðan við biðum
eftir að pabbi kæmi heim til að
skutla honum á slysó.
Ungur fór Jón Bjarni til Banda-
ríkjanna með skipi, að heimsækja
systur sína sumarlangt. Síðar um
tvítugt fór hann aftur og dvaldi þá
í nokkra mánuði. Var ævinlega
mjög kært með honum og fjöl-
skyldunni í Bandaríkjunum.
Strákar eru orðnir stórir og
stelpur verða frúr og lífið breytir
um takt og Jón Bjarni kynnist
Unni sinni. Við tekur fjölskyldulíf
og vinna. Börn fæðast og allt í
einu eru þau líka orðin stór, en
það eru áfram ferðalög, gleði- og
sorgarstundir, fermingar og út-
skriftir, Unnur og Jón Bjarni
rækta garðinn sinn og börnin eru
lífsins lán. Stundirnar hans í bíl-
skúrnum kapítuli út af fyrir sig.
Jón var handlaginn og velvirkur,
ég sagði eitt sinn við hann þegar
hann var að sýna mér eina við-
gerðina að það leyndi sér ekki
Sörlaskjólshandbragðið. Þau
systkin hafa öll erft þessi flinkheit
foreldranna. Jón Bjarni fór ekki
varhluta af erfiðleikum og veik-
indum, einkum síðastliðið ár. Við
fólkið hans höfum horft á hann
berjast hetjulega og hann ætlaði
sko ekki að gefast upp. Unnur
stóð þétt við hlið hans. Og krakk-
arnir léttu þeim lífið. Þeir bræður
ræddu málin nær daglega og stutt
er síðan hann hringdi í bróður
sinn: „Diddi, það var verið að aug-
lýsa bíl sem gæti passað fyrir
ykkur Siggu“ og veikur sem hann
var fékk hann stóra bróður til að
koma og kíkja á bílinn. Við geym-
um í minningunni ferðina okkar í
umboðið. Svona var Jón Bjarni,
vildi hag sinna alltaf sem beztan.
Og hvað hann var glaður.
Þannig viljum við muna hann,
bróðirinn og mágkonan.
Frændi þegar fiðlan þegir
fuglinn krýpur lágt að skjóli.
Þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum
ilmanskógum betri landa
ljúfling minn sem ofar öllum
íslendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
eins og tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
(HKL)
Sigríður og Sigurbjörn.
Jón Bjarni
Bjarnason
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BJARNASON
rafvirkjameistari,
Hjallavegi 13, Reykjanesbæ,
lést á Heibrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 18. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Ásgerður Ásgeirsdóttir
Katrín M. Magnúsdóttir Steinar Jónsson
Lárus Ingi Magnússon Sigþrúður Sigurðardóttir
Bjarni Magnússon Hrafnhildur Ýr Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Konan mín, lífsförunautur og móðir,
GISELA SCHULZE,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 27. maí klukkan 15.
Árni Jónsson
Ingunn Guðrún Árnadóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ERLA HANNESDÓTTIR,
Hofteigi 23,
lést laugardaginn 15. maí á
Landspítalanum.
Útför fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 25. maí klukkan 13.
Útförinni verður streymt frá vefslóðinni http://bit.ly/ErlaH.
Jarðsetning verður í Reykholti í Borgarfirði miðvikudaginn
26. maí klukkan 11.
Jóhannes Jóhannesson
Lárus Jóhannesson Glenda Jóhannesson
Hákon og Freya
Sveinn Óttar, Birta Rós, Jóhannes A. og Stefán C.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar